Þjóðviljinn - 09.12.1977, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 09.12.1977, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. desember 1977 Málgagn sósíalisma, xerkalýdshreyfmgar og þjóðfrelsis. (Jtgefandi: Ctgáfufélag Þjóbviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meb sunnudagsblaói: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: (Jlfar Þormóósson. Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siöumúla 6, Slmi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Er Alþýðu- flokkurinn al- þýðuflokkur? Fyrir nokkru siðan lauk þeim prófkjör- um hjá Alþýðuflokknum, sem einhverju máli skipta fyrir flokkinn i næstu alþingis- kosningum. Þessum prófkjörum fylgdi mikil auglýs- ingastarfsemi, svo að segja má, að flokk- urinn hafi komist rækilega i sviðsljósið um sinn. Nú þegar leiknum er lokið og niður- stöður liggja fyrir fer hins vegar ekki milli mála, að Alþýðuflokkurinn er i sárum, og þar á bæ eiga menn við þyngra heimilisböl að striða en nokkru sinni fyrr. Niðurstöður prófkjaranna staðfestu mjög rækilega þá borgaralegu þróun, sem um langan tima hefur verið að eiga sér stað i Alþýðuflokknum, og segja má að úr- slit prófkjaranna hafi sett punkt aftan við 60 ára sögu Alþýðuflokksins sem verka- lýðsflokks. Þjóðviljinn sér að visu ekki ástæðu til að~ harma fall þeirra þriggja núverandi þing- manna Alþýðuflokksins, sem prófkjörs- leikurinn dæmdi i pólitiska útlegð, en hverjir koma i staðinn? Þegar Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambandsins gekk til liðs við Alþýðuflokk- inn fyrir siðustu kosningar og skipaði baráttusæti á lista flokksins hér i Reykja- vik, þá gerðu ýmsir sér vonir um að Alþýðuflokkurinn kynni þrátt fyrir allt að eiga nýtt lif fyrir höndum, sem stjórn- málasamtök verkalýðshreyfingarinnar og islenskra jafnaðarmanna. Valið á eftirmönnum viðreisnarráð- herranna Gylfa og Eggerts staðfestir ótvi- rætt, að slikar vonir munu ekki rætast. Sigurvegararnir i prófkjörum Alþýðu- flokksins voru fyrst og fremst tveir. í Reykjavik var það Vilmundur Gylfa- son, sá yngri manna Alþýðuflokksins sem hæst hefur galað siðustu árin, en þó gætt þess vandlega að halla aldrei orði á Sjálf- stæðisflokkinn eða taka upp málstað is- lenskrar verkalýðshreyfingar. Þeir Alþýðuflokksmenn, sem hafa viljað endurnýja flokkinn sem verkalýðsflokk muna vel tillögu Vilmundar Gylfasonar frá siðasta flokksþingi Alþýðuflokksins, en þar lagði þessi ungi sonur borgarastétt- arinnar til, að Alþýðuflokkurinn lýsti þvi formlega yfir, að hann væri ekki lengur verkalýðsflokkur, heldur óháður borgara- flokkur. Má vera að slik tillaga sé i sam- ræmi við ástand Alþýðuflokksins.og alveg vafalaust passar hún i kramið hjá þeim sem sækja sinar pólitisku fyrirmyndir vestur til Bandarikjanna með sama hætti og Vilmundur Gylfason. Slik tillaga væri hins vegar brottrekstrarsök i þeim flokk- um á Norðurlöndum, sem Alþýðuflokkur- inn hefur hingað til kallað bræðraflokka sina. Flutningsmaður þessarar tillögu fékk stuðning i 1. eða 2. sæti frá 70-80% þeirra, sem þátt tóku i prófkjöri Alþýðuflokksins i Reykjavik. Borgarinn Vilmundur var eini sigurvegarinn i þvi prófkjöri. Utan Reykjavikur vann Eiður Guðna- son hins vegar stærstan sigur i prófkjör- um Alþýðuflokksins, og hreppti fyrra sæti núverandi formanns flokksins. Eiður Guðnason hefur gert minna af þvi en Vil- mundur Gylfason að flika stjórnmála- skoðunum sinum. Hann er ekki kunnur af stjórnmálastarfi fyrir Alþýðuflokkinn. Það hefur hins vegar lengi verið kunnugt, að þessi nýi liðsmaður Alþýðuflokksins hefur hlotið sitt pólitíska uppeldi i frimúr- arareglunni á íslandi þar sem hann var leiddur til sætis yngri að árum en flestir aðrir reglubræður. Frimúrarareglan er háborg fjármála- valdsins i landinu, háborg islenskrar auð- mannastéttar. Engin félagssamtök á ís- landi eru verkalýðshreyfingunni og stjórnmálahugsjónum jafnaðarstefnunn- ar fjandsamlegri en þessi pólitiska leyni- regla spilltustu þjóðfélagsaflanna. Frá þessari háborg liggja þræðirnir inn i hina borgaralegu stjórnmálaflokka, þeir þræðir sem ætlað er að tryggja, að heild- arhagsmunir islenskrar auðmannastétt- ar, islensks f jármálavalds, sitji jafnan i fyrirrúmi. Sú starfsemi sem þarna fer fram þolir ekki dagsins ljós, — þess vegna er reglan leynileg. En reglan þarf á þægum þjónum að halda i sem flestum valdamiðstöðvum, — þess vegna teflir hún sinum mönnum fram i þeim stjórnmálaflokkum, sem bjóða slika sendimenn velkomna. Við óskum „siðapostulanum” Vilmundi Gylfasyni til hamingju með bandalagið við frimúrararegluna. Athygli blaðles- enda vekjum við hins vegar á þvi, að þótt Vilmundi hafi verið gjarnt að stimpla andstæðinga sina i Alþýðuflokknunx eða stjórnmálamenn i öðrum flokkum sem „mafiumenn”, —þá eru það tvenn pólitisk samtök sem þessi vigglaði borgari hefur aldrei hallmælt, — þau samtök eru Sjáif- stæðisflokkurinn og frimúrarareglan. — k. Verkföllin skaða ekki þjóðarbúið í heild 1 Vinnuveitandanum, mál- gagni „Vinnuveitendasambands íslands”, er þaö staöhæft aö fyrirkomulag samningamála hér á landi og beiting verkfalls- vopnsins séu komin út I „full- komnar öfgar og valda þjóöinni i heild, iaunþegum jafnt sem v innu vei tendu m ómældu tjóni”J>arna hittir höfundur forystugreinarinnar naglann á höfuöiö. Tjónið er nefnilega ómælt. Rannsóknir erlendis, t.d. . i Bretlandi, þar sem verkföll eru tiö, benda til þess, aö þjóöarbú skapurinn þar í landi biöi ekki teljandi tjón af verkföllum, jafnvel þótt þau séu viötæk og langvarandi. Astæöan til þessa er einfaldlega sú að fram- leiöslugeta flestra atvinnu- freina er mjög sveigjanleg. Yfirleitt tekst aö framleiöa upp i samninga á tilskil.dum tfma, enda þótt framleiöslan stöövist um tima. Þetta er auðvelt aö skilja fyrir skorpumenn i vinnu eins og okkur tslendinga. Bæöi atvinnurekendur og starfsmenn geta tekiö á honum stóra sinum þegar á þarf ab halda og menn eru sammála um aö keppa aö þvi markmiði aö skila af sér vöru fyrir ákveöinn tima. Þessu markmiöi er hægt aö ná meö meiri vinnuhraöa, betri vinnu- skipulagi, ái'vekni og eötoeit- ingu aö ákveönum verkefnum. Viö getum tekiö bókaútgáfu t.d. sem dæmi um þetta. Þaö er staöreynd aö þótt bókaútgef- endur reyni aö dreifa prentun- artima bóka sinna jafnt á áriö, Húmorinn hefur haldiö innreiö slna I Vinnuveitandann. Fjármála- ráöherra fær þessa kveöju I siðasta hefti. — Þú getur sjálfum þér um kennt—aö láta sér detta I hug ab fara á grlmuball I gervi fjár- málaráöherra! þá hleöst fyrir óunniö efni I haustmánuöina, og þaö er hreint ótrúlegt hvaö prent- smiðjur landsins afkasta i októ- ber og nóvember, þvi þá er ann- aö hvort aö duga eöa drepást. Oraunhœf túlkun Verkfall getur aö sjálfsögöu sett strik i reikninginn og valdiö röskun i rekstri. Miklu oftar er þaö svo, aö starfsmenn og at- vinnurekendur veröa aö taka endasprett vib aö Ijuka verkefn- um á tilskildum tima, enda þótt engin verkföli komi til. Þetta gildir almennt t.d. i Bretlandi, og á ekki siöur við hér, þar sem framleiöni flestra fyrirtækja er mun lakari en sambærilegra fyrirtækja f nágrannalöndun- urn. Tjóniö af verkföllum hérlend- is fyrir þjóöarbúiö hefur ekki veriömælt,og meö tilliti til fram- angreinds er þaö út i hött aö . fullyröa aö þaö sé verulegt. Þaö er helst að þjónustufyrirtæki eins og Flugleiöir geti kvartaö meö réttu, en fleiri flugfélög eiga við verkföll aö etja og annarskonar rekstrartruflanir. I áöurnefndri forystugrein kemur fram sérstæö túlkun á þeirri vinnulöggjöf sem gildir i landinu um leið og settar eru fram ákveönar kröfur til stjórn- valda um aö breyta henni. Segja má aö þessi túlkun gangi þvert á alla þá hefö sem myndast hefur i vinnudeilum. Þósegja megi aö hún hafi ekki gildi aö lögum eru þessar óskráöu reglur samt sem áöur staöreynd, sem sýnir sig best i þvi aö ef atvinnurekendur höguöu sér eitthvaö i lfkingu viö þaö sem Vinnuveitandinn sting- ur uppá væri boöið upp i krapp- an dans og harðvitug verk- fallsátök. Frelsi atvinnu- rekenda? „1 verkfalli opinberra starfs- manna voru talsverö brögö aö þvi, aö verkfallsmenn gerðust offari I framkvæmd verkfalls- ins, og reyndu aö hindra eöa stööva starfsemi og störf ein- stakra manna, sem óumdielt er aö lögum aö fram máttu fara. Þessarar sömu tilhneigingar verður iöulega vart I verkföllum á almenna vinnumarkaönum; verkalýösfélög og verkfalls- nefndir telja sig þá eiga ein- dæmi um þaö hvaö leyfilegt sé og hvaö ekki, og beita valdi til aö hafa sitt fram. Staöreyndin er hins vegar sú, aö vinnulög- gjöfin setur vinnuveitendum þær einar skoröur, aö þegar vinnustöövun hefur veriö lög- lega hafin, er þeim sem hún aö einhverju leyti beinist gegn, óheimilt aö stuðla aö þvi aö af- stýra henni meö aðstoð ein- stakra meölima þeirra félaga eöa sambanda, sem aö vinnu- stöðvuninni standa. Þetta þýöir m.ö.o.: 1. Yfirmenn, sem eru undan- skildir verkfallsrétti skv. lögum, hafa rétt til aö ganga inn i störf undirmanna sinna I verkfalli, ef þá ekki brestur sérfræöi- eöa starfsréttindi. 2. Undirmenn mega starfa þótt yfirmenn þeirra séu I verk- falli aö uppfylltum sömu skil- yröum og I lið 1. 3. Vinnuveitanda er heimilt aö vinna eba láta vinna öll störf verkfallsmanna svo framar- lega sem hann ekki fær til sllkra starfa menn úr þeim stéttarfélögum, sem I verk- falli eru eða aö verkfallinu standa. Breytir engu I þvi sambandi þótt stéttarfélag staögengilsins sé I sömu heildarsamtökum stéttarfé- laga og félagiö sem I verkfalli er (t.d. ASI), svo fremi heild- arsamtökin standa ekki sjálf aö verkfallinu. 4. Aðilar aö vinnustöövun hafa engan rétt til þess aö taka i sinar eigin hendur réttar- vörzlu. Stéttarfélag I verkfalli hefur enga heimild til aö hindra meint verkfallsbrot meö valdbeitingu. 5. Jafnvel þóttviöurkenntværiaö um verkfallsbrot væri aö ræöa, hafa verkfallsveröir enga heimild til aö taka rétt- arvörzlu I sinar hendur, og þaö þótt afskipti lögreglu- manna af verkföllum hafi veriö takmörkuö meö lögum. Stéttarfélög veröa aö leita aö- stoöar dómstóla I sllkum til- fellum t.d. meö kröfu um lög- bann á sama hátt og vinnu- veitendur hafa ávallt gert. 6. Tilraunir stéttarféiaga og vcrkfallsvaröa til þess meö yfirgangi aö móta reglur um þaö hvaö megi og hvaö megi ekki I verkföllum hafa ekkert gildi aö lögum.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.