Þjóðviljinn - 12.08.1977, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 12.08.1977, Qupperneq 5
Föstudagur 12. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Reykj avíkurb or gar Gunnlaugur Scheving á nokkrar myndir á sýningunni að Kjarvalsstöðum. Hér eru tvær, sú stærri nefnist Gamla- búðin i Grindavík en sú minni Sjómaður. (Ljósm. Þjv. eik) ! dag verður opnuð að Kjarvalsstöðum sýning á 56 listaverkum sem eru i eigu Reykjavíkurborgar. Er þar að finna myndir frá því upp úr 1910 og allt fram tíl þessa árs. Alls eiga 36 myndlistarmenn ana en sumar koma úr geymslum verk á þessari sýningu sem Aðal- og hafa sjaldan sést. steinn Ingólfsson listfræðingur Um tilgang sýningarinnar segir hefur sett upp i félagi við þá Guð- Aðalsteinn i sýningarskrá: — A mund Benediktsson og Gunnar þessari sýningu höfum við reynt, örn Gunnarsson. Myndirnar eru eftir þvi sem efni og aðstæður flestir teknar af veggjum hinna leyfðu, að setja nokkur þau mál- ýmsu borgarskrifstofa og stofn- verk sem Reykjavikurborg á i lauslegt sögulegt samhendi, eink- um til þess að gefa erlendum gestum einhverja mynd af þróun islenskrar málaralistar siðustu 60 árin... Sýningin er opin á venjulegum opnunartima Kjarvalstaða fram til 23. ágúst. —ÞH Uppákomur á norrænni menningarviku nyrdra I lok þessarar viku hefst i fimm kaupstöðum norðanlands norræn menn- ingarvika þar sem heima- mönnum og ferðafólki gefst kostur á að sjá og njóta margvísiegrar list- menningar frá flestum norðurlandanna. Það eru norrænu félögin á Akureyri, Dalvik, Húsavik, Ólafsfirði og Siglufirði ásamt bæjarfélögunum sjálfum, sem að þessari viku standa og leggja bæjarsjóðirnir fram helming fjárframlags á móti framlagi frá norræna menningarmálasjóðn- um, en styrkur hlaust úr þeim sjóði til þessa framtaks, að jafn- virði 50.000 króna danskra. Menningarvikan, sem sett verður i iþróttaskemmunni á Akureyri á laugardaginn, verður með nokkuð léttari blæ en tiðkast hefur, ekki sist með tilliti til þess að i vor var haldin tónlistarhátið á Akureyri með klassiskri tónlist að uppistöðu. Einhver viðburður verður á hverjum degi á Akureyri þessa viku, en á hverjum hinna stað- anna verða slikir viðburðir þrjú kvöld. Að auki má svo gera ráð fyrir að breytingar verði á dag- skrá gefist listafólki kostur á að bæta við, — einkum má gera ráð fyrir siðdegisuppákomum án fyrirvara, og er ráðgert að slikar uppákomur kunni að verða dag- legt brauð á Ráðhústorginu á Akureyri. Þannig mega Norð- lendingar eiga von á þvi að heyra visnasöng á götum úti eða vera fyrirvaralaust staddir á jazztón- leikum utan dyra alla næstu viku. Eins og fyrr segir tekur lista- fólk frá flestum norðurlandanna þátt i þessari menningarviku. Hingað kemur danski leikflokk- urinn Smedjen, Olli Ahvenlahti og jazzkvartett hans koma frá Finn- landi, visnasöngvarar koma frá Sviþjóð svo nokkuð sé nefnt. Þá verður opnuð á Akureyri á laugardaginn finnsk myndlistar- sýning, en jafnframt sýning á málverkum ýmissa norðlenskra listmálara. Brúðuleikhús Jóns Guðmundssonar sýnir, og eins Alþýðuleikhúsið. Philiph Jenkins pianóleikari og Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari leika norræn lög og Kristján Jóhanns- son óperusöngvari mun koma fram. Fleiri atriði verða, en dagskrá- in veröur nánar auglýst i norð- lenskum blöðum og borin út i öll hús á stöðunum fimm. Einnig verða götuauglýsingar. Miðasala hefst i miðri þessari viku, en að- göngumiðaverð á einstaka við- burði verður frá kr. 500 fyrir börn og 1000 til 1500 fyrir fullorðna Það er samstarfsnefnd norrænu félaganna á Akureyri, Dalvik, Húsavik, ólafsfirði og Siglufirði og fulltrúa viðkomandi bæjar- félaga, sem starfað hefur að undirbúningi og skipulagningu Á miðvikudaginn voru haldnir hér í Reykjavík ársfundir samtaka þeirra aðila sem fást við bilaiðn- að, —sölu og -þjónustu á Norðurlöndunum öllum. Var á fundum þessum fjallað um helstu vanda- mál sem þessar greinar eiga við að etja og bornar saman bækur um gang bílasölu undanfarin ár. Fram kom á fundinum að bila- sala hefur gengið vel i fyrra og það sem af er þessu ári alls staðar nema i Finnlandi;þar hefur verið stöðugur samdráttur. Hér á Is- landi hefur salan aukist jafnt og þétt frá þvi 1975 sem var óvenju- slakt fyrir bilasala eftir metárið 1974. Kom ma. fram að bilum i landinu f jöldaði ekki i heild nema um 95 stykki milli áranna 1974 og ’75. Einnig kom fram að meðalald- ur bíla er hæstur i Finnlandi eða 11 ár. Hér á tslandi er hann rúm- lega 9 ár , i Danmörku 8 ár en liðlega 5 ár i Noregi og Sviþjóð. Af öðrum málum sem rædd voru á fundunum má nefna niður- stöður kjarasamninga sem ný- lega hafa verið gerðir á öllum Norðurlöndum, lög um aðild verkafólks að stjórnum fyrir- tækja sem sett hafa veriö i Svi- þessarar menningarviku, en formaður nefndarinnar er Bárður Halldórsson menntaskólakennari á Akureyri. Framkvæmdastjóri menningarvikunnar er Ólafur Rafn Jónsson. þjóð, lög um vinnuumhverfi sem sett hafa verið i Noregi, Sviþjóð og Danmörku og eru i undirbún- ingi hér á landi og lög um jafn- rétti kynja. —ÞH Dýrasýning í Laugardalshöll Næstkomandi sunnudag, þann 14. ágúst, kl. 2-6, verður dýrasýn- ing i Laugardalshöllinni, — og kennir þar ýmissa grasa. Þar veröa m.a. sýndir 20 kettir, 30-40 hundar, páfagaukar, mar- svin, hamstrar, skjaldbökur, dúf- ur (hojara), hláturdúfur, gull- fiskar i búrum og dverghænur. Sá, sem verður með gullfiskana á sýningunni, mun veita þeim, er þessóska, leiðbeiningar um með- ferð og hirðingu slikra dýra. Þá verða og veittar leiðbeiningar um meðferð páfagauka. Tilgangurinn með þessari dýrasýningu er tvennskonar: Annarsvegar aö afla fjár til dýra- spitalans og hinsvegar að kenna fólki að umgangast og fara með þau dýr, sem þarna verða til sýnis. Baldur Brjánsson, töframaður, mun koma þarna fram og leika listir sinar. Kynnir á sýningunni verður Gunnar Eyjólfsson, leikari. Kaffiveitingar verða á staðn- um. Aðgangseyrir fyrir fullorðna verður kr. 600,- en kr. 300,- fyrir börn. —mhg Herbergi óskast Herbergi með eða án húsgagna óskast til leigu i eitt ár eða lengur, helst i nágrenni Landsspitalans. Upplýsingar veittar á Rannsóknastofu Háskólans simi 29000 (lina 240). iM' Vélritari óskast Óskum að ráða vélritara nú þegar eða um næstu mánaðamót. Góð tungu- málakunnátta (enska og danska) nauð- synleg. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 20. þ.m. Vegagerð rikisins Borgartúni 1 Reykjavik. / Iþróttakennarar Að Grunnskóla Eskifjarðar vantar iþróttakennara pilta og stúlkna. Allar upplýsingar veitir Trausti Björnsson skólastj., simi 6182. SKÓLANEFNDIN. NORRÆNIR BÍLA- SALAR ÞINGA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.