Þjóðviljinn - 03.12.1977, Side 8

Þjóðviljinn - 03.12.1977, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Laugardagur 3. desember 1977. Vidskotaillur vélsmiðjueigandi i Hafnarfirði Réöist á starfs- mann stéttar- félags i fyrradag gerðist sá fá- heyrfti atburður að atvinnu- rekandi einn i Hafnarfirði lagöi hendur á slarfsmann verkalýösfélags, sem var að sinna skyldustörfum á vcg- um félags sins á vinnustað. Málavextir voru þessir: Guðmundur S.M. Jónasson starfsmaður Félags Járniðn- aðarmanna, kom i Vélsmiðju Péturs Auðunssonar i Hafn- arfirði um 11-leytið i fyrra- dag til þess að freista þess enn einu sinni að innheimta gjöld til félagsins, sem eig- andinn, Pétur Auðunsson, hefur ekki greitt siðan 1974. Eigandinn hefur áður hótað að berja starfsmann Félags járniðnaðarmanna með sleggju og fleiru lauslegu tlr smiðjunni, þegar hann hefur komið i árangurslausar inn- heimtuferðir. Að þessu sinni lét Pétur Auðunsson ekki sitja við orðin tóm heldur réðistá Guðmund og brá fyr- ir hann fæti og reyndi að hrinda honum i gólfið. Ekki ergottað segja hvernigfarið hefði fyrirGuðmundi ef hann hefði ekki getað varist fall- inu með þvi að ná taki á járn- piötu, sem þarna var. 1 átök- unum sleit atvinnurekandinn tölur af fatnaði Guðmundar, bæði af yfirhöfn og skyrtu. Ýmislegt annað en van- goldin gjöld eru Vélsmiðju Pétri Auðunssonar til skammar.svo sem aðbúnað- ur starfsfólks. Og framkoma hansvið starfsmann verka- lýðsfélags er að sjálfsögðu fullkomlega óafsakanieg. Atburður þessi hefur verið kærður til lögreglunnar i Hafnarfirði. —ekh. Síldveiðum lokið: 28 þúsund lestir veiddust Sildveiöum lauk um miðnætti I fyrrinótt. Bráöabirgöaskýrslur herma, að aflinn hafi verið um 28 þús. lestir. Þar af veiddu 77 skip 15.300 lestir i hringnót en 35 skip 12.500 lestir i reknet. Mestur hluti aflans var saltaður eða um 22 þúsund lestir. 3.600 lestir voru frystar til útflutnings og um 1500 til beitu. ' - -• - . . Alvarlegt ástand á slysadeild Borgarspítalans Nýja slysadeildin langt á eftir áætlun 230 miijónir vantar 230 miljónir króna vant- ar til þess að hægt verði að flytja slysavarðstofuna yfir í nýja þjónustubygg- ingu Borgarspítalans á næsta ári. Haustíö 1976 var gert ráð fyrir að 180 miljónir króna myndu nægja til að Ijúka bygging- unni og þá var gert ráð fyrir að slysadeildin gæti flutt í nýtt húsnæði i ágúst á þessu ári. Byggingin gekk vel framan af árinu, en á siðustu mánuðum hef- ur henni miðað mjög hægt. Borg- in veitti 100 miljónum á þessu ári til byggingarinnar og rikið 30 miljónum. Ný áætlun og fram- kvæmdaskýrsla ber með sér að þrátt fyrir að 130 miljónum hafi verið veitt i bygginguna á þessu ári vantar enn 230 miljónir ef unnt á að vera að ljúka byggingunni á árinu 1978. Þessi mál komu til umræðu á borgarstjórnarfundi 1. des. s.l. þegar Adda Bára Sigfúsdóttir vakti athygli borgarfulltrúa á neyðarkalli frá stjórn sjúkra- stofnana Reykjavikur, en stjórnin samþykkti á fundi sinum 25. nóv. s.l. ,, — að vekja athyglL borgar- ráðs og borgarstjórnar a þvi, að undir engum kringumstæðum má dragst lengur að lokið verði á næsta ári framkvæmdum a.m.k. við þann hluta þjónustuálmu, sem hýsa á móttöku slysa- og bráða- sjúkdómstilfella. ,,Með hliðsjón af hinni ört vax- andi tiðni alvarlegra slysa verður þessu verkefni ekki sinnt sem skyídi við óbreyttar aðstæður” segir ennfremur i fundargerð stjórnar sjúkrastofnana Reykja- vikur. Adda Bára sagði að við undir- búning fjárlagafrumvarpsins i 'sumar hefði borgarstjórn Reykjavikur aðeins farið fram á 60 miljónir króna frá rikinu. Ataldi hún þetta litillæti og einnig að ekki hefur verið gerður skrif- legur samningur um framkvæmd byggingarinnar við rikið. Lögum samkvæmt á rikið að greiða 85% af stofnkostnaði sjúkrastofnana. Þetta er mjög brýnt mál, sagði Adda Bára eins og stjórn sjúkra- stofnana hefur itrekað. Borgarfulltrúar verða þvi að leita allra ráða til þess að fá við- bótarfjárveitingu af fjárlögum fyrir næsta ár, þó seint sé, svo að slysadeildin, sem þjónar öllu landinu komist úr þeirri hús- næðiskreppu sem hún býr við. 1 þessari kröfugerð höfum við þó ákaflega litið til að standa á, sagði Adda Bára, þvi engir samningar liggja fyrir milli borg- ar og rikis, og farið var fram á alltof lága fjárupphæð i sumar sem leið. Hér dugir þvi ekki að fara venjulega leið, sagði Adda, held- ur verðum við að ræða við þing- menn Reykjavfkur og treysta þvi að þéir taki málið upp. -AI Soðkjarnatæki smíðuð hér á landi Landssmiðjan getur nú séð um allar viðgerðir á skilvindum fyrir skip og í iðnaði Landssmiðjan hefur fengiö um- boð fyrir allar vélar frá sænska fyrirtækinuAlfa Laval.nemavéiar til mjólkurframleiðslu. Og vegna þessa hefur veriö ákveðið að Landssmiðjan hefji smiði á soð- kjarnatækjum fyrir rnjölvinnslur og eru þessi soðkjarnatæki hönn- uð af Aifa l.avai-vcrksmiðjunum. Auk þess hefur Landssmiðjan nú bætt svo vélakost sinn og aðstöðu að hún getur annast allar við- gerðir á skilvindum, bæði fyrir skip, mjöl og lýsisbræðslur og annan iðnað. Fram til þessa hefur orðið aö senda allar skilvindur utan til viðgerðar, vegna þess að jöfnun- arvélar hafa ekki verið tií hér á landi, fyrr en nú að Landssmiðjan hefur eignast eina slika. Vél þessi, sem kostaöi 12 miljónir kr. er til þess að rétta af, eða jafna, hvort heldur sem menn Agúst Þorsteinsson forstjóri Landssmiðjunnar t.v. og Böðvar Eggertsson skrifstofustjóri. vilja kalla það, kast, sem getur komið i skilvindur, rafala, stór vélsagarblöð, blásarahjól og fleira. En tæki sem snúast fleiri r : Fyrirlestur Brynjólfs Bjarnasonar Á morgun sunnudaginn 4. desember gengst Félag áhuga- manna um heimspeki fyrir fyr- irlestri I Lögbcrgi, húsi Laga- deildar Háskóla islands. Frum- mælandi verður Brynjólfur Bjarnason og nefnir hann erindi sitt „Timinn og veruleikinn”. Þess er vert að geta að þetta ,5 er i fyrsta skipti sem Brynjólfur i$ heldur opinberan fyrirlestur um heimspekileg efni hér á landi, ef undan eru skilin erindi hans i út- varpi á undanförnum árum. — Fyrlesturinn hefst kl. 14,30 og er * öllum opinn. — Félaginu hafa nýlega borist að gjöf nokkrar notaðar bækur um heimspekileg efni, og verða þær boðnar til sölu á fundinum við vægu verði. — Sala bókanna hefst kl. 14.00-. þúsund snúninga á minútu eins og þessi, eru stórhættuleg ef kast er á þeim. Varðandi skilvindur i mjöl og lýsisverksmiðjum hefur til þessa orðið að senda þær utan til við- gerðar og hefur það verið mjög dýrt, kostað allt frá 20 þúsund og uppi 90 þúsund krónur danskar. En eftir að þessi nýja vél Lands- smiðjunnar kom, getur hún ann- ast viðgerðir og stillingar á skil- vindunum og verður sú viðgerð mun ódýrari og tekur styttri tima en að senda þær utan, auk þess sem hún mun spara mikinn gjald- eyri. Þá hefur Landsmiðjan tekið upp þá þjónustu að vera með fyrirbyggjandi viðhald i mjöl- verksmiðjunúm og eins hefur Framhald á bls. 18.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.