Þjóðviljinn - 02.07.1977, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 02.07.1977, Qupperneq 16
UOÐVIUINN Laugardagur 2. júll 1977 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föst^i- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. 'Utan þessa tima erhægtað ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum. Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaðaprent 81348. @81333 Einnig skalbentá heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i sima- skrá. Hækkað kaup og kynning atvinnu- vega Vinnuskóiinn i Kópavogi hefur nú tekið upp ýmsa nýbreytnil þvl markmiði að gera hlut unglinga meiri en áður og koma inn já- kvæðu hugarfari gagnvart vinnusemi. 1 fréttatilkynningu segirað þetta hafileitt til þess að góður vinnuandi rikir I skólanum og afköst hafi aukist m jög. Hér er bæði um að ræða verðugri verk- éfni en áður, hækkað kaup og fræðslu um atvinnuvegi þjóðar- innar. Kaupið er nú þannig að ung- lingar sem verða 16 ára á þessu ári fá 389 kr. á timann, 15 ára 343 kr, 14 ára 305 kr. og 13 ára 229 kr. Kynning á atvinnuvegum er með ýmsu móti, t.d. gróðursettar plöntur i Hvalfirði, heimsótt fyrirtæki á borð við SIS, Hag- kaup, álverið og Jón Loftsson. Þá er farið i heimsókn i ýmsa skóla og menntastofnanir og til dagblaða. Farið er austur fyrir fjall, skoðað þar Mjólkurbú flóa- manna, Gunnarsholt og garð- yrkjuskólinn i Hveragerði og auk þess dvalist á sveitabýlum við landbúnaðarstörf einn dag. Þá er sjávarútvegurinn kynnt- urmeðþeimhættiað fariðer með krakkana i smáhópum á hand- færaveiðar út á Faxaflóa með bátnum Kára Sölmundarsyni undir leiðsögn tveggja kennara frá Fiskifélagi íslands sem leið- beina þeim og fræða um sjávarút- veg. Einnig eru heimsótt frysti- hús og Hampiðjan. Blaðamaður Þjóðviljans átti þess kost að fara eina ferð með 13 ára krökkum i 6 tima róður i gær- morgun og var aflinn alls 21 fisk- ur og var þar bæði þorskur, ufsi og ýsa. Krakkarnir nutu greini- lega ferðarinnar til hins ýtrasta enda var veður með afbrigðum gott. Forstöðumaður Vinnuskólans er Einar Bollason kennari. —GFr Lagaö til viö Volgu Heiti lækurinn I Nauthólsvik, Volga, hefur verið mjög tii umræðu að undanförnu og hafa þær umræður orðið til þess að nú hefur verið hafist handa við að laga til umhverfis lækinn, svo að aðstaða til að baða ihonum batni. Verður vegurinn færður fjær læknum, svo að bilar geti ekið að honum, lagðar torfþökur I kring og síðar komið upp búnings- klefum og sturtu við lækinn. Hvort einhverntima verður hægt að endurreisa Nauthólsvikina sem baðstað er önnur saga, en nú liggja ein 16 skólprör i sjóinn þarna i kring og gifurlegt drasl safnast á fjörurnar. Starfsmenn Æskulýðsráðs i Nauthólsvik eiga oft fullt i fangi með að hreinsa burt einfætta stóla, divangarma, dýrahræ og jafnvel stórar oliu- tunnur.sem rekur á fjörurnar, og oft er bryggjan lituð af málningar brák, þótt bannað sé að hella málningu i sjóinn. þs '■ : V;, IIjpfllls Blaðamaður Þjóöviljans fór á skak með krökkum úr Vinnuskóla Kópavogs I gær og tók þessa mynd úr gúmmlbáti upp skipshliðana þar sem þau voru gripin veiðigleði við rúllurnar. (Ljósm.: GFr) Enginn yill lúðuna Meðan verð á heilfrystri lúðu erlendis er I námunda við 1500 kr. á kiló er hæsta verð á lúðu hérlendis 257 kr. fyrir kilóið. Verð erlendis er þvi allt að 6 sinnum hærra. Viö það bætist, skv. þeim upplýsingum er við höfum aflað okkur, að frysti- húsin hafa engan áhuga á að fá þennan fisk til verkunar, jafnvel þótt þau greiði allt að 6 sinnum minna en erlendir kaupendur! Útgerðarmaðurer viðhöfðum samband við sagði, að verðið sem sölusamtökin greiddu væri það lágt að þeir þyrftu að liggja svo lengi með vöruna aö það borgaði sig alls ekki að vinna lúðu. Við reyndum að fá útflutn- Fiskverð mun lægra en í nágrannalöndum ingsverð hjá útflutnings- aðilunum SIS og SH, en þar voru fáir við og verðin ekki á tak- teinum, en þæo lofuðu menn að upplýsa þetta eftir helgina. En séu þær upplýsingar réttar er fram hafa komið þá hafa söluaðilar algjörlega brugðist á þessum markaði. Þvi að með allt að sexfaldan mun á hráefnisverði og þvi sölu- veröi sem vitað er um erlendis, ætti sala á lúðu að vera ákaflega „arðbær” iðja. Fiskverð i Færeyjum. Annar og mun mikilvægari angi þessa máls er að fiskverð hér á landi er mun lægra en i ná- grannalöndunum. Oft hefur verið bent á að samanburður við Noreg sé óraunhæfur, því þar séu greiddar uppbætur á fisk auk ýmissa styrkja til útgerðar. Oðru máli gegnir með Fær- eyjar. Þar eru kringumstæður að mörgu leyti svipaðar og hjá okkur. Þess vegna er það ihugunar- efni að fiskverð í Færeyjum er allt upp i 80% hærra en hérlend- is, og verð á lúðu sem nú er mjög til umræðu er helmingi hærra en hér. Og þótt viö tökum alla þá frádráttarliði sem hægt er að benda á inn i dæmið breytir það engu um þá stað- reynd, að verð á fiski upp úr bát erlangtum hærraenhérá landi. Auk þess sem laun við fiskvinnu eru mun hærri. eng Lúðuveiöar útlendinga 11/2 miljarður í fyrra | 17 miljarðar nú í ár? | INorðmenn og færeyingar hafa að undanförnu veitt þó nokkuð af iúðu hér við land. Lúðan er I' mjög verðmætur fiskur og mun verð á henni vera frá u.þ.b. 1300-1500 kr. fyrir kilóið i Sviþjóð. Þessar þjóðir stunda þó ekki lúðuveiðar sér- j staklega heldur er lúðan með i öðrum afla. 1 Dagblaðinu i gær var þvi haldið fram að hugsanlega Iveiddu þessar þjóöir lúðu hér fyrir um sjö miljarða á ári. Við snerum okkur til , Sjávarútvegsráðuneytisins og Ifengum upplýst að I fyrra hefðu Norðmenn veitt 226 tonn af lúðu hér við land. Færeyingar , upplýsa ekki sérstaklega um lúðuafla sinn, en hann er hluti af 839 tonnum af „öðrum fiski”, en þar mun einkum vera um karfa að ræða. Samkvæmt skýrslum þessum hefur þvi varla verið um meira en 400 tonn að ræða i fyrra, að verðmæti i námunda við 500 miljónir króna. Hjá Landhelgisgæslunni - fengum við þær upplýsingar að seinast er eftirlitsmenn þeirra fóru um borð I norsk linuveiði- skip hafi þau verið með þó nokk- urn lúðuafla. Við fengum upp hjá þeim aflasamsetningu hjá einum báti, þeim sem mesta hafði lúðuna. Var hann með 30 tonn af lúðu, 50af keilu, 50 af löngu,20 af þorski auk smá karfa, eða um 150 tonn alls. Hafði sá verið að veiðum i 45 daga. A grundvelli þessara afla- talna og frétta um góðan afla er borist hafa erlendis frá skulum við leika okkur dálitið að tölum. Að undanförnu hafa verið um það bil 10 norsk skip á þessum veiðum að sögn Landhelgis- gæslunnar. Ef hvert þessara skipa veiðir 100 tonn af lúðu á ári, og útfrá tölum Landhelgis- gæslunnar ætti það að vera góður möguleiki, þá er afla- verðmæti lúðunnar einnar einn I og hálfur miljarður. Er þá ótalið verðmæti alls annars fisks, en hann er um 80% ■ af aflamagninu I þeirri könnun Landhelgisgæslunnar er að ofan er birt. Dagblaðið talar um lúðu fyrir ■ sjö þúsund miljónir, ráðuneytis- tölurnar benda á fimm hundruð miljónir. Mikið ber á milli, en , þess ber að gæta að veiðarnar i virðast ganga vel i ár. Hvað sem öllu talnarifrildi liður þá er það ljóst að þessar ' þjóðir fá hér að veiða nánast eftirlitslaust verðmætan fisk er j færir þeim miklar fúlgur I aðra hönd. Kannski einn miljarð, kannski sjö , hver veit? eng

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.