Þjóðviljinn - 03.12.1977, Qupperneq 1
Laugardagur 3. desember 1977 —42. árg. 271. tbl.
Miðstj órnarfundur
verður á mánudag
Miðstjórn Alþýðubandalagsins kemur saman til fundar næst-
komandi mánudag klukkan 17 að Grettisgötu 3. Dagskrá:
1. Kosning framkvæmdastjórnar og annarra starfsnefnda mið-
stjórnar.
2. Önnur mál.
Lúðvik Jósepsson.
DÖNSK SKATTAYFIRVÖLD UPPLÝSA:
r
Islendingar eiga fúlgur í
dönskum
bönkum
Skattayfirvöld í Danmörku standa nú fyrir umfangs-
mikilli könnun á ínnistæðum í dönskum bönkum sem þeir
nefna BANK 77. Fram til þessa hefur komið í Ijós í
könnuninni að um 80 Islendingar eiga þar meira en 10
þúsund króna innistæður hver. Hér er um að ræða sam-
tals4 miljónir danskra króna eða 138/2 miljónir íslenskar
að sögn Garðars Valdimarssonar skattrannsóknar-
stjóra, þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann f gær,
en hann hefur fengið lista yfir þessa menn í hendur.
Ljóst er að umræddir peningar hafa yfirleitt ekki verið
taldir fram i skattframtölum og er málið nú í rannsókn.
Happdrætti
Þjóðviljans 1977
Geriö
skil!
Skrifstofa
Happdrættisins
að Grettisgötu 3
opin í dag
kl. 9—16 og
á morgun
frá 13—16.
Dregið
11. des.
Könnun Dananna er gerö sam-
kvæmt nýjum lögum sem gera
ráð fyrir að bankayfirvöld sendi
sjálfkrafa lista yfir innistæður
einstakra aðila i bönkunum.
Dönsk skattayfirvöld hafa siðan
sent skattayfirvöldum annars
staðar á Norðurlöndum lista yfir
rikisborgara viðkomandi landa
sem eiga yfir 10 þúsund krónur
danskar á innistæðum. Ljóst er að
öll kurl eru ekki komin til grafar
þar sem hinni dönsku rannsókn er
ekki lokið og ekki heldur sendur
listi yfir þá sem eiga minni upp-
hæðir en 10 þúsund krónur hver.
Garðar Valdimarsson sagði að
búið væri að senda bréf til
viðkomandi aðila og færi fram-
hald málsins eftir svörum þeirra.
Þá hafði Þjóðviljinn samband
við Björn Tryggvason aðstoðar-
bankastjóra Seðlabankans og
spurði hann hvort um löglegar
innistæður gæti verið að ræða.
Sagði hann að skv. lögum væri
óheimilt að eiga innistæður á
erlendum bönkum en þó gætu inn-
flytjendur sótt um leyfi til gjald-
eyrisyfirvalda til að eiga reikn-
inga erlendis, sem þeir gætu sett
erlend umboðslaun sin inn á, i þvi
skyni að kaupa siðan nýjar vörur
inn fyrir. Þeir væru hins vegar
skyldugir til að gefa árs-
fjórðungslega yfirlit um slikar
innistæður.
—GFr
ÞING VERKAMANNASAMBANDS ÍSLANDS
Þingfulltrúar á 8. þingi Verkamannasambands islands kanna fundargögn við þingsetninguna.
17 miljónir manna
atvinnulausar 1978
sagði sœnski gesturinn um atvinnu-
ástandið í hinum iðnvædda hluta heims
Attunda þing Verkamanna-
sambands islands var sett á
Hótel Loftleiðum i gær. Aðalmál
þingsins eru kjaramál og
varnaraðgerðir gegn kjara-
skerðingu. Fjölmörg önnur
málefni eru á dagskrá. Eðvarð
Sigurðsson var kjörin forseti
þingsins, og varaforsetar eru
Guðriður Eliasdóttir og Jón
Helgason.
1 upphafi þingsins flutti Guð-
mundur J. Guðmundsson for-
maður VSl, ávarp og Þórir
Danielsson, framkvæmdastjóri,
flutti skýrslu stjórnar og skýrði
reikninga.
Gestur þingsins er formaður
Nordiska fabriksarbetare-
fedarationen, sem VSl er aðili
að. Enar Agren er jafnframt
einn af helstu forystumönnum
sænskrar verkalýðshreyfingar
og hefur verið það um árabil. I
ávarpi sem hann flutti á þinginu
lýsti hann meðal annars þung-
um áhyggjum yfir vaxandi at-
vinnuleysi i Finnlandi, Dan-
mörku og Sviþjóð. Hann tók
jafnfram fram að gert væri ráð
fyrir þvi að á árinu 1978 yrðu 17
miljónir manna i hinum iðn-
vædda heimi atvinnulausar.
Þingi Verkamannasam-
bandsins verður Tram haldið i
dag og hefst það með þvi að
Björn Björnsson, hagfræðingur,
flytur yfirlit um þróun og horfur
i kjaramálum. — ekh.
Ofsahræðsla greip um sig
GAUTABORG:
vegna mikillar hœttu á áframhaldandi skriðuföllum
GAUTABORG 2/12 frá frétta-
ritara Þjóðviljans, Gunnari Elis-
syni:
I gærkvöldi klukkan niu
voru birtar fyrstu opinberu
tölurnar um afleiðingar
-náttúruhamfaranna. Sam-
kvæmt þeim er vitað með
vissu að sex menn hafa
farist, 80 slasast og eru 10
þeirra enn á sjúkrahúsi.
Fjögurra er enn saknað og
65 hús eru talin gerónýt.
Eignatjón er áætlað 30
miljónir sænskra króna, og
er það miðað við einbýlis-
húsaverð.
Sjálftsvæðið, sem skriðan hafði
mest áhrif á, er 800 sinnum 600
metrará stærð.að sögn yfirvalda.
Tölur þessar eru allar frá lands-
höfðingjanum i Gautlandi, Erik
Huss.
1 morgun var gefin fyrirskipun
um að fólk flytti úr mörgum
húsum i viðbót nálægt hamfara-
svæðinu, og var þá svæðið, þar
sem öll hús voru tæmd, stækkað
um rúman helming. Um 300
manns urðu þá að yfirgefa heimili
sin, og greip um sig ofsahræðsla
meðal nokkurs hluta fólksins, er
það yfirgaf húsin i morgun. Var
það vegna þess, að fundist höfðu
nýjar sprungur i jörðinni i
kringum skriðusvæðið. Sprung-
urnar fundust að likindum vegna
þess, að mjög dimmri isingar-
þoku. sem undanfarið hefur legið
yfir borginni, hefur nú létt, og
Framhald á 18. siðu