Þjóðviljinn - 23.10.1977, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 23.10.1977, Blaðsíða 24
DWÐVIUINN Sunnudagur 23. október 1977 Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. C 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans I sima- skrá. Fyrir byggingarnefnd, skipu- lagsnefnd og borgarráöi hefur um hríö veriö fjaliað um örlög 50 ára gamalstrés, nánar tiltekið silfur- reynis, sem stendur i hdsagarði viö Laugaveg 62. Tréö er meö elstu trjám i borg- inni og var inni á sérstöku gróöur- korti, þar sem verndunarveröur gróöur var merktur inná, og fylgdi samþykktri skipulagstil- lögu aö svæöinu. Eigi aö síöur er nú búiö aö fella dauöadóm yfir trénu og eru ekki allir sammála um réttmæti hans. Lóöarverö i miöbænum gamla og inn eftir öllum Laugavegi er mjög hátt og lóðareigendur vilja aö sjálfsögöu nýta lóöir sinar þar sem mest og best. Þvi er þaö að nýbyggingar ná oft lóöamarkanna á milli og litiö sem ekkert er afgangs fyrir gróö- urræmur hvað þá tré. Þetta gamla verndaöa tré stóö þvi f veginum fyrir gróöasjónar- miöunum þegar byggja átti á lóð- inni. Eftir aö dauðadómurinn var felldur, mælti þvi ekkert gegn fullri nýtingu lóöarinnar meö- fram Laugavegi og nú hefur þar verið teiknaö hús, þriggja hæöa, sem nær frá horni Vitasti'gs aö næsta húsi sem er steinhús. Húsiö aöLaugavegi 62meö silfurreyninn i baksýn. Leyfi fékkst ekki til aö birta teikningar af fyrirhuguöum byggingum á lóöinni. Ljósm. — eik. Hvers virdi er eitt tré þegar stein- steypan er annars vegar? Skógfræðingarnir Vilhjálmur Sigtryggsson og Baldur Þorsteinsson: Vilhjálmur Sigtryggsson, sagði Vilhjálmur og rannsökuö- skógfræðingur og um kjarnann. Við þá athugun framkvæmdastjóri Skógræktar- kom ekkert i ljós sem benti til félags Reykjavikur sagði i sam- þess aö tréö væri fúiö. lali við Þjóðviljann að hann Við teljum þvert á móti að heföi ásamt Baldri Þorsteins- tréð sé mjög íifvænlegt og ætti syni skógfræðingi hjá Skóg- að geta lifað i 100 ár i viðbót. ræktarfélagi Islands fariö og Ég sé enga ástæðu til þess að skoöað tréð að beiðni Sigurðar fella það, og er tilbúinn til þess Harðarsonar fulltrúa i skipu- að gera aðra og itarlegri athug- lagsnefnd. un til staöfestingar þeirri Við boruðum i stofn trésins, skoðun minni. Græna byltingin sáluga. Hver man ekki eftir vindbrenndum og skæld- um trjám i pottum á Austurstræti? Væri ekki nær aö vernda þau tré sem tii eru rótföst i borgarlandinu, fremur en aö vera meö svona sýnd- armennsku? Magnús Skúlason, sem sæti á i byggingarnefnd borgarinnar sagöi i samtali við Þ jóðviljann að sinar tillögur um glufur eða bil á millihúsa hefðu engar undirtektir fengið, og fannst honum þaö mið- ur. Mínskoðun er sú aö ekki eigi aö randbyggja Laugaveginn með háum húsum, eins og viö sjáum t.d. i Austurstrætinu, sagöi Magnús. Auk þess dreg ég dauða- dóminn yfir trénu i efa, en þegar hann kom f ram var i raun ekkert i veginum fyrir slikri byggingu. Við höfum ekkert allt of mikiö af trjám i borginni, sagöi Magnús, og þegar um er að ræða stór og gróskumikil tré hefur það verið stefna borgaryfirvalda að fella þau ekki. I bakgörðum húsanna viö Laugaveginn er talsveröur gróö- ur, sem mætti samtengja og opna glufur að frá Laugaveginum. Þaö myndi létta götumyndina mikið ogvera meira augnayndi en þétt- stæð steinhús. Sigurður Harðarson, fulltrúi i skipulagsnefnd,tók i sama streng. Hann sagðist á sinum tima hafa efast um réttmæti dauðadómsins yfir trénu og fengið skógfræöing til þess að rannsaka þaö. Rannsókn hans gaf hiö gagn- stæða til kynna, sagði Siguröur og segirhann aö tréð sé heilbrigt og lifvænlegt. Þjóðviljinn haföi ennfremur samband viö Aöalstein Richter, skipulagsstjóra borgarinnar. Hann sagöi að hann hefði á sinum tima skoöað tréö ásamt garö- yrkjustjóra. Þaö var hörkufrost, þegar viö fórum þangaö i fyrra- vetur, sagöi Aöalsteinn og þá var það álit garðyrkjustjóra aö tréð væri lifvænlegt. Siðan, þegarfór aöhlýna i veöri og hann gaf sér betri tima til að skoða tréð og gróðurinn i garðin- um gaf hann skriflega umsögn til Þróunarstofnunar um að tréö væri litils viröi og full þörf á að fjarlægja það þar sem fúi væri i hinum þriklofna stofni þess. Eins og sjá má hér á siöunni stendur þarna fullyröing gegn fullyröingu. Enn stendur gamla tréö og reyndar timburhúsið lika, eneins og er geta eigendur lóðar- innar f jarlægt hvoru tveggja hve- nær sem þeim henta þykir. — AI. Silfurreynirinn. „Fúi sem ekki veröur stöövaöur”. (H.J.) „Mjög lifvænlegt, ekkert sem bendir til þess aö tréö sé fúiö.” (V.S.) — Ljósm. — eik. Garðyrkjustjóri borgarinnar, Hafliði Jónsson: Reykjavik 10. mars 1977. Hr. Hilmar ölafsson, Þróunarstofnun Reykjavikurborgar. Til frekari áréttingar á þvi viðhorfi minu sem ég iýsti yfir i ferö okkar i gær á lóðina nr. 62 viö Laugaveg staðfesti ég hér með aö ég tel þann trjá- og runnagróöur, sem fyrir er á lóðinni mjög litils virði og værí full þörf á aö fjarlægja nú þegar allan þann gróður sem er fremst i lóðinni við götuna. Hann er allur fúinn og sjúkur. Þarna er eitt stórt silfurreyni- tré, sem vex fast upp við steypt- an húsvegg svo nærri að króna trésins fær ekki notiö sin. Tréö er þristofna og mjög illa farið, kominn i það fúi sem ekki verður stöövaður úr þessu. Þetta tré á ekki langt lif fyrir höndum og skiptir þvi litlu hvort þaö verður fjarlægt. Um flutning á þessu tré eöa öðrum sem þarna eru verður ekki aö ræöa. Gróöurinn er ekki þess virði að hann verði fluttur á annan vaxtarstað. Viröingarfyllst, Hafliöi Jónsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.