Þjóðviljinn - 02.12.1977, Page 2

Þjóðviljinn - 02.12.1977, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. desember 1977. Fjölmeimi á l.des. samkomu stúdenta um kven- frelsis- mál Mikiö fjölmenni var á baráttu- samkomu stúdenta i Háskólabiói i gær. Ctvarpaft var frá samkom- unni. Þar fluttu stúdentar sam- setta dagskrá og var kvenfrelsis- baráttan málefni dagsins. Bjarn- friður Leósdóttir og Silja Aðal- steinsdóttir fluttu ræður dagsins. Kór Alþýðumenningar söng, Olga Guðrún söng lag við þýöingu Halldórs Laxness á ljóðaflokki eftir Brecht og hljómsveitin EIK kom fram. Margmenni var einnig i Félags- stofnun stúdenta þar sem flutt var létt dagskrá og drukkið kaffi eftir samkomuna i Háskólabiói. t gærkvöld hélt 1. desnefnd dans- leik i Sigtúni, þar sem EIK lék fyrir dansi og Megas kom fram. Sjúkrahótel Rauöakross Islands: Heilbrigdisráduneytid vissi um málið í sumar en viö vissum ekki ad máliö væri svona alvarlegt segir Páll Sigurösson ráöuneytisstjóri Heilbrigðisráöherra sagði i við- tali við siðdegisblöðin i dyrradag að hans embætti hefði ekki vitað um erfiðleika þá, sem RKl var i við rekstur sjúkrahótelsins að Skipholti 21, sem loka verður um næstu áramót. Björn Tryggva- son, fyrrv. formaður RKl sagði hinsvegar i viðtali við Þjóðviljann i gær, að hann hefði tvisvar rætt þessi vandamál við Pál Sigurðs- son ráðuneytisstjóra. Við inntum Pál eftir þessu i gær og sagði hann það rétt að Björn hefði rætt við sig sl. sumar og tjáð sér þessa erfiðleika sem RKÍ ætti i við rekstur sjúkrahótelsins. ,,En það er alvanalegt að til min komi forstöðumenn ýmissa sjúkrastofnanna og kvarti yfir þvi að reksturinn gangi illa,og þannig leitég á málið þegar Björn ræddi við mig. Siðan varð 29% hækkun á daggjöldum 1. okt. sl. og aftur 20% hækkun 1. nóv. sl. og við það hélt maður að málin hefðu lag- ast”, sagði Páll. Hann sagðist ekki hafa vitað af þvi fyrr en sl. mánudag að loka ætti sjúkrahótelinu og að engin formleg beiðni um aðstoð hefði borist ráðuneytinu. Sagði Páll að sér finndist aðferð þeirra RKl- manna bera keim af tilraun til að pressa á yfirvöld i þessu máli. Páll tók fram að þegar sjúkra- hótelið var opnað 1974 hefði nauð- syn þess verið umdeild. En hann tók fram að fyrirsig væri erfittað dæma um nauðsyn þess. Ólafur Sigurðsson læknir, sem mikil af- skipti hefur haft af sjúkrahótelinu, hefði aftur á mótitjáð sér að það uppfyllti ákveðnar þarfir og drægi hann það ekki i efa. Þá sagði Páll að hann teldi ekki óeðlilegt þótt gestir sjúkrahótels- ins væru látnir greiða eitthvað sjálfir fyrir gistingu, eins og gert er á heilsuhæli Náttúrulækninga- fél. i Hveragerði. Ef það væri Páll Sigurðsson gert, þyrfti enginn hallarekstur að vera á hótelinu. Nú hefur stjórn RKI óskað eftir viðræðum við heilbrigðisyfirvöld um þetta mál allt, og verður fróð- legt að sjá hvað útúr þeim við- ræðum kemur. — S.dór Flotvörpustríöiö: Menn ættu aö staldra við segir Kristján Ragnarsson 200 útlending- ar í fiskvinnu hér í vetur Á aðalfundi LÍC á dögunum var samþykkt, með naumum meiri- hluta þó, tillaga um bann við þorskveiðum með flotvörpu. Samþykkt þessarar tillögu hefur valdið miklum deilum og fremst- ur i flokki aö hafna henni er sjávarútvegsráðherrann. Siðan hafa ýmsir útgerða rmenn, einkum af V'estfjörðum og Norðurlandi orðið til þess að mót- mæla þessari tillögu um bann við flotvörpuveiði, og telja hana fáránlega. Við höfðum i gær samband við Kristján Ragnarsson formann LIC og spurðum hann álits á þessum deilum. „Þærkoma mér ekkert á óvart. Tillagan var samþykkt með naumum meirihluta á þingi Ltú og það urðu miklar deilur um hana á þinginu. En það var að minu mati eðlilegtaö þessi tillaga kæmi fram, þar sem engar áætl- anir um friðunaraðgerðir lágu fyrir og menn eru orðnir afar uggandi. Þess vegna tel ég að þarna hafi verið um nauðvörn aö ræða”, sagði Kristján. Hann bætti þvi við að æski- legasta leiðin væri vitaskuld, að takmarka sóknina i þorskinn með þeim hætti sem hefði minnst truflandi áhrif, en það virtist ekki vera svo auðvelt. Um deilurnar sem sprottið hafa upp vegna þessarar samþykktar Ltú-þingsins um flotvörpubannið sagi Kristján.að þar deildu fyrst og fremst útgerðarmenn frá Vestfjörðum og Norðurlandi annarsvegar; þeir vildu halda flotvörpunni, enda hefðu þeirra togarar náð bestum árangri með henni; og hinsvegar útgerðar- menn af Vestur.Suður og Austur- landi, sem vildu banna hana. Kristján Ragnarsson „Hvað sem um þessar deilur má segja, ættu menn að spyrja sjálfa sig fyrst, — er þorskurinn óþrjótandi — ef menn komast að þeirri niðurstöðu að svo er ekki, og ef ugg setur að mönnum, þá hygg ég að þeir ættu að staldra við þessa tillögu”, sagði Kristján að lokum. —S.dór aukakostnaður um 100 þúsund krónur á mann Fast að 200 útlendingar niunu verða i fiskvinnu hér á landi i vet- ur. Þegar eru komnir til landsins 143 og ákveðið er að 33 i viðbót komi i janúar, og von um á milli 10 og 20 i viðbót. Það er Sölumið- stöð Hraðfrystihúsanna, sem hef- ur haft milligöngu fyrir frystihús- in að útvega þetta fólk, sem er að mestum hluta frá Astraliu og að meirihluta til stúlkur. En þetta vinnuafl er frystihús- unum dýrt, þvi bara flugfargjöld, sem greidd eru fyrir það frá Lon- don til Keflavikur og til baka i vor og siðan flugfargjöld fyrir við- komandi á þá staði sem það ætlar að vinna á útá landi, nemur um 100 þúsund krónum á hvern mann. Auk þess hafa flestir út- lendingarnir fritt húsnæði i ver- búðum. Þetta fólk hefur að sjálfsögðu öll sömu kjör og tslendingar og atvinnurekendur verða að greiða venjuleg launatengd gjöld af launum þessa fólks. Það vaknar sú spurning, þegar þetta mál er skoðað, hvort ekki væri mögulegt að fá islenskt vinnuafl til starfa út á landi i frystihúsum, vinnuafl sem annars vinnur að misjafnlega þörfum milliliða og þjónustustörfum; það fengi 100 þúsund krónur aukreit- is fyrir vertiðina og fritt hús- næðí. — S.dór Vorster aldrei sterkari .1 OIIA N N E S A R BO RG 1/12 Reuter — Þjóðernisflokkur Johannesar Vorsters forsætis- ráðherra vann stórsigur i þing- kosningunum i gær, jók þing- meirihluta sinn að miklurn mun og fékk 134 þingmenn kjörna af 165 alls. Er þetta mesta þing- fylgi flokksins á þremur ára- tugum, scm hann hefur verið við völd i Suður-Afriku. Annar i röðinni varð Fram- sækni sam bandsflokkurinn, sem telur sig frjálshyggjuflokk. Fékk hann 17 þingsæti, tapaði einu og'er þá helsti stjórnarand- stöðuflokkurinn á þingi, þar eð Nýi lýðveldisflokkurinn, sem áður var stærstur stjórnarand- stööuflokkanna, fékk aðeins 10 þíngsæti og tapaði 13. Suður- Afrikuflokkurinn svokallaði fékk þrjá þingmenn og tapaði jafnmörgum. — VaiTa þarf að taka fram að hvitir menn einir höfðu kosningarétt.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.