Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. jiill 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Frystihúsið lokað siðan í maí Atvinnuástand hefur verið heldur bágborið í Ólafsvík í vor. Þegar við vorum þar á ferðinni var frystihúsið lokað og hafði verið lokað vegna hrá- efnisskorts síðan 6. maí. Þegar frystihúsið er í gangi vinna þar til dæmis 70-80 konur. Það er því bágborið atvinnuástandið hjá konum í ólafsvik. Það er sérlega sorglegt að ganga um tómt frystihúsið, þvi hér er um eitthvert glæsilegasta frystihús landsins að ræða. 011 aðstaða er þar til fyrirmyndar, kaffistofa og anddyri skreytt með Drápuhliðargrjóti. Þaö vantar bara fiskinn. Það er grátlegt, sagði Kjartan Þorsteinsson i Ólafsvik við okk- ur, að sjá svona vinnubrögð. Byggö glæsileg fiskverkunarað- staða, en það gleymist bara að frystihús án fisks er út i hött. Okkur vantar togarann, sagði Kjartan. Það er að visu búið að kaupa togara. Það er 2 ára gamall franskur togari og heitir Lárus Sveinsson. Hann var bara settur i slipp til breytinga um leið og hann kom og er ekki væntanlegur niður á næstunni. Þvi hafði verið heitið að hann færi i 1-2 túra um leið og hann kæmihingað, svona til að skaffa hráefni, en það var svikið og hann settur beint i slipp. Annars virðist vera mesta stjórnleysi á þessu frystihúsi. Það er lokað vegna hráefnis- skorts, en samtimis eru bátar frystihússins stopp vegna þess að frystihúsið opnar ekki. Þess utan missti frystihúsið frá sér báta sem höfðu lagt upp hjá þeim i vetur. Og svo lokaði beinaverk- smiðjan vegna hráefnisskorts og nú er beinunum ekið út á Sand. I þessu 1100 manna plássi er enginn iðnaður til að taka við fólki er frystihúsiö bregst. Við höfum ekki einu sinni iðnaöar- menn, segja menn i Ólafsvik, þeir annaö hvort flytja burt eða setja upp verslun. Kaupfélagið i plássinu er rek- ið af K.B. i Borgarnesi, og að sjálfsögðu eru menn i ólafsvik ekki allskostar ánægðir með það. — Það skilur ekkert eftir hér i plássinu, segir Kjartan, ef hagnaður verður þá er hann fluttur suður til Borgarness og kemur okkur ekki til góða. En við erum vongóðir um framtiðina, og koma togarans ætti að verða til bóta. Við þyrft- um bara eina 2 til viöbótar, seg- ir Kjartan Þorsteinsson að lok- um. I veitingasölu sjóbiiðarinnar I ólafsvlk er hægt að kaupa góðan is- lenskan mat. Við mælum með staðnum. Kokkurinn heitir Jón Þór Einarsson og stendur hér yfir potti með nýrri ýsu. Íbúðír seljast á hálfvirdi Bágt atvinnu- ástand í Ólafsvík SNÆFELLINGAR SÓTTIR HEIM Það þætti lélegt að selja 113 fm ibúð fyrir 5 miljónir i Reykjavík og fá bara helminginn út. segir Rúnar Benjamínsson um aðstöðumun í dreifbýli og á höfuðborgarsvœði Ég á hér rúmlega 100 ferm íbúöarhæð. Ég er að byggja mér einbýlishús — timburhús upp á meira en 10 milj. — og þess vegna vil ég selja þessa íbúð. En það er hægar sagt en gert að selja húsnæði úti á landi. Ég er núna kominn með kaupanda að ibúðinni. Og fyrir þessa 113 ferm fæ ég 5 miljónir. þar af aðeins 2,5 miljónir i útborgun. Það þætti vist heldur léleg sala á höfuðborgarsvæðinu — sagði Rúnar Benjaminsson i Ólafsvik er viö spurðum hann um aðstöðumun milli dreifbýlis og höfuðborgarsvæðisins. — Það er margt sem kemur þarna inn i dæmið. Það hefur sina kosti að búa úti á landi, en á mörgum sviðum er aðstöðu- munurinn geysimikill. Húsnæðisdæmið sýnir þetta. Þótt ibúöaverð sé lægra i endursölu hér en i Reykjavik, þá er annað vöruverö hér mun hærra en þar. Oft heyrum við vörur eins og t.d. sykur auglýstar helmingi ódýrari i Reykjavik en hér. Munurinn er það mikill að i raun getur það borgaö sig að fara i innkaupaferð til Reykjavikur og fylla bilinn af nauðsynjavörum. Verðlagseftirlit er ákaflega bágborið hér, eins og sjálfsagt viða. Það er algeng sjón að sjá hvern verðmiðann yfir annan. Og munurinn á lægstu og hæstu verðmiðum er ofthelmingur. Og við megum ekkl gleyma oliunni. Þeim hitaveitunot- endum i Reykjavik þætti sjálf- sagt hart að þurfa að borga mörg hundruð þúsund i kyndingarkostnað fyrir meöal- stóra ibúð. Hér i Ölafsvik vantar til- finnanlega félagsheimili. Bæði til skemmtana og sem aðstöðu fyrir ýmsa félagsstarfsemi. Fólk hér i Ólafsvik er félagslynt, en það vantar bara aðstöðuna. Það félagsheimili sem nú er til byggðu templararnir upp úr aldamótunum og það er að sjálfsögðu engan veginn full- nægjandi. En þrátt fyrir að hér skortir ýmislegt er ég þó ánægður að búa hér. Ég er ólsari og verð það áfram, sagði Rúnar að lokum. eng H j úkrunarf ræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við Borgarspitalann sem fyrst Vinnutimi 8.00—16.00 eða 9.00—13.00. Fri um helgar. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga á fastar næturvaktir. Fullt starf eða hlutavinna. Upplýsingar á skrifstofu hjúkrunar- forstjóra i sima 81200. RITARI Ritari óskast nú þegar til starfa við sjúklingabókhald og önnur skrifstofustörf. Verslunarskóla- eða hliðstæð menntun áskilin. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sendist skrifstofu Borgarspitalans fyrir 7. júli n.k. Reykjavik, 1. júli 1977. BORGARSPÍTALINN*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.