Þjóðviljinn - 09.12.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.12.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 9. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Barokktónlist í Bústaðakirkju á jólatónleikum Kammer- sveitarinnar Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavikur veröa nk. sunnudag, 11. desember, i Bústaöakirkju og hefjast kl. 17. Jólatónleikarnir eru helgaöir barokktónlist eins og venja er hjá Kammersveitinni. Um 20 manns munu taka þátt i flutningi verk- anna. Fjórir konsertar veröa fluttir, mjög ólikir aö uppbygg- ingu og stil, en þeir eiga þaö þó allir sameiginlegt aö vera samdir á 18. öld. A efnisskránni eru Konsert i E- dúr fyrir kontrabassa og kammersveit eftir Karl Ditters von Dittersdorf og verður ein- leikari i þvi verki Jón Sigurðsson kontrabassaleikari. Þá verður fluttur Konsert i g-moll fyrir fimm hljóðfæri eftir Antonio Vivaldi og Konsert nr. 2 i D-dúr úr „Concerts Royaux” eftir Franc- ois Couperin. Siðast á efnis- skránni verður Konsert nr. 1 i D- dúr fyrir trompet og kammer- sveit eftir Johann Melchior Molter. Einleikari i þvi verki verður Lárus Sveinsson trompet- leikari. Aðeins eitt þessara verka hefur verið flutt hér á landið áður, þótt liðnar séu rúmar tvær aldir frá þvi hið yngsta þeirra var samið. Aðgangur að tónleikum Kammersveitarinnar kostar 1000 kr., en börn og skólanemendur greiða kr. 700 fyrir miðann. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. —eös Jón Sigurösson leikur einleik á kontrabassa á jólatónleikum Kammer- sveitar Reykjavikur i Bústaöakirkju. Ný bókaútgáfa SALT gefur út fyrstu bók sina: Fylgsnið Nýstofnuö' bókaútgáfa SALT hefur sent frá sér fyrstu bók sína Fyigsnið (The Hiding Place) eftir Corrie ten Boom, en sagan gerist i Hollandi á seinni striösárunum og greinir frá kristinni fjölskyldu sem skýtur skjólshúsi yfir ofsótta gyöinga. Gisli H. Friðgeirsson þýddi. Corrie og fjölskylda hennar veita ’gyðingunum mat, peninga og húsaskjól og reyna slðan að út- vega þeim dvalarstaði viða um landið þar sem þeir geta verið ör- uggari um lif sitt. Á þennan hátt kemst Corrie i kynni við margt fólk er starfar i neðanjarðar- hreyfingunni og brátt er öll fjöl- skyldan tengd þessu hjálparstarfi áeinneða annan hátt. Þar kem- ur að þau eru gripin og send i fangabúðir en þar auðsýna þau kærleika einnig þeim er mis- þyrma þeim. Bókin er bæði spennandi og á- hrifamikil enda segir hún frá sönnum atburðum. Hún hefur selst i yfir 6 miljónum eintaka I Bandarikjunum og er einnig met- sölubók i Noregi. Setningu, prentun og bókband annaðist Prentsmiðja Hafnar- fjarðar h.f. Litgreiningu kápu- myndar og plötugerð Prisma s.f. Búsáhöld Raftæki Leikföng Gjafavörur Skrautmunir I Liverpool færðu úrvai af búsáhöldum og heimilistækjum r I Liverpool færðu leikföng, bæði dýr og ódýr. r I Liverpool færðu gjafavörur fyrir fólk á öllum aldri. r I Liverpool er úrval af austurlenskum skrautmunum Liverpool, Laugavegi 18a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.