Þjóðviljinn - 23.10.1977, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 23.10.1977, Qupperneq 13
Sunnudagur 23. október 1977 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 13 Steinunn Pálsdóttir vefari: Hlakkar til á hverjum morgni aö koma í vinnuna. (Ljósm.: -eik) verður að taka hvern bút og vefa hann sér. Vefnaöur hér á landi er i örri þróun og eru að opnast ýmsir möguleikar í sambandi við hann. Lítill maður þýðir úr dönsku Inn af vefstofunni þar sem áður sat Svavar Gestsson yfir leiður- um sinum situr nú litill maður og er að þýða Pétur bragðaref úr dönsku á islensku. Hann heitir Kristján Andri Stefánssonen ella hafa hér tveir arkitektar aðsetur. >eir eru Stefán Orn Stefánsson og Stefán Thors. Sá fyrri, sem ein- mitt er faðir Kristjáns, vinnur á teiknistofunni Höfða en sá siðari hjá skipulagsstjóra. En hér hafa þeir einkaafdrep. Báðir eru þeir fjarri núna en Kristjan pikkar ákaft á vélina og vefararnir laumast lika hér inn til að vinda upp á spólur. Ertu svona klár i dönsku að þú getir þýtt? spyr blaðamaður. Já, ég bjó i mörg ár i Danmörku. Sit- urðu hér allan daginn við þetta? Já, eiginlega af þvi að skólinn er i verkfalli. Og ætlarðu svo að gefa bókina út? Já, kannski einhvern tima,þegar ég verð rikur. Hef- urðu eittthvað stundað ritstörf áður? Ég gaf út blaðið Almenn- ingstiðindi en er hættur þvi. Hvað komu út mörg tölublöð? >au voru 20, öll fjölrituð i Háskóla- f jölrituninni. Gafstu þau einn út? Nei fyrst var ég með tveimur stelpum. Svo hættu þær og þá var strákur með mér en hann gerði svo litið, kunni ekki á ritvél. Kristján Andri er kominn á bls. 17 i að þýða Peter Fidus eftir Sven Wernström og er svo áhugasam- ur að blaðamanni þykir ekki fært að trufla hann meir. Vinnur að tilraunareit í Seljahverfi Og þá er bara eftir Hjörleifur Stefánsson arkitekt af þeim sem hafa hér fastan vinnustað allan daginn. Hann situr þar sem Eiður Bergmann hnyklaði brýrnar sem Texti: GFr. Myndir: Eik fastast áður yfir fjármálum >jóðv. Hjörleifur segist fyrst og fremst vera að vinna fyrir bygg- ingafélagið Vinnuna sem hefur fengið úthlutað tilraunareit i Seljahverfi I Breiðholti. >að eru Hfjölskyldur sem hafa fengið út- hlutað lóðum i þessum reit og hef- ur teiknistofan Höfði skipulagt hann en mér hefur verið falið að teikna hvert hús en þau eiga að vera fjölbreytt i samræmi við óskir hverrar fjöiskyldu. Þetta verða frekar litil hús, að sumu leyti sambyggð en að öðru leyti stök. Skipulag svæðisins er unniö i nánu samráði við hópinn sem byggir þar og húsin einnig i sam- ráði við hópinn og hverja fjöl- skyldu. Og gömlu húsin á isafirði Uppi á vegg hjá Hjörleifi eru myndir og teikningar af gömlum húsum. Blaðamaður rekur ma. augun i teikningu af faktorshús- inu gamla á tsafirði Hjörleifur segir sér hafa verið falið aö vinna það verkefni að mæla húsin I Neðstakaupstað upp og gera teikningar af þeim fyrir Þjóð- minjasafnið. Næsta vor á aö gera úttekt á þessum 18. aldar húsum vestra og gera raunhæfa áætlun um hvernig megi laga þau og koma þeim i notkun. Isafjarö- Börnin una sér vel á starfsvettvangi foreldra sinna. arkaupstaður veitti 2 miljónir til lagfæringar á húsunum á þessu ári og meiningin er siðan að veita árlega fé til þess þangað til þau eru komin i viðunandi horf. Er ekki faktorshúsið gamla mjög niðurnitt? Nei, ekki miðaö viö að það er yfir 200 ára gamalt. Þetta er traust hús og getur staðiö i margar aldir enn ef þvi er sómi sýndur, segir Hjörleifur að lok- um. Draugurinn Áður en gengið er út frá Hjör- leifi er hann spurður hvort hann hafi orðið var við drauginn. Hann kemur af fjöllum og hefur aldrei heyrt hans getiö. Skyldi hann hafa dofnaö?, hugsar blaðamaður með sér en áratugum saman hef- ur þessi draugur gengið ljósum logum i gamla Þjóðviljahúsinu. Þar sem áður sat Kjartan Boðið er upp á kaffi áður en gengið er út og safnast nú allur þessi fjörmikli hópur i þaö her- bergi sem nú hefur verið valið fyrir kaffistofu^nefnilega hvergi annars staöar en þar sem Kjartan Olafsson sat áöur ábúðarmikill. Hér er lika fullt af krökkum (vegna verkfallsins) sem una sér vel. Við tókum þetta húsnæði á leigu saman, segja þau, með það fyrir augum að skapa meiri félagsleg skilyrði og þaö er lika mjög örv- andi að vinna svona, gefur strauma á báða bóga. -GFr.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.