Þjóðviljinn - 12.10.1977, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 12. október 1977.
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóöfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjdöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Kitstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar
Gestsson.
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsblaöi: Árni
Bergmann.
Auglýsingastjdri: úlfar Þormóðsson
Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Síðumúla 6. Simi 81333.
Prentun: Blaöaprent hf.
Valdahroki ráð
herrans leysti
ekki deiluna
Verkfall opinberra starfsmanna er haf-
ið, það fyrsta i sögunni á landi hér. Verk-
fallið nær til um 13 þús. manna og áhrif
þess munu segja til sin nær hvarvetna i
þjóðlifinu.
Er úrslit allsherjaratkvæðagreiðslunn-
ar um sáttatillöguna lágu fyrir var ljóst að
verkfalli yrði ekki aftrað nema rikis-
stjórnin kæmi allverulega til móts við
meginkröfur Bandalags starfsmanna rik-
is og bæja.
Rikisstjórnin tilnefndi tvo úr hópi ráð-
herranna til að vinna að samningsgerðinni
með embættismönnum, þá Matthias Á.
Mathiesen, fjármálaráðherra, og Halldór
E. Sigurðsson, samgönguráðherra.
Nú er þvi miður orðið ljóst, að bein þátt-
taka ráðherranna i samningaviðræðunum
hefur siður en svo orðið til að greiða fyrir
lausn deilunnar. Þvert á móti hefur fram-
ganga ráðherranna verið með þeim hætti,
að leitt hefur til aukinnar hörku og vand-
séð hvort unnt verður að greiða úr málum
á næstu dögum.
1 nafni rikisstjórnarinnar lét fjár-
málaráðherrann frá sér fara tilkynningu,
sem hann hefur sjálfur túlkað opinberlega
sem úrslitakosti til opinberra starfs-
manna. Slikt er valdahroki. Þetta ,,loka-
tilboð” ráðherranna felur þó aðeins i sér
örlitlar breytingar frá sáttatillögunni,
sem 9 af hverjum 10 opinberum starfs-
mönnum höfðu hafnað fáum dögum áður.
Fjármálaráðherrann hefur svo bætt
gráu ofan á svart með þvi að leitast við að
gylla ,,úrslitakostina” i sjónvarpi og öðr-
um fjölmiðlum á ósæmilegan hátt. Þar
hefur ráðherrann sett fram krónutölur um
það, hversu há launin verði eftir svo og
svo marga mánuði, án þess að þar sé um
neina umtalsverða launahækkun i raun að
ræða umfram sáttatillöguna,heldur aðeins
nokkrar verðbætur út á óðaverðbólguna,
sem fjármálaráðherrann reiknar þá með
að verði nær 40% á ársgrundvelli!!
Svona vinnubrögð af hálfu ráðherranna
eru svo sannarlega ekki til þess fallin að
greiða fyrir lausn þessarar erfiðu deilu.
En á sama tima og hegðun ráðherranna
verður til að setja allt i harðan hnút, þá
lögðu samningamenn BSRB sig fram um
að komast hjá verkfalli. Þeir slökuðu
mjög verulega til á siðustu sólarhringun-
um áður en verkfall skall á, og lækkuðu
launakröfurnar um 10-15%. Svör rikis-
stjórnarinnar voru hins vegar nær alfarið
neikvæð. Bæði neita ráðherrarnir að
lægstu launin og miðlungslaunin hækki,
sem nokkru nemur, og það sem ósvifnast
er: — Þeir neita láglaunafólkinu i BSRB
um sama rétt til endurskoðunar samninga
á samningstimanum og sjálfsagður þykir
hjá verkalýðsfélögunum innan Alþýðu-
sambandsins. Þannig er reynt að binda
hendur þessara samtaka láglaunafólks i
kjarabaráttunni i full tvö ár, hvað sem i
skerst, og hvaða lagaboðum sem þing-
meirihluti núverandi rikisstjórnar kann
að beita til að rjúfa þá samninga, sem til
stendur að gera.
Slikur óréttur, slik mismunun er með
öllu óverjandi. —k-
Hin þarfasta
lexia
Sérstakur kapituli i kjaradeilu opin-
berra starfsmanna er svo það, sem gerst
hefur i Starfsmannafélagi Reykjavikur-
borgar.
Þar gerði stjórn starfsmannafélagsins
tilraun til að rjúfa samstöðuna innan
BSRB. Forystumenn Starfsmannafélags
Reykjavikurborgar tóku sig til um helgina
og undirrituðu i skyndi sérsamninga án
þess aðrir samningamenn BSRB fengju
neitt um efni þeirra að vita.
Þeir sem þannig sviku félaga sina til að
þóknast fjármálaráðherranum og hirð
hans boðuðu siðan til fundar i Starfs-
mannafélagi borgarinnar, og mæltu ákaft
með samþykkt sérsamninga og þvi að
samstaðan innan BSRB yrði rofin.
En þessir tindátar fjármálaráðherrans
höfðu ekki erindi sem erfiði. Á fjölmenn-
asta fundi, sem nokkru sinni hefur verið
haldinn i Starfsmannafélagi Reykjavikur-
borgar voru erindrekar rikisstjórnarinnar
i stjórn stéttarfélagsins reknir öfugir til
baka með einkasamninga sina, og fólkið i
Starfsmannafélagi Reykjavikurborgar
hóf verkfallsbaráttu i gærmorgun við hlið
annarra félaga sinna i BSRB.
Sjaldan eða aldrei hefur fjármálaráð-
herranum og öðru forystuliði Sjálfstæðis-
flokksins verið kennd þarfari lexia en ein-
mitt á þeim fundi! —k.
Friðarverðlaun-
um fagnað
Þaö má telja sennilegt að við-
takendur friðarverðlauna
Nóbelsþyki að þessu sinni betur
komnir að viðurkenningunni en
sumir fyrri verðlaunahafar.
Þess er skemmst að minnast, að
mikil mótmælaalda reis þegar
nóbelsnefnd norska stórþingsins
veitti Kissinger og Le Duc Tho
verðlaunin fyrir samningana i
Vietnam og Brandt fyrir austur-
stefnuna. Þá þótti mörgum ein-
sýnt að stefnt væri að því að
gera friðarverðlaunin að mark-
leysu. Ýmis samtök og einstak-
lingar gengust fyrir því i mót-
mælaskyni að efna til „friðar-
verðlauna fólksins” og hlaut
„rauöi biskupinn' Helder
Camera þau fyrir þrotlausa
mannréttindabaráttu sina i Suð-
ur-Ameriku.
Friðarverðlaunin hljóta eins
og Nóbelsverðlaunin öll ætið að
vera umdeild stofnun, og þó er
að jafnaði eftir þeim tekið viöa
um heim. Stundum koma þau
eins og kvittun fyrir vel unnin
störf i þágu friðarviðleitni og
mannréttinda, en i seinni tið
hafa friðarverölaunin frekar
verið veitt sem hvatning til
þeirra sem standa mitt i bardtt-
unni.
Hvatning til
dáða
Þannig ber sjálfsagt að tUlka
ákvörðunina um að veita Irsku
kvennahreyfingunni verðlaunin
fyrir árið 1976. Þessi hreyfing
hefur ekki látið að sér kveða
nema i fjórtán mánuði. Mark-
mið hennar að stöðva átta ára
átök og blóðsúthellingar á
Norður-lrlandi er að sjálfsögðu
háleitt, en óljóst er á margan
hátt hvernig kvennahreyfingin
vill leysa þau flóknu deilumál
sem þar liggja til grundvallar.
Ræturnar liggja djúpt i stétta-
átökum, aldalöngu misrétti, ný-
lendukúgun og trúarlegri af-
stöðu. Fyrir þær verður að graf-
ast ef Betty Williams og
Mariead Corrigan ætla að ná
meiri árangri en vekja athygli
alheims á einlægum friðarvilja
irskra kvenna.
Samtökin Amnesty Inter-
national hafa náð alþjóðlegri
viðurkenningu á þeim 16 árum,
sem þau hafa starfað. Það er
Scinnarlega kominn timi til að
þau fái bréf upp á það. Friðar-
verðlaunin ættu að gefa þeirri
kröfu byr undir báða vængi að
þaufáiaukiðsvigrúmtilþess að
afla upplýsinga um pólitiska
fanga og brot á mannréttindum
hvar sem er i heiminum. Sam-
tökin voru stofnuð sérstaklega
til þess að vinna að sakarupp-
gjöf „hinna gleymdu fanga”,
það erað segja fólks, sem sat i
fangelsum vegna skoðana sinna
og i mörgum tilfellum hafði
hreinlega gleymst vegna þess
aö engirn hugsaði um örlög þess
nema hinir allra nánustu, sem
að sjálfsögðu áttu og eiga við
ramman reip að draga i stöðug-
um pólitiskum sviptivindum.
Baráttan fyrir þeim mannrétt-
indum að enginnskuli sviptur
frelsi vegna skoðana sinna, hafi
hann ekki beitt ofbeldi, hefur frá
upphafi veriö megininntakið i
starfsemi Amnesty Internation-
al.
Nú eiga um 100 þúsund manns
i 78 löndum aðild að samtökun-
um og félagsdeildir eru starf-
andi i 35 löndum. Um 1600
óformlegirhópar i flestum lönd-
um heims starfa einnig i tengsl-
um við samtökin, sem á ári
hverju vinna að úrlausn mála
um 4000 einstaklinga.
Tilgangurinn
helgar ekki
meðalið
Mestur hluti starfsins fer
fram i kyrrþey. Samtökunum er
miðstýrt frá Lundúnum og á
grundvelli viðtæks upplýsinga-
nets ákveður miðstöðin þar
hvaða fanga samtökin taka upp
á sina arma og hverjir teljast
svokallaðir samviskufangar.
Einstakir hópar innan félags-
deilda i hverju landi fá sfðan út-
hlutað nokkrum nöfnum og er
þess gætt að hver hópur berjist
fyrir sakaruppgjöf fanga með
óh'kar skoðanir og i rikjum með
mismunandistjórnarfar. Þaðer
alveg ótrúlegt hverju stöðugar
bréfaskriftir til yfirvalda og
ættingja frá smáhópum viðs-
vegar um heim fá áorkað. Jafn-
vel harðsviruðustu einræðis-
herrar eru viðkvæmnir fyrir þvi
að athygli beinist að myrkra-
verkum þeirra.
Eftir þvi sem samtiScunum
hefur vaxið fiskur um hrygg
hefur starfsemin orðið viötæk-
ari. Amnesty International vel-
ur fanga mánaðarins og ársins
og beitir þá öllu sinu alþjóðlega
afli að vissum einstaklingum
eða fangahópi. Þá hafa samtök-
in gert úttekt á ástandi,sent frá
sér skýrslur um ástand mála i
mörgum löndum, og þykja þær
hinar áreiðanlegustu, þótt við-
komandi stjórnvöld reyni jafn-
an að vefengja þær. Seinustu ár
hafa samtökin einnig beitt sér
fyrir upplýsingasöfnun um
pyntingar á föngum og barist
gegn dauðarefsingu með sivax-
andi þunga.
Baráttan gegn pyntingum
hefur leitt til mótmæla frá
Amnesty vegna meðferðar á
glæpamönnum og hryðjuverka-
fólki, m.a. á forkólfum Baader-
Meinhof hópsins. Ýmsir
Amnesty-menn hafa áhyggjur
af þessari þróun, og einnig til-
raunum ýmissa sérhópa til þess
að nota samtökin sér til fram-
dráttar. Hitt er þó miklu þýð-
ingarmeira að Amnesty hefur
fært sönnur á að beiting pynt-
inga, t.d. ýmissa óþverralegra
sálfræðibragða, er miklu við-
tækariínútimanum, en almennt
hefur verið viðurkennt.
Lykillinn að árangri Amnesty
er fjöldastarf i öllum heimshlut-
um sem byggir á áreiðanlegu
upplýsingakerfi, sem erfitt er
að vefengja, og þeirri afdráttar-
lausu skoðun að til séu grund-
vallarmannréttindi, sem engin
rikisstjörn eða valdahópur hef-
ur siðferðilegan rétt til að br jóta
gegn, hversu „göfugur” sem til-
gangurinn kann að vera.
—ekh.