Þjóðviljinn - 02.07.1977, Page 10

Þjóðviljinn - 02.07.1977, Page 10
W SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. júli 1977 Þjóðviljinn hefur nú birt tvær greinar eftir Ingólf Margeirsson frá Tékkó- slóvakíu. Þær birtust um síðustu helgi. Hér kemur þriðja greinin. Þar er lýst sunnudegi í Prag. I f jórðu og síðustu greininni, T sunnudagsblaðinu á morgun, birtist frásögn af heimsókn til Pavels Kohuts. Prag, 27/3: Sunnudagsmorgunn. Gráskima og mistur yfir borginni. Ég reyni aö finna einhverja uppörvandi tónlist i útvarpstæki hótelher- bergisins. Ritskoöun útvarpsins á vestrænum stöövum er meö þeim eindæmum, aö herbergiö nötrar og skelfur af truflanabyigjunum. Inn á milii óhljóöanna má heyra slavneskar þularaddir. Skyndilega berst amerisk tyggigúmmirödd út I herbergiö. Ég held í fyrstu, aö ég hafi náö Ingólfur Margeirsson: Á slóöum andófsmanna í Tékkóslóvakíu 3. GREIN SUNNUDAGUR „A Letneske-hæöinni breiöir Stalin-stöpullinn útsvartan granitfaöminn”. (Mynd IM) PRAG Keflavikurkananum inn á tækiö, en svo rennur upp fyrir mér, aö hér er um að ræöa VOICE OF AMERICA, áróöursstööina bandarisku i Vestur-Þýskalandi. Hún og stöövar sem RADIO LIBERTY og RADIO FREE EUROPE senda boöskap sinn a 11- an sólarhringinn inn i eyru aust- ur-evrópskra hlustenda, þrátt fyrir örvæntingarfullar truflana- tilraunir valdhafa. Eftir aö hafa hlustaö á fréttaglefsur, slekk ég svo á kananum. Fréttir eru nefnilega lúxusvara i Tékkóslóvakiu. Allir fjölmiðlar eru rikisreknir og fréttunum hag- rætt eftir þvi. Fyrir útl. eins og okkur skiptir það svosem ekki miklu máli, þar sem við erum ómælandi á tékkneska tungu. Það er hins vegar heldur dapurlegt að koma inn i morgunverðarsalinn á morgnana og lita á borðið, þar sem erlendu dagblöðin liggja. Þar eru nefnilega einungis flokksblöð afturhaldssamra kommúnistaflokka. Þar er Pravda frá Sovét, Morning Star frá Bretlandi, Neues Deutschland frá Þýskalandi og þar fram eftir götunum. Óskhyggja tékkneska blaðamannsins A.J. Liehms um frjáls dagblöð i sósialistisku þjóð- félagi virðist ekki hafa ræst. (Sjá hliðargrein). Þar sem öll önnur erlend dagblöð eru ófáanleg i Prag verður hinn fréttaþyrsti túr isti veskú að koma sér inn á viðkomandi sendiráð eða er- lendar ferðaskrifstofur (Ég mæli með SAS-skrifstofunni fyrir Norðurlandabúa.) Auðvitað áræða ekki Pragbúar, sem tala erlend tungumál, að fara inn i slik hús. Það gæti verið tekiö eftir þeim, og gefin skýrsla um hátt- erni þeirra. En i dag er sunnu- dagur, og allar skrifstofur lokaðar. Við verðum að láta okkur nægja morgunverð, án fregna af viðburðum heimsins. Stalín týndur og tröllum gefinn Eftir morgunverð höldum við upp á Letenske-hæðina. Frá hæðinni er gott útsýni yfir Prag og Vltava-fljótið, (Moldá), sem hlykkjast gegnum borgina. Hér, á þessari hæð, stóö eitt sinn stærsta Stalin-stytta Austur-Evrópu. Granitrisinn var ekki rifinn fyrr en um haustið 1962, niu árum eftir dauöa Stalins og sex árum eftir tuttugasta flokksþingið, þá er Krúsjeff steypti goðinu af stalli. Það segir svolitið um, hve seint útlegð foringjans kom til Tékkó- slóvakiu. Þar sem styttan stóð áður, er nú sléttur múrsteins- völlur, og mynda steinarnir fal- legt mósaikmynstur i gráum blæ- brigðum. En stöpullinn stendur ennþá. Að visu er stóra ljós- stjarnan, sem hangir á miðjum stöplinum, nú slokknuö, og veður- bitnir rafmagnsvirarnir hanga lifvana út úr henni. Og reyndar eru hin hátiðlegu jarðhýsi stöpulsins nú full af sementi, sandi og rusli. En stöpullinn stendur þarna ennþá, á stærð við nokkur raðhús, og með griðarstór tóm eldker til beggja handa. Stöpullinn stendur þarna, eins og ófreskja með vængina út- breidda, sem biður eftir aö meist- arinn komi svifandi niður úr skýj- unum og taki sér bólfestu á hrygg hennar á nýjan leik. Stalín fundinn Við fundum Stalin. Hann stóð fyrir utan Lenin-safnið i miðborg- inni, og hitaði hægri höndina á brióstinu, eins og Napóleon forðum. 1 fylgd með honum voru nokkrir skuggalegir kósakkar, en fyrir framan þá stóð Lenin sjálfur i frakka og benti niður eftir Ilybernská-stræti. Þetta var fal- leg lágmynd, eins og hinar mynd- irnar, sem prýddu framhlið safnsins. En Stalin var bara að finna á þessari einu. Við rákumst reyndar einnig á hann inni i safn- inu, en hann var bara svipur hjá sjón frá fornum glæsidögum. Nú var hann nefndur sem einn af brautryðjendum rússnesku bylt- ingarinnar, og stóð sem létta- drengur i skugga Lenins, og hvergi var minnst á tilveru hans eftir 1917. Hinn sögulegi sannleikur En þó að Stalin sé nær hvergi sjáanlegur, svifur andi hans enn yfir vötnunum. A Klementa Gott- walda-safninu (i höfuðið á leið- toga kommúnistaflokksins eftir valdatökuna 1948), er mörgum gömlum stalinistum gert hátt undir höfði. Dubceks og umbótar- stefnunnar 1968 er hins vegar hvergi getið. Nýstalinistum sem núverandi flokksleiðtoga og for- seta Tékkóslóvaklu, Gustav Husak.er hins vegar sýndur mun meiri sómi, og má sjá flokksfor- ingjann á stórum litaspjöldum, i ýmsum stellingum. Husak innan um brosandi börn, Husak i dökkum jakkafötum á gulum, bylgjandi kornökrum, Husak með bindi og hvitt um hálsinn, heilsar skitugum og sveittum verka- mönnum með handabandi. Ahugavert er einnig að skoða salarkynni safnsins sem f jalla um baráttu Sovétrikjanna g»ign nasismanum. Risastór ljósa- spjöld sýna þróun striðsins, allt frá innrás nasistu inn i Rússland 1941, og til striðsloka, þá er Sovét- rikin höfðu frelsað -þjóðir Austur- Evrópu undan oki Hitlers. En for- sögunnar er hvergi getið. Finnlandsstriðið hvergi sjáan- legt, og ekki mínnst á vináttu- og friðarsáttmála Hitlers og Stalins frá 1939 til 1941. Hins vegar stórt veggspjald af hinni sögulegu ljósmynd af greyinu Chamberlain, þar sem hann heldur á friðarloforðum Hitlers, eftir fundinn i Múnchen. Færibandabrúðkaup Það er notalegt að anda að sér hreinu lofti eftir maraþonröltiö i dimmleitum húsakynnum safns- ins. Við göngum niður i gamla miðbæinn. Fyrir utan ráðhúsið er múgur og margmenni. 1 fyrstu höldum við, að mannþyrpingin sé að biða eftir heila timanum, þegar helgimyndirnar fara á stjá i fornu stjörnufræðiklukkunni, sem setur svip sinn á framhlið hússins. En svo er ekki. 1 dag er sunnudagur, og þá flykkjast ógift pör niður I gamla ráðhúsið til að láta pússa sig saman. Það er sannarlega hægt að tala um brúð- kaup á færibandi. Nýgift og sæl- leg brúðhjón koma út úr got- neskum dyrum ráðhússins, ætt- ingjar faðma og kyssa hvitklædda brúðina og brosandi brúðgumann i dökku jakkafötunum, ljós- myndir eru teknar, 8 mm fjöl- skyldukvikmyndavélar suða. Parið er vart komið inn i ný- þveginn og hvitskreyttan leigu- bilinn, fyrr en önnur brúðhjón smeygja sér inn um vinstri dyr ráðhússins og birtast nokkru siðar I gotnesku dyrunum, nývigð og brosandi. Halarófur af gljá- andi bilum með veisluklæddum gestum streyma framhjá ráðhusinu, Lúðrahljómsveit stingur upp kollinum og leikur nokkur lög, fólk klappar og hlær. Svarti markaöurinn og Tuzex-búðirnar Gráhærð kona á sextugsaldri snýr sér að okkur I mann- þvögunni og spyr, hvort við viljum skipta peningum. Hún er i ameriskum gallafötum og með stór sólgleraugu. Við segjumst bara eiga ferðatékka og hafa litinn áhuga á svartamarkaðs- braski. Sú gamla er ekki af baki dottin. Hún spyr okkur, hvaðan við séum, og hvaða gjaldeyri við notum. Þegar við svörum, að i Noregi séu notaðar norskar krónur, opnar hún stóru hand- töskuna sina og dregur upp gengisskráningarlista. Hún lætur fingurinn nema staðar á norskum krónum ogbýðurokkur þrefalda upphæð opinbers gengis. Við segjumst ekki hafa neina norska peninga á okkur, aðeins tékkó- slóvaska. Við erum orðnir vanir að hrista af okkur fólk, sem vill næla sér I vestrænan gjaldeyri. A götunum, á veitingastöðunum og hótelum er engan frið að fá fyrir fólki, sem hvislandi spyr: — Tauschen? Tuzex-búöir: „Sæluriki gjaldeyrisbraskara, en óaögengi- Yfirvöldin ráöa blaöakostinum. Blaöasalinn vildiekki láta legar fyrir almennan borgara”. (Mynd IM) taka mynd af sér? Var hann hræddur? Var hann feiminn? (Mynd IM) Hjónavlgsla á færibandi: „Nýgift og sælleg koma bróö- hjónin út úr gotneskum dyrum ráöhússins.” — Mynd IM

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.