Þjóðviljinn - 12.08.1977, Page 7
Föstudagur 12. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Skyldi hann ekki komast að raun um að sjálf-
stæðishugsjón prívatmannsins er blekking, að
hann festist þvi rækilegar i neti þjóðfélagsins
sem hann leggur meira á sig til að losna úr þvi?
Loftur
Guttormsson.
Sjálfstæðisstefnan-
vort daglega brauð
Þjóðfélagið er undarlegur
skapnaður, og hið isl. er þar
engin undantekning. Til þess að
sannfærast um það þurfum við
ekki annað en leiða rétt sem
snöggvast hugann að ýmsum
þversögnum i hegðun okkar og
daglegu lifi.
Drjúg stund er nú siðan „hjól
atvinnulifsins” tóku að snúast
eðlilega, eins og fréttamennirn-
ir orðuðu það, eftir að endir
var bundinn á yfirvinnubann Al-
þýðusambandsins. öllum ber
saman um að það hafi verið
merkileg lifsreynsla fyrir is-
lenska launamenn að uppgötva
hvað það þýddi að vinna at-
vinnurekendum sinum ekki
nema hinar átta umsömdu dag-
vinnustundir. Daglegt líf tók á
sig nýtt svipmót; þrælar yfir-
vinnunnar fóru allt i einu að lifa
þvi mannsæmandi lifi sem klif-
að hefur verið á þráfaldlega i
kröfugerð alþýðusamtaka á
undangengnum árum; eiga
eðlilegar samvistir með fjöl-
skyldu sinni og kunningjum, fá
tóm til að sinna hugðarefnum
sinum, i einu orði sagt að rækta
garðinn sinn. Slikt hafði ekki
gerstum árabil. Jafnvel gatan i
borginni öðlaðist nýtt lif; það
var eins og menn hefðu nú i
fyrsta skipti um langa hrið
skriðið út úr skúmaskotum ,,at-
vinnulifsins” og öðlast hlutdeild
isól hins rúmhelga dags. I viss-
um skilningi var timi yfirvinnu-
bannsins hátið launafólks.
Ekki er fyrir það að synja að
margir hafi beðið eftir þvi með
nokkurri óþreyju að þessi hátið
tæki enda; ekki aðeins sá litli
hluti þjóðarinnar sem eignar
sér arð af annarra vinnu, heldur
og margir i hópi launamanna
sjálfra. Eftir þvi sem þeir neit-
uðu sér lengur um ávexti yfir-
vinnunnar fór neysluþjóðfélag-
ið, með vixlum sinum og af-
borgunarskilmálum að kreppa
alvarlega að þegnum sinum.
Ekki var heldur fritt við að yfir-
vinnubannið skapaði tómarúm i
tilveru ýmissa þeirra sem höfðu
afvanist þvi að eiga fristundir.
Þjóðfélag okkar er nú einu
sinni þannig lagað að það dreg-
ur skörp skil milli vinnu manna
og tómstunda. Sjálft orðið —
tómstundir — lýsir þessum
tvistringi i lifi okkar; þær
stundir dagsins sem við verjum
hvorki til vinnu né svefns eru
eins konar eyða sem þarf að
fylla með einhverju móti. Býr
hér að baki sá skilningur að
vinnutiminn hafi tilgang i sjálfu
sér, þ.e. tekjuöflun, en tóm-
stundirnar séu hálfgert vand-
ræðabarn sem margir viti ekki
hvernig eigi að fara með-?
Ósjaldan heyrist reyndar talað
um að ,,drepa timann”.
Kannski er svo komið fyrir
mörgum okkar, i kapphlaupinu
um neyslugæði, að við unum þvi
harla vel að vinnutiminn fylli
sem mest upp i tómarúm tilver-
unnar og við látum okkur þar
með nægja, mörg hver, að vera
tæki i þjónustu afla sem við ráð-
um ekki við.
Þvi verður varla neitað að
lifshættir okkar einkennast
mjög af þeirri hugmyndafræði
sem kallast „sjálfstæðisstefna”
á siðum Morgunblaðsins. Sjálf-
stæðurtelstsá maður skv. henni
sem leggur nótt við nýtan dag til
að „komast áfram”, til þess aö
eignast „þak yfir höfuðið” og
kaupa ekki ómerkilegri einkabil
en nágranninn, þ.e. fullnægja
þörfum hins daglega lifs eftir
leiðum einkaneyslu og einka-
framtaks. Talsmenn sjálfstæð-
isstefnunnar viðurkenna að
þessi einkagæði verði ekki
höndluð án nokkurra fórna,
menn veröi að vera reiðubúnir
að leggja á sig vinnu og aftur
vinnu til þess að syara kröfum
hennar og leita auk þess allra
úrræða sem bjóðast til tekjuöfl-
unar fyrir utan eiginléga launa-
vinnu. Þaö er i anda sjálfstæöis-
stefnunnar sem lögregluþjónn
býður, að vakt sinni lokinni,
húseigendum þjónustu sína sem
hreingerningarmaður og stræt-
isvagnstjóri lýsir sig reiðubúinn
til að dytta að eign hans. Ein af
mörgum þverstæðum sjálfstæð-
isstefnunnar er aö launamenn
ná ekki markmiðum hennar
nema þeir ástundi yfirvinnu og
einkapot fram i rauðan dauð-
ann.
En þverstæður sjálfstæðis-
stefnunnar — þessa sérislenska
afbrigöis einstaklingshyggju —
birtast i fleiri myndum. Hún
kennir að þvi aðeins verði mað-
ur sjálfssin að hann einangri sig
sem vendilegastfrá náunganum
i þvi einkalifi sem tómstundirn-
ar eiga aö veita honum. „Allt
sér!” er kjörorð sjálfstæöis-
stefnunnar, og versalingur telst
sá sem verður að deila útidyr-
um og stigagangi með náunga
sinum, svo ekki sé talað um
þvottavél eða hjólageymslu.
Maður sjálfstæðisstefnunnar
býr sér til einkaveröld þar sem
hann á að geta lifað sem óháð-
astur samfélaginu, likt og kóng-
ur i' sinni privathöll. Og vilji
hann yfirgefa höllina nokkra
dag i sumarleyfinu þarf hann
allra helst að eiga athvarf utan
borgarmarka i eigin sumarbú-
stað svo að hann geti einnig þar
lifað áfram sæll i trúnni á algildi
stefnunnar.
En hvernig skyldi svo privat-
manninum okkar ganga að fylla
upp i hina glæsilegu umgjörð
einkalifs sins? Hvert er orðið
allt hans starf þegar hann hefur
loks lokið smiðinni — ef henni
lýkur þá fyrr en ellihrörnun seg-
irtilsin? Hvernig erhann undir
það búinn að njóta hins marg-
umtalaða „mannsæmandi lifs”
i tómstundum sinum? Skyldi
hann ekkismám saman komast
að raun um að sjálfstæðishug-
sjón privatmannsins er blekk-
ing, að hann festist þvi rækileg-
ar i neti þjóðfélagsins sem hann
leggur meira á sig til þess að
losna úr þvi? Öafvitandi hefur
þessi hugsjón gert hann að ein-
skærum neytanda, handbendi
gróðaaflanna i þjóðfélaginu.
Þessum öflum er þaö lifsnauð-
syn að við sýnum sjálfstæðis-
stefnuna i verki, þvi að þar með
er tryggt að sjálfsbjargarvið-
leitni okkar stuðli að gróða
myndun þeirra. Tómstundirnar
eru gróðaöflunum einskis virði
nema þvi aðeins aö þær hafi i för
með sér einkaneyslu; og hætt er
við að þær verði okkur sjálfum
innihaldslausar svo lengi sem
við hegðum okkur að hætti hins
óvirka neytanda. Þvi þráttfyrir
allt hefur sjálfstæðisstefnan
ekki kæft þá tilfinningu hjá
mörgum okkar að liðandi stund
sé annað og meira en tækifæri
til tekjuöflunar og náunginn
ólikt meira virði en yfirvinnu-
taxti hans kveður á um. Svo
sannarlega verður manngildi
ekki umreiknað i peningagildi
sjálfstæðisstefnunnar.
Stefna einkaframtaksins hef-
ur brugðist í atvinnumálum
A fundi borgarstjórnar Reykja-
vikur s.l. þriðjudag gerði Björg-
vin Guðmundsson að umræðuefni
skýrslu þá um atvinnumál i borg-
inni, sem nokkrir starfsmenn
hennar hafa tekið saman og kynnt
hefur verið i fjölmiðlum.
Taldi Björgvin skýrsluna frem-
ur rýran árangur af löngu starfi
og góðri aðstöðu nefndarmanna
til skjótrar og vandaðrar vinnu.
Hún lýsti að visu þeim vandamál-
um, sem við væri að etja, og lengi
hafa verið mönnum ljós en veitti
engin svör við þvi, hvernig erfiö-
leikunum ætti að mæta. Skýrslan
væri að miklu leyti vangaveltur
yfir þvi hvernig byggðastefnan
hefði leikið Reykjavik. Rétt væri
það að visu, að framkvæmd henn-
ar hefði með nokkrum hætti bitn-
að á höfuðborginni en veigamesta
ástæðan fyrir þvi hvernig komið
væri, væri hinsvegar aðgeröa-
leysi borgarstjórnarmeirihlutans
i atvinnumálum s.l. 10 ár a.m.k.
Flestar tillögur til úrbóta, sem
minnihlutaflokkarnir hefðu flutt
undanfarin ár, hefðu verið felldar
eða þeim eytt. Minnti ræðumaður
m.a. á till. sem hann heföi flutt
um aukinn iðnað og útgerö. Þessi
óheillaþróun hefði átt sér staö til
fleiri ára,en borgarstjórnarmeiri-
hlutinn heföi ekkert gert nema að
láta búa til skýrslu um staðreynd-
ir, sem öllum væru kunnar. Bar
ræðumaður saman aðbúnað Ak-
ureyrar að Otgerðarfélaginu þar
og Slippnum og Reykjavikuri-
haldsins að Bæjarútgerð Reykja-
vikur og skipasmiðum. I Reykja-
vik eru iðnfyrirtæki hrakin til ná-
grannabyggða þvi þau fá ekki
löðir. Ekki er þaö byggðastefn-
Birgir lsl. Gunn- Björgvin
arsson. Guðmundsson.
unni að kenna. En ef skýrslugerð-
armenn hafa getað opnað augu i-
haldsins þá er verkið ekki til eins-
kis unnið, sagði Björgvin Guð-
mundsson.
Sigurjón Péturssonsagðist geta
tekið undir margt, sem Björgvin
hefði sagt en vera þó ánægður
með skýrsluna. Hún gæfi gott yf-
irlit yfir stööu atvinnumála i
Reykjavik. Hinsvegar væri
byggðastefnan höfð fyrir rangri
sök. Það væri staðreynd, að borg-
arstjórnarmeirihlutinn hefði
beinlinis hrakið iðnfyrirtæki burt
úr borginni. Skeifan hefði átt að
vera iðnaðarsvæði, en þriðja
hverju svæði þar væri úthlutað til
verslana. Ekki yrði sú úthlutun
skrifuð á reikning byggðastefn-
unnar. Afleiðing þessa væri m.a.
sú, að iðnfyrirtæki, sem hér hefðu
verið, væri uppistaðan i heilum
iðnaðarhverfum, sem upp væru
að risa annarsstaðar. Það veröur
að taka enda að verslunarfyrir-
tækjum sé hyglað á kostnað iðn-
fyrirtækja, sagði Sigurjón Pét-
ursson. Fækkun fólks i fram-
leiðslugreinum i Reykjavik væri
hrein afleiðing af stefnu borgar-
stjórnarmeirihlutans. Iönfyrir-
tækin biöa þess ekki að kaupmenn
byggi yfir þau og leigi þeim svo
húsnæði, þau flytja úr borginni,
eins og reynslan sýnir, sagði Sig-
urjón Pétursson.
Kristján Benediktsson taldi
feng að skýrslunni. Þar væru
margar upplýsingar saman-
dregnar á einn stað, þótt hún fæli
ekki i sér nein ný sannindi. Vildi
ekki neita þvi að byggöastefnan
ætti sinn þátt i þvi hvernig komið
væri i atvinnumálum Reykvik-
inga, en ekki hefði þaö létt róður-
inn hér ef fólk hefði haldið áfram
að flykkjast utan af landi og til
Reykjavikur. Hitt væri rétt, að
Reykjavik hefði á ýmsan hátt
dregist aftur úr landsbyggðinni.
Þess bæri þó að gæta, aö borgar-
stjórnarmeirihlutinn hefði veriö
andvigur þvi, að borgin væri að
skipta sér af atvinnulifinu.
Magnús L. Sveinsson vildi ekki
gera mikið úr flutningi iðnfyrir-
tækja frá Reykjavik. Fólksflutn-
ingar þaðan til nágrannabyggð-
anna væru alvarlegri. Garðabær
hefði byggst upp á úthlutun lóða
undir einbýlishús. Hér væru hins-
vegar byggðar blokkir. Oft og
einatt væri erfitt að gera greinar-
mun á verslun og iönaði. Verslun-
in þarf að vera til að koma iðnað-
arvörunum til skila til neytenda,
sagði Magnús. Reykjavik hefði
e.t.v. gleggra auga fyrir nauðsyn
hverskonar þjónustustarfsemi en
staðir úti á landi, sagði Magnús L.
Sveinsson og tók til dæmis heil-
brigðisþjónustuna, sem menn
leituðu til Reykjavikur hvaðan-
æfa af landinu.
Borgarstjóri kvaðst ekki ætla
að fara út i neinar pólitiskar
þrætur. Atvinnumál væru það
flókin, að erfitt væri að ræða þau
þannig. Þau þarf að nálgast með
opnari huga en fulltrúar minni-
hlutaflokkanna gera, sagði borg-
arstjóri. Sagðist engum ofsjónum
sjá yfir þvi þótt atvinnufyrirtæki
flyttu til nágrannabyggðanna.
Björgvin Guðmundsson tók aft-
ur til máls og sagði, að ef einhver
„undirplögg” fylgdu þessari at-
vinnumálaskýrslu þá vildi hann
fá að sjá þau. Sagði að borgar-
stjórnarmeirihlutinn hefði talið,
að stefna einstaklingsframtaks-
ins væri allra meina bót i atvinnu-
málum. Iskýrslunni kæmi greini-
lega fram að sú stefna hefði
brugðist. — Þar með lauk umræð-
um.
—mhg