Þjóðviljinn - 23.10.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.10.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. október 1977 Málgagn sósíalisma, xerkalýdshreyfingar og þjóðfrelsis. titgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans. Auglýsingastjóri: (Jlfar Þormóösson Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Siöumúla 6. Simi 81333. Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldssan. Umsjón meö sunnudagsblaöiJ Arni Berg- mann Prentun: Blaöaprent hf. Samstaða til sigurs Það er nú ljóst orðið að rikisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins ætlar sér að knýja láglaunafólkið i BSRB til nauðungarsamninga um lifskjörin. Á föstudagsmorgni voru margir sæmi- lega bjartsýnir á að samningar kynnu að takast þann dag, en þá hafði verið gengið frá samkomulagi um ýmsar sérkröfur, sem áður var deilt um. Þegar hins vegar að þvi kom, að ræða meginmálin þ.e. launin sjálf og mannrétt- indakröfuna um rétt til verkfalls ef samningar verða sviknir af stjórnvöldum — þá sýndi sig, að ráðherrarnir höfðu enn ekkert að segja nema eitt stórt NEI. Krafa ráðherranna var sú að laun allra rikisstarfsmanna skyldu næstu tvö ár verða i samræmi við samninga borgar- stjórnarihaldsins við starfsmenn Reykjavikurborgar og ekkert fram yfir það. Þetta þýðir nánast sömu laun og sáttatillagan, sem niu af hverjum tiu opin- berum starfsmönnum felldu fyrir tveim vikum, gerði ráð fyrir. Og ráðherrarnir neituðu enn þverlega mannréttinda- kröfunni um jafnrétti við almennu verka- lýðsfélögin til aðgerða, verði samningar sviknir. Hrokafull neitun ráðherranna á föstu- dag við réttlætiskröfum láglaunafólksins i BSRB leiddi til þess að von manna um samninga fyrir þessa helgi varð að engu. Segja má að upp úr samningum hafi i rauninni slitnað. Þótt boðað hafi verið til sáttafundar á ný kl. fjögur i gær, laugar- dag, er ekki úrslita að vænta, nema rikis- stjórnin láti af óbilgirni sinni og komi til móts við kröfur BSRB. Nú mun á það reyna, hver stéttarlegur styrkur er fyrir hendi innan raða BSRB. Sú þolraun sem nú biður samtaka opinberra starfsmanna kann að verða erfið, en mestu skiptir að samstaðan haldist jafn góð og i öllum undirbúningi deilunnar og i atkvæða- greiðslunni um sáttatillöguna á sinum tima. Verkföll eru ekki barnaleikur. Til verkfallsvopnsins gripa menn ekki fyrr en allar aðrar leiðir hafa reynst lokaðar. Svo var i þessari kjaradeilu, eins og svo oft áður. Þegar verkfall dregst á langinn eins og nú er orðið, þá er allt undir þvi komið, að liðsmennirnir hvar sem er i roðunum standi fast að baki forystumönnum sinum, og tryggi að enginn hlekkur bresti. Þannig og aðeins þannig verður árangri náð. í þessari erfiðu deilu hafa öll vinnu- brögð forystumanna BSRB verið til mik- illar fyrirmyndar, bæði áður og eftir að verkfall hófst. Svo viðtækt félagslegt sam- ráð sem verða má hefur verið haft við hina almennu félagsmenn, bæði um kröfu- gerð og allan gang deilunnar. öllum upplýsingum hefur verið dreift jafnóðum, og blaðamannafundir haldnir dag hvern. Þetta er gott,en þetta er ekki nóg. Það er hverju verkalýðsfélagi, og hverju stéttar- félagi láglaunafólks dýrmætt að eiga góða forystumenn. En menn skulu minnast þess að góðir forystumenn gera engin kraftaverk einir sér. í kjarasamn- ingum geta samningamenn launafólks aldrei náð neinum verulegum árangri umfram það, sem svarar til hins félags- lega styrks, sem að baki býr i röðum þeirra liðsmanna, sem kallaðir eru óbreyttir. Það er þessi félagslegi styrkur, sem úrslitum ræður i hverri vinnudeilu, og svo er einnig nú. Þessa ættu sem allra flestir að minnast þegar harðnar á dalnum Ef ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem nú reyna að kúga láglaunafólkið i BSRB til nauð- ungarsamninga, finna að rógurinn i mál- gögnum stjórnarflokkanna um Kristján Thorlacius,Harald Steinþórsson og félaga þeirra ber árangur, — ef ráðherrarnir og skósveinar þeirra eygja lag til að sundra röðum láglaunafólksins i BSRB, þá munu þeir ganga á það lag og einskis svifast. Þess vegna er allt undir samstöðunni komið, hvort sem til samninga dregur eða verkfallið heldur áfram. Þjóðviljinn skorar á alla alþýðu að veita verkfalls- mönnum fullan og öflugan stuðning bæði i orði og verki, m.a. með myndarlegum framlögum i verkfallssjóð BSRB. —k Sólarorka unnin úr sjónum í maí 1975 sýndi J. Hilbert Anderson verk- fræðingum og vísinda- mönnum í fyrsta sinn merkilega vél, sem færir sér í nyt hinn mikla mun á hitastigi milli yfirborðs hafsins og kuldans í djúp- unum til að framleiða raf- magn. Áhorfendur voru hrifnir: sýnt var f ram á að OTEC (Hitaorkuvinnsla úr hafinu) var framkvæman- leg aðferð til að nýta sólar- orku. En sólarorka er mjög á dagskrá vegna brýnnar þarfar á nýjúm orkugjöfum. Einföld aðferð OTEC-orkuver mun nota hið hlýja yfirborðsvatn (um 25 gráðu heitt) til að hita upp og breyta i gufu kælivökva sem hefur lágt suðumark, til dæmis ammoniak. Gufan mun knýja áfram rafal. Neðansjávarstrengir munu senda það rafmagn sem til verður til strandar. Gufan er leidd inn i þéttiklefa þar sem kaldur sjór (um 5 gráða heitur), sem dælt er upp af hafs- botni, mun þétta gufuna aftur i vökva. Kælivökvann er siðan hægt að nota á nýjan leik við raf- orkuframleiðslu. Lykillinn að þessari tækni eru hitabreytararnir tveir — upphit- arinn og þéttirinn — sem pipur margar liggja i gegnum og geta látið sjóinn bæði hita og kæla fyrrgreindan vökva án blöndun- ar. Margir kostir OTEC gefur fyrirheit um orku án eldsneytis og er þvi að verða freistandi valkostur. Þessi aðferð krefst ekki flókins tæknilegs bún- aðar, og það þarf ekki að biða eftir meiriháttar tæknilegum nýj- ungum til að hægt sé að nota hana. OTEC hefur þann kost fram yfir vinnslu sólarorku á þurru landi, að þar þarf að leggja veru- legt flæmi undir orkuvinnsluna, og auk þess stöðvast sú vinnsla þegar sól er-ekki á lofti. Bandariska orkumálastofnunin ERDA vonast til þess að árið 1985 verði hægt að starfrækja sjávar- orkuver sem borgi sig. Muni það afkasta 100 megavöttum, en það nægir 50 þúsund manna borg. Fáir njóta eldanna Anderson og sonur hans, James, hafa þegar hannað minna orkuver og einfaldara en ERDA sýslar með — en gæti samt einnig framleitt 100 megavött. Gæti það orðið tilbúið árið 1981. En þeir þurfa að komast yfir 150 miljónir dollara til að framkvæma þá áætlun sina. Stórir auðhringar eru komnir i spilið og það eru þeir er fá bróð- urpartinn af opinberu fé til rann- sókna og tilrauna. Til dæmis hef- ur Lockheed fengið 328 þúsundir dollara frá ERDA til athugana á OTEC-orkuverum. Anderson- feðgarnir þurftu ekki nema 39 þúsund dollara til að gera örku- versmódel sitt, sem sýndi fram á hagkvæmni þessarar aðferðar. Eruð til eitthvað skrýtnir? Hugmyndin sem að baki hinni nýju aðferð liggur er ekki ný. Franski eðlisfræðingurinn d’Arsonval bar fram kenningar sem gengu i sömu átt þegar árið 1881. Skömmu eftir 1920 smiðaði franski verkfræðingurinn Georges Claude litla OTEC-stöð og prófaði hana um hrið við strendur Kúbu. En Andersonfeðgar hafa unnið úr hinum fræðilegu möguleikum með einföidum verkfræðihug- myndum. Þeir hafa unnið að verki sinu i fimmtán ár, en þegar þeir byrjuðu töldu flestir þá smá- skrýtna að fást við svo fárán- legan hlut. Olian var enn mjög ódýr og ekkert tómahljóð i bensintönkunum. Siðan 1972 hefur áhugi á hug- myndinni hinsvegar farið ört vaxandi. Nú er svo komið að orkumálastofnunin ERDA veitir 19 miljónir dollara á ári til rann- sókna á vinnslu sólarorku á hafi úti. Best verður að staðsetja OTEC- orkuver þar sem munur á heitum yfirborðssjó og köldum undirsjó er mestur og jafn árið um kring — eða 13-18 gráður. Sjórinn við strendur hitabeltislanda ætti að gefa mest af sér, en strendur Karabiahafs lofa einnig góðu. Rannsóknir á hugsanlegum mengunaráhrifum frá OTEC- orkuverum standa nú yfir. (Byggt á Information) Málverkasýnlng TOMS KRESTESENS í sýningarsölum Norræna hússins er opin daglega frá kl. 14:00-19:00 til 30 október Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ ÚTBOÐ Tilboð óskast i eftirfarandi: A. Hvassaleitisskóla, 3ja áfanga, sem er bygging á iþróttahúsi og ofanábygging við skólann. Opnað þriðju- daginn 29. nóvember næst komandi kl. 11 fyrir hádegi. B. Hólabrekkuskóla, 2an áfanga. Opnað þriðjudaginn 22. nóvember næst komandi kl. 11 fyrir hádegi. (Jtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 15 þúsund króna skilatryggingu fyrir hvort verk. Til- boðin verða opnuð á sama staö. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríkifkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.