Þjóðviljinn - 23.10.1977, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 23.10.1977, Blaðsíða 21
Sunnudagur 23. október 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 — Hann er voða sérvitur sá gamli. Safnar öllu, plöntum, dýrum, steinum Hafi hann sett okkur niður á Austurlöndum nær, þá er það af þvi að það er rólegasta hornið á jarðriki. Höll segirðu, uss við verðum rúin inn að skinni áður en við fáum hana. Adolf J. Petersen: VÍSNAMÁL Sest ég fangin, fagra kveld Nokkuð örugt má telja að hvar sem hagmæltur Islending- ur fer um heiminn, þá fylgi hon- um ferskeytlan sem dyggur förunautur. Á þetta þá kanski sérstaklega við um Vestur-ts- lendinga, eins og fram hefur komið hér á Vísnamálum með bréfum frá Bimi á Alftá og fleirum og nú síðast með vi'sum eftir þá Guttorm J. Guttorms- son og Baldvin Halldórsson skálda. Þær visur eru ekki til á prentiog nýlega fundnar. 1 sllku tilfelli á hún vel við visan eftir Vestur-Islendinginn Þorstein Þ. Þorsteinsson, en hann kvað: Finnst mér lýsa um brjóst og bak bjartra disa geisiahringur, hvar sem fslenskt tungutak týnda visu aftur syngur. Mörg visan, sem oft á sinu fyrsta skeiði var almennt sung- in, týndist og varð aldrei aftur kveðin, þö jafnvel að hún túlkaði þá lífsspeki sem eigi varð annarsstaðar fundin, en varð svo grafin upp af gulnuðum blöðum og hafði þá glatað höf- undi sínum. Eitt er vist, að ,,oft var gott það gamlir kváðu”. Ólafur Þorkelsson í Reykja- vík, sem rnl er á niræðisaldri, sendi mér eitt sinn nokkrar vís- ur á lausum blöðum, skrifaðar með þreyttri hendi hins aldna erfiðismanns, sem kvað við skurðgröft: Hér er ekki á þrældóm þurrð, þó skal krossinn bera, dýpka og vfkka drulluskurð, dæmist rétt að vera. Svo gekk hann heim frá dags- verkinu: Vondum tálma af vegi rutt, verkjar höndin lúna, angrar mig hvað stiga stutt stirðir fætur núna. Ólafur kvað I sléttuböndin: Dagur léttir þrautum þrátt, þakkir réttir höndin. Bragur mettar geðið grátt gegnum siéttuböndin. Léttlyndur er Ólafur þrátt fyrir allt: Mein ei bagi þyki þétt, þróast auðsins gengi. Alla daga leikur létt lán á gæfustrengi. öðrum að meinalausu kvað Ólafur fyrir sjálfan sig: Alþjóð færi engin not, eða neyðargröndin, þö að meinlaus þankabrot þrjóti um hugarlöndin. Stakán er mér stundar fró, stakan vekur kæti, stakan verður stundum þó stakast eftirlæti. Að rifja upp og sakna: Það sem mér var grafið, gleymt, glöggvast nú til bóta, aldrei fæ þó aftur heimt ástir glæstra snóta. Streymir blóð i æðum enn, andans gióð i muna, æviljóðin sofna senn, syrgir óðhenduna. Það er sjálfsagt aö þrjóskast meðan þol er til. Ólafur kvað: Að mfn standi opin gröf er vist rétt aö segja, þó er vandi á þeirri gjöf, ég þrjóskast við að deyja. Tviræð orð í islensku máli geta stundum valdið skoplegum misskilningi, sem ýmsir og þá ekki hvað sist hagyrðingar hafa notfært sér, t.d. um það þegar Þorsteinn Magnússon i Gilhaga var ráðsmaður hjá konu einni i Skagafirði, en sagði upp vist- inni. Hún varð gröm, en sagðist þó ekki sjá eftir honum þótt sig vantaði mann sem stæði. Þor- steinn kvað i hennar orða stað. Sist ég fer að syrgja þig sem við margt ert kenndur, þó ég viti vel að mig vanti mann sem stendur. R.B. I Kdpavogi sendi eftir- farandi vlsur og tildrög að þeim. Söðlasmiðurinn og bóndinn Markús Jónsson á Borgareyr- um gerði eitt sinn við hnakk og reiða fyrir sveitunga sinn, sendi honum svo hvorutveggja og þessa visu með: Til þfn kveðju rámri raust rápar hrjúfur penni, og reyndar er það reiðilaust þö að reiði fylgi henni. Þegar Karl Kristjánsson hætti þingmennsku, létu nokkrir vinir hans gera af honum andlits- mynd á veggskjöld. Um það kvað Egill Jónasson: Karl úr bronsi kominn er krýndur gylltum baugum. En það á ekki að hengja hann hér, heldur fram á Laugum. Svo segist R.B. hafa verið þar á málfundi sem rætt var um hnefaleika og bann við þeim. Hann kvað: Ærleg kjaftshögg aldrei fást, engin dáð er framin. Eg má vist um eilifð þjást alltof sjaldan laminn. Fyrir um það bil hálfri öld komu út nokkuð samtima þrjú ljóðakver sem báru nöfnin Glettur, Urðir, Glæður, sitt eftir hvern höfund. Allmörgum mönnum þótti þá ekki i þeim mikill skáldskapur. Þá var á Akureyri Jón Sigurðsson kadett i Hjálpræðishernum, hagyrð- ingur og góðborgari. Hann kvað um þessi kver: Urðir, Glæður, Glettur, ég geri ekki upp á milli, þær eru allar blettur á islenskri ljóðasnilli. Nokkru siðar bar svo til, að eldur varð laus I húsi þess höf- undar er átti Glæður. Upplagið var i húsinu og skemmdist það nokkuð af eldi. Þá var kveðið: Af Glæðum titilblaðið brann, brunnið gat ei meir, þvl eldurinn grandar ekki eldföstur leir. Höfundur að visunni heyrðist þá nefndur Jón Sigurðsson sem að hinni fyrri. Vináttan milli Eyfirðinga og Þingeyinga hefur stundum ver- ið dálltið gamansöm. Baldur Eiriksson frá Dvergasteini i Eyjafirði sendi þingeyskum kunningja sinum þessa visu: Oft með pyngju fer hann flott, fljóðin syngur kringum er með liringað, uppbrett skott, arf frá Þingeyingum. Þetta gátu Þingeyingar ekki látið eiga hjá sér til lengdar. •Það var Sigurður Vilhjálmsson á Ulugastöðum i Fnjóskadal sem tók að sér að svara fyrir þá: Þingeysk snilli og þelið gott þarf ei tyllibóta, né láta illa lagað skott lafa milli fóta. Tveir botnar hafa borist við visuhélminhginn: Krafla er af óstjórn lands orðin raunsæ myndin. Magnús á Barði bætir viö: Hanga i viðjum hjónabands hugur flár og girndin. En L.J. i Hafnarfirði segir: Keyrð af afli öreigans eins og valdagirndin. Eftir L.J. i Hafnarfiröi er lika þessi vi'sa sem er hugsuð i verkfalli: Gengur illa að brúa bil, brosi af vanga hrundiö, meðan flest sem eykur yl er á klafa bundið. Haust og hrimguð jörö hefur mörgum orðið að yrkisefni. Arnleif Lýösdóttir frá Eiriks- bakka kvað um haust sem þá hefur verið fagurt: Sest ég fangin fagra kveld fjörudrangann undir. Haf við vang á himihs eld horfi langar stundir. Heyrist gnöldur hafi frá, hrærast öldur kvikar. Himins tjöldum heiðum á hnattafjöldinn blikar. Norðurljósin letra þar leiftur-rósir gylltar. Ægisdrósir dimmbláar dansa á ósi stilltar. Svo komu veturnæturnar, og þá kvað hún: tsi þakin öll er jörð, enginn kvakar munnur. Berst við nakinn bleikan svörð blævi vakin unnur. Frostið kallar fold I dá, fölnar valla ljóminn, þegar halla höfði und snjá hnipin fjallablómin. Á hausti kvað Rósberg G. Snædal: Haustið biður boða enn, bliknar hllðarvangi. Valdastríðið vinnur senn vetrarkviðinn iangi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.