Þjóðviljinn - 12.08.1977, Side 11
Föstudagur 12. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
íslandsmótið í golfi 1 Grafarholti:
Hafrarnir farnir
að skilja sig frá
sauðunum
Björgvin Þorsteinsson.Hann ætlar greinilega ekkert aö gefa eftir I vörn
sinni á tslandsmeistaratitlinum f golfi.
Björgvin Þorsteinsson,
islandsmeistari allt frá
árinu 1973, ætlar greini-
lega ekki að gefa titil sinn
eftir baráttulaust. Hann
var f gífurlegum ham á
islandsmótinu í golfi í
gær. Það var þó einkum á
seinni hringnum sem
Björgvin fór á kostum.
Eftir fyrstu 9 holurnar
hafði hann spilað á 41
höggi. Ragnar ólafsson,
sem flestir telja me'sta
keppinaut Björgvins, var
búinn að fara þann hluta
á 39 höggum, þannig að
Björgvin var 4 höggum á
eftir þessum erfiða
Íþróttahátíð í Leipzig
Dr. lngimar Jónsson er
löngu landsþekktur fyrir
störf sin i þágu iþróttahreyf-
ingarinnar. Hann hcfur m.a.
þjálfað FH-inga i handbolta
á leið þeirra til íslands-
meistaratitils. Grein sú sem
hér birtist er byggð á rabbi
sem tiðindamaður blaðsins
átti við hann um íþróttafesti-
valið i Leipzig f júlfmánuði.
sovétmönnum í stigakeppninni. gömul stúlka sem vann þetta
A siðari árum hafa
A-Þjóðverjar haft sig æ meira I
frammi á iþróttasviðinu. Hver
iþróttamaðurinn á fætur öðrum
hefur skotist upp á sjónarsviðið
og skákað bestu iþróttamönnum
þjóða eins og Sovétrikjanna og
Bandarikjanna. Þáð er engin
tilviljun hversu frami þessa
iþróttafólks er orðinn mikill.
A-þjóðverjar leggja geysilega
mikið upp úr iþróttum meðal
landsmanna og ekkert er til
sparað svo að hæfileikar
einstaklingsins fái að njóta sin.
Árangur A-þjóðverja i stórmót-
um hefur verið geysigóður. Það
sýna t.d. úrslit siðustu Olympiu-
leika mætavel, en þar urðu
Dagana 25,—31. júli var hald-
in i Leipzig hin svokallaða
Spartakiaða, en það er keppni
unglinga, allt til 17 ára aldurs.
Tveimur islendingum, þeim
Gisla Halldórssyni formanni 1S1
og dr. Ingimari Jónssyni, var
sérstaklega boðið fyrir Islands
hönd til að fylgjast með móti
þessu og reyndar fleirum, þvi
mikill fjöldi annarra iþróttavið-
burða fór fram i Leipzig á þess-
um tima, alþjóðleg frjáls-
iþróttamót, list- og iþróttasýn-
ingar, ljósmyndasýningar, og
svo mætti lengi telja.
Spartakiöðuleikarnir voru þó
sá viðburður sem mesta athygli
vakti. Þarna voru saman komin
skólabörn i úrslitakeppnina sem
haldin er á tveggja ára fresti. 1
A-Þýskalandi nær mótið raunar
út fyrir allt landið, þ.e. undan-
keppnirnar eru haldnar i svo að
segja hverjum smábæ sem
merktur er inn á landabréfið.
Ýmis ágæt afrek voru unnin á
aðalleikunum i Leipzig i siðustu
viku. Þar má til dæmis nefna
langstökk stúlkna sem vannst á
6.25 metrum, en heimsmetið er
ágæta afrek.
Hástökkið vannst af 16 ára
gömlum pilti á 2.13 metrum. 800
metrarnir á 1:56,7 min o.s.frv.
Talið er að meira en 60% allra
barna i A-Þýskalandi taki þátt i
Spartaklöðuleikunum ár hvert.
Geysilega athygli vöktu þau
alþjóðlegu iþróttamót sem i
gangi voru þessa viku. Leik-
vangurinn I Leipzig sem tekur
u.þ.b. 100 þús. manns var troð-
fylltur i fimm skipti, og urðu
margir frá að hverfa. Þar
kepptu svo til allir bestu frjáls-
iþróttamenn A-Þýskalands svo
og iþróttamenn frá Sovétrikjun-
um og flestum A-Evrópuþjóðun-
um. Einnig fór fram landsleikur
i knattspyrnu milli A-Þýska-
lands og Sovétrikjanna. Lauk
leiknum með sigri A-Þjóðverja,
2:1.
A-Þjóðverjar leggja sérlega
mikið uppúr iþróttum sem
kynningu á landi og þjóð.
Spartakiöðuleikarnir eru til-
valdir til að finna ungt hæfi-
leikafólk sem siðan er þjálfað
upp I að verða toppiþróttamenn.
Iþróttaleikvangurinn i Leipzig. Þar rúmast 100 þús. manns. Myndin er tekin á setningu Spartakiöðu-
leikanna.
fjanda. En seinni hring-
inn spilaði Björgvin eins
og sá sem völdin hef ur. 33
högg notaði hann! Frá-
bært afrek, tvö högg
undirpari. Og þetta dugði
í efsta sætið þvi Ragnar
spilaði á 39 höggum. Alls
hefur Björgvin því notað
150 högg á fyrstu 36 hol-
urnar. Ragnar er annar
með 152 högg.
Já, bestu golfleikararnir eru
farnir að koma upp á yfirborðið.
Sigurður Thorarensen, einn af
sigurstranglegri keppendum
mótsins,lék mjög vel i gær og er
nú einn i þriðja sætinu með 155
högg. 1 4.—5.sæti kemur svo Atli
Arason frá Neskaupstað og
Sveinn Sigurbergsson Golf-
klúbbnnum Keili. Atli, sem var I
efsta sæti eftir fyrsta dag
keppninnar ásamt Geir Svans-
syni, lék holurnar 18 I gær á 84
höggum. Annars voru aðstæður
til að spila golf mjög slæmar i
gær, úrhellisrigning allan dag-
inn og hvassviðri I þokkabót.
Þetta náði greinilega
meginþorra keppenda þvi
meðalskorið var mun hærra en
á fyrsta degi.
Kvennaf lokkur:
Jóhanna Ingólfsdóttir
Golfklúbbi Reykjavikur jók
heldur betur við forskot sitt.
Hún hefur nú leikið á 168 högg-
um en i öðru sæti kemur Kristin
Pálsdóttir Golfklúbbi Akureyr-
ar með 175 högg. Jakobina
Framhald á bls. 14.
Björgvin kom-
inn í efsta sætið.
Ragnar Olafs-
son fylgir hon-
um sem
skugginn
Sigurður Thorarenssen.ibygginná
svip, ætlar sér greinilega stóra
hiuti á islandsmótinu.
Enn við það sama
í útihandboltanum
Tveir leikir fóru fram i Islands-
mótinu i útiknattleik i gærkvöld.
Fyrst léku Fram og Vikingur i B-
riðli mótsins. Var þar um mjög
harðan og spennandi leik að ræða.
Vikingar hófu leikinn með mikl-
um látum og áður en varði var
staðan orðið 5:0 þeim i hag. Með
miklum krafti tókst Frömurum
að rétta sinn hlut þannig að
staðan I hléi var 8:7, þeim i hag. I
seinni hálfleik hélst leikurinn
mjög jafn og lauk með jafntefli
14:14. Þurfa nú Vikingar að vinna
HK með a.m.k. 6 marka mun til
að komast i úrslitaleikinn gegn
Val, að öllum likindum. Mark-
hæstur hjá Fram var Pálmi
Pálmason, skoraði 7 mörk. Hjá
Viking var Páll Björgvinsson
drýgstur með 5 mörk.
Seinni leikur kvöldsins var leik-
ur FH og 1R. Var það léttur róður
hjá FH-ingum sem unnu 23:17.
Staðan i hálfleik var 12:9. Mark-
hæstir FH-inga voru þeir Viðar og
Ami með 4 mörk hvor. Hjá 1R-
ingum v oru Sigurður Svavarsson
og Vilhjálmur Sigurgeirsson
markhæstir með 5 mörk hvor.
Staðan i riðlunum tveim er nú
þessi:
B-riðill:
Fram
Vikingur
KR
HK
A-riðill:
Valur
FH
Haukar
Ármann
1R
Ali að draga
sig í hlé
Heimsmeistarinn i hnefa-
lcikum, Muhamed Ali lét i
veðrivakaá blaðamannafundi
i Lundúnum, að hann hyggðist
nú yfirgefa hringinn fyrir fullt
og allt. Ali á að keppa um
heimsmeistaratitilinn við
landa sinn Earnie Shavers i
septembermánuði. ,,Ég er að
hugsa um að bjóða Joe
Frazier i bardaga um titilinn
að þeim leik loknum,” sagði
Ali. „Frazier hefur sagst vilja
berjast við mig, og ég held að
hann sé einmitt rétti maöurinn
til að berjast við I síðasta
skipti á ferlinum.
Ali gaf litið út á andstæðing
sinn á Madison Square Garden,
„Þetta er nú hálfgildings
hneta,” sagði hann. „Hnetur
munu falla til jarðar i garðin-
um i september,” bætti hann
við.