Þjóðviljinn - 29.11.1977, Page 11
Þribjudagur 29. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Strax þegar nálgast er má
heyra margvíslega tóna streyma
út um glugga. Pianó, flauta, fiöla
og seiló ásamt mannsröddinni.
Og þegar inn er komið er ys og
þys. Börn á fleygiferö út og inn,
en sum biöa i biöstofu eftir aö röö-
in komi aö þeim. Blaöamaöur og
ljósmyndari Þjóöviljans ákveöa
aö ryöjast inn i kennslustofur og
vita hvaö hér fer fram.
Tónmenntaskóii Reykjavikur er
greinilega ekki dauð stofnun.
Viö förum hálf-héralegir upp á
loft og bönkum fyrst upp á hjá
Sigriði Pálmadóttur þar sem hún
er aö kenna nemendum á 3ja ári i
hópkennslu. Hún heldur á nótum
fyrirframan þau og lætur þau slá
með blýanti i boröin i takt viö
þær. Börnin eru áhugasöm og
örugg.
Stefán minn, segir hún. Komdu
hérna og stjórnaöu þessu. Þiö hin
veröiö aö horfa hingaö.
Aö þessu loknu fara þau aö
syngja, fyrst einraddaö, svo
tviraddaö, svo þriraddaö o.s.frv.
Þetta er gaman.
Þegar viö erum komnir út frá
Sigriði heyrum við fiölutóna ber-
ast út á ganginn og þar ákveöum
viö lika að trufla.
Þar er Gigja Jóhannsdóttir aö
kenna litilli telpu á fiölu, Elisabet
Ragnarsdóttur. „Faröu aö
skammta mamma min” heitir
lagið sem Eh'sabet spilar og gerir
það með sóma þó aö hún hafi ver-
iö aö byrja í haust. Gigja segir aö
það sé góö aðsókn i fiðluna i vet-
ur, 16 nýir nemendur.
Að lokum förum viö ihinn end-
ann þarna uppi á lofti og þar er
Jóhanna Lövdahl með sex ára
börn i hópkennslu. Þau eru meö
húla hopp hringi sem þau hreyfa
upp og niður eftir tónfalli. Ég er
aö þjálfa upp tónhæöarmun og
rytma i gegnum svona leiki, segir
Jóhanna.
Hlustiðiö v-el. Variö ykkur. Nei,
Jóhann. Nú ætla ég aö plata ykk-
ur. Takiö eftir. Hvar eruö þiö með
hringinn. Svona i miðjuna.
Þannig gengur þaö hjá
Jóhönnu. Ein móöir situr og fylg-
ist með. 1 þessum sköla eiga
foreldrar rétt á þvi_
Nú eru þau kölluö aö pianöinu
til aö syngja.
Hvaöa lag er þetta?
Hvernig ætlum viö aö syngja
þaö?
Svo byrja þau:
Þei, þei...
Reyniö að klippa allt loft i
burtu, segir Jóhanna.
Munið þiö:
Titt i titt i ta ta...
—GFr