Þjóðviljinn - 23.10.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.10.1977, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. október 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Vald stað- reyndanna Tveir austurþýskir kvikmynda- gerðarmenn, Heynowski og Scheumann, reka i Berlin það sem kalla mætti pólitiskt kvik- myndaverkstæði: Studio H&S. Þeir hafa öðlast heimsfrægð á undanförnum árum sem höfund- ar pólitiskra heimildamynda. í flestum myndum sinum nota þeir svipaðar aðferðir: viðtöl með inn- skotum úr fréttamyndum til út- skýringar á þvi sem fram kemur i viðtölunum. Það sem einkennir þá fyrst og fremst er að þeir taka jafnan fyrir einhverja hlið fyrir- bærisins fasismi og leitast við að varpa ljósi á þennan dekksta blett siðmenningar okkar. Maðurinn sem hlær Fyrstu mynd sina gerðu þeir 1966 og hét hún „Maðurinn sem hlær”, en er þekktari undir nafn- inu „Kongo-Miiller”. Hún mun hafa verið sýnd hér fyrir nokkr- um árum, og þá liklega i kvik- myndaklúbbi. Muller þessi var atvinnumorðingi. Hann var i þýska hernum á striðsárunum, en gerðist siðar málaliði i Kongo og bar ábyrgð á mörgum fjölda- morðum þar. Við sjáum hann sitja við borð, iklæddan her- mannabúningi með járnkross á brjóstinu. A borðinu stendur flaska af Pernod, sem tæmist fljótt. Kongo-Muller segir frá „ævintýrum” sinum i hinni svörtu Afrfku: hvernig hann drap svertingjana einsog hunda og varði með þvi „hinn kristna og vestræna heim” einsog hann sjálfur kemst að orði. Inn i viðtal- ið er skotið myndum af þvi sem raunverulega gerðist i striðinu i Kongo. Arangurinn er hrollvekja, enn hræðilegri en nokkur glæpa- saga vegna þess að hún er sönn. Maðurinn sem hlær, Kongo-MÍill- er, skilur alls ekki að hér sé um neitt annað að ræða en hetjusögu hans sjálfs, hann er talsvert montinn af afrekum sinum. Flugmenn í náttfötum Arið 1967 fóru þeir H&S sina fyrstu ferð til Vietnam. Þar festu þeir það sem fyrir augu bar á marga kilómetra af filmu og tóku viðtöl við tiu bandariska flug- menn, sem höfðu tekið þátt i loft- árásum á N-Vietnam og verið skotnir niður og teknir til fanga. Árangurinn varð sjónvarps- myndaflokkurinn „Flugmenn i náttfötum”. 1 þessum myndum beittu H&S viðtalstækni sinni af mikilli snilld. A yfirborðinu virð- ast spurningar þeirra saklausar: sþurter um nafn, stöðu i hernum, ástæðurnar fyrir fangelsisvist hvers og eins, liðan i fangelsinu, fjölskylduástæður, trú, stjórn- málaskoðanir, hugmyndir um kommúnismann og vinnuaðstæð- ur sprengjuflugmanna. Allir eru spurðir sömu spurninga. Þeir voru valdir eingöngu með tilliti til þess að þeir gæfu nokkuð breiða mynd af bandariskum flugmönn- um, væru á ýmsum aldri og af Kongo-Miiller: morðinginn var hreykinn af ævintýrum sinum mismunandi gráðum innan hers- ins. Þeim eru fengnir i hendur ýmsir munir sem eru tengdir striðinu: þeirra eigin skotvopn, bútar af niðurskotnum flugvél- um, myndir. Þeir eru beðnir um að segja álit sitt. Harmleikur víetnömsku þjóðarinnar er sýnd- ur með innskotum i fréttamynda- stil og brátt verður ljóst að beinir gerendur þessa harmleiks, flug- menn lýðræðisrikisins, eru póli- tiskt fatlaðir menn og siðferðileg þröngsýni þeirra yfirþyrmandi. Rannsóknarkvikmynd- un í Chile. Þeir Heynowski og Scheumann virðast hafa sérstakan hæfileika til að þefa uppi fasismann, hvar sem hann er að finna. Þannig voru þeir staddir i Chile þegar valdaránið var framið þar og hafa nú framleitt fjórar kvik- myndir um Chile, þar sem lýst er sögulegum aðdraganda fasism- ans, valdaráninu sjálfu og ástandinu næstu mánuði á eftir. Þeir H&S sigldu undir fölsku flaggi: þóttust vera vestur-þýsk- ir. Þótt ótrúlegt kunni að virðast tókst þeim að komast inn i fanga- búðir og taka viðtöl við fanga og fangaverði, auk þess sem ýmsir háttsettir fasistar úr Pinochet- klikunni veittu þeim viðtöl. Vafa- laust haía þeir haldið að þarna væri komið tækifæri til að rétt- læta valdaránið i augum alheims- ins. Einsog gefur að skilja er út- koman talsvert önnur en þeir hafa vænst, og ekki liklegt að H&S verði hleypt inn i Chile aftur á næstunni. Chile-myndirnar fjórar heita: „Hvita valdaránið” — um að- dragandann að valdaráninu og þær aðferðir sem fasistarnir beittu: „Múmiustriðið” — um valdaránið sjálft: „Ég var, ég er, ég mun verða” — um fangabúð- irnar og lif fanganna þar: og loks „Myrkur i eina minútu gerir okk- ur ekki blinda”, sem fjallar um verkafólk i Chile 1975, tveimur árum eftir valdaránið. Hlutleysi og áróður H&S gera ekkert tilkall til að vera álitnir „hlutlausir” i mynd- um sinum, enda hafa þeir sagt að „jafnvel sú kvikmynd sem þykist vera algjörlega ópólitisk er þegar allt kemur til alls þrælpólitisk, vegna þess að hún reynir að svipta þjóðfélagslifið pólitisku innihaldi sinu”. En vinnubrögð H&S eru slik, að ógerningur er að afgreiða þá sem „kommúniska áróðursmeistara”. 1 hollensku blaði birtist t.d. þessi spaugilega klausaumH&S: „Það er ergilegt, að i myndunum er nokkuð um kommúniskan áróður, sem gefur efninu ákveðna pólitiska merk- inu, svo áhrifarikt sem það ann- ars er. Þó er það svo, að sá sem vill fræðast um ástandið i Chile á siðustu árum verður að sjá þessar myndir. Staðreyndirnar eru óhrekjanlegar, greiningin hnif- skörp og sannfærandi”. (Að miklu leyti byggt á danska timaritinu Levende billeder). Verður sýnd bráðlega Kvikmyndakompan hefur það eftir áreiðanlegum heimildum að Nýja bió muni einhverntima á næstunni taka til sýninga itölsku myndina „Strandið” (Swept Away) eftir Linu Wertmuller. Þar með fáum við tækifæri til að kynnast einni af örfáum konum sem öðlast hafa alþjóðlega viður- kenningu sem kvikmyndastjórar. Lina Wertmuller tæplega fimmt- ug, fædd og uppalin á Italiu þrátt fyrir eftirnafnið (faðir hennar var af svissneskum ættum). Hún gerðist fyrst kennari, en aflaði sér siðan leik- húsmenntunar. Kvikmynda- ferill hennar hófst með þvi að Fellini réð hana sem aðstoðarleikstjóra sinn viö gerð myndarinnar „8 1/2”, áriö 1963. Siðan hefur hún sjálf stjómað niu kvikmyndum. Hún varð fyrst fræg utan landamæra Italiu fyrir myndina „Ast og stjómleysi” (1973). Á eyðieyju „Strandið” er frá 1974. Þarseg- ir frá itölskum stofukommum af yfirstéttsem flatmaga um borö i lystisnekkju á Miðjarðarhafi og ræöa um kommúnismann. Ein konan er þó meiri yfirstéttarkona en kommi og gerir sér far um að niðurlægja þjóninn sem færir henni það sem hún heimtar. Nú haga atvikin þvi svo til að kona þessi og þjónninn eru ein um borð tJr Strandinu”: samúð með þeim litillækkuðu eöa hver kiigar hvern? i gúmbát, sem bilar og hrekjast þau til eyðieyjar þar sem þau verða að dveljast nokkra hrið. A eynni er hlutverkunum skipt þannigað þjónninn tekur til við að niðurlægja frúna og smám saman verður hún að láta I minni pok- ann. HUn verður nú að „góöri konu”, fer að elda oni karlmann- inn og þvo fótin hans og allt til- heyrandi. Myndin endar svo vita- skuld á þvi að þeim skötuhjúum er bjargaö, þau fara aftur á vit siðmenningarinnar og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið: hún veröur aftur að hortugri yfir- stéttarkonu og hann fer heim i hreysið sitt að rifast við lágstétt- arkonuna sina. Skiptar skoðanir Menn hafa brugðist mjög mis- jafnlega við þessari mynd. Um- ræður um hana hafa viða orðið heitar og ber mönnum alls ekki saman um það hvort Lina Wert- múller sé sósfalisti eða fasisti, hvort hún beri hag hinna litil- lækkuðu fyrir brjósti eða taki ein- mitt grimmilegan þátt i lftillækk- uninni. Þeir engilsaxnesku gagn- rýnendur sem skammta mönnum heimsfrægð hefja Linu upp til skýjanna. Sumir likja henni viö Chaplin og segja hana halda vppi vörnum fyrir „litla manninn” i þjóðfélaginu. Þeir segja lika að hún sé bráðfyndin. Sjálf fer Lina langt með aö Utskýra afstööu sina þegar hdn segist vera „ekki sósi- alisti, heldur italskur sósialisti”. Réttlæting kúgunar? Og svo er það danski kvik- myndagagnrýnandinn Susanne Fabricius, sem segir að „Strand- ið” sé svo afturhaldssöm mynd að jaðri við fasisma, bæði hvað snerti afstöðu höfundarins til kvenna og verklýðsstéttarinnar. Þjónninn, sem er fulltrúi verka- lýðsins i myndinni, er gæddur þeirri óspilltu kyngetu sem ein er fær um að „koma vitinu fyrir” yf- irstéttarkonur. Susanne kveður þetta sambland af „kynlifi og lág- stéttum” vera eitt helsta hreyfi- aflið að baki kynþáttakúgun. Þá segir hún að ekki fari milli mála að myndinni sé ætlað að réttlæta þá hlutverkaskiptingu kynjanna sem alltaf hefur þekkst, og sé hún þvi dæmi um það sem gerist þeg- ar konur gera að sinu það gildis- mat sem niðurlægir þær sjálfar. Hvernig sem þessu er nú varið er greinilegt að hér er um for- vitnilega mynd að ræða, mynd sem vekur deilur og umræður. 1 lokin má geta þess að Nýjabió á von á annarri ftalskri mynd á næstunni: Casanova eftir meist- ara Fellini. Pfpulagnir Nýlagnir/ breyting- ar, hitaveitutenging- ar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.