Þjóðviljinn - 09.12.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.12.1977, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. desember 1977 Siglaugur Brynleifsson: Hungur og hagvöxtur How the Other Half Dies. The Real Reasons for World Hunger. Susan George. Penguin Books 1976. The Coming of Post-Industrial Society. A Venture in Social Forecasting. Daniel Beli. Penguin Books 1976. Daniel Bell er prófessor i fél- agsfræði við Harvard-háskólann og er vel þekktur höfundur, hefur skrifað margt um félagsfræði og pólitik. 1 þessari bók sinni ræðir hann væntanlega þróun iðn- væddra samfélaga framtiðarinn- ar og þá einkum bandarisks sam- félags. Höfundurinn slær sér i hóp fútúrologa með þessari bók sinni og meðal þeirra kennir margra misjafnra grasa, en eitt eiga þeir sameiginlegt og það er vissa um framhald tæknivæðingar og framhald gjörnýtingar hráefnis og vinnuafls i þágu samfélagsins. Bell rekur forsendur framtiðar- samfélagsins, lýsir iðnvæddum samfélögum nútimans og ræðir ýmsar kenningar um þróun sam- félaganna. Siðan tekur hann að rekja fyrstu væntanlegu breyt- ingarnar, sem hann sér örla á nú þegar, aukinn þátt þjónustu- starfa, stóraukið þekkingarmagn og hraðstigar tækniframfarir. Hann telur að stéttagerðin muni breytast. Tæknikratarnir muni mynda yfirstétt og blómi hennar verður meritokratie, hátindur teknokrata, siðan er breiður hóp- ur þeirra sem sinna þjónustu- störfum og iðju sem er stjórnað af tölvum, sem eru mataðar af völd- um sérfræðingum i hverri grein. Það má kynnast visi þessa fyrir- komulags i Japan nú á dögum. Efnahagsleg velgengni Banda- rikjanna byggist nú mjög á fjár- festingu érlendis og álitur höf- undurinn að sá þáttur efnahags- stefnunnar muni aukast eftir þvi sem Hður. Höfundurinn fjallar um fræðslumál og fræðslukerfi fram- tiðarinnar og telur, að visi þess megi nú marka i þessu kerfi nú á dögum, þar sem flest sé miðað við undirbúning „hráefnisins” undir tæknivædd samfélög, sem tilvon- andi starfslið og neysluþegna. Hann telur, að kerfið hljóti að miðast við nauðsyn samfélagsins, aukinn hagvöxt og eyðslu og þvi beri að ýta undir alla þá þætti sem þetta tvennt byggist á. Ilann telur að fræðslan muni verða áfram- '‘■ii' '»11^ haldandi, þ.e. aukin full- orðinsfræðsla til frekari starfshæfni og að þekking hvers einstaklings verði gjörnýtt i þágu þeirra stofnana og fyrirtækja sem móti stefnu framtiðarinnar. Einstaklingurinn verði að aðhæf- ast kerfinu og einkalíf verði svo til úr sögunni i þeirri mynd sem ennþá eimir eftir af. Hóplifið verði eitt helsta einkenni framtið- arinnar og tilfinningalegum þörf- um manna og smekk verði svaláð af þar til mótuðum stofnunum fjölmiðla og skemmtanaiðnaöar. Samfélagið verður algjörlega merkantiliserað undir yfirskyni velferðar, sem hægt er að hafa mikið uppúr. Mónó-smekkurinn mun rikja þvi að frávik frá honum eru sam- félaginu of dýr og innrætingin mun verða slik, að annað verður ekki hugsanlegt. Dagheimili og skólar munu gegna þvi hlutverki að móta smekk og kröfur ein- staklingsins og þar verður honum kennt ,,að taka sjálfstæðar ákvarðanir og hugsa sjálfstætt”, en það er i rauninni sama og að segja honum að glata öllum til- raunum til sjálfstæðs mats á samfélaginu, þvi að kennslan i þessum greinum byggist á þvi að aldrei sé imprað á þvi að velferð- arsamfélagið sé ekki eins og það bezt getur orðið, og að annað nafni „necrophila” og i þeim skilningi, að þeir hafi glatað öíl- um mennskum kenndum nema græðginni i efnislega hluti, dauða hluti, rúnir öllum þeim kenndum, sem menn nefna mennskar. Þessi manntegund eru tilvonandi fakt- orar og eru þegar orðnir faktorar fjölþjóðahringanna vitt um lönd. Og það kaldhæðnislega er að það er þetta botnfall, sem Bell nefnir „meritókratie” framtiðarinnar. Framtiðarmynd Bell’s er i stór- um dráttum: Hóplif mataðra vinnudýra sem vinna fjölþjóða hringum af einfeldingslegri holl- ustu og eru i rauninni þeirra eign og allt er þetta byggt á framhaldi mengunar og gjörnýtingar hráefna jarðarinnar og svivirði- legu arðráni þriðja heimsins eða nýtingu vinnuafls þeirra þjóða, sem lokkaðar hafa verið til þess að veita f jölþjóðahringum aðstöðu eða selstöðu vegna höfundur þær breytingar, sem orðið hafa á landbúnaði i Banda- rikjunum og viðar undanfarin ár. I stað þess að rækta landið og beita búsmala i högum er verk- smiðjubúskapur stundaður, fóður búsmalans er ræktað i stórum einingum og búsmalinn fóðraður inni, aldrei hleypt út. Á þennan hátt er hægt að framleiða meira kjöt á styttri tima en áður. Kjötneyslan eykst og þvi verður minna af afgangs korni. Bændum fækkar stöðugt i Bandarikjunum og landbúnaðurinn er i siauknum mæli rekinn af stórfyrirtækjum, sem stunda verksmiðjubúskap, en það rekstrarform krefst fjármagnsaukningar, reynt er að koma vörunni út á sem stystum tima, með sem mestum hagnaði. Ennþá heldur fjölskyldubú- reksturinn sér i Evrópu, en þar hefur verið tekinn upp verksmiðjubúskapur i hænsnarækt og svinarækt. Þetta rekstrarform verður til þess að hin stöðuga samkeppni innan þess ýtir undir stöðuga end- urnýjun og eykur kostnaðinn við framleiðsluna og þar með afurða- form samfélaga sé ekki mögu- legt. Höfuðáherslan veröur lögð á það, að nútiminn sé hátindur tækni og menningar og þvi sé arf- leifð fyrri tima þýðingarlaus. Með þeirri kenningu geta tækni- kratar og meritókratiið réttlætt rikjandi ástand fullkomlega og hins vegar mun hóplifið fyrir- byggja öll frávik frá rikjandi hugsunarhætti, ef þá verður nokkur hætta á þvi eftir heila- þvott og afmenningu sem fer fram á dagheimilum og skólum. Höfundurinn lætur hjá liða að spá lengra en til næstu aldamóta og einnig frestar hann uppgjörinu við þriðja heiminn til sama tima, segir að það uppgjör verði við- fangsefni 21. aldar. Svo að það vantar talsvert i þessa framtiðar- mynd, hún er einskorðuð við Bandarikin og vestræn lönd. En stefna nútima tæknikrata og fjölþjóðahringa er nú þegarmótuð og unnið er að þvi leynt og ljóst af þessum öflum að ná tangarhaldi á allri lifstjáningu svo ekki sé nú talað um neysluvenjur og smekk, heilaþvotturinn er ástundaður af útsmognum spekúlöntum. Neysluvenjur smábarnsins eru mótaðar i fjölmiðlum þeim, sem það hefur aðgang að, enda segja félags- fræðingar á snærum hringanna, að leggja beri áherzlu á að ná ti! smábarna sem allra viðast uppá tilvonandi neyzlumótun. Þessi öfl hafa á sinum snærum móralskt botnfall flestra samfélaga, þ.e. þá áhrifamenn, sem eru tilbúnir að selja sig fyrir fé eða tilvonandi stöður og sposlur þegar fjölþjóða- hringurinn hefur náð tangarhaldi eða aðstöðu i viðkomandi samfél- agi. Þessir hópar þjóðvillinga og vesalinga eru komnir á það stig, aö minna helst á róbóta eða Frankensteina, i rauninni dauðir menn, sú tegund sem Erich Fromm kallar þvi óhugr.anlega græðgi, heimsku og álappaháttar skillitilla forustumanna. Þegar slikar selstöðuverksmiðjur hring- anna eru komnar upp, fjölgar þeim stöðugt sem eru bundnir ■ hagsmunum hringsins, og botn- fallið er alltaf til þjónustu reiðu- búið. Bakhlið þessa framtiðar og nú- tima samfélaga er lýst æi bók Susan George „How the Other HalfDies”. Höfundurinn stundaði m.a. nám i Sorbonne, hún átti hlut að riti Rómar-klúbbsins World- Hunger: Causes and Remedies. Höfundurinn segir i inngangi að bókinni, að hún fjalli um fólk, um þau öfl i mannheimi sem ákveði hvað mikið etið sé og ákveði jafn- framt örlög fólks. Hún heldur þvi fram og færir fyrir þvi gild rök, að hungrið i heiminum stafi ekki af offjölgun mannkynsins, né uppskerubresti hér og þar eða breytingum á loftslagi, heldur einfaldlega af þvi að rikar þjóðir ráði yfir matarbirgðum heimsins pg stundi þá iðju að framleiða matvæli á sem ódýrastan hátt til þessað geta grætt sem allra mest á þeim og margfaldað afrakstur- inn með endurvinnslu matvæl- anna i ýmsum gerðum. Hún telur að fjölþjóðahringir matvæla- framleiðslu og matvælaiðnaðar eigi alla sök á hungrinu, ásamt vestrænum rikisstjórnum, sem noti hungrið i pólitiskum tilgangi, veiti vinsamlegum rikjum þriðja heimsins aðstoð i ómerkiiegum mæli en svelti þau, sem ekki dansa eftir vilja þeirra rikja, sem liggja með offramleiðslu mat- væla i haugum. Matvælaprangið, „græna bylt- ingin” og endurvinnsluiðnaður matvæla, ætlaður efnuðum þjóð- um og valdapólitik skapa hungrið i heiminum. Höfundurinn telur að afnám afskipta rikra þjóða af hungursvæðunum myndi vepða til þess að létta hungrinu. 1 fyrsta kafla bókarinnar ræðir verð, bændum stórfækkar og stærri og stærri svæði liggja i órækt, þar sem auðvelt væri að rækta korn til manneldis. Það væri þvi hægur vandi að rækta nóg korn i Bandarikjunum til að fullnægja eftirspurninni, en það borgar sig ekki sé borinn saman afraksturinn af verksmiðjubúun- um og fóðurræktinni. Það borgar sig betur að rækta korn ofan i svin, alifugla og nautgripi i verk- smiðjubúunum heldur en að rækta korn til manneldis. Þótt nægar kjötbirðir og korn- birgðir séu til staðar i Bandarikj- unum, þá á sér þar stað einnig sultur. 1972 telja opinberar bandariskar skýrslur að 10-12 miljónir manna i Bandarikjunum þjáist af hungri eða hungurkvill- um og svo myndi einnig vera i ýmsum Evrópurikjum, ef ekki kæmu til almannatrýggingar. Þegar brot af ibúafjölda Banda- rikjanna þjáist af hungurkvillum þá verður hlutfallið annað i þriðja heiminum, þar virðist helmingur ibúa margra rikja þjást af hungri eða hungurkvillum og þegar talað er um að þessar hungrandi þjóðir gætu ræktað það sem skortir, þá hefur hungrið og afleiðingar þess sligað allt frumkvæði, það hefst ekki að og er fjarri þvi að vera búið til framkvæmda. Höfundur- inn lætur liggja að þvi að það sé fjarri þvi að vera óliklegt að þeir sem haldi miklum hlutum þjóða þriðja heimsins á hungurstiginu, geri það ekki af ásettu ráði. Þvi að hinir hungruðu, sjúku og deyj- andi eru ekki liklegir til þess að hrinda af sér oki þeirra sem eru orsök hungurdauðans. Þess ber að geta að innan þriðja heimsins eru viðast hvar öfl, sem hafa allan sinn hag af þvi að ganga erinda erlendrar ásælni og eru þau alloft á snærum einhvers auðugs rikis eða fjölþjóðahringa og samsömuð þeirra hagsmun- um. Auðug riki hafa þvi aflað sér áhrifa meðal áhrifahópa i þriðja heiminum, gegn ýmiskonar frið- indum til rekstrar þar annað- hvort beint eða undir yfirskyni atvinnurekstrar, þvi eins og vitað er er mestan arð að hafa af ýmis- konar verksmiðjurekstri i lönd- um þar sem kaup er lágt og hrá- efni eða orka ódýr. Þetta er gert oft með beinum eða óbeinum mútum eða pólitiskum aðgerðum. Ohugnanlegustu dæmin um fjárfestingar erlendra aðila með- al hungrandi þjóða þriðja heims- ins er matvælaframleiðslan sem þar er rekin af ýmsum alþjóðleg- um fyrirtækjum, þar sem lúksus- vörur eru framleiddar á landi sem tekið hefur verið frá snauð- um bændum og búaliði. Ódýrt vinnuafl er þarna fyrir hendi og mútuþjónar innlendir stuðla að þvi að allt gangi hnökralaust og þeir hirða sinn skerf fyrir aðstoð- ina. Dæmi um þetta eru t.d. kjöt- framleiðsla fyrir evrópskan og bandariskan markað á ýmsum hungursvæðum i Afriku, banana- ræktin i Mið-Ameriku og aspargusframleiðsla Japaná i Brasiliu. , Höfundur rekur ýmsar sögur af glæpastarfsemi ýmissa fjölþjóða- hringa i þriðja heiminum og þeim löndum sem jaðra við hann. Hún hefur gert samanburð á öflugustu hringunum og starfsemi þeirra og telur að enginn hringanna gangi eins langt i glæpsamlegu athæfi i þriðja heiminum og svissneski hringurinn Nestle, sem ræður víða mjólkurdufts- og sætinda- mörkuðum, Unilever er einnig á þeirri skrá, ásamt fleiri. , Svo er það sú virðulega stofnun Alþjóðabankinn, sem sumir einfeldningar meðal islenskra stjórnmálamanna telja mjög svo vandað og heiðarlegt fyrirtæki. En samkvæmt lýsingu Susan George er sú stofnun algjörlega á snærum braskara fjölþjóða- hringa og þeirra rikja sem ástunda samskonar stefnu. Bank- inn lánar fé til framkvæmda, sem fulltrúar fjölþjóðahringa telja arðbærar og standa sjálfir að eða hafa náin afskipti eða gróða af. Gott dæmi um slikt eru þær virkj- anir sem gerðar hafa verið hér á landi. Búrfells og Sigölduvirkjan- ir voru fjármagnaðar vegna þess að fjölþjóðahringar náðu hag- stæðum samningum um rafmagnskaup við fulltrúa islenzku rikisstjórnarinnar, en verðið var i þá veru, að ennþá er vitnað til þessara samninga þeg- ar kunningjar úr þeim herbúðum hittast á góðri stund. Sjaldan hafa kjánalegri rafmagnssölusamn- ingar verið samþykktir af nokk- urri rikisstjórn i heiminum, enda lengi búnir að vera aðhlátursefni. Auk þessa er ísland láglauna- svæði. Höfundurinn segir að þeg- ar óskað sé fjármögnunar frá Alþjóðabankanum, þá sé venjan að litið sé á lista væntanlegra hagsmunahópa i sambandi við lánið og þeir látnir vita og siðan ráðist svarið af þeirra viðbrögð- um. Alþjóðabankinn sem ein- hverskonar hjálparstofnun van- þróaðra þjóða eða hálf van- þróaðra, er algjör lygi og þvi trúa ekki aðrir en fáfróðustu einfeldn- ingar. Aftur eru aðrir sem vita hvað klukkan slær og notfæra sér þá þekkingu oft með ágætum árangri fjárhagslega. Bók Susan George’s er einkar fróðleg og þörf hugvekja, hún byggir hana á öruggum heimild- um og eigin reynslu. 1 bókarlok ræðir hún nokkuð þá úrkosti sem hún telur liklega til þess að forða þvi að miljónir manna deyji úr hungri eða hungurkvillum ein- göngu i þeim tilgangi að banda- riskir og evrópskir hluthafar ýmissra fjölþjóðahringa megi græða sem mest á hungurdauða þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.