Þjóðviljinn - 09.12.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.12.1977, Blaðsíða 7
Föstudagur 9, desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 J...ég veit ekki betur en aö á undanförnum árum og jafnvel áratugum hafi islensk stjórnvöld veriö að burðast við að nota stjórnunaraðferðir þjóðfélaga af allt annarri stærð og gerð... Ein lítil króna Á liðnu hausti hófst hér i blað- inu umræða um svokallaðan Evrópukommúnisma, og hefur margt komið fram ansi athygl- isvert i þeirri umræðu. Ekki er að efa nauðsyn þess, að stjórn- málaflokkar ræði sem ýtarleg- ast kosti og galla þeirra kenn- inga, er þeir leggja til grund- vallarstefnu sinnii þjóðmálum. Einnig er mikilvægt að fram komi hvernig til hefur tekist með framkvæmd stefnunnar hjá öðrum þjóðum, svo draga megi af þvi réttar ályktanir og njóta þar með leiðsagnar reynslunnar. Einkum hér á íslandi hlýtur þetta að vera nauðsynlegt, vegna sérstæörar gerðar og smæðar þjöðfélagsins. Sú spurning hlýtur óhjákvæmilega að vakna, að hve miklu leyti við getum fært okkur i nyt reynslu annarra. Min skoðun er sú, að það sé ekki nema að ákaflega litlu leyti, þvi flest ef ekki öll þjóðfélög kommúnismans eru með miljónir ibúa og allt ann- arrar gerðar en hið islenska. Þar af leiðir að þótt við heim- færum þau upp á okkur i smækkaðri mynd, er nær öruggt að sllkt er ekki við hæfi. En það er hægt að finna smærri eining- ar. Þvi að á sama hátt og hægt erað koma öllum Súgfirðingum fyrir Ieinni blokk I Breiðholtinu, þá gerðu allir tslendingar vart meira en mynda þokkalega borg á mælikvarða stórþjdftar. Ef við ætlum, okkur til hægð- arauka, að læra af mistökum annarra, þá er það min skoðun að miða þurfi við sem hliðstæð- astar einingar, að stærð og gerð, svo raunhæfur lærdómur verði af dreginn. Þannig horfir málið við af minum sjónarhóli, og ég veit ekki betur en að á undan- förnum árum, og jafnvel ára- tugum, hafi Islensk stjórnvöld verið að burðast viö að nota stjórnunaraðgerðir þjóðfélaga af allt annarri stærð og gerð, enda árangur yfirleitt sam- kvæmt þvi, neikvæður. Þannig hefur — fyrir óraun- hæfar aðgerðir — sifellt verið grafið undan fjárhagslegum grundvelli lýftveldisins Island. Erlendu skuldirnar eru kannski eftir allt saman ekki hið versta, mér stendur meiri stuggur af þeirri mengun hugarfarsins og því vantrausti á gjaldmiðil okk- ar, krónuna, sem sifelld óða- verðbólga undanfarinna ára, hefur gróðursett i hugum ís- lendinga. — Þvi þóttdeila megi um gildi peninga, almennt séð, þá er heimsmynd okkar sú, að gjaldmiðils er þörf, og sjálf- stæði smáþjóðar hangir á blá- þræði, sé gjaldmiðill hennar ótraustur. 1 þvi tilliti að treysta i'slensk- an gjaldmiðil er þörf róttækra aðgerða, og búast má við að ein- hver þurfi að herða sultarólina. en hjá þvi verður vist varla komist úr þessu. Þegar þetta gerist veröum við að sjá til þess, að Alþýöubandalagið hafi þar tögl og hagldir og stjómi þeim aðgerðum; annars verða þær aldrei Islenskri alþýðu til gagns né hagsældar. Hægri öfl þjóðfélagsins hafa sýnt, svo ekki verður um villst, að þeirra eina ráð i erfiðleikum er að pina alþýðuna. Það hefur verið sagt sem svo, að vinnan göfgi manninn. En ætli islensk alþýða sé þvi sammála/að 16 stunda vinnudagur sé göfgandi. Það ef ég stórlega. Miklu frem- ur hlýtur hinn langi vinnudagur að hafa ógöfgandi og afsiðandi áhrif, og það þvi fremur að menn bera sifellt minna úr být- um, þó meira sé á sig lagt. Og hvar stöndum viö i baráttunni fyrir bættu og fegurra mannlifi? Einstöku varnarsigrar i or- ustunni um álkrónuna vega smátLþví alltaf er hún að rýrna, allar horfur eru á, að svo litil sem krónan okkar var I upphafi þessa árs, þá verði hún enn minni i árslok. Eina hugsanlega efnið i næstu myntsláttu af gerðinni króna er þvi miðað við verðgildi hið sama og notað var i nýju fötin keisarans forðum daga. íslandsdeild Amnesty International heldur samkomu i Norræna húsinu á morgun Halldór Laxness flytur ávarp „Ári hugsjónafangans ad ljúka” Halldór Laxness flytur ávarp I Norræna hdsinu á morgun. Á morgun, laugardaginn 10. desemberfer fram i Osló formleg afhending friðarverðlauna Nóbels, sem Alþjóðasamtökin Amnesty International hlutu i ár. Af þvi tilefni og vegna loka sér- stakrar baráttuherferðar al- þjóðasamtakanna undir kjörorð- inu ,,Ar hugsjónafangans”, efnir íslandsdeild Amnesty Inter- national til samkomu i Norræna húsinu þennan dag klukkan tvö siðdegis. Þar flytur Halldór Lax- ness, rithöfundur ávarp, Björn Þ. Guðmundsson, borgardómari heldur erindi um samtökin og starf þeirra, Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri les ljóð, félagar úr samtökum Visnavina syngja og Manuela Wiesler Helmóðsdóttir og Helga Ingólfsdóttir leika sam- leik á flautu og sembal. Auk samkomuhalds ýmiSsa landsdeilda viða um heim mark- ar aðalstjórn Amnesty Inter- national I London þessi tfmamót með ýmsu móti. t dag, miðviku- daginn 7. desember afhendir full- trúi samtakanna i aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna I New York Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóra S.Þ. lista með undirskrift- um rúmlega miljón manna undir áskorun um, að allir hugsjóna- fangar { heiminum veröi þegar látnir lausir. Meðal þeirra, sem skrifað hafa undir þessa áskorun, eru ellefu stjórnar- og rikisleiðtogar, hundruð þingmanna, stjórnir tuga alþjóölegra samtaka, sem telja innan sinna vébanda sam- tals meira en áttatiu miljónir manna i 133 þjóölöndum: enn- fremur 45 Nóbelsverðlaunahafar. Einnig má geta þess að fjögur hundruð manns skrifuðu undir áskorunina i Póllandi, en þar voru stuðningsmenn Amnesty International handteknir, þegar þeir voru staðnir að þvi aö safna undirskriftum. Nær þrettán hundruð Islendingar skrifuðu undir þessa áskorun um frelsi til handa hugsjónaföngum um allan heim. Fimmtudaginn 8. desember verður birt i London slðasta árs- skýrsla Amnesty International og jafnframt hin mesta til þessa I sextánára sögu samtakanna. Þar kemur fram, að mannréttindi eru brotin freklega I tveimur þriðju hlutum allra rfkja heims, en i skýrslunni er getið ástands og tið- inda I 117 löndum. Fram kemur i skýrslunni, að i ýmsum löndum hefur taisverður fjöldi pólitiskra fanga og annarra hugsjónafanga verið látinn laus á timabilinu frá 1. júli 1976 til jafn- lengdar i ár, sem skýrslan nær yf- ir, en annars staðar hefur ástand- ið versnað til muna. Dagana 10. — 11. desember gangast samtökin Amnesty Inter- national fyrir alþjóðlegri ráð- stefnu i Stokkhólmi um dauða- refsinguna. Sitja hana á annað húndrað manna, þar á meðal einn stjórnarmanna Islandsdeildar- innar, Friðgeir Björnsson, lög- fræðingur. Hyggjast samtökin leggja sérstaka áherslu á baráttu fyrir afnámi dauðarefsingar á næsta starfsári, en það hefur ver- ið eitt af meginmarkmiðum sam- takanna frá upphafi. Þau eru: a) að vinna að því að þeir, sem fang- elsaðir eru, hafðir I haldi eða hindraðir á annan hátt, eða að öðru leyti beittir þvingunum eða takmörkunum vegna skoðana, sem þeir eru sannfærðir um, eða sökum kynþáttalegs uppruna, lit- arháttar eða tungu, verði leystir úr haldi og fjölskyldum þeirra veitt sú aðstoð, sem þörf krefur, að þvi tilskyldu, að þeir hafi ekki beitt ofbeldieða stuðlað að þvi; b) aft berjast gegn dauðarefsingu og hvers konar pyntingum eða slæmri meðferð á hverjum þeim, sem fangelsaður er, hafður I haldi efta hindraður á annan hátt I trássi við fyrirmæli Mannrétt- indayfirlýsingar Sameinuðu Þjóðanna; c) að berjast með öll- um tiltækum ráðum gegn þvi að þeim, sem hafðir eru i haldi vegna sannfæringar sinnar eða stjórnmálaskoðana, verði haldið án þess að dómsrannsókn fari fram innan rýmilegs tima, eða gegn hvers konar málsmeðferð varðandi slika fanga, er ekki samræmist viðurkenndum regl- um, sem tryggja réttláta dóms- rannsókn. tslandsdeild Amnesty Inter- national var stofnuð árið 1974. Fé- lagar hennar eru nú þrjú hundr- uö. Núverandi stjórn skipa: Margrét R. Bjarnason, frétta- maður, formaður, Ingi Karl Jó- hannesson, frkv.stj. varaformað- ur, Gerður Helgadóttir, læknarit- ari gjaldkeri, Jóna Lfsa Þor- steinsdóttir, kennari, ritari og meðstjórnandi og lögfræðilegur ráðunautur Friðgeir Björnsson. Auk stjórnar starfa tveir starfshópar að málefnum fanga og stjórna þeim Asgeir B. Ellerts- son, yfirlæknir og Þórir Ibsen, menntaskólanemi. Deildin er nú til húsa að Hafnarstræti 15, Reykjavik. Friöaryerdlaunin til Amnesty afhent i Osló á morgun Mannréttindi brotin freklega i 117 ríkjum Leiklistarþing 1977 Leiklistarlög veröi endurskoðuð Dagana 20. til 21. nóvember var haldið i Reykjavik leiklistarþing. Þingið sátu yfir 90 fulltrúar frá eftirtöldum aðilum: Félagi Islenskra leikritahöfunda, Féiagi tslenskra leikara, Félagi leik- stjóra á tslandi, Félagi leik- myndateiknara, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavikur, Leikfé- lagi Akureyrar, Sjónvarpinu, Otvarpinu og Bandalagi fslenskra leikfélaga. Þorsteinn ö. Stephensen setti þingið með stuttu ávarpi, þar næst ávarpaði menntamálaráð- herra Vilhjálmur Hjálmarsson þinggest*sji Þvi næst hófust um- ræður um verkefnaval og voru örnólfur Arnason og Arnar Jóns- son frummælendur. Hófust þá umræður i hópum. Unnið var i 5 hópum og skiluðu þeir svo niður- stöðum siðla dags og voru þær svo ræddar. Siðari daginn var umræðuefnið „ræktun listamannsins”; frum- mælendur voru þau Guðmundur Steinsson og Margrét Guðmunds- dóttir. Auk þess flutti Ævar R. Kvaran erindi sem hann nefndi: „Hvers á mælt mál að gjalda?”. Hófust siðan umræður i hóp- um. 1 lok þingsins létu menn ósþart i ljós ánægju meö störf þessa þings og töldu að þar hefði heppnast að koma á gagnlegri umræðu og persónulegum tengsi- um milli þeirra ýmsu aðila, sem að leiklistarmálum vinna á Is- landi. Var kjörin nefnd til að und- irbúa næsta leiklistarþing. Kvöld- verður var snæddur i boöi menntamálaráöherra, en að hon- um loknum voru dregnar saman helstu niðurstöður umræðnanna i stuttar ályktanir. Voru þær ein- róma samþykktar af þinginu og fara þær hér á eftir: Höfundar. Leiklistarþing telur að nauð- synlegt sé að bæta mjög kjör höfunda, svo að þeir geti sem mest einbeitt sér að leikritun. Þingið leggur einnig til að leik- húsum verði gert kleift að ráða höfunda til starfa. Endurskoðun leiklistar- laga. Leiklistarþing telur brýnt að leiklistarlögin frá 1977 verði end- urskoðuð strax, og ákveður að kjósa þriggja manna nefnd til þess að fylgja þvi máli eftir. 1 nefndina voru kosin: Eyvind- Framhald á 18. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.