Þjóðviljinn - 23.10.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.10.1977, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. október 1977 Þar er líf í tuskunum Tauþrykkslistamennirnir Guörún Marinósdóttir og Guörún Auöunsdóttir: Listgreinin er óunninakur átslandi þær einfaldlega á vegginn og ís- lendingar eru smám saman að uppgötva þá aðferð. Svo má nota smástykki og ramma inn eða nota i dúka og klæði alls konar. Já, það er einmitt það. Tvær grafíklistakonur. f herberginu þar sem Guðjón teiknaði Þjóðviljann er enn teikn- að. Þar eru þær stöllur Jónina Einarsdóttirog Sigrún Eldjárnað koma sér fyrir með grafikaðstöðu og raunar er allt á tjá og tundri hjá þeim ennþá. Við erum að biða eftir pressu frá Noregi, segja þær elskulegar eins og allir sem hér starfa. Þær segjast vera mjög ánægðar með húsnæðið. Hvers konar grafik verðið þið með? Það Steinunn Pálsdóttir og Guörún Gunnarsdóttir vefarar. Ég hef aldrei haft svona vinnuaðstöðu fyrr segir Steinunn. Ég var áður i lélegum kjallara en nú hlakka ég til á hverjum morgni að koma hingað. Þegar við erum lika svona mörg saman skapast miklu skemmtilegri andi. Svo erum við öll góðir kommar að auki eða það held ég. Kosta ekki svona vefstólar ógn? spyr blaðamaður. Nei, ekki svo mikið. Ég keypti minn i Dan- mörku, segir Guðrún, og flutti hann með mér heim og hann kost- aði ekki nema 100 þúsund krónur. Þær telja þó að meðalstóll muni kosta hérlendis 150-180 þúsund krónur með öllu tilheyrandi. Ungt listafólk hefur sest að á efstu hæð gamla Þjóðviljahússins á Skólavörðustíg 19 Þar sem fyrir ári síðan var hluti af ritstjórnar- skrifstofum Þjóðviljans á efstu hæð hússins við Skólavörðustíg 19 hefur nú hópur róttæks listafólks tekið sér bólfestu. Þar sem áður voru mörkuð alvöru- þrungin pólitísk skrif á ör- lagastundum fer nú fram listsköpun f ull af glaðværð og kátínu. Þessi efsta hæð hússins hentar í raun vel til slikrar listsmiðju. Það ger- ir birtan. Gluggar eru stór- ir og margir. Þetta unga f ólk sem er nú að koma sér þarna fyrir er líka í sjö- unda himni yf ir aðstöðunni og hyggur gott til glóðar- innar í framtíðinni. Það er framleiðslusamvinnufé- lagið Rafafl sem á hæðina en leigir þessum hópi hana út. Það má því segja að húsnæðið sé í góðum hönd- um og blaðamanni Þjóð- viljans, sem þarna starf- aði, þykir harla gott að finna hagstæða strauma í lofti. Tauþrykksverkstæðið Þegar inn er komið verður blaðamanni það eins og ósjálfrátt á að leita inn i herbergið sitt til hægri fyrir innan myndasafnið sem var. En þar er nú allt breytt. Við stórt borð standa þær nöfnur Guörún Marinósdóttir og Guörún Auðunsdóttir og eru að þrykkja tau. Uppi á veggjum hanga marglit klæði eins og i töfraver- öld. Hér er nú enginn Eyjólfur lengur og engin klisjuvél. Blaða- maðurinn horfir undrandi i kring- um sig en þær Guðrúnar eru full- ar af brosi og alúð og taka að fræða hann á tauþrykki. Þetta er Sigrún Eldjárn og Jónfna Einarsdóttir: Fólk er fariö aö kaupa meira af grafiklist en áöur. Kristján Andri Stefánsson var önnum kafinn viö aö þýöa Pétur bragöaref úr dönsku á islensku á skrifstofu fööur sins enda ekki laust viö að hann sé bragöarefs- legur á sviðinn (Ljósm.: -eik) eiginlega óplægður akur hér á fs- landi, segja þær. Það er svo nýtt af nálinni Við útskrifuðumst báð ar sl. vor úr Handiða og myndlist- arskólanum en tauþrykksdeildin þar er upprennandi eftir að hafa verið gjörbreytt fyrir 2-3 árum. Nýlega hafa verið sett á laggirnar 2 tauþrykksverkstæði i borginni svo að þetta er hið þriðja. Og hvað kostar efnið? Við erum nú búnar að vera að koma okkur fyrir i 2 mánuði hérna uppi með allra nauðsynleg- ustu tæki og erum að hefja fram- leiðslu á myndum, lengjum, áklæði fatnaði og ýmsu fleiru. Munstrið er fyrst sett á ramma með ýmsum aðferðum og siðan eru litirnir framkallaðir með hita. Aðferðirnar eru gjörbreytt- ar frá þvi sem áður var en þá voru litirnir yfirleitt fengnir fram með brennisteinssýru. Þetta er orðið auðveldara og hættuminna, segja þær. Og hvað kostar svo efnið?, spyr blaöamaður. Það kostar svona frá 2000 kr. og upp i 3.500 kr. metrinn i lengjunni eftir þvi hversu margir litir eru þrykktir á Og til hvers eru lengjurnar not aðar? Þaö er algengast að hengja Hjörleifur Stefánsson arkitekt: Er aö teikna hús fyrir bygginga- samvinnufélagið Vinnuna í tilraunareitsem þaö hefur fengiö úthlut- að í Seljahverfi. heitir vist æting segja þær. Málmplötur sem við leggjum i sýrur. Við kláruðum Handiða- og myndlistarskólann með Guðrún- unum i vor. Kaupir fólk mikið grafik? Það hefur aukist mjög mikið, telja þær. Við ætlum ein- göngu að leggja stund á svartlist og teikningu en málum ekki. Vefararnir Herbergið þar sem Guðrún Guðvarðsdóttir innheimti áður fé i hefur verið sameinað ganginum fyrir framan og þar standa nú tveir vefstólar og við þá sitja Jafnvel tuskur eru settar inn i Þær Steinunn og Guðrún hafa báðar teiknað munstur fyrir Gefj- un og Alafoss ogSteinunn kennir á kvöldin i Handiða- og myndlista- skólanum. Nú eru þær að vinna sjálfstætt við eigin listsköpun. Þetta er lúxus, segja þær. Það er mjög gott að eiga eitthvað fyrir sýningar þegar þær bjóðast. Við notum ýmis efni bæði innlend og erlend, setjum jafnvel tuskur inn i. Myndvefnaður byggist allt öðru visi upp og er miklu dýrari. Þá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.