Þjóðviljinn - 11.12.1977, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. desember 1977
Málgagn sósialisma,
xerkalýdshreyfingar
og þjóðfrelsis.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóbviljans. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóósson.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Sföumúia 6, Simi 81333
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Prentun: Blaöaprent hf.
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann.
Þeir glíma viö
sinn eigin draug
Innan Sjálfstæðisflokksins geysa nú
harðari og illvigari deilur en nokkru sinni
fyrr. Þessar deilur felast ekki lengur und-
ir sléttu yfirborði, heldur þarf nú ekki
annað en lesa Morgunblaðið og Visi til að
sannfærast um hvernig komið er.
Arásin á Gunnar Thoroddsen, iðnaðar-
ráðherra og varaformann Sjálfstæðis-
flokksins i leiðara Visis á fimmtudaginn
var einsdæmi i sögu Sjálfstæðisflokksins.
Það hefur aldrei áður gerst, að Morgun-
blaðið eða Visir veittist með slikum hætti
að einum ráðherra Sjálfstæðisflokksins,
og enn athyglisverðara er þetta, þegar
haft er i huga að Gunnar hefur i marga
áratugi verið einn allra helsti forystumað-
ur flokksins og er nú varaformaður hans.
Það eru kröfur Gunnars og félaga um
vegafé frá Washington, sem hafa sett allt i
bál i forystuliði Sjálfstæðisflokksins og
ekki siður i hópi óbreyttra liðsmanna.
1 fyrrnefndum leiðara Visis segir orð-
rétt m.a/. ,,Dr. Gunnar Thoroddsen hefur
um nokkurt skeið stundað málefnalegan
ágreining við formann flokks sins með
Aronskuhugmyndunum að því er virðist i
þvi skyni að gera honum erfitt fyrir i
leiðtogasætinu,”
Hér er ekki litið sagt. Gunnari Thorodd-
sen, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, er
með beinum orðum borið það á brýn, að
hann sitji um að gera Geir Hallgrimssyni,
formanni flokksins, bölvun, — og þess
vegna hafi Gunnar gripið hugmyndirnar
um vegafé frá Washington fegins hendi!
Og leiðarahöfundur Visis lætur þetta
ekki nægjar hann hnykkir á og segir orð-
rétt:
,,Allar ræður sinar og yfirlýsingar um
þetta efni hefur dr, Gunnar hins vegar á
þvi að segjast vera andvigur þeirri hug-
mynd að taka leigugjald fyrir vamarstöð-
ina. Hér er einungis um orðaleik að ræða.
Einu gildir hvort tekjuöflun frá varnarlið-
inu kallast leiga, söluskattur eða framlag
til vegagerðar og almannavarna. Bón-
björgin er sú sama.
.... Þær gjaldtökuhugmyndir, sem dr.
Gunnar Thoroddsen hefur gerst talsmað-
ur fyrir, byggjast fyrst og fremst á þeirri
siðferðilegu upplausn, sem orðin er i land-
inu.”
Þetta vom orð höfundar forystugreinar
Visis, og þau eru bæði stór og þung.
Gunnari Thoroddsen, iðnaðarráðherra
og varaformanni Sjálfstæðisflokksins, er
ekki aðeins borið á brýn að sitja á svikráð-
um við formann flokksins, heldur skal
Gunnar einnig brennimerkjast sem rekald
á valdi „siðferðilegrar upplausnar”.
Við leyfum okkur að spyrja: — Er hægt
að trúa slikum manni fyrir ráðherrastörf-
um og varaformennsku i stærsta stjórn-
málaflokki þjóðarinnar?
Þegar haföur er i huga sá Stóridómur,
sem fulltrúi Geirs Hallgrimssonar i sæti
ritstjóra Visis hefur kveðið upp yfir Gunn-
ari Thoroddsen, þá er ekki að undra þótt
þung orð falli á báða bóga hjá hinum ýmsu
greinahöfundum i siðum Morgunblaðsins
og Visis þessa dagana. Þannig skrifar t.d.
ungur menntamaður, Pétur Kr. Hafsteiru
Morgunblaðið sama dag og áður umrædd
forystugrein birtist i Visi. Hann segir m.a.:
,,Þeir (Islendingar) hafa léð samherjum
afnot af landi sinu i varnarskyni bæði i
eigin þágu og þeirra. En þeir hafa ekki
enn haft til að bera þrælslund beininga-
mannsins eða léttúð portkonunnar að
þiggja fégjöld”.
Það er enginn útsendari „heimskomm-
únismans”, sem skrifar þessi orð og likir
Gunnari Thoroddsen ásamt 7500 öðrum
Sjálfstæðismönnum við betlara og port-
konur. Nei, — sá sem þetta skrifar i Morg-
unblaðið er sonur fyrrverandi formanns
Sjálfstæðisflokksins, Jóhanns Hafstein.
Þau tiðkast nú svo sannarlega hin
breiðu spjótin á flokksheimili Sjálfstæðis-
flokksins, og ekki þarf að efa að uppkomin
deila á eftir að draga langan slifea.
Dr. Gunnar Thoroddsen hefur enn látið
árásunum á sig að mestu ósvarað, en fé-
lagi hans Albert Guðmundsson, sigurveg-
arinn i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i
Reykjavik,lýsti þvi yfir i rikisútvarpinu i
fyrrakvöld, að hann liti á Geir Hallgrims-
son og vopnabræður hans, sem „sértrúar-
flokk” innan „flokkseigendafélags” Sjálf-
stæðisflokksins.
Þannig ganga spjótalögin á hinu fyrr-
verandi kærleiksheimili.
í skoðanakönnun Sjálfstæðisflokksins
studdu sem kunnugt er 70 — 80% virkra
Sjálfstæðismanna i Reykjavik gjaldtöku-
hugmyndir Gunnars Thoroddsen. Þeir,
sem nú saka þennan blóma islenskrar
borgarastéttar og Sjálfstæðisflokksins um
landsöluhugmyndir, tala ekki lengur ein-
göngu upp úr Þjóðviljanum eða Atómstöð
Halldór Laxness, — þeir tala upp úr
Morgunbiaðinu og Visi.
Að þessu sinni skal þvi einu bætt hér við,
að einmitt Sjálfstæðisflokkurinn og mál-
gögn hans Morgunblaðið og Visir hafa átt
langstærstan þátt i þvi að móta þá siða-
skoðun hjá fjölda íslendinga, að allt skuli
falt fyrir peninga, að gróði og meiri gróði
sé æðsta takmarkið, að frelsi fjármagns-
ins standi ofar öðru frelsi. — Sú siðferði-
lega upplausn, sem niðurstaðan i skoð-
anakönnun Sjálfstæðisflokksins er tii
marks um, — hún er aðeins rökrétt afleið-
ing af áróðursuppeldi og herstöðvastefnu
Sjálfstæðisflokksins á undanförnum ár-
um. Þetta verða Geir Hallgrimsson og fé-
lagar hans að skilja.
Herstöðvastefnan kallar fram þjóðlega
niðurlægingu. Frelsi fjármagnsins er
ávallt siðlaust.
Þess vegna verður að senda bandariska
herinn heim. Þess vegna verður gildismat
gróðahugsjónarinnar að vikja úr öndvegi
við þá hugarfarsmótun sem pólitisk
fjöldasamtök og áhrifarikir fjölmiðlar
inna af hendi. —k.
Getnaðarvarnir fyrir karla:
Margir óttast
karlapilluna
Visindamenn og læknar búast við þvi, að ekki sið-
ar en árið 1985 verði komin á markað getnaðarvarn-
arpilla fyrir karla.
I átta stórborgum heims fara
nú fram rannsóknir á áhrifum
þessarar pillu á karla, sem hafa
fengist til þátttöku i tilraunun-
um. Allt fer það fram undir
ströngu læknisfræðilegu eftirliti
og var þvi slegið föstu á alþjóð-
legu þingi i Hamborg I fyrra, að
árangurinn væri mjög efnilegur.
En hitt er svo ekki vist — að
karlar fáist til aö taka inn þessa
LENTINU, Sikiley 22/11 Reuter
— Bóndi nokkur beið bana af
völdum eiturs, sem hann úðaði
meö efstu hæð húss sins i þeim til-
gangi að losna við músagang.
Eiginkona bónda, 13 ára sonur og
nágranni veiktust einnig alvar-
lega af völdum eitursins.
Bóndinn greip til þessa eiturs
eftir að hafa reynt að losna við
músaganginn með þar til ætluðu
eitri, en það brást.
pillu þegar hún kemur.
Aðeins um 15% þýskra karla er
t.d. reiðubúinn til að taka inn
þessa pillu ef hún kæmi á markað
á morgun. 43% vilja hugsa málið
betur áður en þeir tækju ákvörð-
un. Og 32% hafa þegar gert upp
huga sinn um það, að þeir vilji
alls ekki láta karlapilluna inn
fyrir sinar varir.
2% þeirra sem spurðir voru ját-
uðu, að þeir svæfu aldrei hjá
kvenmanni.
Aö sönnu fengust um 50% karla
til að viðurkenna að pillan gæti
verið ágæt meðal annars vegna
þess að hún hliföi konum viö ýms-
um óþægindum. En tæp 16 af
hundraði voru hræddir viö að
kynlifið yrði ekki eins skemmti-
legt og áður ef þeir færu að éta
pilluna, og um 15% óttuðust, aö
þegar til lengdar lætur muni
pilluátið gera þá náttúrulausa.
í hafróti
ástríðna
Skuggsjá hefur gefið út fjórðu
bók Barböru Cartland, t hafróti
ástriöna, Skúli Jensson þýddi.
í hafróti ástriðna er ástarsaga
sem gerist á drungalegu og glæsi-
legu óðali, Sheldon Hall.
Bókin fjallar um Sylviu Wace,
unga barnfóstru á herragaröinum
og ekkilinn Sir Robert Sheldon.
Sir Robert reisti ósýnilega en ó-
yfirstiganlega hindrun milli sin
og Silviu þrátt fyrir þá staðreynd
að þau unnust hugástum. Það
þurfti að yfirstíga margvlslega
erfiðleika áður en hamingju-
draumar þessara ungu elskenda
gátu orðið að veruleika.
Bjargvættur
hennár
Skuggsjá hefur sent frá sér
spennandi ástarsögu eftir Ther-
esu Charles. Bókin nefnist Bjarg-
vættur hennar, Andrés Kristjáns-
son islenskaði.
Bækur Theresu Charles hafa
notið vinsælda hér á landi og svo
verður væntanlega einnig meö
þessa nýju bók.