Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 2. júll 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóöfrelsis. (Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: (Jlfar Þormóðsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Sfðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Hreint borð Á sama tima og umræður fara fram um hugsanlegar takmarkanir á veiðum islenskra sjómanna hefur sjávarútvegs- ráðherra, Matthias Bjarnason, tilkynnt, að ekki eigi að segja upp fiskveiðasamn- ingum við færeyinga, belga eða norðmenn. Rikisstjórnin virðist þvi enn fylgja fyrri stefnu sinni i landhelgismálinu sem falist hefur i sifelldum undanslætti gagnvart útlendingum og skerðingu islenskra réttinda að sama skapi. Þessi undansláttarstefna felur leynt og ljóst i sér fyrirætlanir stjórnvalda um að flækja islendinga á ný i samninganet Efnahags- bandalagsins. Viðræður forystumanna Efnahagsbandalagsins við islenska ráðamenn i Reykjavik fyrir nokkrum vikum siðan og yfirlýsing sjávarútvegs- ráðherra nú benda eindregið til fyrirætl- ana rikisstjórnarinnar um að láta Efna- hagsbandalaginu i té veiðiréttindi á islenskum miðum, jafnvel á sama tima og réttur islendinga til veiða yrði verulega takmarkaður. í viðtali við Þjóðviljann á fimmtudag andmæiti Lúðvik Jósepsson harðlega þessum fyrirætlunum sjálvarútvegs- ráðherra og rikisstjórnarinnar. Lúðvik bendi á, að nú væru allra siðustu forvöð að segja upp samningum við færeyinga, belga og norðmenn, ef þeir ættu að renna út um svipað leyti og samningurinn um veiðiheimildir vestur-þjóðverja—sem útrunninn er i nóvember. Þá væri - nauðsynlegt fyrir islendinga að hafa algerlega hreint borð hvað varðar veiði- heimildir útlendinga innan landhelginnar. Lúðvik Jósepsson itrekaði fyrri yfir- lýsingar Alþýðubandalagsins um að stefna bæri að þvi að engin erlend veiði- skip yrðu innan landhelginnar i árslok. Engin nauðsyn knýr islendinga til áframhaldandi samninga við belga og norðmenn. Belgia er eitt af aðildarrikjum Efnahagsbandalagsins og við eigum i viðtækri deilu við bandalagið. Áfram- haldandi réttur belga á islenskum miðum gæti þvi orðið inngönguhlið fyrir önnur riki Efnahagsbandalagsins inn i islensku landhelgina. Engir gagnkvæmir fiskveiði- hagsmunir knýja okkur heldur til áframhaldandi samninga við norðmenn. Hins vegar getur komið til greina að gera sérstaka samninga við færeyinga með þeim skilyrðum að þeir auki sjálfir fisk- veiðilögsögu sina og geri ekki á sama tima samninga við Efnahagsbandalagsrikin um viðtækar veiðiheimildir innan land- helginnar við Færeyjar. Þjóðviljinn itrekar sérstaklega lokaorð Lúðviks Jósepssonar i viðtali við blaðið: „Það gæti reynst hættulegt ef ekki yrði gert hreint borð við útlendinga fyrir áramót. Við eigum raunverulega ekki annarra úrkosta völ eins og ástandið er i okkar sjávarútvegsmálum.” Nýjasta sýningin á hinni frægu — Já, já — Nei, nei — stefnu Framsóknarflokksins fór fram i tengslum við nýgerða kjara- samninga. Hinn gamalreyndi forystu- maður flokksins, Eysteinn Jónsson, sem fyrir nokkrum árum hvarf af Alþingi og taldist hætta afskiptum af stjórnmálum,sá að svo illa var nú fyrir flokknum komið að nauðsynlegt væri að hressa dálitið upp á andlit hans. Arftaki Eysteins, Ólafur Jóhannesson, hafði i útvarpsumræðum gefið yfirlýsingu til stuðnings kröfunni um 100 þús. kr. lágmarkslaun, en dregið yfir- lýsinguna siðan til baka i Morgunblaðinu næsta dag. Verkalýðshreyfingunni hafði þvi reynst skammgóður vermir af orðum núverandi formanns Framsóknar- flokksins. Gamli foringinn reis þvi úr hinum helga steini og beitti áhrifum sinum i stjórn Sambands islenskra samvinnufélaga til að fá samþykkta mjög almennt orðaða yfirlýsingu. Með góðum vilja mátti lesa úr yfirlýsingu sambandsstjórnar vissan stuðning við stefnu verklýðshreyfingar- innar. Þegar verkalýðshreyfingin ætlaði siðan að hagnýta sér þessa yfirlýsingu og ganga til samninga við Sambandið, fórnaði sambandsstjórn höndum og benti á Vinnumálasambandið sem væri aðilinn sem annaðist samningana fyrir hönd sam- vinnuhreyfingarinnar. Vinnumála- sambandið var hins vegar ekki tilbúið til neinna sérstakra viðræðna. Forystumenn Vinnumálasambands samvinnufélaga höfðu i nýgerðum kjara- samningum nákvæmlega sömu samstöðu með Vinnuveitendasambandinu eins og þeir hafa haft áður. Við samningaborðið sagði Vinnumálasambandið „Nei, nei” og gerði þar með að engu „Já, já” yfir- lýsingar hinnar pólitisku forystu. Þegar samningunum var lokið sló formaður Vinnumálasambands samvinnufélaga, Skúli J. Pálmason, „Já, já”-grimuna úr höndum formanna Framsóknarflokksins, bæði þess núverandi og fyrrverandi: Áhrif Vinnumálasambandsins i þessum samningum eru ekki að minum dómi meiri heldur en öðrum „samningum”, sagði formaður Vinnumálasambandsins i viðtali við Ríkisútvarpið. Þar með lauk nýjustu „Já, já — Nei, nei” sýningu forystuliðs Framsóknar- flokksins. Eins og alltaf áður voru það ekki „Já, já” yfirlýsingarnar, sem giltu þegar að samningaborðinu kom. Vinnu- málasambandið stóð þar við hlið atvinnu- rekenda eins og áður og hélt „Nei, nei” merkinu hátt á lofti. Iiogtr awur rtrúlalkarre uintír hugarré fumlmaéWnl Sumar, þessar og vissar Embættismenn temja sér iumir svo loðinn frásagnarmáta að fyrir vejulega dauölega menn er erfitt að ráða i textann. ölafur ólafsson, landlæknir, segir m.a. i grein um lyfja- neyslu i Þjóðviljanum á fimmtudag að ,,i ákveðnum hjú- skaparstéttum hér á iandi er neysla miklu meiri en almennt gerist. Ég hirði ekki um að nefna þessar stéttir sérstaklega i þessari grein.” Seinna kemur svo: „Neysla er svipuð i sömu hjúskaparstétt- um.” — „Niöurstöður hóprann- sókna gefa eindregið til kynna að sjúkdómstiðni er algengari i þeim hjúskaparstéttum og ald- urshópum (eldra fólk) sem að framan er greint.” — „Það er enginn vafi á að félagsleg- og efnahagsleg aöstoð hér er al- mennt minni en á hinum Norð- urlöndunum og vissar hjúskap- arstéttir eru afskiptar.” Sumar, þessar og vissar hjú- skaparstéttir eru meira í dópinu en aðrar, fær maður að vita hjá landlækni. Frásögn af þessu tagi vekur hjá mér ógurlega forvitni og grunsemdir um að verið sé að leyna einhverju. Hvaða hjúskaparstéttir eru i lyfjum; eru það miðaldra heimafrúr, piparsveinar eða piparjúnkur, ekkjur eða ekklar, fráskildir eða hommar? Forvitinn fœr ekki svar Til þess að svala forvitninni útvega ég mér Timarit um lyfjafræði og Læknablaðið, en þar er skýrt frá niðurstöðum fyrstu kannana á lyfjanotkun hérlendis og samanburði milli Norðurlandanna. Þar fæst að visu ekkert svar um hjúskapar- stéttirnar, þótt greinarnar séu margar og lærðar. Allir liggja þvi áfram undir grun, heima- frúr jafnt sem fráskildir, og aðrir sem skipa má i hjúskapar- stétt. 1 Læknablaðinu skortir hins-. vegar ekki á föðurlegar ábend- ingar frá landlækni, borgar- lækni og ráðuneytisstarfsmanni til lækna um að fara sparlega með lyfjaávisanir, og segja þær meira en nokkrar tölur um það, að lyfjaaustur hefur verið orð- inn hættulega mikill. J I gegnþunglyndi 1 ogkvíða Sinequan y stuðlarað bættum svefni •* 'W£~ Valium Roche er róandi Læknablaðið er 39 lesmálssið- ur. Nákvæmlega jafnmargar siður eru i blaðinu af auglýsing- um frá lyfjaframleiöendum og umboðsmönnum þeirra hér- lendis. Þar auglýsa lyfjahring- irnir Pfizer, Upjohn, Squibb, Beecham, Roche og fleiri. Þetta eru allt saman heilsiðuauglýs- ingar i öllum regnbogans litum þar sem spilað er á skynhrif les- andans. Sem betur fer er lyfja- framleiðendum bannað að aug- lýsa á almennum markaði, en þeir eiga auðvitað fyrst og fremst erindi við þá sem fara með ávisanaheftin, læknana. Nú skyldi maður ætla að læknar fengju það staðgóða menntun að þeir gætu ráðið fram úr lyfja- skrám, þar sem væru staðfestar opinberar upplýsingar um eðli hinna ýmsu lyfja. Það nægir greinilega ekki, þvi lyfjafram- leiöandanum Roche og Lækna- blaðinu þykir við hæfi að læknar viti að „Þegar aðaiáhyggjuefni sjúklingsins er hjartað stuðlar Valium Roche að bestum árangri.”Og hversvegna? spyr fávis hómópati. Jú. Valium Roche er: „Meira en róandi lyf.” Þetta eru haldgóðar upplýs- ingar i blaði sem að öðru leyti er helgað umræðu um róandi lyf. Ó, fumlausa iðni Enda þótt við höfum Lyfja- verslun rikisins, þykir öruggara að hafa umboðsmannakerfi eins og i áfenginu til þess að stuðla að heildsalagróða og vöru- áróðri. Tvöfalt kerfi dugar best, og færir Læknablaðinu góðan bisness um leið og það visar læknunum veginn i lyfjaávisun- um. Með þvi að lesa Læknablaðið hafa læknar komist að þeirri niðurstöðu að „Mogadon Roche. er af þrem gildum ástæðum ákjósanlegasta svefnlyfið”, enda ávisa þeir þvi mest allra svefnlyfja, sjúklingum og Roche til yndisauka. í blaðamennsku er mikið fum og órói og oft skortur á hugarró. Þessvegna ætla.ég samkvæmt tilvisan Læknablaðsins beint til heimilislæknisins mins og biðja um Nobrium Roche. Það „lægir öldur óróleikans og veitir hug- arró”og veitir mér umfram allt það sem ég þarf mest á að halda: FUMLAUSA IÐNI.-ekh <Mogadon>„ í r at þrem gildum éttatðtm) ökjöMmfsgacta avefatyfiö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.