Þjóðviljinn - 23.10.1977, Blaðsíða 11
Sunnudagur 23. október 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
daufúumDir
stúdentar Ijúka
námi via
Háskúla í Moskvi
ÞANNIG GERAST
Fjögur prófskírteini sem
sálfræðideild ríkisháskól-
ans í Moskvu gaf útá þessu
ári eru einstæð söguleg
skjöl. Kandidatarnir sem
veittu þeim viðtöku —
Sergei Sirotkin, Alexander
Suvorov/ Juri Lerner og
Natalja Kornejeva — eru
fyrstu blindu og
daufdumbu manneskjurn-
ar f heiminum sem öðlast
æðri menntun til jafns við
heilbrigða stúdenta. Þetta
er árangur margra ára
kostgæfnisstarfs að því að
þroska alhliða hóp af ungu
fólki sem var blint,
heyrnarlaust og mállaust.
Að rjúfa myrkrið
Myrkriö og þögnin sem
umlykja blinda og daufdumba
eru óþekk og úti i geimnum. Allt
til þessa hefur geimurinn þó virst
aðgengilegri heldur en heimur
hinna blindu og daufdumbu, þar
sem aðeins rikir skynjun snert-
ingar, lyktar, hreyfingar, hita og
kulda. Tugir geimfara hafa þegar
flogið út fyrir mörk aðdráttarafls
jarðar en aðeins tveim manneskj-
um hefur tekist að rjúfa grafar-
myrkur og þögn blindra og dauf-
dumbra og varpa þangaö inn
birtu lifandi, andlegs lifs Þessi tvö
voru bandariska konan Ann Sulli-
van og sovéski kennarinn Ivan
Sokoljanski. Nemendur þeirra,
Helen Keller og Olga
Skorohbodova, voru álitnir furðu-
fyrirbæri.
Tveir stórsigrar, tvær ólikar
nálganir lausnar vandamálsins.
Hvor er vænlegri? Nú þekkjum
við svarið. Með þvi að þróa hug-
myndir Sokoljanskis hefur
nemanda hans, Alexander
Mesjerjakof, tekist að endurtaka
tilraunir hans fjórum sinnum.
„Lausn vandamáls blindra og
daufdumbra hefur mikla siðferði-
lega, sálfræðilega og heimspeki-
lega þýðingu,” segir prófessor
Alexei Leontéf við uppeldisfræði-
visindaakademiu Sovétrikjanna
um þetta visindalega afrek, ,,að
ekki sé minnst á þá staðreynd, að
starf Sokoljanskis og Mesjer-
jakofs miðlar málfræðingum
þekkingu, sem grufla yfir tengsl-
unum milli tungumáls, tals og
hugsunar, svo og kennurum sem
leita aðferða við flókna kennslu.
Það varðar engu hvað visinda-
menn segja, leikmaður verður
fyrst og fremst fanginn af hinum
„lifandi árangri”: Fjórum
fullþroska persónuleikum. Hvaða
, Er
sjonvarpið
bilaó?/a
Skjárinn
Sjónvarpsverkstói
Bergstaáasírati 38
simi
2-1940
mælikvarða getum við notað til •
þess að mæla þá leið sem þau
hafa farið frá formlausri ringul-
reið til hárrar, andlegrar menn-
ingar?
Þróunin er eitthvað á þessa
leið: Mjúk, litilhönd sem heldur á
skeið hvilir i stórri, sterkri hönd
kennarans. Þessi „sameiginlega,
tvöfalda” hönd færir skeiðina
hægt að vörum barnsins vegna
þess að það er vilji þess fulloröna.
En barnið er svangt og þá allt i
einu spennir þessi viljaveika vera
höndina og reynir að bera hana að
vörum sér eins fljótt og unnt er.
Þetta er fyrsti og mikilsverðasti
sigurinn. Hann vinnst eftir
margra mánaða erfitt og þolin-
mótt starf.
Barn sem þekkir orðið
samhengið milli skeiðarinnar i
munni sér og fæðu sinnar hefur
unnið hálfan sigur yfir skyn-
skeringu sinni, var Alexander
Mesjtérjakof vanur að segja.
Fyrsta smáhlekk mannlegra
tengsla við umhverfið hljóta að
fylgja fleiri. Það sem mestu varð-
ar er að glæða fyrsta röksemdar
neistann i heila barnsins og sam-
söfnun reynslu er hafin. Með þvi
að aðalaga fjölda húsmuna og
heimilistækja þörfum sinum
drekkur barnið i sig aldagamla
þekkingu mannkynsins, sem
þessir gripir tjá, og samlagast
þannig viðtæku sviði mannlegrar
menningar. A þessu stigi þroskar
það fyrstu frjóanga vilja sins,
skilnings og löngunar til að læra
meira.
Þegar barnið finnur að það hef-
ur vald yfir efnislegum hlutum er
það knúið til að leita að nafni á
þeim. Þá er ekki svo erfitt að
leiða barnið skrefi lengra á braut-
inni, að kenna þvi látbragðsleik.
Þegar bendingamálið þrýtur er
kominn timi til-að skipta yfir i
orð.
Ég hefi engu að glata
„Dag nokkurn er ég kom i
heimavistarskólann sá ég Juri
Lerner standa við dyrnar, hann
varaðbiða eftir mér. „Alexander
Invanovitsj, getur maður i min-
um sporum verið hamingjusam-
ur?” var það fyrsta sem hann
sagði. Ég varð ruglaður, og til
þess að sigrast á undrun minni
spurði ég hann: „Hvert er þitt
eigið álit á þessu máli?” Svar
hans vakti mér furðu: „Ég held
ég sé fullkomlega hamingjusam-
ur. Það er óhamingja að eiga og
missa. Ég hef engu að glata,
þvert á móti er ég stöðugt að
öðlast eitthvað nýtt.” (Or
endurminningum A.I. Masj-
tjserjakovs um nemendur sina).
Skömm'u áður en Helen Keller
dó var opnuð i Zagorosk i grennd
við Moskvu sérhæfð fræðslustofn-
un, sem tókst að framkvæma
þroskunar „kraftaverk” hinnar
frægu, bandarisku, blindu og
daufdumbu stúlku i almennum,
uppeldisfræðilegum mæli. Aðferð
Sokoljanskis og Mesjerjakofs
stóðst prófið vel. Til þessa hefur
20 ungum mönnum og konum,
sem áður voru dæmd til algerrar
einangrunar, verið hjálpað
áleiðis til lifandi lifs og starfs. Úr
þessum hópi komu hinir undra-
verðu fjórmenningar sem við
erum að skrifa um.
Stúdentar sem hafa þreifað sig
áfram með fingrunum upp i hæðir
visindanna hafa ekki fyrr veriö
til. Ekkert stenst samjöfnuð við
þrotlausa elju fingra þeirra, sem
spurðu, sönnuðu, lásu og skynj-
uðu.
«"• ,-í •
„Þegar ég var litill,hélt ég að
fólk flýgi likt og fuglar. Maður
sem stóð við hlið mér var kannski
horfinn á næsta andartaki. Þegar
ég teigði út höndina fann ég ekk-
ert. Ég hélt hann hefði svifið upp i
loftið.” (Sergei Sirotkin).
Blint, daufdumbt barn er lokað
inni i sjálfu sér. Er það opnar
augun á morgnana finnur það
ekki mun svefns og vöku. Jafnvel
móðir þess er ekki til fyrir þvi.
Það lærir ekki að ganga, hvorki
þriggja né þrettán ára, án sér-
stakrar leiöbeiningar.
Samkvæmt almennum lögmálum
likamsþroska mun það vaxa upp
sem vera er að likamsvexti likist
mannveru. En fyrir utan ytri lik-
ingu muntu ekki finna neitt
mannlegt við það — hvorki i hugs-
un ná athöfnum. Og engu að siður
er þessi vera gædd heilbrigðum
heila með 15 biljónum lifvænna
fruma, alveg eins og Einstein,
Göthe og Spinoza. Hvernig getum
við komist i snertingu við slikt
barn? Hvernig getum við leitt það
frá frumstæðri, lifrænni skynjun
til hugsunar?
Frá snertingu til orða
Heimur blindra og daufdumbra
hættir að vera nakin eyöimörk
þegar önnur mannleg vera þreng-
irsér inn i hann. Fyrstu „viðræð-
ur” okkar við veru, sem hvorki
sér eða heyrir til okkar, geta
aðeins farið fram með hjálp
hluta: Skeið, handklæði, stóll,
sessa — þetta er þeirra stafróf.
Tal er eícki upphaf þroskaferils
blindra og daufdumbra, það er
árangur þeirrar þróunar. Þetta
var megindeiluefni Sokoljanskis
og Mesjerjakofs og erlendra
starfsbræðra þeirra. Til þess að
fá blindan og daufdumban til þess
að nota tungumál meðvitað,
tengja orð efnislegum hlutum, er
i fyrsta lagi nauðsynlegt að
„gróðursetja” þessa hluti i
hugarheimi hans og fá hann til
þess að skynja þá i samræmi við
þýðingu þeirra i kerfi mannlegrar
menningar.
Sérhvert námsefni fjórmenn-
inganna vakti hjá þeim
rannsóknaráhuga. Þau náðu
valdi á öllu þvi sem mestu varð-
aði i þeim visindagreinum, sem
þau lögðu stund á, og höfðu eigin
skoðanir á umdeilanlegum mál-
um. Þegar unga fólkið var á
fjórða námsári, sagði visinda-
maðurinn Bonifati Kedrov um
þau. „Visindaleg hugsun þeirra
er þegar komin á svo hátt stig og
svo þroskuð, að við verðum að
gera allt sem i okkar valdi
stendur til þess að þau öll fjögur
glatist ekki visindunum.”
Margir lögðu þeim lið
Þegar fjórmenningarnir voru á
fimmta námsári, dó Alexander
Mesjerjakof, maðurinn sem þau
áttu endurfæðingu sina að þakka.
En þau stóðu ekki eftir ein og
yfirgefin. Frá þeirri stundu er
þau stigu yfir þröskuld háskólans
voru þau umkringd fólki sem var
ákaft að hjálpa þeim. Með sam-
eiginlegu átaki var fundin lausn á
þvi vandamáli, sem var erfiðast
af öllu: hvaða aðferð skyldi nota
við kennsluna.
Brátt varö ljóst, að blindu og
daufdumbu studentarnir gátu ekki
sótt tima með öðrum stúdentum.
Ritararnir, sem fylgdu þeim og
þýddu fyrir þau fyrirlestrana yfir
á fingramál, voru stöðugt i tima-
þröng og rugluðust i riminu.
Nauðsynlegt var að aðalaga
venjulega fræðsluhætti óvenju-
legum aðferðum við þekkingar-
miðlun.
Alexander Paltov, kennari við
uppeldisfræðistofnunina i Valdi-
mir, frétti um erfiðleika
fjórmenninganna. Um langt skeið
hafði hann i tómstundum sinum
unnið að smiði tækis til að hjálpa
blindum og heyrnarlausum.
Paltov hafði þó aldrei haft neitt
saman við blinda og daufdumba
að sælda, og smiði tækisins til
þess að hjálpa þessu fólki var
aðeins tómstundastarf, sem hann
hafði helgað sig af óeigingjörnum
hvötum. Alexander Paltov
smiðaði tæki, „teletactor”, sem
gerði manneskju, sem notaði rit-
vél, kleift að ná sambandi við þau
öll fjögur i einu. Fyrirlestrar,
umræðufundir, og próf voru þvi
látin fara fram á stúdentagarðin-
um þar sem unga fólkið bjó.
Tilraunin, sem háskólinn var að
gera, vakti áhuga allra. Þeir sem
annrikast áttu við deildina sátu
timunum sman við „teleta-
ctor”inn og hjálpuðu fjórmenn-
ingunum við námið. Frægir
menn, sem stúdentana fjóra hefði
aldrei dreymt um að kynnast,
lögðu leið sina á stúdentagarðinn.
Meðal þeirra voru Bonifati
Kedrov, Nikolai Dubinin og
Vsevolod Stoletov, forseti
uppeldisfræðivisindaakademiu
Sovétrikjanna.
Rikið, sem kostaði þessa
einstæðu tilraun, hélt henni
áfram, hvað sem það kostaði. All-
ir fyrirlestrar, sem fluttir voru
fyrir samstúdenta fjórmenn-
inganna, voru teknir upp á segul-
band og vélritaðir á þar til gerða
ritvél. Allt lesefni, sem nauðsyn-
legt var i sambandi við fimm ára
nám i sálfræði, var skrifað upp
með blindraletri. Þetta urðu tug-
ir binda og hvert þeirra kostaði
hundraðfalt meira en venjuleg
bók.
Arangurinn var frábær
frammistaða allra fjórmenn-
inganna á loka prófinu. Ritgerðir
kandidatanna, er þeir völdu sér,
fjölluðu um efni, sem kennari
þeirra, sem féll svo snemma frá,
hafði ekki unnist timi til að vinna
úr. Þær fjölluðu um umskiptin er
blindir og daufdumbir skipta um
frá bendingum til orða, um leir-
og myndmótun sem þátt i kennslu
blindra barna og um þroskun
imyndunaraflsins hjá fólki sem
hvorki heyrir né sér.
Framtið þeirra allra fjögurra
er tryggð. Þeim hafa verið boðin
störf við stofnun almennrar og
uppeldisfræöilegrar sálfræði.
Munu þau hagnýta einstæða
reynslu sina við lausn bæði
sérhæfðra vandamála og
almennra fræðilegra vandamála.
■)flftlfr->ánUETTE
KHUIvontllt
Stórglæsileg
litsjónvarpstæki
búin f jöldatækni legra nýjunga
Kristaltærir, eðlilegir litir,
Hi Fi hljómburður, úttök fyrir
heyrnartæki, auka hátalara
og myndsegulband.
Svart/hvítu Radionette sjónvarpstækin slógu í gegn fyrir ein-
staklega góða mynd og hljómburð. — Litsjónvarpstækin eru
enn betri og fullkomnari. Getum tekið nokkur góð svart/hvít
Radionette sjónvarpstæki upp í kaup á Radionette litsjónvarps-
tæki.
GOÐER
GREIÐSLU-
SKILMÁLAR
EF
EINAR FARESTVEIT&CO. HF.
BERGSTADASTRÆTI I0A-SIMI 16995