Þjóðviljinn - 09.12.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.12.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Köstudagur 9. desember 1977 Gæöamat og verðkönnun matvæla- fræðinema Grænar baunir og blandað grænmeti Ríívitl Norfsi Cul neturqg pætwr battnír uð, i Biartdtté trænmen i trætur^ kírætur, f»»»ríXíHU/i Ora, Co-op og Sur- price bestu kaupin Nemendur I matvælafræöi viö Háskóla tslands fengu nýlega þaö verkefni aö gera gæöa- og verö- könnun á grænum baunum og blönduöu grænmeti. Fariö var f verslanir i öllum bæjarhlutum Reykjavikur, svo og í verslanir i Kópavogi, Garöabæ og Hafnar- firði. Keyptar voru 13 tegundir af blönduðu grænmeti og 30 tegundir af grænum baunum bæöi niöur- soönum, frystum og þurrkuöum. Tólf nemendur unnu að þessu verkefni undir stjórn kennara,dr. Öldu Möller, matvælafræöings. Niðurstöður voru mjög at- hyglisverðar og komu eftirtalin atriði mest á óvart: 1 ... Hve margar tegundir eru á markaðinum. 2 ....Hve gæðin eru misiöfn og margar tegundir lélegar. 3 ... Að hátt verð tryggir engan veginn gæðin. Framkvæmd rannsóknanna Farið var i 29 verslanir, skráð- ur fjöldi tegunda og verð hverrar dósar, en siðan var keypt ein dós af hverri tegund. Miðar voru teknir af dósunum og þær auð- kenndar með bókstaf til þess að könnunin yrði alveg óhlutdræg. Lögurinn var siaður frá græn- Hér á landi starfar göfugur félagsskapur uogra kaupsýslu- manna ,,á uppleið” og nefnist hann þvi þjóðlega nafni Junior Chamber. t fyrrakvöld var haldinn á Hótel Loftleiðum sameiginlegur kvöld- veröarfundur allra hinna þriggja félagsdeilda JC i Reykjavik. A fundi þessum stóö upp einn hinna ungu og efnilegu manna og hóf aö lýsa ferö sinni til Suöur-Afriku, en heimsmót Junior Chamber var haldiö þar fyrir skömmu og sóttu þaö átta fulltrúar frá tslandi. Maðurinn rómaði allar mót- tökur og aðbúnað i þvi góða landi. t ræðu sinni minntist hann litil- lega á negrana sem lifa þar undir öruggri stjórn hinna hvitú feðra. — Aður en ég fór til Suðiir-Afriku, sagði JC-fulltrúinn, fannst mér metinu og látinn drjúpa af i 5 minútur, áður en grænmetið var vigtað. Þegar þungi grænmetis- ins hafði verið fundinn, var hægt að reikna út söluverð á hverjum 100 grömmum grænmetis. Siðan fór fram bragðprófun á grænmetinu. Niðursoðna græn- metið var hitað, en það frysta og þurrkaða soðið samkvæmt leið- beiningum framleiðanda. Gefnar voru einkunnir fyrir bragðgæöi hæst 5 (mjög gott), en lægst 1 (vont, óætt). Fjórar tegundir voru metnar i einu, en sumar teg- undir voru bornar fram tvisvar til að athuga, hvort dómarar væru sjálfum sér samkvæmir og reyndist svo vera i flestum tilvik- um. Helstu niðurstöður 1 töflum 1 og 2 er grænum baun- um og blönduðu grænmeti raðað eftir bragðgæðum: Gott taldist grænmetið, ef það fékk einkunn- ina 3.5 og hærra, sæmilegt fékk 3.0-3.4, heldur lélegt fékk 2.5-2.9 og hreint afleitt fékk einkunnir á bilinu 1.1-2.4. 1 töflum 3 og 4 er sýnt verð á hverjum 100 g af grænmeti (salt- leginum sleppt). I töflunum er að- eins reiknað út verðið fyrir þær tegundir, sem fengu einkunnina allir negrar vera eins, en eftir að ég kom þaðan, veit ég að þeir eru ekki allir eins. Þeir eru misjafn- lega skitugir og illa lyktandi. Gerðu flestir fundarmenn góðan róm að þessum orðum ræðumanns og þótti þetta bara nokkuð fyndið. Héldu menn siðan áfram að éta sinn dinner og er þess ekki getið að neinum hafi orðið bumbult af. Ekki skal getum að þvi leitt, hvort þessi litla saga speglar innræti hinna ungu bisnismanna. Vonandi eru hugir þeirra jafn hreinir og hend- urnar. Kannski eru þarna komnir arf- takar þeirra ungu manna, sem Morgunblaðið kallaði á sinum tlma „unga menn með hreinar hugsanir”? eös gott. Verðið, sem gefið er upp, er það lægsta, sem fannst á þessum tegundum. Búðirnar, sem voru með þetta lægsta verð voru KRON- og SS- búðirnar, Vöru- markaðurinn, Hagkaup og Kaup- félag Hafnfirðinga. Við skoðun á lélegri tegundun- um kom I ljós, að verðið gaf enga hugmynd um gæðin. Sem dæmi má nefna, að nokkrar lélegar teg- undir kostuðu frá 85-128 kr. pr. 100 grömm. Taka skal fram, að ein tegundin af grænum baunum, þ.e. Ross (fryst) var greinilega skemmd og getur það verið vegna rangra geymsluskilyrða en ekki dæmigert fyrir framleiðandann. Co-op (SIS) merkti slna fram- leiðslu vel. A dós, sem við keypt- um, voru eftirtalin atriði gefin upp: Nettóvigt450g, baunir 340g, lögur 1.2 dl. Því miður reyndust þessar upplýsingar ekki ná- kvæmar. I dósina vantaði 39 g af baunum og I aðra, sem keypt var til nánari athugunar, vantaði 32 g af baunum. Lögurinn var hins vegar rýmilegur. I blandaða grænmetinu snerist dæmið við. Þar var 27 g af grænmeti ofaukið. Við álítum að slfkar magnmerk- ingar séu nauðsynlegar, en þær þurfa að vera réttar og innihaldið a.m.k. ekki undir máli. Bestu kaupin Aö athuguðu máli mælum við með kaupum á eftirtöldum teg- undum, sem samræma best vöru- gæði og sæmilegt verð: Grænar baunir ★ ★ ★ Ora ★ ★ ★ Surprice £ + Co‘°P (S1S) Blandaö grænmeti ★ + * Ora Co-op (SÍS) Reykjavlk, nóvember 1977, Alda Möller Agústa Guðmundsdóttir Dóra Gunnarsdóttir Elln Arnadóttir Erla Stefánsdóttir Jón Kr. Dagsson Kristberg Kristbergsson Ólafur Þ. Reykdal Ragnhildur Þórarinsdóttir Snorri Sigmundsson Sunna Sigurðardóttir Svana H. Stefánsdóttir Þröstur Reynisson Ungir menn með hreinar hugsanir Tafla 1. Flokkun á grænum baunum eftir bragðgæðum. Góöar Surprice, þurrkaöar Owatonna, niöursoönar Ora, niöursoönar Festal, niöursoönar Jonker Fris, niöurs. Co-op, StS, niðursoðnar Libby’s, niöursoönar Sæmilegar Globus, niöursoönar K. Jóns., niöurs. Royal Norfolk. niöurs. Scana, niðurs. Veluco, niöursoönar Eldeyjarrækjan, niöurs. Leguma, niöursoönar Danica, niöursoönar Camping, niðursoönár Heldur lélegar Star, niöursoðnar Erin, þurrkaöar Stokeley, fryst Co-op enskar, niðurs. Bonduelle, niöursoönar Smedley, niöursoönar Redmans, niöursoönar Narcissus, niöursoönar Ross, fryst Village, niöursoðnar Hreint afleitar Mount Elephant, niöurs. Lockwood, niðursoönar Erin, instant Chiltern, niðurs Tafla 2. Flokkun á blönduðu grænmeti eftir bragðgæðum. Gott Ross, fryst Co-op (SlSi, niöurs. Ora, niöursoðið I.ibby’s, niðursoðið Bonduelle, niöurs. Vegall niðursoöiö Sæmilegt Lockwood, niðursoöiö Co-op (SIS), niðurs. Heldur lélegt Star, niöursoöiö Leguma, niöursoöið Smedley, niöursoöið Hreint afleitt Royal Norfolk, niöurs. Ma Ling, niöursoðiö Tafla 3. Verð á „góðum” grænum daunum. Teeund Veröpr. 100 g baunum Ora 45 kr. Surprice, þurrkaö 49 kr. Co-op (SIS) 52 kr. Jonker Fris 77 kr. Festal 84 kr. Owatonna 94 kr. Libby’s 110 kr. Tafla 4. Verð á „góðu” blönduðu grænmeti. Tpprund Verö pr. 100 g bl. grænmeti Ora 36 kr. Co-op (SÍS) 42 kr. Bonduelle 74 kr. Libby’s 90 kr. Ross, fryst 101 kr. Vegall 106 kr. Hvftt og svart I 8-Afrfku — hreinir menn og skftugir, ... eöa hvaö?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.