Þjóðviljinn - 12.10.1977, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 12. október 1977. þjóÐVILJINN — SÍÐA 3
‘iÓS tf
Þessi starfsmaður Reykjavlkurborgar sagðist vera félagi f Dagsbrún og þvi ekki I verkfalli er blaðamenn Þjóðviljans komu að honum á Grensás-
vegi I gærmorgun (Ljósm.: —eik)
Borgarstarfsmenn felldu samkomulagiö
Dyravörður Simstöðvarinnar við Austurvöll vildi ekki hleypa okkur inn
enda lá þar nær öll starfsemi niðri (Ljósm.:—eik)
F r áleitt
ad ganga
að þessu
sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB
Þjóðviljinn hafði samband við
Kristján Thorlacius formann
BSRB I gær og spurði hann álits á
úrslitum atkvæðagreiðslunnar I
fyrrakvöld, þegar borgarstarfs-
menn i Reykjavik felldu sam-
komulag það sem stjórn Starfs-
mannafélags Reykjavikurborgar
hafði gert við launamálaráð
borgarinnar.
„Ég fagna þvi mjög að sam-
komulagið var fellt”, sagði Krist-
ján Thorlacius. „Samkomulag
þetta var nánast samhljóða til-
boði rikisins, sem samninganefnd
BSRB hafnaði um helgina. Ég tel
að það hefði verið fráleitt að
ganga að þessu samkomulagi,
það gengur svo stutt til móts við
kröfur samtaka okkar. Aðeins
var um að ræða örlitlar breyt-
ingar frá tilboði rikisins, en þær
breytingar varða ekki nema hluta
borgarstarfsmanna.”
Kristján var einnig inntur eftir
þvi hvernig verkfall BSRB hefði
gengið fyrir sig. „Verkfallsbrot
vitum við ekki um,” sagði hann.-
„Það litla sem verið hefur um
mistök, sem ég vil kalla svo, er nú
komið i lag. Samstaðan er mikil
og verkfallið er algert.”
--eös
Opnir
vinnustaðir:
Ekki
meiri
forföll
Þar sem Strætisvagnar
Reykjavikur gengu ekki I
gær, og þar sem öll dagheim-
ili borgarinnar voru lokuð,
lék okkur forvitni á að vita
hvort meiri forföll hefðu orð-
ið i starfsliði stórra vinnu-
staða en eðlilegt mætti telj-
ast. t ljós kom, að svo var
ekki i gær, á fyrsta degi
verkfalls BSRB.
A Borgarsjúkrahúsinu i
Reykjavik, sagði Haukur
Benediktsson, sem fyrir
svörum varð, að þar hefði
alls ekki verið um nein óeðli-
leg forföll að ræða. Að visu
hefði sjúkrahúsið hjálpað þvi
fólki sem algerlega er háð
SVR tilað komast i vinnu, og
eins hitt aö dagheimili
starfsfólks Borgarsjúkra-
hússins, væri starfrækt; til
þess hefði fengist undan-
þága.
Hjá Landsbankanum var
ekki um nein óeðlileg forföll
að ræða og virtist stöðvun
SVR og lokun dagheimila
ekki hafa haft nein veruleg
áhrif á mætingu starfsfólks.
—S.dór
Mennta-
skólarnir og
HáskóGnn
lokaðir
1 gærdag höfðu radarmæl-
ingar lögreglunnar, sem sagt
er frá hér i greininni, og
ýmis önnur störf sem tæp-
lega teljast til nauðsynlegr-
ar öryggisþjónustu svo sem
venjulegt eftirlit og fleira
verið stöðvað skv. upplýs-
ingum sem Þjóðviljinn fékk
á skrifstofu BSRB.
Búið var að loka öllum
menntaskólunum á Reykja-
vikursvæðinu um miðjan
morgun i gær og ennfremur
Háskólanum. Kennsla mun
hafa byrjað i flestum þeirra
en siðan bárust tilmæli frá
BSRB að þeim yrði lokað
vegna þess að ella yrði farið
inn á starfssvið húsvarða.
Var orðið við þeim tilmæl-
LEIGUBIL ASTÖÐ V ARN AR:
Ivid meira
að gera
Við höfðum i gær samband við
tvær af stærstu leigubilastöðvum
borgarinnar, Hreyfil og Bæjar-
leiðir, og spurðumst fyrir það
hvort meira hefði verið að gera
hjá leigubilum borgarinnar i gær
vegna stöðvunar strætisvagna
borgarinnar, en venjulega.
Alda Jónsdóttir, yfirmaður
simaþjónustu Hreyfils, sagði að
um kl. 7 i gærmorgun hefði verið
aðeins meira að gera en vana-
lega, en þegar á daginn leið hefði
allt fallið i eðlilegan farveg aftur
ogekkihefðiveriðmeiraaðgera i
gærdag en á venjulegum þriðju-
degi. Sagði hún það álit leigubif-
reiðastjóra, að fólk væri orðið svo
litið háð leigubilum, vegna al-
mennrar einkabilaeignar, nema
þá helst um helgar, að jafnvel
stöðvun SVR hefði ekki afgerandi
áhrif.
Mjög svipað svar fengum við
hjá Bæjarleiðum. Þó sagði sima-
maðurinn þar, að ivið meira
hefði verið að gera hjá leigubilum
stöðvarinnar en vanalega á
þriðjudögum, einkum I gærmorg-
un um vinnumál og svo aftur sið-
degis þegar vinnu lauk. Annars
væri langt frá þvi að um nokkur
læti væri að ræða.
Það mun hafa verið algengt i
gær, að fólk, sem annars notar
strætisvagna til að komast i og úr
vinnu, hafi fengið að „fljóta með”
nágrannanum, sem á einkabil og
siðan kannski vinnufélaga heim.
—S.dór.
A afgreiðsluborði Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins stóð:
Lokað vegna verkfalla.
mikið úrval
af austurrískum kvenkápum
Laugaveg66 llhœð