Þjóðviljinn - 29.11.1977, Side 8

Þjóðviljinn - 29.11.1977, Side 8
.8 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriftjudagur 29. nóvember 1977 Viðtal við Hallgrím G. Magnússon formann Iðnnemasam- bands Islands og Jónas Sigurðsson starfsmann þess Jónas Sigurösson (t.v.) og Hallgrlmur G. Magnússon. (Ljósm.-eik) Meginkostur framhaldsskólafrumvarpsins: Iðnnámi gert jafnhátt undir höfdi og bóknámi Nýlokið er 35. þingi Iðn- nemasamband Islands, og sóttu það 102 fulltrúan en aðildarfélög INSI hafa innan sinna vébanda rúmlega 2200 manns. Af þessu tilefni hélt blaðið til fundar við Hallgrím G. Magnússon, nýkjörinn for- mann Iðnnemasam- bandsins,og Jónas Sigurðs- son, starfsmann þess. — Hvað eru mörg félög I Iön- nemasambandinu? Aðildarfélögin eru nitján, viös- vegar um land. t Reykjavik eru þetta iöngreinafélög eöa féiög íöngreinahópa, en úti á landi eru sameiginleg félög alTra iðngreina. Félag nema i byggingariön er fjölmennast aðildarfélaganna, með rúmlega 300 félaga. t þvi eru nemar i trésmiði, múrverki, pipulögnum, veggfóörun og málaraiðn. — Er mikil félagsieg virkni meöal iönnema? — Já, yfirleitt, e i það er að visu mjög mismunandi eftir hinum ýmsu félögum. En það hefur vakið athygli okkar, hve félagslegur þroski iðnnema er oft mikill, og þá ekki siður þeirra sem nýkomnireru inn i Iðnnema- sambandiö. — Nú eru fjölbrautaskólarnir mjög til umræðu og þeim fjölgar stööugt. Hvað breytingar veröa helstar á iðnnámi viö tilkomu þeirra? Iðnnám ekki lengur lokuð braut — Það er eitt af markmiðum fjölbrautaskólanna að iðnnámið færist meira inn i skólana, eins og þegar er býrjaö á i framhalds- deiídum verknáms i Iðnskólanum i Reykjavik. Við bindum miklar vonir við frumvarp um sam- ræmdan framhaldsskóla, þannig að ýtt verði á eftir þessari þróun. Helsta breytingin er sú, að iðn- námi er gert jafnhátt undir höfði og bóknámi, og iðnnámið hættir að vera lokuð námsbraut i menntakerfinu. Iönfræðsludeildir Fjölbreytaskólans i Breiðholti eru nýgengnar i Iðnnemasam- bandiö. I — Eru ekki einhverjir ann- markar á framhaldsskólafrum- varpinu, að ykkar dómi? — Jú, það má ýmislegt athuga við sjálft frumvarpið. Það er t.d. stór galli, að nemendur eiga enga fulltrúa i framhaldsskólaráði né námssviðsnefndum. Hinsvegarer gert ráð fyrir þvi, að nemendur eigi aðild að stjórnum einstakra skóla. Þá má nefna einn galla i greinargerð um iðnfræðslusviðin, sem fylgir frumvarpinu. Þar kemur svolitið bakslag i hug- myndirnar um hversu stór hluti iðnnámsins eigi að fara inn i skól- ana. Fyrst og fremst virðist þar horft i' kostnað vegna véla- og efniskaupa. Það verður lika að taka með i reikninginn, að 5 sinnum dýrara er talið að mennta mann i iðnnámi en bóknámi. Iðnnemar fái aðild að lánasjóði — Hvað er til ráöa til aö draga úr þeim kostnaði? — Við teljum að verknáms- skólar geti að nokkru leyti tekið að sér verkefni fyrir riki og bæ, sem komi þá-upp i kostnaðinn. En að sjálfsögðu verður kennslu- gildið þó fyrst og fremst aö ráða þvi, hvaða verkefni eru tekin. — Þegar verknámið fer meira inn i skólana kemur lika upp nýtt vandamál, þvi að þá minnka tekjur iðnnema óhjákvæmilega. Við teljum að þessu vandamáli þurfi að mæta á þann hátt, að iðn- nemar njóti aðstoðar i formi lána meðan þeir eru i skólanum. INSÍ hefur gert þá kröfu, að nemendur framhaldsdeilda verkskólanna fái aðild að Lanasjóöi islenskra námsmanna. Nú þegar hafa 3. árs nemar framhaldsdeildar Iðn- skólans i Reykjavik fengið fulla aðild að sjóðnum. Meistarakerfið orðið óhæft til kennslu — Er verknám ef til vill of dreift um landiö og þar af leiöandi of kostnaöarsamt? — Já, við teljum skipulag iðn- náms á landinu að mörgu leyti óhagkvæmt og úr sér gengið. 1 ályktunum þings INSI leggjum við til, að i Reykjavik verði fram- boð af námi i öllum iðngreinum sem hér eru til. I öðrum lands- hlutum færi það hinsvegar eftir stærð byggðar og þörfum hennar, hve margar iðngreinar verði kenndar og hve lengi fram eftir i náminu. Við leggjum áherslu á breitt grunnskólanám sem viöast, en sérhæfinguna á fáum stórum stöðum. Á undanförnum árum hefur sérhæfni meistara i iðn- greinum orðið æ meiri, þannig að meistarakerfið er orðið algerlega óhæft til kennslu. Það er ekki nema einstaka meistarar sem hafa það fjölbreytt verkefni, að nemar geti kynnst öllum þáttum iðngreinarinnar hjá honum. Félagsmálaskóli INSI — Þið eruð meö félagsmála- skóla innan Iðnnemasambands- ins. Hvernig starfar hann? — Félagsmálaskóli INSI var stofnaður á þingi sambandsins 1974. Markmið skólans er að þjálfa iðnnema i félagsmála- störfum og veita þeim fræðslu um verkalýðshreyfinguna og sögu hennar. Útbúið hefur verið sér- stakt námsefni i félagsmála- fræðslu, með þarfir iðnnema og fólks sem tengist verkalýðsbar- áttu og stéttabaráttu fyrir augum. Námsefni skólans er orðið nokkuð viðamikið og gott. Þriggja manna fræðsluráð stjórnar skólanum, en fræðslu- stjóri er Sigþór Hermannsson, húsasmiðanemi. A sl. vetri bauð skólinn iðnnemum upp á þrenns- konar námskeið. I fyrsta lagi stjórnunarnámskeið. Þar er m.a. fjallað um hvernig stjórnir i félögum haga störfum sinum, og lögðeráhersla á að nýjar stjórnir ifélögunum sæki þetta námskeið. Annað námskeiðið var um fundarstörf. Þar eru kennd fundarsköp, ræðumennska og fleiri atriði. Þriðja námskeiðið var svonefnt hópstarfsnámskeið. Iðnnemar stjórna þessum nám- skeiðum sjálfir, og er allt starf við skólann unnið i sjálfboða- vinnu. öðru hvoru höfum við lika verið með helgarnámskeið. Þar eru tekin til umræðu ýmis mál sem snerta Iðnnemasambandið og verkalýðshreyfinguna. Á þessi' námskeið fáum við utanað- komandi fyrirlesara. — Við teljum að Félagsmálaskólinn hafi sannað gildi sitt. T.d. héldum við námskeið i ræðumennsku fyrir siðasta þing. 25 manns sóttu nám- skeiðið, flest nýir félagar, og meirihluti þeirra tók til máls á þinginu. Skólinn styrkir starf INSl mjög og má merkja tals- verða breytingu til hins betra á hreyfingunni frá þvi að hann tók til starfa. — Hvaða mál munu móta starf Iðnncmasambandsins á næsta starfsári? Efst á baugi — Þar má einkum nefna þrjú höfuðmál. Framhaldsskólafrum- varpiö:. verður tekið til meðferðar Frumvarpið verður tekið til gaumgæfilegrar skoðunar innan hreyfingarinnar og siðan munum við gefa umsögn um það. Frum- varpið gerir ráð fyrir þvi, að ein- stakar námsbrautir verði leyfðar með reglugerðum. Við þurfum að búa okkur undir þessa vinnu með þvi að gera okkur grein fyrir þeim þáttum sem I reglu- gerðunum þurfa að vera. Við höfum gert kröfu um að fá full- trúa i reglugerðanefnd iðn- ' fræöslusviðs. 1 kjaramálum þarf að hnýta saman ýmsa lausa enda frá siðustu samningum, einkum er varðar kaup og kjör verknáms- skólanema, þegar þeir koma út i starfsþjálfun. Einnig þarf að huga að kjaramálum iðnnema, sem hafa mikla sérstöðu og má þar nefna framreiðslunema. Þá tekur lika við barátta vegna aðildar fleiri iðnnema að Lána- sjóði ísl. námsmanna. Félagsmálin verða lika mjög á dagskrá, fyrst og fremst upp- bygging hreyfingarinnar og betri og nánari tengsl hennar við verk- námsskólanema. Einnig þarf að byggja upp þau félög, sem hafa litt eða ekki starfað undanfarið. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að breyta skipulagi Iðnnemasam- bandsins með tilliti til breytts námsfyrirkomulags. —eös ÁLYKTUN IÐNNEMAÞINGS UMIÐNFRÆÐSLU 35. þing Iðnnemasambands íslands samþykkti ýtarlegar ályktanir um iðnfræðslu, félags- mál iðnnema, kjaramál iðnnema og almenn þjóðmál. Alyktun þingsins um iðn- fræðsluna er 14 vélritaðar siður og þvi ekki tök á að birta hana I heild. Hér fer á eftir útdráttur úr henni, en væntanlega veröa hinar ályktanirnar birtar i blaðinu siðar. Þingið fagnar þvi, að á undan- förnum árum hafi skilningur manna aukist á gildi góðrar verk- menntunar og að það verkmennt- unarkerfi sem rikt hefur á undan- förnum áratugum hafi ekki reynst til þess fallið, að veita iðn- nemum þá menntun sem nauð- synleg er. Þó bendir þingið á að þessi skilningur sé fremur f orði en á borði. Jafnframt hefur aö- sókn I iðnnám aukist til muna að undanförnu og telur þingið aö þessari þróun veröi að mæta með þvi að hefjast tafar laust handa við uppbyggingu iðnmenntunar i landinu. Þingið bendir á, að jafnframt þvi sem verkkennslan færist i auknum mæli inn i verkskóla, þurfi að koma til lausn á þvi vandamáli að þeir iðnnemar geti framfleytt sér meöan á námi stendur. Þvi er það krafa þingsins að nemendur verkskóla fái fulla aðild að Lánasjóði Islenskra námsmanna. Þingið fagnar framkomnu frumvarpi um sarnræmdan framhaldsskóla og telur, að með þvi sé stigið skref i þá áttina að iðnnám verði ekki lengur einangruð námsbraut i mennta- kerfinu. Þingið hvetur til þess að við samræmingu og skipulagningu framhaldsskólans verði fullt tillit tekið til þess hversu iðnnám er vanþróað miðað við aðrar náms- brautir, og verði af þeim sökum að leggja megináherslu á upp- byggingu iðnnámsins. Þingið telur að verkfræðslu- skólar verði að fá mjög aukið fjármagn eigi þeir að geta fallið inn i hið samræmda framhalds- skólastig. Varar þingið við þvi, að sú mismunun sem verið hefur á milli verkfræðsluskóla og bóknámsskóla hvað fjármögnun varðar, komi fram i hinum samræmda framhaldsskóla sem mismunun milli námsbrauta. Að mati þingsins er eina liðin til að koma i veg fyrir það, sé að framhaldsskólinn verði rikisrek- inn. Hvað námsefni og námsskipu- lag i iðnfræðslunni varðár er itar- lega rakið i ályktuninni hvernig INSI álitur að þeim málum ætti að vera komið fyrir. Telur þingið að meistarakennslan skuli lögð niður og að verkkennslan skuli færast að mestu leiti inn i verk- skóla. Þar er meðal annars bent á að námið skuli hefjast á breiðu grunnnámi i verknámsskóla, sem siðan þróist i sérhæfðara nám hverrar iðngreinar og ljúki siðan með starfsþjálfun úti i atvinnu- lifinu undir eftirliti skólans. Þingið ályktar að varast beri að einblina um of á kostnað við verk- skóla og telur að þann kostnað megi lækka verulega með ýmsum ráðstöfunum. Bent er á að við val á námsefni verði að taka tillit til að iðnnám er sérnám. Það er krafa þingsins að bætt verði til mikilla muna öll kennsla i iðnskólum og að þeir verði útbúnir kennslutækjum. Bent er á að fræðslan er ómark- viss og ekki samræmd milli iðn- skóla, kennsluaðstaða og tækja- kostur mjög ófullnægjandi. Einn- ig er bent á að i verklegu bóknámi er i flestum tilfellum ekki til námsefni, nema þá mjög ófull- komið. Þingið bendir á að forsenda markviss náms sé að vel og ýtar- lega unnin námskrá sé fyrir hendi, og þvi sé það vitavert af stjórnvöldum að veita ekki nægjanlegu fé i það verkefni. Einnig telur þingið að forsenda þess að námskrárgeröarvinnan geti orðið markviss, þurfi að koma til ýtarleg stefnumörkun um námsskrárgerðina ásamt framkvæmdaáætlun um þá vinnu, en að mati þingsins hefur skort á að svo væri. Jafnframt námskrárgerðinni þarf að mati Framhald á 18. siðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.