Þjóðviljinn - 11.12.1977, Síða 7

Þjóðviljinn - 11.12.1977, Síða 7
Sunnudagur 11. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 8. Ijóöabók Þorsteins frá Hamri Ljóöhús hefur gefið út áttundu ljóðabók Þorsteins frá Hamri og nefnist hún"FIÐRIÐ OR SÆNG DALADROTTNINGAR”, en nú eru fimm ár liðin siðan Þorsteinn sendi frá sér ljóðabók. Þorsteinn frá Hamrier og höfundur tveggja skáldsagna. Til skýringar á heiti bókarinnar skal vitnað til kvæðis i bókinni sem nefnist „Karlsson, Litill, Tritill og fuglarnir”. Það hefst á þessa leið: Jafnan þegar við karlssynir hyggjumst leysa vandanni logni skellur á fárviðri svo fiðrið úr sæng Daladrottn- ingar þyrlast um loft og lendur. Tekst nú ekkiað safna þvisam- anf tima,eins liklegtað drottning sjóði okkur bráðum: Nema við munum eftir náúnganum orðum hans augum og höndum kannski getum við lika kaliað á spörfugl og erum ekki framar eimr i ráöum. t bókarkynningu segir á þessa leið: „Þegar-Þorsteinn frá Hamri hóf skáldferil sinn fyrir tæpum tuttugu árum lögðu menn þegar við hlustir þvi þessi skáldraust var ekki lik neinum sem þeir höfðu heyrt áður. Jafnframt skynjuðu menn, að skáldskapur- inn var þessu skáldi alveg eðlilegt tungumál, og hann hirti hvorki um að sýnast né látast.” Ábendingar um hugrækt EINS KONAR ÞÖGN heitir bók sem geymir „ábendingar um hugrækt” eftir einn atkvæöa- mesta höfund guðspekinga hér á landi SIGVALDA HJALMARS- SON. Þessi bók er nú komin i nýrri útgáfu. Bókin reynir að svara spurn- ingum um hugrækt og leiðbeina þeim sem taka upp æfingar á þvi sviði, um skynsamlega lifshætti ofl. I formála biður höfundur les- anda að forðast asa, lesa hægt þvi þetta ,,er eiginlega ekki bók til að lesa heldur tilraun með sjálfan sig”. Hann segir þar einnig: „Þetta eru einfaldlega ábendingar um skýrari upplifun þess að vera til sem kemur af sjálfum sér þegar við lifum andartakið undanbragðalaust.” I fyrra kom út bók eftir Sig- valda sem nefnist Ilaf i dropa. Hún f jallar um yoga og austræna hugsun og gerir m.a. grein fyrir mystiskri hugsun og framlagi austrænna fræða til hugmynda um framhald lifsins og didræn fyrirbæri. Sigvaldi Hjálmarsson Kaupf élagsst j óri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Hafnfirðinga er laust til umsóknar. Skrif- legar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist formanni félagsins Herði Zóphaniassyni eða Bald- vini Einarssyni starfsmannastjóra Sam- bandsins, sem gefa nánari upplýsingar, fyrir 20. þ. mánaðar. Kaupfélagsstjóri Óskum eftir að ráða traustan kaupfélags- stjóra að félagi úti á landi. Skriflegar um- sóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Baldvini Einarssyni starfsmannastjóra Sambandsins, sem gefur nánari upplýsingar, fyrir 31. þ. mán. Hér birtist síðari hluti hins mikla ritverks um sævík- inga fyrri tíma við Breiða- fjörð/ sannar frásagnir mikillar sóknar á opnum bátum við erfiðar aðstæður, sem stundum snerist upp í vörn eða jafnvel fullan ósig- ur. Nær hvert ár var vígt skiptöpum og hrakningum, þar sem hinar horfnu hetjur buðu óbliðum örlögum byrg- inn, æðru- og óttalaust. Aflaraunin við Ægi stóð nánast óslitið árið um kring og þessir veðurglöggu, þrautseigu víkingar, snill- ingar við dragreipi, tóku íII- viðrum og sjávarháska með karlmennsku, þeir stækkuðu i stormi og stjórsjó og sýndu djörfung i dauðanum, enda var líf þeirra helgað hætt- um. — Um það bil 3000 manna er getið í mikla safni. Er andinn mikilvægari en efnið? Hefur góður hugur og fyrirbænir eitthvert gildi? Skiptir það máli hvernig þú verð lifi þinu? Þessar á- leitnu spurningar vilja vef j- ast fyrir mönnum og vist á þessi bók ekki skýlaus svör við þeim öllum, en hún und- irstrikar mikilvægi fagurra hugsana, vammlauss lífs og gildi hins góða. Hún segir einnig frá dulrænni reynslu níu kunnra manna, hugboð- um þeirra, sálförum, merk- um draumum og fleiri dul- arfullum fyrirbærum, jafn- vel samtali látins manns og lifandi, sem samleið áttu í bil. Og hér er langt viðtal við völvuna Þorbjörgu Þórðar- dóttur, sem gædd er óvenju- legum og fjölbreyttum dul- argáfum. — Vissulega á þessi bók erindi við marga, en á hún erindi við þig? Ert þú einn þeirra, sem tekur andann fram yfir efnið? KORluAKUR SIGUROSSÖf << <•Ittiot i'.yitr „ Ef ég hefði ekki vitað það, að Guð er til, mundi ég hafa trúað á hestana mína", sagði eyfirzki bóndinn Friðrik i Kálfagerði, og skáldjöfurinn Einar Bene- diktsson sagði: „Göfugra dýr en góðan íslenzkan hest getur náttúran ekki leitt fram". — Þannig hafa til- finningar íslendinga til hestsins ávallt verið og eru enn og sér þess víða merki. I riki hestsins undir strikar sterklega orð þessara manna. Þar eru leiddir fram fræðimenn og skáld, sem vinta um samskipti hestsins, mannsins og landsins, og viða er vitnað til ummæla erlendra ferða- manna. Bókin mun halda at- hygli hestamannsins ó- skiptri, eins og hófatakið eða jóreykurinn, hún mun ylja og vekja minningar, hún er óþrjótandi fróðleiks- brunnur hverjum hesta- manni, heillandi óður til ís- lands og íslenzka hestsins.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.