Þjóðviljinn - 03.12.1977, Page 13

Þjóðviljinn - 03.12.1977, Page 13
Laugardagur 3. desember 1977. WóÐVILJINN — SIÐA 13 Þröstur ólafsson, hagfræðingur, formaöur Félagsstofnunar stúdenta setur athöfnina. Brynjólfi Sigurössyni, lektor, framkvæmdastjóra bygginganefndar Hjónagaröanna var sérstaklega þakkaö fyrir mikiö og gott starf en auk hans voru i nefndinni dr. Ragnar Ingimarsson, prófessor, og Hilmar Ólafsson, arkitekt. t anddyri nýbyggingarinnar. Hér má sjá hluta þeirra sem voru viöstaddir athöfnina. Hjónagaröar form- lega teknir í notkun A fullveldisdaginn, 1. desem- ber, var formlega tekinn i notkun fyrsti áfangi byggingar Hjóna- garða stúdenta við Suðurgötu i Reykjavik. Var það gert i hinum nýju húsakynnum að viðstöddum forsetahjónunum, ráðherrum, rektor Háskóla Islands, öðrum aðstandendum byggingarinnar og fleirum. Þröstur Ólafsson, hagfræðingur, formaður Félags- stofnunar stúdenta, setti athöfnina og rakti m.a. forsögu þessarar byggingar. Það var i október 1968 að Félagsstofnun stúdenta hóf markvissar aðgerðir til undir- búnings byggingu nýrra stúdentagarða. Þá hafði ekkert veriðaðhafst i þeim efnum um 30 ára skeið eða frá þvi að byggingu Nýja-Garðs lauk. Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Islands er sjálfseignarstofnun með sjálf- stæðri f járhagsábyrgð stofnuð með lögum nr. 33, hinn 20. april 1968. Aðild að stofnuninni eiga menntamálaráðuneytið, Háskóli tslands og allir skrásettir stúdentar innan hans og kjósa þessir aðilar stjórn stofn- unarinnar. Félagsstof nun stúdenta tók formlega til starfa 1. júni 1968 og er hlutverk hennar skv. 2. gr. laganna, ,,að annast rekstur og bera ábyrgð á fyrir- tækjum i þágu stúdenta og beita sér fyrir eflingu þeirra”. 1 undirbúningi Félagsstofnunar aö byggingu nýrra garða var m.a. fólgin könnun á þörf fyrir hjóna- garða fyrir nema við Háskólann. Niðurstaðan varð sú að þörf væri fyrir 250 ibúðir á hjónagörðum árið 1969 og má ætla að sú þörf hafi töluvert aukist siðan. t ársbyrjun 1971 efndi Félags- stofnun siðan til samkeppni um gerð hjónagarða fyrir stúdenta við Háskóla tslands. t þeirri sam- keppni hlaut Hrafnkell Thor- lacius 1. verðlaun og voru teikn- ingar hans lagðar til grundvallar byggingunni. I tillögu Hrafnkels er gert ráð fyrir að á svæðinu risi þrjú 3ja hæða hús með 57-60 ibúðum hvert. Auk þess dag- heimili fyrir 60 börn og gæslu- völlur. Framkvæmdir við byggingu hjónagarðanna hófust árið 1973 og vorið 1976 voru 32 ibúðir teknar i notkun. t september s.l. var svo flutt i siðustu ibúðir þessa fyrsta áfanga sem alls telur 57 ibúðir, þar af 53 tveggja herbergja 42 ferm hver og 4 þriggja herbergja 62 ferm hver. I húsinu eru einnig geymslurými, sameiginleg setu- stofa og leikherbergi fyrir börnin. t hverri ibúð er litið eldhús, stofa, svefnherbergi og baðherbergi. t stærri ibúðunum er auk þessa eitt barnaherbergi. t þessum fyrsta áfanga bygg- ingarinnar eru nú 150 ibúar viös vegar að af landinu. Heildar- kostnaður við þennan hluta er 312 miljónir. Fjármögnun bygg- ingarinnar hefur verið erfið m.a. vegna þeirrar staðreyndar að rikisvaldið hefur ekki staðið við þau fyrirheit sem gefin voru um stuðning i upphafi, einnig hefur verðbólgan gert erfitt fyrir. Aö miklu leyti hefur fjármögnun verið i formi gjafa frá ýmsum aðilum, og enn vantar 35 miljónir til byggingarinnar. Það var Vilhjálmur Hjálm- arsson, menntamálaráðherra sem lýsti hjónagarðana formlega tekna i notkun, en þess má geta að heitiö Hjónagarðar er nokkuð ónákvæmt þar sem hjónaband er ekki skilyrði fyrir búsetu en hús- næði þetta er einnig ætlaö ein- stæðum feðrum og mæðrum. Gestum var boöiö aö skoöa tvær Ibúöir og sést hér svefnherbergi ann arar þeirra. ~>í£*cvht- - Sjáöu hvað ég fann, þegar ég gekk gegnum hávaxiö grasiö og inn I kúrinn, — falið undir gamla sófanum... smáauglýsinga- simi VÍSIS er 86611 V_______ J Eyfirðingar Alþýðuleikhúsið Sýningur á Skollaleik Dalvík: mánudags- kvöld: kl. 21.00 Akureyri: þriðjudags kvöld kl. 20.30 Ólafsfirði: miðviku- dagskvöld kl. 21.00 BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Þórsgötu Kvisthaga Laufásveg Efri - Lambastaðahverfi (Seltj.) Skúlagata Efri-Laugavegur Miðtún Okkur vantar tilfinnanlega blaðbera i þessi hverfi, þó ekki væri nema til bráða- birgða i nokkrar vikur. PJÚÐV/Um Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna Siðumúla 6 — sími 81333.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.