Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. júll 1977 81 styrkur úr Vísindasióði Nú er lokiö úthlutun styrkja Visindasjóðs fyrir árið 1977. Var þetta i 20. sinn sem úthlutað var úr sjóðnum. Heildarfjárhæð umsókna til sjóðsins nam rúm- lega brefaldri þeirri upphæð (35 miljónum) sem unnt er að veita. Astæðan er vafalaust sú að Lána- sjóður Islenskra námsmanna hef- ur fellt niður kandidatsstyrki þá, sem veittir hafa verið nokkur undanfarin ár. Sem fyrr segir var heildarfjár- hæð umsókna langt umfram greiðslugetu sjóðsinsog þurfti þvi að synja fleiri umsækjendum en nokkru sinni fyrr. Bitnaði þetta ekki sist á námsmönnum i doktorsnámi. er eiga aðgang að lánum úr Lánasjóði isl. námsim. Visindasjóður skiptist i tvær deildir, Raunvisindadeild og Hugvisindadeild. Til Raunvis- indadeildar bárust að þessu sinni 100 umsóknir. Veittir voru 44 styrkir að upphæð 23.2 miljónir króna. Arið 1976 veitti deildin 35 styrki að fjárhæð 16.905 miljónir króna. Fjárhæð styrkjanna var á bilinu 160 þúsund — 1 miljón. Hugvisindadeild bárust 67 umsóknir, en einn umsækjandi dró umsókn sina til baka. Alls veitti deildin 37 styrki að fjárhæð 12.15 miljónir. Árið 1976 veitti Hugvisindadeild 24 styrki að f jár- hæð 7.85 miljónir króna. Alls hafa þvi verið veittir 81 styrkur úr Visindasjóði og heildarfjárhæöin er 35.35 miljónir króna. Eftirtaldir fengu styrki úr Raunvisindadeild (allar tölur eru þúsundir króna): I. Aöalsteinn Sigurðsson fiski- fræðingur og Karl Gunnarsson líffræöingur 400. Til framhalds- rannsókna á botndýrum og þör- ungum við Surtsey. 2. Agnar Ingóifsson vistfræðingur 700. Til vistfræðilegra rannsókna á fitju og fitjatjörnum. 3. Arnþór Garöarsson fuglafræðingur og Gísli Már Gislason liffræðingur 700. Til rannsókna á botndýrum og fæðukeðjum i Laxá i Suður- Þingeyjarsýslu. 4. Asgeir Einars- son dýralæknir200. Til rannsókna á ormum i sauðfé. 5. Axel Jóhannsson liffræðingur 700. Rannsókn á eðli lipið-prótein samskipta i frumuhimnum. Unn- ið við háskólann i Oxford. 6. Björn Jóhannesson jarðvegsfræðingur, Ingimar Jóhannsson liffræðingur og Jónas Bjarnason efna- fræðingur 550. Akvörðun á uppleystum lofttegundum i fisk- eldisvatni og rannsóknir á grunn- vatni i Kelduhverfi. 7. Egill Hauksson eðlisfræðingur 200. Rannsókn á radon-innihaldi hveravatns á íslandi með tilliti til notkunar við jarðskjálftaspár. 8 Einar Júliusson eðlisfræðingur 600. Til rannsókna á sjónvörpun með lágri tiðni. 9. Gigtsjúkdómafélag tslands 400. Til f araldsfræðilegra rannsókna á gigtsjúkdómum. Jón Þorsteins- son læknir hefur umsjón með verkefninu. 10. Guðmundur Þorgeirsson Iæknir700. Rannsókn á áhrifum blóðflagna á æðaþel. Verkefnið er unnið við Case Western háskólann i Cleveland. II. Guðni Alfreðsson liffræöingur 600. Rannsókn á mengun af völd- um salmonellasýkla. 12. Gunnar Sigurðsson læknir 300. Rannsókn á fituefnaskiptum sjúklinga með hækkaða blóðfitu. 13. Gylfi Baldursson heyrnfræðingur 280. Framhaldsrannsókn á skaðlegum áhrifum rauðra hunda á fóstur- skeiði með tilliti til sérþarfa heyrnarskertra barna. Unnið við háskólanni Halifax. 14. Haraldur Halldórsson liffræðingur 650. Rannsókn á áhrifum geislunar á kóligerla. Verkefnið er unnið við háskólann i Sussex. 15. Helga Margrét ögmundsdóttir læknir 250. örvun átfruma með ónæmis- hjálpurum (krabbameins- rannsóknir). Verkefnið er unnið við háskólann i Edinborg. 16. Helgi Björnsson jarðeðlis- fræðingur 1.000. Til að smiða, prófa og þróa mælitæki til könn- unar á þykkt jökla. 17. Hreinn Haraldsson jarðfræðingur 200. Setfræðileg rannsókn á aurum Markarfljóts frá sjó og inn undir Þórsmörk. 18. Jarðeðlisfræði Veðurstofu tslands500. Rannsókn á hraða jarðskjálftabylgja i efri hluta möttuls undir íslandi. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur annast rannsóknina. 19. Jón G. Hallgrímsson læknir 160. Til að ljúka rannsókn á sjúkdómnum pneumothorax spontaneus (loftbrjóst) á tslandi. 20. Jón Þorsteinsson læknir 400. Til kliniskra, ónæmis- og erfða- fræðilegra rannsókna á gigtar- sjúkdómum. 21. Kjartan Thors jarðfræðingur 1.000. Til rannsókna á setflutningi og set- myndun á landgrunninu fyrir suðausturlandi. 22. Kristinn J. Albertsson jarðfræðingur 400. Til framhalds rannsókna á aldri berglaga með kalium-argon að- ferð. 23. Ivka Munda liffræðingur 500. Framhaldsrannsóknir á þör- ungum við strendur Islands. 24. Náttúrugripasafnið á Akureyri 200. Til þess að ljúka rannsókn á flóru Þingeyjarsýslu. 25. ólafur Jensson læknir og samstarfs- menn 1.000. Rannsókn á erfða- þáttum og sjúkdómseinkennum i sambandi við heilablæðingar. 26. Páll Imsland jarðfræðingur 900. Til rannsókna á jarðfræði Jan Mayen, framhaldsstyrkur. Verk- efnið er unnið við Norrænu eld- fjallastöðina. 27. Pálmi Möller tannlæknir 260. Til að ljúka rannsókn á útbreiðslu og tiðni tannskemmda i börnum á Islandi. 28. PéturM. Jónasson liffræðing- ur 550. Rannsókn á lifriki Þing- vallavatns. 29. Ragnheiður Guðrún Guðmundsdóttir 1.000. Framhaldsrannsóknir eftir doktorsnám i stærðfræði. Verkið verðurunnið viðháskólann iUpp- sölum. 30. Rannsóknastofa Háskóla islands í lyfjafræði 500. Til tækjakaupa vegna rannsókna á stjórn samdráttarkrafts hjarta- vööva. 31. Rannsóknarstofa Norðurlands 800. Könnun á nota- gildi selen-og kóboltköggla handa sauðfé. Jóhannes Sigvaldason og Þórarinn Lárusson landbúnaðar- fræðingar annast rannsóknina. 32. Rannsóknastofnun landbúnað- arins500. Rannsókn á niturnámi i rótarhnýðum islensks hvitsmára. Fram haldsstyrkur. Guðni Harðarson liffræðingur annast rannsóknina undir umsjón Pjarna Helgasonar jarðvegs- fræðings. 33. Rannsóknastofnun landbúnaðarins 500. Rannsókn á vaxtarlagi sauðfjár. Sigurgeir Þorsteinsson liffræðingur annast rannsóknina undir umsjón Björns Sigurbjörnssonar. 34. Raunvis- indastofnun Háskólans, Jarðvfs- indastofa 400. Rannsókn á vatna- setum i Fnjóskadal, framhalds- styrkur. Þorleifur Einarsson jarðfræðingur annast rannsókn- ina. 35. Sigurður V. Hallsson efnaverkfræðingur 500. Til að ljúka samanburðarrannsókn á vexti klóþangs á íslandi, Irlandi, Noregi og Frakklandi. 36. Sigurður H. Richter dýrafræðing- ur600. Rannsókná snikjudýrum i meltingarvegi nautgripa. Framhaldsstyrkur til verkefnis- ins sem er unnið við Tilraunastöð háskólans i meinafræði að Keld- um sem þáttur i samnorrænni rannsókn. 37. Sigurður Steinþórs- son jarðfræöingur800. Til smiði á háþrýstiofni er nota skal til rannsókna á eiginleikum basalt- kviku. 38. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur 370. Til að ljúka vinnu við Islandsbindi ritsins Catalogue of the Active Volcanoes of the World. 39. Sveinn Jakobsson jarðfræðingur 580. Til að ljúka bergfræði- rannsókn á nútima blágrýtis- hraunum á eystra gosbeltinu. Verkefnið verður unnið i Kaup- mannahöfn. 40. Unnsteinn Stefánsson haffræðingur og Björn Jóhannesson jarðvegsfræðingur 450. Rannsókn á efnabúskap Miklavatns i Fljótum. 41. Þór- arinn Stefánsson eðlisfræðingur 1.000. Rannsókn á árekstrum orkulitilla fareinda. Framhalds- styrkurtil þessa verkefnissem er unnið við tækniháskólann i Þrándheimi. 42. Þorteinn Guðmundsson 500. Rannsókn á veðrun á smærri jarðvegs- og sandkornum með sérstöku tilliti til losunar á næringarefnum. Verkið er framhaldsrannsókn eftir doktorsnám, unnið við háskólann i Freiburg. 43. Þuriður Jónsdóttir heyrnfræðingur 200. Heyrnarmælingar á nýfæddum börnum. Að verkefninu verður unnið við Nova Scotia Hearing and Speech Clinic i Halifax. 44. Ævar Petersen dýrafræðingur 200. Vistfræðirannsókn á teistu. UnniðiFlateyá Breiðafirðiog við háskólann i Oxford. Eftirtaldir fengu styrki úr Hug- visindadeild: 1. Aðalsteinn Daviðsson mennta- skólakennari 250. Til að semja málfræðilegan leiðarvisi með sænsk-islenskri orðabók. 2. Anna Agnarsdóttir B.A. 400. Til að ljúka ritgerð um stjórnmálaleg og verslunarleg samskipti Islands og Bretlands á timabilinu 1800—1820. (Doktorsverkefni við London School of Economics). 3. Arnmundur Bachman og Gunnar Eydal lögfræðingur (kr. 200 þús. hvor)400. Til að semja ritgerð um almennan hluta vinnuréttar með samanburði við rétt nágranna- þjóðanna, einkum dana og norð- manna. 4. Ásgeir S. Björnsson lektor400. Til að kanna og búa til útgáfu höfundarverk Benedikts Gröndal eldra. 5. Björn Þ. Guðmundsson borgardómari 300. Til að ljúka ritgerð um réttinda- ákvæðistjórnarskráa hinna ýmsu rikja og bera þau saman við islenska löggjöf meö sérstöku til- liti til endurskoöunar islensku stjórnarskrárinnar. 6. Björn Teitsson sagnfræðingur 400. Til rannsókn á islenskri byggða- sögu. 7. Dóra S. Bjarnason M.A. 300. Til að rannsaka þátt islenskra athafnamanna i félags- legum breytingum á tslandi á árabilinu 1938—1977 (doktors- verkefni við University of Read- ing). 8. Eirikur Jónsson kennari 500. Til rannsókna á tilurð skáld- sögunnar tslandsklukkunnar eftir Halldór Laxness. 9. Félag bóka- safnsfræðinga500. Til að vinna að útgáfu á skrá yfir Islensk rit 1944—1973. 10. Gisli Gestsson safnvörður 300. Til að gera forn- leifafræðilega grein fyrir uppgreftri bæjarrústar i Álfta- veri. 11. Guðmundur S. Alfreðs- son cand. jur.300. Til að rannsaka réttarstöðu Grænlands. (Doktors- verkefniviðHarvardháskóla). 12. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur 400. Til að gera fornleifafræðilega grein fyrir uppgreftri i Kópavogi. 13. Séra Gunnar Kristjánsson 200. Til guðfræðílegrar rannsóknar á skáldsögunni Heimsljósi eftir Halldór Laxness. (Doktorsverk- efni við Ruhr-háskólann i Bochum). 14. Dr. Haraldur Matthiasson menntaskólakennari 300. Til að rannsaka staðfræði Landnámabókar. 15. Helgi Þorláksson cand. mag.400. Til að halda áfram rannsókn á mikil- vægi islenskrar utanrikis- verslunar á miööldum fram til 1430. (Doktorsverkefni við Björg- vinjarháskóla). 16. Dr. Egon Hitzler sendikennari 300. Vegna kostnaðar við útgáfu doktorsrit- gerðar um sel og selfarir á tslandi. 17. Höskuldur Þráinsson cand. mag. 400. Til að rannsaka setningafræði islenskra sagna. (Doktorsverkefni við Harvard- háskóla). 18. Jón Guðnason lektorr 300. Til að rannsaka upphaf og þróun islenskra stjórnmálaflokka á árunum 1897—1916. 19. Krístján Árnason cand. mag. 400. Til að rannsaka hljóðdvalarbreyting- una i islensku. (Doktorsverkeini við Edinborgarháskóla). 20. Lúðvik Kristjánsson rithöfundur 400. Vegna kostnaðar við undir- búning útgáfu ritverks um islenska sjávarhætti. 21. Magnús Pétursson stjórnarráðsfulltrúi 300. Vegna kostnaðar við rannsókn á fjármagnstilfærslum frá riki til sveitarfélaga með sér- stöku tilliti til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. 22. ólafur Asgeirs- son menntaskólakennari 300. Til rannsókna á sögu Neshrepps inn- an Ennis (siðar Fróðárhrepps) á Snæfellsnesi. 23. ólafur Kvaran listfræðingur 300. Til að rannsaka táknhyggju i islenskri myndlist á 20. öld. (Doktorsverkefni við Lundarháskóla). 24. Páll Sigurðs- son dósent 100. Vegna kostnaðar við að búa til prentunar ritgerð um þýðingu eiðs og heitvinningar i réttarfari. 25. Ragnar Arnason M.Sc. 300. Til að semja ritgerð um hagkvæmasta skipulag Islenskra fiskveiða. (Doktors- verkefni). 26. Reynir Bjarnason námsstjóri 400. Til að rannsaka árangur þeirra breytinga á námi og kennslu i liffræði, sem unnið er að á vegum skólarannsóknadeild- ar menntamálaráðuneytisins undir umsjá Reynis. (Doktors- verkefni viðHarvardháskóla). 27. Christopher Sanders B.A. 300. Til að ganga frá texta og ljúka inn- gangi að útgáfu á Beverssögu (þýddri riddarasögu). 28. Séra Sigurjón Einarsson sóknarprest- ur 200. Til að ljúka ritgerð um þátt Marteins biskups Einars- sonar i sögu siðaskiptanna á tslandi. 29. Dr. Sven Þ. Sigurðs- son reiknifræðingur 150. Til að skrifa (ásamt öðrum) greinar- gerð um niðurstöður i ritinu Tiðni orða i Hreiðrinu (skáldsögu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar) eftir Baldur Jónsson, tilraunariti i máltölvun. 30. Sverrir Tómasson cand. mag. 400. Til að rannsaka helgisagnaritun Bergs ábóta Sokkasonar. 31. Svæðiskönnun sunnan Skarðsheiðar 500. (ábyrgðarmaður Þorlákur H. Helgason menntask.kennari) Til að rannsaka menningarsögu sveitanna sunnan Skarðsheiðar. 32. Tryggvi Sigurðsson magister 300. Til að rannsaka félagslega aðlögun og persónuleikaþroska 100 likamlegra fatlaðra barna og unglinga (doktorsverkefni við Sorbonne-háskóla). 33. Þórarinn Þórarinsson fv. skólastjóri 200. Til að rannsaka rauðablástur fyrr á öldum og kanna i þvi skyni gjallhóla á Eiðum á Héraði og Lundi i Fnjóskadal. 34. Þórólfur Þórlindsson M. A. 150. Til greiðslu kostnaðar við að ljúka doktorsritgerð um samspil máls, félagslegra samskipta og vit- rænna þátta með tilliti til islenskrar menningar og að- stæðna. 35. Dr. Þráinn Eggerts- son lektor300. Tilað vinna að töl- fræðilegri rannsókn á áhrifum peningamála á mikilvægar hag- stærðir á Islandi. 36. ögmundur Jónasson M.A. 300. Til að rannsaka íslenska frjálslyndis- stefnu á 19. öld i alþjóðlegu samhengi. (Doktorsverkefni viö Edinborgarháskóla). 37. örnefnastofnun Þjóðminjasafns 500. Til þátttöku i samnorrænum ömefnarannsóknum, sem bera heitið örnefni og þjóðfélag. N emendalelkhúsið sýnir í Lindarbæ Hlaup - vídd sex eftir Sigurö Páisson. Vegna mikillar aðsóknar verða tvær sýningar Sunnudagskvöld kl20:20 Mánudagskvöld kl. 20:30 Miðasala I Lindarbæ frá kl. 17- 19 alla daga simi 21971. Allra siðustu sýningar. Matthías Framhald af 1 neytinu i tillöguformi ásamt rök- stuðningi. Siðan myndi ráðuneyt- ið eiga viðræður og hafa samráð við heildarsamtök sjómanna auk Fiskifélags Islands, og að þvi loknu gefa út reglugerð ef ráðlegt er talið að gera slikar breytingar. Það eru þvi fyrirmæli ráðu- neytisins að framangreindar við- miðunarreglur komi ekki til framkvæmda og að fyrri viðmið- unarreglur skuli vera óbreyttar nema ráðuneytið ákveði annað. — GFr. Sprenging Framhald af 13. siðu. um rannsóknir á dýrum, sem drápust af völdum geislavirkni, og áhrif geislavirkni á jurtalif. Medvedef telur að rannsóknir á sprengingarsvæðinu hafi ekki verið leyfðar fyrr en eftir 1964, þegar Nikita Krústsjof hafði verið vikið frá völdum. Medvedef lýkur grein sinni, sem birtist i breska visindatimaritinu New Scientist, með þessum orðum: ,,Við verð- um að láta okkur þetta að kenn- ingu verða og tryggja að svo hörmulegur atburður komi ekki fyrir oftar.” Eins og kunnugt er tiðkast það viða að grafa úrgang frá kjarnorkuverum i jörðu, einnig i þéttbýlum iðnaðar- löndum. Múlaþing Framhald af bls. 7. ið slika hluti til Skjalasafnsins á Egilsstöðum. Stuðlum aö þvi að þar verði aðstaða til að rannsaka og skrifa austfirska sögu. Nú þegar þetta 9. hefti Múla- þings er sent til áskrifenda, er rétt að geta þess að fyrsta heftið er uppselt. En önnur hefti eru fáanleg enn hjá söluaðilum Múla- þings. I Reykjavik fæst Múlaþing hjá Bókinni Skólavörðustig og hjá bókaverslun Sögufélagsins Garðastræti 13, gengið inn frá Fischersundi. Þeir sem vilja ger- ast meðlimir Sögufélags Austur- lands verða um leið áskrifendur Múlaþings. Austfirðingar heima og burtfiuttir, göngum i sögufé- lagið og styrkjum með þvi útgáfu Múlaþings. Tilkynnið ykkur til einhvers i ritnefndinni. I Reykja- vik tekur Auðun H. Einarsson Viðimel 57, simi 17992, við nöfnum þeirra sem vilja ganga i Sögufé- lag Austurlands. BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Kópavog-vesturbæ (Þjóðviljinn og Tíminn) Lauiásveg ÞJÓÐVILJINN Vinsamlegast haf.ið samband við af greiðsiuna Síðumúla 6 — sími 81333 Herstöðvaandstæðingar Sem kunnugt er, gengst Miðnefnd Samtaka herstöövaandstæð- inga fyrir erindrekstri útum land um þessar mundir. Um siðustu helgi var farið um Vesturland, en um þá næstu eru áformaðir fundir á Norðurlandi ^vestra. Erindrekar Samtaka herstöðva- andstæðinga, þeir Vesteinn ólason form. Miönefndar, Hall- grimur Hróðmarsson og Jón Proppé, munu gangast fyrir fundum með herstöðvaandstæöigum á viðkomandi stöðum þar sem kynnt verður starf Samtakanna og stefna og rætt um starf- semi útá iandi. Fundir verða sem hér segir: Laugardaginn 2. 7. kl. 14.00 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Laugardaginn 2. 7. ki. 17. 001 Argarði, Skagafirði. Sunnudaginn 3. 7. kl. 15.00 i Villa Nova, Sauðárkróki. Sunnudaginn 3. 7. kl. 8.30 að Suðurgötu 10, Siglufirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.