Þjóðviljinn - 03.07.1977, Page 5

Þjóðviljinn - 03.07.1977, Page 5
Sunnudagur 3. júll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Dagbók frá rauðri höfuöborg — eftir Árna Bergmann Samvinnufélög, Coop, eru allstaöar nálæg. J afnvel SÍS sjálfur er RAUÐUR — Samvinnufélögin eiga sér mikla sögu, einkum hér um norðanverða ítalíu. Þau voru fyrst og fremst varnartæki alþýðu gegn ýmislegum yfirgangi þeirra, sem með auð og völd fóru. En við teljum að það sé bæði mögulegt og þýðingarmikið að gera þau að sóknarvopni I átökum við auðvaldið. Að sósíalisk- um þætti, elemento di socialismo, í ítölsku samfélagi. Það er lifsreyndur maður sem talar, hefur verið nær þrjátiu ár I kommúnistaflokkinum og m.a. átt i slag upp á lif og dauða við fasista og mafiósa á Sikiley. bað mætti reyndar bæta þvi við, aö það er ekki nýtt i sögu italskrar verkalýðshreyfingar að ætla samv innufélögum mikiö hlutverk. Prampolini og aðrir forgöngumenn sósialistaflokksins prédikuðu það þegar fyrir alda- mót, að samvinnufélög væru dýr- mætur skóli i þvi að breyta sósialiskri kenningu i raunveru- leika. Má vera, að i þann tiö hafi menn haft tilhneigingu til að gera of mikið úr möguleikum sam- vinnuhreyfinga. En svo mikiö er vist, að hún hefur allar götur haft sterkan pólitiskan lit. Það var ekki að ástæðulausu aö fasistar gerðu sitt besta til að brjóta á bak aftur hin rauðu samvinnufélög daglaunamanna á Norður-ítaliu. Og af sömu ástæðu fengu verk- lýðsflokkarnir þvi framgengt þegar stjórnarskrá lýðveidisins var rituð, að þar eru gefin sérstök fyrirheit um stuðning við þróun samvinnufélaga, sem hljóta i þvi virðulega plaggi sérstaka viður- kenningu fyrir að þau byggi á samhjálp en ekki „markmiöum einkabrasks.” 814 miljarðir. Samvinnuhreyfingin er alls ekki einlit. A ttaliu eru þrjú sam- vinnusambönd. Kristiiegir demó- kratar stjórna „Confederazione”. Sósialdemókratar og repúblikan- ar AGCI. En stærst og elst þess- ara sambanda er Lega Nazionale delle Cooperative e mutue sem á sér höfuðvigi i Bolognu og þá hér- aðinu i kring, Emilia-Romagna. Þessu sambandi stjórna kommúnistar og sósialistar — ég hef það eftir Anthony Robinson (Financial Times) að þessu sam- bandi sé best stjórnað af þeim öll- um. Samvinnuhreyfingin er reyndar talsvert til umræðu á ttaliu þessa mánuði vegna þess að „þau sýna furðumikinn lífs- þrótt meöan allt annað er i kreppu á Italiu” (Corriere della Sera). Svo dæmi sé tekiö af Lega Nazionale, þá hafði þetta rauða StS árið 1973 tvær miljónir félags- manna, innan þess voru 7500 félög og það velti þúsund miljöröum lira. t fyrra voru félögin orðin 11.000 og veltan 3.700 miljaröir (814 miljarðir isl. króna). Þess skal getið, að samvinnu- samböndin þrjú hafa aö undan- förnu tekið upp aukið samstarf sin á milli, og eru á ýmsan hátt óháðari flokkakerfinu en áður. Stærð og þátttaka Það er kumpán Calari frá ekki að koma á þá, þvi að á slik- um stórfundum er i reynd ekki mikið annáð gert en segja já við orðnum hlut. Við reynum þá i staðinn að efla vinnustaðanefnd- ir, sem koma með eigin hug- myndir um tækjabúnað, kaup, vinnutilhögun, ýta undir, að þær ræði og prófi sem mest aðgerðir stjórnarinnar. t 70—80 manna hóp gengur svona starf vel, þar vita menn hver af öðrum, týnast ekki. meira en svo um umsvif sam- vinnuhreyfingarinnar gefið. Samvinnusamböndin þrjú gátu að visu fengið stjórnina til að halda landsráðstefnu um samvinnumál fyrir skömmu, m.a. til að ræða um nýja löggjöf um samvinnu- félög. Þetta var jákvætt að þvi leyti, að i ráðstefnunni fólst viss viðurkenning á hreyfingunni. Hitt er svo annað, að loft var mjög læviblandiðá þessari ráöstefnu — Bóndinn faömar aö sér samvinnudlsina sem heldur á ljósi sóslalismans Galetti forseti Lega Nazionale: — þetta plakat frá aldamótum lýsir vel hinni pólitlsku hefð samvinnu- Er rétt að kaupa sig inn I einka- félaganna. fyrirtæki? Federcoop, samvinnusamband- inu rauða i Bologna, sem svarar hér á eftir nokkrum spurningum um samvinnumál. — Já, sagði hann, það er rétt sem þér sýnist, samvinnufélög hér eru ekki neytendafélög i sama mæli og viða annarsstaðar. Þau hafa flest orðið til sem samvinnu- félög þeirra manna sjálfra sem vinna að framleiðslu eöa þjón- ustu. Og eru það að verulegu leyti enn, einkum samvinnufélög sveitafólks um ræktun og vinnslu, eða þá samvinnufélög handverks- manna, jafnvel listamanna. En lögmál markaðarins vinna gegn þessu ástandi: tækniþróun og hagræðing verða til þess, að fyrirtækin stækka og þar með glatast þaö samband er er á milli fólks i litlum samvinnufélögum. Margir starfsmanna veröa eins og hvert annað launafólk i fyrir- tæki, sumir vilja kannski alls ekki standa i neinni ábyrgð. (Mér var hugsað til verkafólksins i Guðs- gjafaþulu Halldórs Laxness: Við viljum ekki ráða yfir verksmiðj- um, við viljum vinna og fá okkar laun). Vitanlega er þessi þróun til stækkunar fyrirtækja óhagstæð öllum félagsanda. Ef að félagar og/eða starfsmenn eru orönir 1200—1400 og koma saman á alls- herjarfundi tvisvar á ári, þá kem- ur að þvi, að þeir nenna heldur Markmiö Það er ljóst að við setjum okkur pólitisk markmið. Þau eru ekki fólgin i þvi, að skapa félagsmönn- um auknar tekjur — við höfum ákveðnar reglur um ráðstöfun arðs sem fer mestan part i að efla félögin, hjálpa öðrum samvinnu- félögum, til menningarstarfsemi osfrv. 1 fyrra fjárfesti LNCM á Italiu fyrir um 1000 miljarði, og tók hjá aðildarfélögum m.a. 100 miljarða lán til að hjálpa sam- vinnuhreyfingu á Suður-ltaliu og Sikiley, þar sem hreyfingin er á byrjunarstigi. Við erum aðilar að átökum um hagstjórn um fjár- málastefnu á Italiurokkar fram- lagi er beint að dreifingu valds en gegn kerfi einkahagsmunabrasks og snikjulifs. Við komum mjög viða við sögu. Við rekum kjör- búðir og hjálpum lika smákaup- mönnum að skipuleggja sam- vinnufélög. Viö erum öflugir i landbúnaði og matvælaiðnaði. Framleiðslusamvinnufélög okkar smiða brýr, leggja vegi, reisa ódýrt húsnæði fyrir verkafólk, barnaheimili ofl. Hér i Bolognu starfa nokkrir samvinnuleik- flokkar, samvinnufélög myndlist- armanna, og þjónusta við gamalt fólk i heimahúsum er skipulögð á samvinnugrundvelli, svo nokkuð sé nefnt. Togstreita viö stiórnvöld Auövitað er stjórnvöldum ekki stjórnin hefur hug á að ná tökum á samvinnuhreyfingunni og gera hana „meinlausa”. Þetta kom m.a. fram i viðbrögðum hennar við kröfum samvinnumanna um bætta stöðu i bönkum. Stjórnin vill bersýnilega koma hlutunum svo fyrir, að það sé hægt að stofna gervisamvinnufélög bara til þess að hafa aðgang að vissum lána- möguleikum, félög sem aö öðru leyti koma starfi og markmiðum samvinnumanna ekkert við. Sem dæmi um slika togstreitu get ég nefnt húsnæðismál. Við viljum t.d. byggja 1000 verka- mannaibúðir. Við höfum hér i Bologna samvinnufélag væntan- legra ibúa húsanna, samvinnu- félag arkitekta til að teikna, sam- vinnufélag byggingaverkamanna til að byggja. Borgarstjórn er vel- viljuð og veitir lóð. En það eru ráðuneytin i Róm sem endanlega samþykkja fjárfestingu og lán og þá byr jar viðleitni til að mismuna okkur og einkafyrirtækjum. IACP heitir stofnun sem annast laun- veitingar til verkamannabústaða (casa popolare) og I sjóði hans er dregið m.a. úr vösum verkamanna. En IACP getur samið við samvinnufélög um byggingar, og einnig við einka- aðila. Að visu hefur útibú IACP i hverju héraði áhrif á samninga þessa, og hér i Bolognu eru það fyrst og fremst samvinnuféiög sem byggja „alþýöuhús” en á hinn bóginn eru það einkabrask- arar sem annast það niður á 4. dagur Sikiley. Við viljum fá aukin völd i þessum lána- og fjárfestingar- málum og þar með aukna möguleika til að halda niðri verð- lagi á húsnæði og bæta aðbúnað fólks. Við hér á Italiu höfum dreg- istaftur úr i þessum efnum vegna þess að einkabraskið hefur ráðið ferðinni viðast hvar. (Hér skal tekið fram, að samvinnufélög reisa 50% af nýju húsnæði i Bolognu, en aðeins 4% á Italiu allri). Erfiðleikar Samvinnuhreyfingunni vegnar um margt vel, henni tekst hjá okkur betur en öðrum rekstri að virkja fólk til átaka, stuðla að samhjálp, skapa vinnu hafa gott samband við verklýðsfélögin. Það er ekki siður að gera verkfall hjá samvinnufélögum. En ekkert er auðvelt. Við fáum svosem að heyra þaö, að hugsjónirnar hafi dofnað, að við séum að verða eins og hver önnur fyrirtæki, aö félag- ar komi inn bara út á hin góðu kjör sem viö bjóðum, en án þess aö fá þá heildaryfirsýn sem nauö- synlegt er. Það getur lika veriö erfitt pólitlskt verkefhi að leysa ágreining milli einstakra sam- vinnufélaga. Viðhöfum t.d. stofn- aö samvinnufélög smákaup- manna, til að vernda þá fyrir stóru auðhringunum I smásöl- unni, höfum losað þá viö ýmsa milliliði, hjálpað þeim að koma upp birgðageymslum. Við höfum þá einnig i huga, hve nauðsynleg- ur smákaupmaðurinn á næsta horni er fyrir t.d. mannlif I eldri hverfum, hann hefur þar mjög lif- rænu hlutverki að gegna. En við vitum lika, að stórar kjörbúðir hafa mikla kosti og eru nauösyn- legar ef við ætlum aö taka það verkefni alvarlega aö halda niöri veröi. Við höfum stofnað slikar búöir, og þá eru smákaupmenn kannski litið hrifnir. Og það er lika ljóst, að neytendafélög og félög þeirra sem vinna að mat- vælaiðnaði hafa ekki sömu hags- muna að gæta i sambandi við verðlag. Við viljum bæði halda niðri verði og tryggja að framleiðslufélögin hafi verefni, skapi vinnu, séu vel rekin... Blöndun og samhjálp. — Samvinnusamböndin höfðu nýlega keypt sér meirihluta i stóru málvinnslufyrirtæki, Duina. Kannski voru fleiri slik kaup i bi- gerð og voru umdeild. Calari var dálitið kindarlegur þegar ég spurði um þetta. Hann sagði sem svo, að þetta væri á ábyrgð allra þriggja samvinnu- sambandanna. Þetta væri liður i þvi þvi að tryggja atvinnu (Duina hafði staðið höllum fæti og hætt við lokun), og auk þess mundu samvinnufélög nú geta tryggt sér málmvörur ýmiskonar með betra verði en fyrr. Þá væri þetta liður i að efla stöðu samvinnuhreyf- ingarinnar i heild i efnahagskerf- inu, bæta stöðu hennar t.d. i lána- kerfinu. En, sagði Calari, þessi blanda við einkafjármagnið gæti vissulega verið hæpin i pólitisk- um skilningi, svo mjög sem hún gengi á hefðir samvinnuhreyf- iingarinnar. Betur list mér á það, sagði Calari,sem Lega Nazionalehefur verið að gera i Sómaliu, Alsir og Angóla, þar sem við höfum hjálp- að til að koma á fót samvinnu- félögum, byggja upp ekki- - kapitaliskan rekstur. Og við höf- um einnig tekið af sjóðum okkar hér i norðurhlutanum til að hjálpa samvinnuhreyfingunni til að festa rætur i landinu sunnanverðu. Hér er ekki verið að likna einstökum aðilum eða félögum. Þetta eru hyggindi sem i hag koma; við þurfum fyrir sunnan að brjóta niður heilt kerfi brasks og spill- ingar, brjóta niður múr og tryggja nærveru samvinnuhreyf- ingarinnará stðru landsvæði. Við stuðlum að þvi að koma af stað þróun, sem bætir ástandið i land- inu i heild... 1 næstu grein er fjallað um merkileg áhrif hins rauöa sam- vinnukerfis á húsnæðismál. (Framhald)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.