Þjóðviljinn - 03.07.1977, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 03.07.1977, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. júll 1977 Rætt við rithöfun leikskáldið PAVEL Kohouthjónin ieldhúsinu. Irina ogPavel met kjölturakkan Edison á milli sln. (Mynd IM) „ÉG HEF ENGU AÐ LEYNA” Hér birtist 4. grein Ingólfs Margeirssonar frá Tékkóslóvakiu. í þessari grein segir Ingólfur frá heimsókn sinni og norsks blaðamanns til Pavels Kohouts, rithöfundar og andöfsmanns. 1. grein birtist25. mai, 2. grein birtist 26. júni og sú 3. birtist i gær, 2. júli. Pavel Kohout sýnir greinarhöfundi bréfiö um nauöungarflutning þeirra hjóna. (Mynd IM). 1 þessu húsi bjó Pavel-f jölskyldan uns henni var varpaö á dyr fyrir nokkrum vikum. (Mynd IM). Prag, 29/3: Efst á Hrad-hæðinni, sem rís upp frá bökkum Vitavaf Ijótsins (Moldá), standa margar sögulegar byggingar. Á milli þriggja halla, Erkibiskupshallar- innar, Schwartzenberg - hallarinnar og Forseta- hallarinnar, stendur fal - legt þrílyft hornhús. Á efstu hæð þess býr rithöfundur- inn og andófsmaðurinn Pavel Kohout. Kaldhæðni örlaganna hefur komið heimkynnum andófs- mannsins fyrir aðeins nokkrum tugum metra frá Hrad-höllinni, forsetaað- setri Husaks, aðalritara kommúnistaflokks Tékkó- slóvakíu. Viö eigum i erfiöleikum meö aö finna dyr rithöfundarins, þar eö nafnspjald hans hefur veriö f jar- lægt af huröinni. Eftirnafn hans, skrifaö með máðu bleki á dyra- stafinn, gefur til kynna, að við séum á réttri leiö. Við knýjum á dyrnar, og eftir smástund kemur brosleit, gömul kona i gættina. Hún ávarpar okkur á þýsku og segir, að þvi miður sé Kohout ekki viö, þar sem hann snæöi hádegis- verö á nærliggjandi krá. Þegar hin vingjarnlega hreingerninga- kona hefur útskýrt fyrir okkur leiöina, kveöjum við og þökkum aöstoðina. örlög dansks blaðamanns Viö komum auga á rithöfundinn um leið og við stigum inni krána. Hann situr ásamt konu sinni viö litiö hornborö I þröngum og nota- legum veitingasalnum. Þar sem Kohout er i liflegum samræöum viö sessunauta sina, setjumst viö i barinn og biðum átekta. Reynsla undanfarinna daga hefur kennt okkur, aö þaö geti veriö afdrifa- rikt aö rasa fyrir ráö fram. I norska sendiráðinu i Prag, heyröum viö um danskan blaöa- mann, sem bókstaflega haföi ver- iö flæmdur út úr landinu, þegar hann reyndi aö ná viötali viö fyrr- verandi utanrikisráðherra, jiri Hjek. Leynilögreglan haföi beitt táragasi, þegar blaöamaðurinn nálgaöist hús ráðherrans, og haföi hundelt hann, og margsinn- is reynt aö keyra bil hans út af veginum. Aö lokum gafst blaöa- snápurinn upp, og kom sér út úr landinu. öryggisleysi og var- kárni fólksins, sem viö höfum haft samband viö, hefur einnig gert þaö aö verkum, aö viö erum orönir tortryggnir á umhverfiö. Eins konar smitandi taugaveikl- un. Skyldu þessir velklæddu herramenn, sem sitja viö hliö okkar á barnum, og tala saman i hálfum hljóöum, vera þýskir verslunarmenn i ferðaleyfi, eöa tékkneskir leynilögreglumenn? Hvaö meö hippaklædda strákinn meö skeggiö, sem situr viö glugg- ann, flettandi i dagblaöi yfir bjór- glasi? Eöa konan i ljósa kjólnum, sem hrærir kaffibollanum, og starir út i loftið, eins og hún sé aö biöa eftir einhverjum? Eru þau þarna af tilviljun, eöa eru þau i fullri lögregluvinnu? Eöa erum viö komnir meö ofsóknar- brjálæöi? Sama ofsóknarbrjálæði og þjáir svo margan tékkóslóv- akiubúann, og sem er magnaö- asta kúgunartæki valdhafanna? Skyndilega stendur Kohout upp frá borðinu og bregöur sér á sal- erniö. Viö gleymum allri var- kárni og höldum I humátt á eftir honum. Viö tökum hann tali á karlaklósettinu, velhultir gegn hugsanlegu leynilögreglufólki og öörum spæjurum. Þegar við höf- um sýnt honum skilriki okkar, og tilkynnt honum tilgang okkar, ljómar hann allur upp og faðmar okkur næstum aö sér. Hann segist aö visu ekki vilja veita beint viö- tal, þar sem bein frásögn geti veriö notuö á móti honum, og einnig kjósi hann aö tjá sig sjálfur skriflega. Okkur sé hins vegar velkomiö aö ræöa viö hann um heima og geima, og endursegja umræöurnar óbeint. Meö öðrum oröum: Viðtal án beinnar tilvitn- unár. Hann spyr, hvernig við röt- uöum á fund sinn, og þegar viö út- skýrum þaö, hlær hann hátt. seg- ir, aö leynilögreglan hafi bersýni- Á slóöum andófsmanna í Tékkóslóvakíu Grein 4:

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.