Þjóðviljinn - 12.08.1977, Qupperneq 16
DJOÐVILJINN
Föstudagur 12. ágúst 1977
Aöalsími ÞjóBviljans er 81333 kl. 9-2ománudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tlma er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
^81333
Kinnig skai bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviijans i sima-
skrá.
Einhleyp-
ingar fá
heimilis-
uppbót
Einstaklingar, sem búa einir á
eigin vegum og njóta óskertrar
tekjutryggingar eiga nú aö auki
aö fá heimilisuppbót sem nemur
10.000 - krónum á mánuöi. Fái
einstaklingar skerta tekjutrygg-
ingu lækkar þessi upphæö i sama
hlutfalli. Er þetta gert i
framhaldi af kjarasamningunum
22. júni s.l., en þá var ákveðið að
rikisstjórnin beitti sér fyrir þvi aö
tekin yröi upp sérstök heimilis-
uppbót til einhleypra einstak-
linga, sem búa einir og njóta ekki
fjárhagslegs hagræðis af sambýli
eða samlögum við aöra um
húsnæðisaðstööu eöa fæöiskostn-
aö. Undirritaöi forseti tslands
bráöabirgðalög um þetta 9. ágúst
s.l. samkvæmt tillögu heilbrigöis-
og tryggingamálaráöherra, en
tillögur um úthlutun bótanna
gerði tryggingaráö. Lögin gilda
frá 1. júli 1977. þs
Flytur skóg-
rœktin til
Austurlands?
Landbúnaöarráðherra
hefur skipað nefnd til að
athuga möguleika á flutn-
ingi á höfuðstöðvum skóg-
ræktar rikisins til
Austurlands.
1 nefndinni eiga sæti: Svein-
björn Dagfinnsson, ráðuneytis-
stjóri, sem er formaöur nefndar-
innar, Siguröur Blöndal, skóg-
ræktarstjóri, og Jón Böövarsson,
deildarstjóri i fjárlaga- og hag-
sýslustofnun.
I skipunarbréfi nefndarinnar er
lögð áhersla á, aö Hallormsstaður
verði sérstaklega skoöaður i
þessu sambandi. Jafnframt veröi
kannað, hvernig hagkvæmast
væri að koma fyrir þeirri starf-
semi, sem fram þarf aö fara i höf-
uðborginni og athuga möguleika
á að flytja hana i Tilraunastöð
skógræktarinnar að Mógilsá,
komi til flutnings aðalskrifstofu.
Nýr skógarvörö-
ur á Austurlandi
Landbúnaðarráðherra hefur
skipað Þórarin Benedikz, skóg-
fræðing, skógarvörð á'
Austurlandi frá og meö 15. ágúst,
i stað Sigurðar Blöndal, sem tók
við stöðu skógræktarstjóra þann
1. júli s.l.
Koparmengun I saltfiski:
Upplýsingar fást treg-
lega um heildartjóniö
Eins og fram hefur komiö i
fréttum, hefur orðiö vart gulu i
saltfiski á Austurlandi. Gulan
var alþekkt fyrirbrigöi hér á ár-
unum i kringum 1950, en þá
mun Geir Arnesen hafa komist
aö þvi að hún stafar af kopar-
mengun i saltinu. t þá tiö voru
notaöar koparhúöaöar rennur
til aö flytja saltiö um borð I
skipin á Spáni, en eftir 1953 varö
gulu varla vart hér á landi.
Fyrir um 12 árum kom siöan
upp alvarlegt tilfelli, sem
reyndist vera vegna kopar-'
mcngunar um borð i flutninga-
skipinu.
Guöbjörn Guðjónsson, salt-
innflytjandi sagði i samtali við
Þjóöviljann i gær að til landsins
hefði borist á annað þúsund
tonna saltfarmur, sem hefði
verið seldur á Bakkafjörð, Nes-
kaupstað, Eskifjörð og Reyðar-
fjörð og Borgarfjörð eystra.
Hann kvað gulu fljótlega hafa
orðið vart, aðallega á Bakka-
firði, sem liklega hefði fariö
verst út úr þessu.
Enn er ekki vitað með vissu,
hvaðan koparmengunin er kom-
in, en Guðbjörn á kröfurétt á
flytjendur og/eða seljendur
saltsins, allt eftir þvi hver
niðurstaða rannsóknanna verð-
ur.
Guðbjörn sagöi, að sýni væru
ávallt tekin af öllum saltförm-
um, bæði hjá framleiðandanum
sjálfum, úr skipunum og við
uppskipun. Ef kopar hefur kom-
ist i saltið, er hann þó venjulega
mjög misdreifður, þannig að
komið getur fyrir aö prufurnar
sýni engan kopar, allt eftir þvi
hvar i farminum þær eru tekn-
ar. Leyfilegt magn kopars i salti
er 0,1 hluti úr miljón, en fari
koparmagnið yfir þaö kemur
fram gula i söltuðum fiski.
Gulan er einvörðungu útlits-
galli á saltfiskinum, en mun
ekki, svo vitað sé, geta valdið
neinni óhollustu.
Hjá Jóhanni Guömundssyni,
forstöðumanni Framleiðslu-
eftirlits sjávárafurða fengum
við þær upplýsingar aö magn
kopars i þessum umrædda salt-
farmi hefði ekki farið yfir 0,3
hluta úr miljón. Jóhann sagði að
þarna væri þvi alls ekki um
mjög mikla mengun að ræða,
þótthún kæmi greinilega fram á
fiskinum.
Saltið mun hafa veriö notað
eitthvað á öllum framangreind-
um stööum, en ekki tókst Þjóð-
viljanum að fá neinar upplýs-
ingar um það hversu mikið
magn hefði verið notað á
hverjúm stað, né hversu mikiö
af fiski hefði skemmst. Fisk-
framleiðendurnir eiga bóta-
kröfurétt á innflytjandann,
Guðbjörn Guðjónsson.
1 samtali við framkvæmda-
stjóra Sildarvinnslunnar á Nes-
kaupstað, Ólaf Gunnarsson,
kom þó fram, að þar hafa menn
sloppið tiltölulega vel. Einkum
mun það þvi að þakka, hversu
fljótt var tekið til viö að vaska
fiskinn, en vöskun kemur i veg
fyrir frekari gulumyndun þótt
sú gula, sem komin er fram,
hverfi ekki.
Olafur sagði, að þetta óhapp
hefði eiginlega komið á skásta
mögulegum tima, vegna veiði-
bannsins, þvi að á meðan við
vöskunina var unnið, var ekki
hægtaðtakaá mótifiski.nema i
frystinn. Alls kvað Ólafur vösk-
unina hingað til hafa tekið i
kringum 10 daga, en henni er
ekki fulllokið enn.
Framleiðslueftirlitið telur að
fyrst fimm vikum eftir söltun sé
óhætt að álykta að enginn kopar
séifiskinum.þannigaðþað sem
búið er að þvo og salta upp á
nýtt verður aö biða a.m.k. þann
tima.
Ólafur kvað fiskinn, sem á
þennan hátthefði mengast, ekki
vera söluhæfan i neinum tilvik-
um og útilokað væri að selja
hann með afslætti, bæði innan-
alnds og utan.
—AI.
Þau létu óveðrið ekki á sig fá í Reykjavík i gær og
héldu ótrauð áfram leik sínum þrátt fyrir rok og rign-
ingu. —eik.
k'.i '* ■ *'
MdU i
r
Alafoss i árekstri við danska ferju
Eyrarsund ein
hættulegasta
siglingaleiðin
Alafoss, skip Eimskipafélags
íslands lenti i árekstri viö ferju
frá dönsku rikisjárnbrautunum
fyrir utan hafnarmynniö I Hels-
ingjaborg i Sviþjóö um hádegiö i
fyrradag. Nafn ferju þessarar er
Kronborg og flytur hún blla og
farþega milli Helsingjaborgar og
Helsingjaeyrar þvert yfir Eyrar-
sund og er um 20 minútna ferö.
Skemmdust bæöi skipin nokk-
uö, ferjan þó meira. Kom gat á
yfirbyggingu hennar og munu
einhverjir farþeganna hafa hlotiö
minniháttar meiösli. Var öllum
farþegunum skipaö aö fara I
björgunarvesti.
Alafoss skemmdist nokkuð á
bakka, og kom þar rúmlega met-
ers rifa. Hún er þó þaö ofarlega
að ekki er talin ástæða til að huga
að viðgeröum fyrr en skipið kem-
ur hingað til lands.
Er slysiö varð var svartaþoka á
Eyrarsundi og var Álafoss á leið
inn ihöfnina i Helsingjaborg. Var
lóðs um borð i skipinu og haföi
hann tvisvar tilkynnt að ekkert
skip mætti fara út úr höfninni á
meðan Alafoss færi inn.
Þessu mun danska ferjan hafa
óhlýðnast og sigldi hún á Álafoss
með fyrrgreindum afleiöingum.
Eyrarsund er einhver viðsjár-
verðasta skipaleið við Evrópu og
þá einkum svæðið umhverfis
Helsingjaborg og Helsingjaeyri.
Stafar það af þvi aö umferð er
þarna gifurleg og það bæði eftir
Framhald á bls. 14.
F élagsvinna
\id heyskap eykst
Enn förum viö á stúfana aö
leita frétta af heyskaparhorfum.
Bjarni Arason i Borgarnesi,
ráðunautur Búnaðarsambands
Borgfirðinga, sagði okkur i gær,
að i Borgarfjarðarhéraði hefði
verið ágæt heyskapartfð að und-
anförnu og bændur náð upp mikl-
um heyjum. Margir eru búnir aö
slá og jafnvel þurrka en töluvert
hey er enn úti. Hey eru góð þvi
spretta var hæg og þau hafa litið
hrakist. Gt litur fyrir að heyfeng-
ur verði meiri en i meðallagi.
Heyhleðsluvagnar eru hér mjög
útbreiddir, sagði Bjarni Arason, —
en þó fer heybindi vélum
fjölgandi.
Aöalbjörn Benediktsson á
Hvammstanga, ráðunautur Bún
aöarsambands Vestur-Húnvetn-
inga, tjáði okkur, aö mikið hefði
lagast þar með heyskapinn
siðustu daga. Hefðu þá náðst upp
feiki mikil hey. Sumir væru þvi-
nær búnir að þurrka allt upp.
Fyrir þurrkakaflann hefði þó
heyskapartið i héraðinu engan
veginn veriö upp á það versta.
Engar stórrigningar. Alltaf heföi
náðst eitthvað af heyjum.
Til væri það, sagði Aðalbjörn,
aö menn byndust félagsskap um
aö heyja i votheysgeymslur. Væri
sér kunnugt um tvo slika hópa,
fjóra bændur i hvorum. Vatnsnes-
ingar riðu á vaðið og er þetta
fjóröa sumarið, sem þeir beita
þessum félagsvinnubrögöum en
nú hafa fjórir bændur i Miðfirðin-
um tekiö upp sömu hætti. Bænd-
urnir eru með sláttutætara og
vagna og ljúka við að hirða frá
3—5 ha á dag. Grasiö er verkað i
flatgryfjum, saxaö og troðiö með
dráttarvélum. Það sigur sáralitið
og i þvi hitnar ekkert enda mjög
ört bætt á gryfjurnar. Þessir
bændur verka verulegan hluta
heyja sinna á þennan hátt og gefa
þau jafnt sauöfé sem nautgripum.
Súgþurrkun sagði Aðalbjörn
hvorki nógu almenna né full-
komna. Búnaðarsambandið gerði
nokkurt átak i fyrra til þess aö
hvetja menn til að koma upp hjá
sér súgþurrkun og bættust þá 20 i
hóp súgþurrkunarbænda.
Spretta er ágæt nema þá helst á
þurrlendustu túnunum, sagði
Aðalbjörn, — og ekkert kal og
man ég ekki eftir þvi að við höfum
áður verið með öllu lausir við þaö.
Mikið er um hlööubyggingar og
margir hafa verið að byggja flat-
gryfjur. Telur Aðalbjörn að stefn-
an sé að breytast i heyverkuninni.
Jarðir fara ekki i eyði i sýslunni,
fremur hið gagnstæða.
Egill Jónsson á Seljavöllum,
ráðunautur Búnaðarsambands
Austur-Skaftfellinga, kvaö hey-
skap þar hafa gengið mjög vel,
einkum upp á siökastið. Framan
af slætti var minna um þurrka en
þó náðust hey alltaf i hlööur og
ekkert hraktist. Margir bændur
eru búnir að hirða og eiga góð
hey.
Annars sagði Egill Jónsson, að
veðurfar hefði veriö býsna sér-
stætt þar eystra i vor og sumar.
Stillur óvenjulega miklar nema
rétt á meðan hestamannamótið
stóð yfir. Litið sem ekkert rigndi i
mai og júni og spratt þvi hægt
framanaf. Að þvi leyti var gott að
þessi þurrkakafli var ekki fyrr á
ferð. Spretta er samt sem áður
ágæt á heimatúnum en misjöfn á
Söndunum.
Menn vinna i félagi aö þvi að
heyja sandatúnin og nokkrir
bændur vinna raunar i félagi að
öllum sinum heyskap. Margir
hjálpast aö viö að koma böggum i
hlöður og þá kemur og stundum
fólk frá Hornafirði til aðstoðar.
Töluvert er um súgþurrkun.
Flatgryfjur aftur á móti óviða og
votheysverkun ekki mikil. Menn
byggðu nokkuð af gryfjum fyrir
svona 20 árum en þær eru nú
löngu orönar of litlar, ræktunin
hefur aukist það mikið. Menn
hafa yfirleitt mikinn og góöan
tækjabúnað utanhúss en ekki
nógu fullkominn við heygeymsl-
urnar. Súgþurrkunartækin eru
flest nokkuð gömul og ekki nógu
afkastamikil fyrir baggana. Úr
þessu er mjög brýnt að bæta,
sagði Egill Jónsson.
—mhg.