Þjóðviljinn - 03.12.1977, Qupperneq 5
Laugardagur 3. desember 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
FEF
Jólamarkadur
Félag einstæðra foreldra held-
ur sinn árlega jólamarkað i Fé-
lagsheimili Fáks, laugardaginn 3.
desember klukkan 14. Þar verður
á boðstólum margt góðra og fal-
legra muna og er verðinu mjög i
hóf stillt.
Hafa félagskonur prjónað og
saumað margt verulega fallegt,
svo sem peysur og vesti, sokka og
vettlinga, tuskudýr og dúkkur
hafa þær búið til, bolta og teppi
undir jólatré, einnig heklað mott-
ur og prjónað húfur og trefla i lit-
um l.deildar knattspyrnu. Einnig
verður hægt að fá keyptar góðar
bækur á sanngjörnu verði og
margt annað hentugt til jóla-
gjafa. Þá verða þar til sölu jóla-
kort félagsins.
Xp.n
Er fólk hvatt til að koma, gera
góð kaup og styrkja veröugt mál-
efni, en allur ágóði af sölunni
rennur til húsbyggingarsjóðs fé-
lagsins. Nú liöur óðum að þvi, aö
húseign félagsins verður tekin i
notkun, en enn vantar peninga til
innréttinga og siðustu viðgerða.
Afmælissöngmót
í Selfosskirkju
á sunnudag
Kirkjukórasamband Arnespró-
fastsdæmis cr 30 ára á þessu ári.
Stofnfundurinn var haldinn á Sel-
fossi 29. jan., 1947. í upphafi voru
7 kórar i sambandinu. Nú eru þeir
14.
Aðaihvatamaður að stofnun
Sambandsins var Kjartan Jó-
hannesson, orgelleikari, Fyrsti
formaður var Annna Eiriksdóttir,
Selfossi.
Fyrsta söngmót Sambandsins
var i Selfossbiói 22. nóv., 1947.
Árið 1950 var svo annað söngmót-
ið og á sama stað og hið fyrsta.
Sv.o voru söngmót 1957 og 1971 og
þá i Selfosskirkju.
1 tilefni af 30 ára afmælinu efnir
Kirkjukórasambandið til afmæl-
issöngmóts um þessar mundir.
Fjórtán kirkjukórar sem telja um
25 félaga, taka þátt i þessu móti.
Fyrri hluti þess fór fram i Skál-
holtskirkju laugardaginn 26. nóv.
Þar sungu kórarnir einir sér eða
fleiri saman. Lauk söngskránni
með þvi að kórarnir sungu sam-
eiginlega 6 lög. Mikið fjölmenni
var i Skálholtskirkju þennan dag.
Sunnudaginn 4. des. verður
söngskemmtunin endurtekin i
Selfosskirkju kl. 4 siðdegis,—mhg
TM-húsgögn S"S"
OPIÐ TIL KL.6!
Raunhæfasta kjarabótin er
hagstætt vöruverð. Sé um að
ræða vandaða íslenska
I
framleiðslu er hagnaðurinn
tvöfaldur.
Við bjóðum úrval vandaðra,
íslenskra húsgagna.
Gjörið svo vel og berið saman
verð, gæði og greiðslukjör,
Strax í dag