Þjóðviljinn - 13.08.1977, Page 7
Laugardagur 13. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Embættismannahroki, yfirbordslegt viskudaður og
ónákvæmni landlæg eru helstu orsakir þess að lítið
er gert af þvi að ræða um lagafrumvörp við þá aðila
sem eiga siðan að framkvæma lögin
Guörún Helgadóttir,
deildarstjóri:
UM SETNINGU LAGA
OG REGLUGERÐA
Flestum þegnum þjóðfélags-
ins mur. vera Ijóst, að Alþingi
setur lög i landi voru. Þó kemur
það fyrir, að hinar ýmsu opin-
beru stofnanir, sem siðan eiga
að framkvæma lögin, fá skömm
i hattinn fyrir lög, sem mönnum
þykir bæði óréttlát og fávisleg.
Er þar er Alþingi eitt endanlega
ábyrgt.
Það er hreint ekki smátt sem
hið háa Alþingi tekst á hendur,
þegar það setur lög um hina
margvislegustu hluti, sem fyrir
ber i mannanna lifi. Og það er
næsta furðulegt, hvað menn
takast það kotrosknir á hendur.
Við, sem vinnum við fram-
kvæmd eins lagabálks i hinu
mikla lagakerfi, þykjumst eiga
fullt i fangi með að kunna á hon-
um nokkur skil. Hinir 60 alþing-
ismenn verða hins vegar að
kynna sér hin óliklegustu lög um
hin óliklegustu efni. Og þeir eru
ekki öfundsverðir af þvi.
Það hvarflar þess vegna
stundum að okkur, sem kunnum
töluvert fyrir okkur i einum
ákveðnum lagabálki, að þennan
barning gætu þingmenn létt sér
heilmikið með þvi að ráðfæra
sig við okkur, þegar lagabreyt-
ing er væntanleg. Þetta gera
þeir hins vegar sárasjaldan. Og
árangurinn er stundum i mesta
máta óheppilegur. Lög geta litið
prýðilega út á pappirnum, en
verið illframkvæmanleg þegar
á á að herða.
Um þetta þekkjum við mörg
dæmi. Skemmst er að minnast
laga nr. 95/1975, sem var breyt-
ing á lögum um almannatrygg-
ingar. Þessi lög kváðu svo á, að
sveitarfélög skyldu innheimta
1% álag á gjaldstofn útsvara og
er þessi skattur nefndur sjúkra-
tryggingagjald. Við fram-
kvæmd kom i ljós að óeðlilegt
þótti að leggja þetta gjald á elli-
og örorkulifeyrisþega, er litlar
sem engar tekjur höfðu. Þurfti
þess vegna að breyta þvi, sem
og var gert. En þá tókst ekki ■
betur til en svo, að vistmenn
elliheimila sátu eftir með gjald-
ið! Og enn varð að breyta-álagn-
ingu. Vissulega hefði verið hægt
að koma i veg fyrir þessa erfið-
leika, hefði starfsfólk skatt-
stofanna og Tryggingastofnun-
ar fengið ráðrúm til að athuga
frumvarpið. Það hefði sannar-
lega verið skemmtilegra að
gera eitthvað annað við þá pen-
inga,' sem við skattborgarar
uðrum að hrista úr vösunum til
leiðréttinga á þessari fram-
kvæmd laga.
Annað dæmi um vandkvæði
við framkvæmd annars ágætra
laga er breyting, sem gerð var
með lögum nr. 62/1974. Með
þeirri breytingu er Trygginga-
stofnun rikisins gert kleift að
greiða meðlag til feðra, sem
hafa börn sin á heimili sinu og
móðirin óskar eftir að greiða
meðlag með. Aður hafði einung-
is staöið i lögunum ,,Mæður,
sem fá úrskurð yfirvalds um
meðlag með börnum sinum...”
Þetta var sjálfsagt réttlætis-
mál. Við framkvæmd kom i ljós,
að þetta er engum vandkvæðum
bundið við hjónaskilnað, þar
sem yfirvald úrskuröar móður-
ina meðlagsskylda. Þegar hins
vegar fyrsta mál barst stofnun-
inni, þar sem um óskilgetið barn
var að ræða, kom annað i ljós.
Til þess að Tryggingastofnun
geti greitt meðlag, þarf með-
lagsúrskurð yfirvalds. Og þegar
beðið var um hann, reyndist
ekki unnt að úrskurða móðurina
meðlagsskylda. Lögin nr.
87/1947 um afstöðu foreldra til
óskilgetinna barna leyfa ekki að
móðir sé gerð meðlagsskyld.
Þeim lögum hefði þurft að
breyta um leið og lögum um al-
mannatryggingar. Jafnréttis-
ráð hefur nú tekið að sér að
koma þvi máli á rekspöl.
Og svo mikið er búið að skrifa
um lagabreytingu, sem gerð var
á lögum um atvinnuleysistrygg-
ingar, þegar atvinnuleysisbætur
i fæðingarorlofi voru lögleiddar,
að ekki er ástæða til að endur-
taka það allt. En það væri af
nógu að taka.
Þessi þrjú dæmi, sem hér hef-
ur veriðminnstá,sýna að allt of
litið er gert af þvi að ræða laga-
frumvörp við þá aðila, sem eiga
siðan að framkvæma lögin.
Vissulega leita þingnefndir iðu-
lega umsagnar á frumvörpum,
en oft vill brenna við að þau eru
einungis send æðstu mönnum
stofnanna, sem af eölifegum
ástæðum eru sjaldnast sjálfir i
daglegri afgreiðslu. Og oftlega
trúi ég að litið sé rætt um frum-
vörpin við starfsfólkið, sem sið-
an tekur við ónotum fyrir mis-
tökin.
Ég hygg aö sitthvaö komi hér
til. Fyrst kynni manni að detta i
hug embættismannahrokinn
frægi, sem siður en svo er horf-
inn. Allt of margir embættis-
menn — og alþingismenn —
hafa alveg gleymt til hvers þeir
eru. Hvorir tveggja eru i þjón-
ustu fólksins i landinu. Það kaus
sér fulltrúa á Alþingi. Við sem
vinnum i þjónustu rikisins, er-
um þar fyrst og fremst til að
þjóna samborgurum okkar,
enda á launum hjá þeim. Og
þetta gleymist hvort tveggja
allt of oft.
önnur orsök er nærtæk: Yfir-
borðslegt viskudaður okkar.
Það er engin skömm að þvi að
vita ekki alla hluti, enda er það
fólk ævinlega bert að kjána-
skap, sem þykist gera það. Þess
vegna fer maður stundum hjá
sér, þegar þingmenn og fyrir-
fólk ræðir um hluti, sem það veit
augljóslega ekkert um. En eitt
er alltaf hægt að gera, og það er
býsna virðingarvert: Það er að
kynna sér hlutina eftir bestu
getu og spyrja þá, sem liklegir
eru til að vita eitthvað um
ákveðin málefni. Með þvi fæst
mikilsverð samvinna allra að-
ila, sem einfaldar alla hluti og
sparar stórfé, sem árlega fer i
hrein mistök.
Þriðju orsök vil ég nefna, sem
er ónákvæmni okkar tsleiid-
inga, sem ég hika ekki við að
segja að sé meiri á opinberum
vettvangi, en þar sem ég hef
dvalist erlendis. Hvað eftir ann-
að kemur það fyrir, að opinberir
starfsmenn svara ónákvæmt og
rangt, fremur en að biðja um
tima til athugunar, ef einhvers
er spurt. Jafnvel i fjölmiðlum
birtast menn illa undirbúnir og
halda fjallræður um ekki neitt,
vegna þess að þeir hafa ekki
nokkra staðreynd handbæra.
Þetta raus er engum til gagns
og viðkomandi til skammar.
Haldi menn, að þannig virðist
þeir gáfulegir i framan, er það
versti misskilningur.
Margt fleira mætti telja. En
þetta vérður að breytast. Háðu-
neytin verða að hafa nánara
samstarf við stofnanir sinar, og
forstöðumenn stofnana þurfa
ekki siður að halda fundi með
starfsmönnum sinum. Með þvi
öðluðust menn meiri þekkingu á
verkefnum sinum og stofnanna
sinna og ekki siður störfum Al-
þingis og ráðuneyta. Og alþing-
ismenn gætu aflað sér þekking-
ar á ýmsum málum á skjótari
hátt og skiljanlegri en með
lestri doðranta sem þeir botna
ekkert i. Og þá færum við
kannski að nálgast hið marg-
rómaða lýðræði, sem stundum
er varla nema orðin ein.
Opinberir starfsmenn eru nú
verst launuðu menn þjóðfélags-
ins. Þetta gleymist gjarnan i
daglegri umræðu, og menn gera
fáeina nefndakónga að sam-
nefnara fyrir alla opinbera
starfsmenn. Vonandi verður úr
þessu bætt á komandi hausti. En
laun eru þrátl fyrir allt ekki
lausnarorð alls. Virðing fyrir
starfi hvers einstaks starfs-
manna hlýtur lika að skipta þá
menn máli, sem taka starf sitt i
þjónustu almennings alvarlega.
Og það fólk er til i hverri rikis-
stofnun þó að það ma'tti vera
fleira. Fyrsla skilyrði til efling-
ar á starfsvirðingu opinberra
starfsmanna er, að Alþingi
skilji og meti störf þeirra og
vinni með þeim. Geri þeir það
ekki, vinna opinberir starfs-
menn eftir sömu uppskrift og
þeir sem hærra eru settir: Þeir
sitja i embættum sinum og gera
sig merkilega við þá sem þeir
eiga að þjóna. Hvað höfðingj-
arnir hafast að, hinir ætla sér
leyfist það. 9.8. '77
Gll.
Á að fyrirbyggja lögbrot með því
að samræma lögin brotunum?
A fundi borgarstjórnar Reykja-
vikur s.l. þriðjudag flutti Þor-
björn Broddason eftirfarandi til-
lögu:
„Borgarstjórn felur umferðar
deild að gera tillögu um breytingu
á 46. gr. lögreglusamþykktar
Reykjavikur, sem feli i sér
ákvæði um mismunandi
hámarkshraða eftir flokkun
gatna þannig, að minnstur hraöi
verði leyfilegur á húsagötum,
næstmestur á safnbrautum en
mestur á tengibrautum.
Jafnframt er umferðardeild fal
ið að gera rækilega athugun á
aksturshraða i borginni áður en
núgildandi ákvæðum um
hámarkshraöa er breytt og eftir
þær breytingar, sem kunna að
verða gerðar”.
Tillaga þessi er flutt vegna
ráðagerða um að auka leyfilegan
aksturshraða bifreiða á götum
Reykjavikur um 5 km. á klst.
Þorbjörn Broddason kvað
forsenduna fyrir þessari hraða-
breytingu talda vera þá, að ekið
væri hraðara en reglur mæltu
fyrir um. Mætti sú afsökun raun-
ar teljast harla hláleg. Þróunin
mundi þá verða sú, að ökuhraðinn
smá-ykist umfram það, sem leyfi-
legt væri,og svo kæmu samþykkt-
ir eftir á um að elta lögbrjótana.
Þetta minnti sig á söguna af
manninum, sem sagöi við son
sinn: „Sittu, strákur”. „Nei”,
sagði stráksi. „Stattu þá”, sagði
faðirinn, „ég vil að mér sé hlýtt”.
Hafi á annað borö verið skyn-
samleg ástæða til þess að tak-
marka ökuhraðann, þá yrði einn-
ig að vera frambærileg ástæða
fyrir þvi, að fella þá ákvörðun úr
gildi. Það væri ótviræð rök fyrir
þvi að halda niðri ökuhraðanum,
að aukinn hraði leiddi af sér
aukna slysahættu.
Þorbjörn Broddason taldi, að
sumar götur þyldu þann um-
ferðarhraða sem nú á að leyfa
mestan, en langt væri frá þvi, aö
Davið Oddsson.
aðrar gerðu það, enda væri lög-
reglan hikandi við þessa breyt-
ingu. Þvi væri nauðsyn á að
flokka göturnar mun meira en
gert væri, með tilliti til leyfilegs
ökuhraða og að þvi lyti sin till.
Ilavið Oddsson sagði þaö
algengtað lögum væri breytt eftir
hátterni manna og væri það sjálf-
sagt. Óhætt væri að auka öku-
hraðann, þvi lýsing gatna hefði
batnað, bilar batnað o.s.frv. Taldi
borgarfulltrúinn öll tormerki á að
flokka götur eins og tillaga
Þorbjörns gerði ráð fyrir. Þó væri
ekkert við það að athuga að
borgarfulltrúar samþykktu að
leyfa aðeins ákveðinn hraöa á
ákveðnum götum — (hvernig,
sem það má nú svo gerast án þess
að flokka þær). Þorbjörn Brodda-
son heföi veriö að tala um að lög-
reglan væri hikandi. — Hvaða
Þorbjörn Broddason.
lögregla er það? spurði Davíð. -
Ég veit ekki betur en lögreglu-
stjóri og yfirmenn umferðar-
mála séu hraðabreytingunni
fylgjandi. (Og hvað er þá svo sem
eftir af lögreglunni?).
Þorbjörn Broddason vildi telja
það dálitið vafasama kenningu,
að koma ætti i veg fyrir lögbrot
með þvi að breyta bara lögunum i
samræmi við brotin. Sér heföi
alltaf skilist, að lögin ættu að
móta veruleikann. Það afsakaði
ekki aukinn hraða að bilar væru
betri en áður. Það kynni að vísu að
auka öryggi þeirra, sem i bilun-
um væru, en ekki fótgangandi
vegfarenda.
Þorbjörn Broddason sagði til-
lögu sina tviþætta: Hún væri ann-
arsvegar um að lögreglu-
Heildarflutningar með flugvél-
um Flugleiða voru svipaðir fyrstu
sex mánuði yfirstandandi árs og á
sama timabili i fyrra. Farþegum
i millilandaflugi hefur fækkað lit-
ilsháttar en vöruflutningar aukist
verulega, svo og póstflutningar. 1
innanlandsflugi hafa farþega-
flutningar stóraukist, en vöru-
flutningar dregist litillega sam-
an. Þá hafa póstflutningar innan-
lands aukist.
Fyrstu sex mánuði yfirstand-
andi árs flugu 152.580 farþegar
með millilandaflugvélum Flugfé-
lags tslands og Loftleiða og er þaö
2% færri farþegar en á sama
timabili árið áður. Vöruflutning-
ar milli landa hafa hinsvegar
aukist verulega. Þeir námu á
samþykktin hefði að þessu leyti
ákveðinn sveigjanleika og að hinu
leytinu um athugun á ökuhraða.
Davið Oddsson sté aftur i stól
og lýsti þvi yfir, að hann mundi
greiða atkvæði gegn tillögu
Þorbjörns. Var sú yfirlýsing
raunar óþörf, nema þá fyrir Davið
sjálfan, þvi eftir fyrri ræöu hans
duldist ekki öðrum hvernig hann
mundi greiða atkvæði.
Atkvæðagreiðslan fór þannig,
að tillaga Þorbjörns Broddasonar
var felld með atkv. Sjálfstæðis-
manna gegn atkvæðum minni-
hlutafulltrúanna. —mhg.
fyrra helmingi þessa árs 16.5
milj. tonn-km og jukust um
48.5%. Póstflutningar milli landa
jukust um 12.4% miðað við sama
timabil i fyrra.
Sem fyrr segir hafa farþeg-
aflutningar innanlands aukist
verulega á fyrstu sex mánuðum
þessa árs, miðað við sama tima-
bil 1976. Frá 1. jan til 30. júni voru
fluttir á innanlandsleiðum 110.000
farþegar, sem er 19.2% aukning
miðað við sama timabil árið áður.
Vöruflutningar innanlands námu
á þessu timabili 573 þús. tonn-km
og minnkúðu um 4.2%. Póstflutn-
ingar jukust á hinn bóginn um
14.2%.
mhg.
Flutningar Flugleiða
svipaðir og í fyrra