Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 11
Pressan og sósíalisminn Blaöiö „Mladá Fronta” birti þann 25. júni 1968 ræöu hins þekkta kvikmyndageröar- manns og blaöamanns A.J. Liehms, sem hann skömmu áö- ur haföi haldið á þingi tékk- neska blaðamannasambands- ins. Ræöan er nokkuð stytt i is- lenskri þýðingu. ,,Ég hef alls engan áhuga á umyröum þeirra, sem ekki geta kyngt tjáningarfrelsi dagblaö- anna. 1 þeirra augum er vanda- málið einfalt: Annað hvort munu þeir bera sigur úr býtum, og þar með glötum við tjáningarfrelsi landsins, og öllu þvi frelsi, sem i kjölfar þess siglir, eða þeir biða ósigur. . Ég hef meiri áhuga á þvi sem hinum svonefndu framfarasinn- um liggur á hjarta. Þeir virðast álita, að frjáls blaðamennska sé nauðsynleg til að þjóna betur endurfæðingunni; að sósialism- inn þarfnist tjáningarfrelsis blaðanna til að betrumbæta sjálfan sig. Sósialisminn þarfn- ast pressunnar. En þarf pressan á sósíalismanum að halda? Og ef svo er, þá til hvers? Pressan (og hér á ég við alla fjölmiðla) varð ekki til fyrir til- stilli sósialismans. Iðnaður, landbúnaður, réttarkerfi — ekk- ert af þessu varð til vegna sósialismans. Það er sósial- isminn, sem á að þjóna þróun iðnaðar, landbúnaðar og réttar- kerfis, en ekki öfugt. Hinir framfarasinnuðu megna ekki að rifa sig lausa úr prisund gam- alla hugmynda: Þeir hafa ennþá tilhneigingu til að lita á pressuna sem áhald; tæki stjórnmálakerfisins, verkfæri flokksins, stjórnarinnar og kerfisins. A einn hátt er pressan allt þetta, en ekki einvörðungu. Hinn eiginlegi tilveruréttur pressunnar á okkar dögum er sá að sjá fyrir reglulegu og sam- felldu sambandi milli meðlima þjóðfélagsins; að veita öllum borgurum þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru tii skoð- anamyndunar og til að taka ákvarðanir, og sjá til þess, aö ekki sé einkaleyfi á upplýsing- um, þvi það fæðir óhjákvæmi- lega af sér valdaeinokun. Það er áhugavert, að i þeim iðnaðarlöndum, þar sem sósial- ismi er ekki viö völd, er það æ sjaldgæfara, aö blöð og timarit séu eign stjórnmálaflokka eða stjórnmálahreyfinga. Pressan er að mestu leyti óháð stofnun, sem gegnir næstum þvi sama hlutverki og lungu mannslikam- ans: Inn- og útöndun þjóð- félagsins gerist fyrir tilstilli pressunnar. Ef pressan bregst, fær þjóðfélagið öndunarörðug- leika og sýkist. Þarf þá pressan á sósialism- anum að halda? Það er skoðun min, að hún þarfnist hans svo framarlega sem sósialisminn getur gefið henni meira frelsi og sjálfstæði en annað þjóðfélags- skipulag, og svo framarlega sem tilveruréttur pressunnar er meiri innan sósialistisks kerfis I ■ I ■ i ■ i D I D 1 GS 1 en innan annarra þjóðfélags-" kerfa. Geti sósialisminn ekki§ gefið pressunni þessi lifsskil-* yrði, þarf pressan ekki á honumi að halda. Og þaö sem meira er," sósialisminn vinnur gegn press-n unni. Hvað á sósialisminn að gera J til að tryggja pressunni sem I best lifskilyrði? Við þeirri ■ spurningu er aöeins til eitt svar, § sem ef til vill gildir ekki i dag,« en ætti að gilda innan nánustu ■ framtiðar: Pressan verðurj skilyrðislaust að vera eign« þeirra, sem vinna i henni. I Pressan er ekki sem betlari," sem snikir sér frelsi eða | umburðarlyndi. Pressan og ■ blaðamennirnir geta aðeinsl boöið þessu þjóðfélagi upp á" eina þjónustu: Nefnilega að ■ reyna að upplýsa alla i landinu ■ um allt, sem þar gerist. Z Sósialisminn i Tékkóslóvakiu I getur annað hvort þegið slika ■ þjónustu (og hagað aðstæðum § eftir þvi), eða hafnað henni og ■ kveðið þarmeð hinn endanlega ■ og óafturkræfa dóm yfir sjálfum * sér. Gerist þetta, er timi til ■ kominn að við förum að leita að " nýrri vinnu. Við óskum að þjóna ■ án þess aö vera undirgefnir.” ■ Tauschen? (þýska = „skiptá’’) Þó að svarti markað- urinn sé bannaður með lögum, vilja yfirvöld ná sem mestum gjaldeyri af túristum, og fylgja reglunum þvi ekki svo strangt eftir. En hvað gerir hinn almenni tékki við erlendan gjaldeyri? Það getur verið mismunandi, en yfir- leitt verslar hann fyrir peninganna i svonefndu Tuzex- búðum, sem hafa tollfrjáls- ar, vestrænar gæöavörur á boðstólunum. Bankarnir skipta erlendum gjaldeyri i Tuzex- peninga, sem notaðir eru til að kaupa skandinavisk húsgögn, japanskar ljósmyndavélar eða skoskt viski, möo. vörur, sem eru óaðgengilegarfyrir hinn almenna borgara i Tékkóslóvakiu. Að nafninu til eiga Tuzex-búöirnar að vera fyrir túristana, en i reynd eru þær sæluriki gjaldeyrisbrask- aranna. Rikið fær vestrænan gjaldeyri, bisarnir hljóta for- boðnar vörur, sem þeir geta átt sjálfir, eða selt með hagnaði. Efnahagstilraunin, sem var kæfð i fæðingu Svarti markaöurinn og aðferðir rikisins til að ná I erlendan gjald- eyri eru náttúrulega aöeins litiö kýli á efnahagslega sjúkum þjóðarlikama. Hiö gamla efna- hagskerfi, sem fylgdi stalinist- iskum linum skrifstofuveldisins, hafði að sjálfsögðu marga ókosti. Utanrikisverslunin var háð Sovét (2/3 af útfluttum vörum), framleiðsluvélarnar voru viðast hvar gamlar og úr sér gengnar, og vinnukraft vantaöi til að full- nægja e f t i r s p u r n i n n i . Framleiðsla gæðavara fór minnkandi, skipulagning fram- leiðslunnar var einráð, og eftir- spurn á neysluvörum illa sinnt. Aðrar ástæður mætti nefna: Sein þróun þjónustu- og samgöngu- mála, litill verðmunur á vana- legum vörum og gæðavörum, nei- kvæður greiðslujöfnuður I ára- raðir og litlar þjóðartekjur. Það voru þvi mörg efnahagsleg vandamál, sem biöu Dubcek- stjórnarinnar, eftir að stalinist- anum Novotny hafði verið vikið til hliðar i ársbyrjun 1968. Hin- um umbótasinnuðu efnahags- kenningum hagfræðingsins og varaforsætisráðherrans Ota Siks, var hrint I framkvæmd, með þeim afleiðingum að Sovétrlkin óttuðust efnahagslega gagn- byltingu i allri Austur-Evrópu. Þetta var kannski afgerandi orsök innrásarinnar. t formála siðari útgáfu á bók sinni „Skipulanging og markað- ur”, (hún var fyrst gefin út i Prag 1967), skrifaði Ota Sik: „Aöstaða Tékkóslóvakiu var mjög erfið i ársbyrjun 1968, og nýja stjórnin átti ekki annarra kosta völ, en að skýra fólkinu frá efnahagsástandinu eftir að Novotný-stjórninni var vikið frá. Þetta varð þó ekki til þess, að menn misstu móöinn. Þvert á móti óx pólitisk samheldni og baráttuhugurinn var meiri en nokkru sinni áður. M.a. var hleypt af stokkunum frjálsu framlagí til peninga- og gullsjóðs rikisins. Hreinskilni i efnahags- vandræðum þjóðarinnar, auð- skilin framkvæmdaáætlun og almennt traust á hinum nýju leiðtogum, sem ekki byggðu lengur völd sin á lygum og of- beldi, heldur á opinskáum upplýsingum, varð til þess, að nýja stjórnin hlaut á nokkrum mánuðum stuðning, sem gerði okkur öfundsverð i augum annarra þjóða.” 1 niðurlagi bókarinnar kemst Ota Sik að eftirfarandi niður- stöðu: „Sérhver, sem ber sósial- istiska hagfræði fyrir brjósti, og vonar að hún muni bera sigur úr býtum i hinni sögulegu sam- keppni við kapitalismann, verður að viðurkenna aö hættan leynist ekki i hagfræðistjórn sósialist- iskra atvinnuvega. Nei, hættuna er að finna i hinu seinlega og stifa kerfi skrif stofuveldisins. Fremsta verkefni marxismans, i kenningu og reynd, er þvi að berjast gegn þessu kerfi, og stuðla að sósialistisku skipulagi, sem reynist frjósamt i hagfræöi- legum skilningi.” Ota Sik býr nú i útlegð. Hinar framfarasinnuðu hagfræði- kenningar voru brenndar á hreinsunarbáli hinna nýju vald- hafa eins hverjar aðrar villu- trúarkenningar. 1 dag rikir hið gamla efnahagskerfi að nýju. Og efst á Letenske-hæðinni breiðir Stalin-stöpullinn út svartan granitfaðminn. Sími Ol ooo Þjóðviljans er J_ Laugardagur 2. júli 1977* ÞJÓÐVILJINN — SIÐA II Ný verslun í Breiðholti V algarður Ný verslun, Valgarður, hefur nú opnað I Breiðholti I, Bakka- hverfi. Eigcndur hennar eru tveir reyndir verslunarmenn, þeir Gunnar Kjartansson og Þórður Sigurðsson, en sá siðarnefndi er lærður matreiðslumaður og framreiðir sjálfur hluta af þeim kjötvörum sem á bóðstólum eru. í Valgarði geta breiðhyltingar fengið allt það sem islenskt heim- ili þarfnast á þessum siðustu og kröfuhörðustu timum. Mjólk, kjöt, nýlenduvörur og önnur heimilisvara er öil fyrir hendi i Valgarði, og nýr fiskur verður einnig fáanlegur á meðan sjó- sækjendurnir bregðast ekki. Þeir Gunnar og Þórður hafa báðir langa reynslu I verslunar- störfum, en siðustu árin hafa þeir unnið hjá Hagkaup. Myndin af þeim er tekin i hinni nýju verslun sl. fimmtudag. — gsp Heimsóttu Chicago Verðlaunahafar í ritgerðasamkeppni Æskunnar og Flugleiða Siðastliðinn vetur efndu Flug- leiðir h.f. og Barnablaðið Æskan til Verðlaunasamkeppni. Tvenn fyrstu verðlaun voru ferö til Chicago en auk þess voru flug- ferðir innanlands og bókaverð- laun I boði. Mjög mikil þátttaka var i verðlaunagetrauninni og u.þ.b. helmingur svara var rétt- ur. Hinn 6. mal var dregið úr rétt- um lausnum og hlutu fyrstu verð- laun,ferð tilChicago og dvöl þar, þeir Sveinn Asgeirsson, Hliðar- götu 4, Neskaupstað 12 ára og Einar Már Jóhannesson 11 ára, Ásgarðsvegi 13, Húsavik. Flug- ferðir innanlands hlutu Guörún Harðardóttir, Austurvegi 3, Hris- ey, Edda Ellsabet Egilsdóttir, Skólavegi 20, Fáskrúðsfirði, Elin Björnsdóttir, Hliðarvegi 43, Isa- firði og Davlð Jónsson, Hliöar- vangi 24, Hellu, Rangárvalla- sýslu. Bókaverðlaun hlutu Sigrún Einarsdóttir, Tunguvegi 4, Reykjavik, Snædis Snæbjörns- dóttir, Lindarholti 5, Ólafsvik, Gunnar Þ. Haraldsson, Innra Leiti, Búðardal, Brynja Hjálm- týsdóttir, Vallholti 32, Selfossi, Kristin Guðjónsdóttir, Hars- dorffsveg 6b, Kaupmannahöfn, Kristinn Friðriksson, Vitastig 3, Akranesi, Gisli Rúnar Baldvins- son, Alfaskeiði 80, Hafnarfirði, Guðný Hallgrimsdóttir, Lágholti 13, Mosfellssveit, Þorgeröur Sig- urðardóttir, Kársnesbraut 51, Kópavogi og Baldur Þ. Guð- mundsson, Skólavegi 12, Kefla- vik. Þeir Sveinn Asgeirsson og Ein- ar Már Jóhannesson fóru verö- launaferðina til Chicago 30: maí og komu aftur til Islands 3. júni. Auk þeirra voru með i ferðinni ritstjóri Æskunnar og blaðafull- trúi Flugleiða. Meðan dvalið var I Chicago var borgin skoðuð eftir föngum. Hæsta bygging heims, The Sears Tower, var heimsótt, dagstund eytt i skemmtigarðinum,The Gre- at America, en nú er ár frá þvi hann var opnaður og keppir við Disney-skemmtigarðana. Þá heimsótti verölaunahafarnir dag- blaðið Chicago Daily News og söluskrifstofu Loftleiða, sem er á besta stað i borginni, við South Michigan Avenue. Frásögn og myndir úr Chicagoferð verð- launahafanna mun birtast i Æsk- unni næsta vetur. Bladberar- vinsamlegast komið á afgreiðslu blaðsins og sækið rukkunarheftin. Opið til kl. 18.00 mánud.-föstud. Þjóðviljinn Siðumúla 6 - simi 81333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.