Þjóðviljinn - 11.12.1977, Page 12

Þjóðviljinn - 11.12.1977, Page 12
12 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 11. desember 1977 Ólafur R. Einarsson: fslensk blöö reyndust afleitar heimildir. Hér á opnunni er birt samantekt um og úr bókinni Gúttóslagurinn eftir Ólaf R. Einarsson og Einar Karl Haralds- son. í viðtali við Ólaf er fyrst að þvi spurt, af hverju Gúttóslagurinn verður bókarefni, hvað ræður mestu um það? Hátindur — Þar ræður sjálfsagt mestu, að i vitund allra þeirra sem horfa yfir sögu verklýöshreyfingarinn- ar hefur niundi nóvember 1932 öölast sess sem hátindur stétta- átaka á kjfeppuárunum. Þaö sem stuðlaraöþvi aö gera þennan dag að þessum hátindi er lika þaö, hvern sess hann hefur hlotiö i bókmenntum, með Þóröar sögu halta eftir Halldór Laxness, kvæði Jóhannesar úr Kötlum og fleiri verkum. Það er þegar búiö að færa þessa atburði i drama- VIÐTAL VIÐ ÓLAF R. EINARSSON Til hvers ad semja bók um Gúttóslaginn? tiskan búning. Annaö er þaö, aö við vildum kryfja heilt ár svolitið nánar til að prófa þá mynd sem þátttakendur atburöa hafa gefiö okkur, hvort goðsögnin um bar- áttu kreppuáranna fær staðist. En bókin f jallar ekki aöeins um Gúttóslaginn —húner um atburði ársins 1932 og það ástand sem þá rikti.Hér við bætist svo, að á veg- um sömu útgáfu, Orn og örlygur, haföi þegar komið bók um 30. mars 1949 — en á þessum tveim dögum hafa orðið langsamlega hörðustu átök i islenskri sögu á tuttugustu öld. Goðsögn og veruleiki. — Og hvernig reiðir fyrri hug- myndum um stórtiðindi ársins 1932 af við nánari skoðun? Hvaö kemur mest á óvart höfundum — og svo lesendum? — Mér finnst að „goðsögnin” fái vel staðist að þvi er varðar Gúttóslaginn sjálfan. Þetta var rammur slagur, þar sem jafnvel hæglátustu menn verða virkir og .verkamenn standa saman gegn stórárás á kjör þeirra. En þegar horft er á árið i heild, þá kemur það kannski nokkuö á óvart, að það er aðeins nokkur og ekki ýkja stór hluti verkamanna virkur i baráttunni. Þar á móti kemur, að þessi hluti verkamanna er mjög virkur. Ég held að lesendum, einkum þeim yngri, muni mest koma á óvart sú inynd af daglegu lífi sem bókin gefur, þau eymdarkjör sem alþýða manna býr við á þessum árum. Við .fjöllum ekki hvað síst um það að vera atvinnulaus. Maður heyrir stundum það við- horf standa upp úr yngri mönn- um, að kreppa geti verið ágæt — þá fái menn tima til að stúdera marxisma. En þeir vilja gleyma þvi, að það var timafrekt og nið- urdrepandi að vera á snöpum eft- ir vinnu, og að atvinnuleysi getur allt eins brotið menn niður and- lega og herða þá f róttækni. Heimildavandinn. Mér sjálfum kom það mest á óvart við gerð þessarar bókar hve islensk blöð eru vond heimild. Blaðamennskan á þessum árum er þannig, aö það er eins og Stak- steinar, A viðavangi og Klippt og skorið hefðu lagt undir sig allar siöur blaðanna: þetta eru stórpólitisk skot á vixl. Þá tökum við þánn kost að láta blöðin tala sjálf og láta lesendur um að leggja saman og draga frá. — Hvað er erfiðast við sjálfa heimildasöfnunina til slikrar bók- ar? — Þessi bók er unnin á grund- velli blaða, málsskjala og viötala við þátttakendur. Og það er erfitt og tímafrekt að fá úr þvl skorið hvað 1 raun og veru gerðist, svo mjög sem þessar heimildir stang- ast á. Þessvegna köllum við þetta lika blaðamennskusagnfræði, lát- um heimildir tala sem mest sjálf- ar, tilgreinum þær nákvæmlega. En um hvern og einn kaf la mætti sjálfsagtskrifa ítarlega fræðilega ritgerðá grundvelli heimildanna. Vildu þeir taka bæinn. — Þegar menn leggja úr af Gúttóslagnum fer þó nokkuð fýrir þeirri hugmynd, að kommúnistar hefi viljað halda áfram og „taka bæinn”. Hvað fréttuð þið um þá hlið málsins? — Ýmsar heimildir benda til þess, að borgarastéttin óttaðist valdatöku kommúnista, og stofnun varalögreglu talar skýru máli um þaö. Forystumenn Kommúnistaflokksins tóku það hinsvegar mjög skýrt fram I við- tölum, að ekkert slíkt hefði hvarflað aö þeim: þeir hefðu að- eins skorað á verkamenn að f jöl- menna á staðinn til að mótmæla kaupráni. Það bendir satt að segja allt til þess, aö þeir hafi ekki haft nein áform um að láta kné fýlgja kviði eftir aö lögreglan var nær óvig orðin. Kommúnista- flokkurinn var mjög einangraður I Reykjavik um þessar mundir, en hann er reyndar að brjótast út úr þeirri einangrun með baráttu sinni gegn atvinnuleysi. Hihsvegar læðist sá grunur að manni, að atburðirnir 9. nAfem- ber hafi haft áhrif á ýmsa þá sem siðar urðu forystumenn Sjálf- stæðisflokksins og skýri nokkuö þann ótta þeirra við valdarán kommúnista sem kemur meðal annars fram í viðræðum við Bandarikjamenn eftir strið, sem nú hafa verið birtar. Samstaða fæddist — En hvaða áhrif hafði dagur- inn helst á vinstri hluta samfé- lagsins? — Það er ekki að efa að niundi nóvember hafði mikiláhrif á sögu sósiallskar hreyfingar. Við þessa stóru atlögu á kjör manna skap- ast samstaöa stéttvíss verka- fólks. Og í þessum slag komust á tengsli sem siðar komu fram i stofnun Sósialistaflokksins 1938. Það skiptir þá miklu, að vegna drengilegrar frammistöðu sinnar i slagnum líta hinir róttækustu Héðinn Valdimarsson allt öðrum augum upp frá þessu en aðra for- ustumenn Alþýðuflokksins. Þessa verður að visu ekki vart fyrst á eftir þvi enn um a.m.k. tveggja ára skeið slást kommar og kratar sin á milli af mikilli heift. Það vakir fyrir okkur með þessari bók, að kynna mönnum hörkuna sem var I stéttaátök- unum á kreppuárunum og vekja meiri áhuga á verkalýðssögu en verið hefur uppi. Vonandi vekur þessi bók margar spurningar — sjálfsagt fleiri en hún svarar. áb. GUTTOSLAGURINN OG KREPPUTIMARNIR Kosnmgabomban 1937 Uppljóstranir Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, um handtöku- fyrirætlanir Ólafs Thors í kjölfar Gúttóslagsins gerðu út um sigur- vonir Breiðfylkingar alla íslendinga Eftir inngangskafla þar sem brugðið er upp mynd af blóðugum átökum atvinnuleysingja og lög- reglu á bæjarstjórnarfundinum i Gúttó og á götum úti 9. nóvember 1932 lita höfundar bókarinnar fram til ársins 1937. Á framboðs- fundi á Hólmavik varpaði Hermann Jónasson, forsætisráð- herra, þeirri kosningabombu, sem átti eftir að snúa gangi kosn- inganna við. „Hvað ástandið var orðið alvarlegt fyrir kosningarnar 1934 sést bezt á þvi, að eftir 9. nóvember 1932 gaf Ólafur Thors, sem dómsmálaráðherra, fyrir- skipun um það, að safna saman 400 manna liði i Sundhöilinni á næturþeii, og taka fasta og varpa i fangelsi 20 — 30 mönnum, sem talið var, að hefðu staðið að óeirð- um, þar á meðal nokkrum for- ingjum Alþýðuflokksins. Handtökurnar skipaði Ólafur Thors að framkvæma kl. 6 að nóttu. Ég neitaði sem iögregiu- stjóri að framkvæma þessa fyrir- skipan og úrskurðaði mig úr mál- inu, og Kristján Kristjánsson sem var skipaður setudómari hafði lika vit fyrir ólafi Thors. Hann neitaði einnig að framkvæma þetta verk enda hefði það senni- lega leitt blóðbað ' yfir Reykja- vik”. Þessi kosningabomba dró diik á eftir sér. Heiftarlegar deilur hóf- .ust I blöðunum. Ólafur Thors og Morgunblaðið stimpluðu forsætisráðherra ósanninda- fáann, en Alþýöublaðið og Verka- lýðsblaðið sökuöu ólaf og Sjálf- stæðisflokkinn um „fasiskar til- hneigingar”, en þeirra gætti mjög erlendis um þessar mundir. Lögreglurannsókn fylgdi i kjöl- farið. t útvarpsumræðum 16. júni var „Hermannsmálið” aðaldeilu- efnið og lauk þeim á þann veg að Ólafur Thors skoraði á Hermann að mæta sér á hólmgöngufundi á Hólmavik 18. júni, en þá var aöeins rúmur. sólarhringur til kjördags. ólafur vildi kveða niður „rógburö Hermanns” á þeim stað sem honum var komiö á kreik. Forsætisráöherra varð „tiu sinn- um verri en nokkur annar” og kom til fangbragða milli hans og ólafs I útvarpshúsinu. Glimu- kóngurinn hafði að sjáifsögðu betuc. en á kjördag Ijóstaði iii'gwaaasaa'fflc1 iwjia ID/^GrlBIL^yÐIHÐ STftRSTI QSIGUR | Aps T H tta m mlf 1 ITll J Hann varð jafn bcr að vísvltandi ' ‘ .... frammi fyrár fundarmönnutn á Hóluia- vík efns og rltstjórar Morgnnblaðsins *'» **< M*m!i» ■ vJ**. * WvméttríMa Mklptor ior*mtíMrAbhcrr*t 'Jt& ZTíir ir«t> «»«.<« ymH í faisbréfsmáiinn <%■ txú'.# t'A'*'#,. 'W rr/r’V, ’/r ■f'.y.; 4>\ i/, '<« VtotMÚ * i**"' "■*< ’r* þa* ■■*',< (trtt* *iíXt«r/ VýAjv. H ftfnten- vf '■"'■■■& ’■* '"Ai- ;*-■. t&rtá. W»> ytrr/o iM t Vr/M ■■,,: „ i'MrM-rwr ** DiúpavOt <nr Pxmm&ákn*rmá*twtu pmr nttit+G am Ur ■■ . , nr,r. (u? \**r . >**:■■/>, H I W p p 1 I o fyr\* 'Hrrnitíifv", ! '»**■ ♦•» *f VMÍAM i* VUú JtC'T. HERMANN GEFST UPPI Lýsir rannséknardéittarann og lögreglitforÍKigfáiiin Xfiigvitxii? Sinum augum litur hver á silfrið, gátu þeir sagt sem iásu biööin 19. júnf, daginn fyrir kosningar, árið 1937. Með striðsfyrirsagnaletri sögðu þau frá hólmgöngunni á Hólmavik. Morgunblaöið þvi upp að forsætisráðherra hefði ráðist á Ólaf Thors honum aö óvörum. Atti þá ólafur að hafa sagt: „Var það með svona aðferð sem þjer urðuð glimukóngur tslands um árið?”. Þannig stóð á þvi að helstu leiðtogar kosningabarátt- unnar voru á ferðalagi til og frá Hólmavik dagana fyrir kjördag 1937, og komu ekki til Reykjavik- ur fyrr en aðfararnótt hans. En aöalfregnir blaðanna á enda- spretti kosningabaráttunnar fjölluðu nær eingöngu um hand- tökumálið og viðureign Ólafs og Hermanns. Niðurlag kaflans um Hólmgönguna er á þennan veg: „Það kann að vera að margur furði sig á þvi að 9. nóvember bardaginn og eftirmáli hans skyldi verða helsta hitamál kosn- inganna tæpum fimm árum siðar. Athyglisvert er að málið veröur ekki I brennidepli kosninga- baráttunnar 1934 og Hermann Jónasson ljóstrar ekki neinu upp þá. Hvers vegna velur hann þá sumarið 1937 að beina athyglinni að Ólafi Thors og hinum stutta ráðherraferli hans i árslok 1932? í kosningunum 1937 voru and- stæðurnar i islenskum stjórnmál- um mjög skarpar. Annars vegar var „breiðfylking allra Islend- inga”, sem var kosningabanda- lag Sjálfstæðisflokksins og Bændaflokksins. Hins vegar voru stjórnarflokkarnir I „stjórn hinna vinnandi stétta”, Alþýðuflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn. Jafnframt bauð Kommúnista- flokkur íslands fram I nokkrum kjördæmum en skoraði á stuðn- ingsmenn sina að kjósa stjórnar- flokkana I öðrum kjördæmum til aö hindra „Breiðfylkinguna” i að ná meirihluta þingsæta. úrslitin urðu þau að Framsóknarflokkur- inn fékk 19 þingsæti ( + 4), Alþýöuflokkurinn 8 þingsæti (-1-2), Kommúnistaflokkurinn 3 þingsæti (Oáður). „Breiðfylking- in” tapaði fjórum þingsætum en Sunnudagur 11. desember 1977 ÞJÖ'ÐVILJINN — SIÐA 13' v«iiic vwcii a xviiicv S&pír; Jm pt V8ii5 tíu sinnum wrrl m oohkur unnar*4 i \ * f ..■•V A ■ * .-,*»■> ■< ! ; .i / - r - y \ V-U ■ypu i ’ „ A ' / ' /\ ±J \ ; \ 1 JW , r- . y> y) / ' — J fjf J ■TT'X ' * ***** »* },r;i.ð;tan viA lí«31nia\'íkur-f" nvflHl iiíinii á Ól»i fuudimi gerði! hann „Mikið helvitis kvikindi eruö þjer, ólafur, að fara svona að”, er sagt aö Hermann Jónas- son hafi sagt, þegar ólafur Thors skoraði á hann að mæta sér á fundi á Hólmavik rúmum sólarhring fyrir kjördag. Bók ólafs R. Einarssonar og Einars Karls Haraldssonar er innlegg i verklýðssögu siðari ára. Greint er frá atvinnuleysisbaráttunni árið 1932 og tiiraunum atvinnurekenda til kauplækkunar. Á árinu kom til valdbeitingar i nokkrum verstöðvum. Bókina prýða margar myndir Tryggva Magnússonar úr Speglinum og hér má sjá hvernig hann leit á hina meintu skotárás á Isleif Högnason, forystumann kommúnista i Vestmannaeyjum, en um hana er fjallaö I bókinni. n \ ^ ,-r “l »* luo**. mt* | f/S ! ) jottÍKíMS, j m $ frn _______• **•$»*«* ^ Símtal frá Siolufirði. Atvinnurekendur beittu árið 1932 rlkisfyrirtækjum fyrir sig til þess að koma fram kaup- lækkun.og urðu hatrammar deiiur I sildarverksmiðjum rikisins, m.a. á Siglufirði. 1 bók- inni er greint frá viöskiptum Sveins Benediktssonar og Guðmundar Skarphéðinssonar,' formanns verkalýösfélagsins á Siglufirði, sem lyktaði m.a. með þvi að Sveinn var geröur brottrækur frá staðnum. A þessari mynd sést „varnarliö verkalýösins” sem kemur mikiö við sögu I Gúttósiagn- um. Þótt það hafi látið mikið að sér kveða sameinuðust þennan dag verkamenn úr öilum flokkum i hamslausri reiöi sem fékk útrás i tryiltum götubardaga. Gúttóslagurinn var á ýmsan hátt vendipúnkturinn þetta baráttuár. Meöal annars varö hann þess valdandi aö gefist var upp viö frekari kaupiækkunartilraunir og vissar taugar uröu til milii forystu- manna Kommúnistaflokks íslands og róttækra manna innan Alþýðuflokksins. hefði þurft að vinna tvö til að komast I meirihlutaaðstööu. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 17 þingsæti ( + 3) en Bændaflokkur- inn 2 þingsæti (4-1). St jórnarflokkarnir úndir forystu Hermanns Jónassonar gengu til kosninga við þær að- stæður að ekki hafði tekist að uppfylla stærsta loforð „stjórnar hinna vinnandi stétta”, að draga úr atvinnuleysinu, heldur hafði það þvert á móti aukist i Reykja- vik. Þar að auki var rikjandi óánægja i vinstri armi Alþýðu- flokksins með að stjórnin skyldi ekki hafa gengið að útgerðarfyr- irtæki „Thorsaranna”, Kveldúlfi, vegna skulda þeirra við Lands- bankann. Hins vegar hafði stjórn- in verið athafnasöm á sviði atvinnu- og félagsmála, en lokun saltfiskmarkaðarins á Spáni vegna borgarastyrjaldarinnar olli erfiðleikum fyrir útfiutnings- atvinnuvegina. Stjórnarandstaðan gagnrýndi samsteypustjórn Framsóknar- og Alþýðuflokks einkum fyrir „léíega fjármálastjórn” og spurði um efnd loforðsins um „atvinnu handa öllum”. Þá þótti henni stjórnin ganga of langt I afskiptum af atvinnulifinu og gagnrýndi harðlega þá „skipu- lagshyggju” og miðstýringu sem rikisstjórnin beitti sér fyrir. Þegar Hermann hóf „uppljóstr- anir” sinar á Hölmavik nefndi hann „handtökumálið” sem dæmi úm það „hvað ástandið var orðið alvarlegt fyrir kosningarn- ar l934”.Fyrir honum hefur vak- að að bera saman timabilin 1932- 34 og stjórnartið sina 1934-37. A fyrrnefnda timabilinu hafði Framsóknarflokkurinn litil áhrif, þvi rikisstjórn Asgeirs Asgeirs- sonar var einkum undir áhrifum Sjálfstæðisflokksins og Bænda- flokksarms Framsóknarflokksins (en Bændaflokkurinn var stofn- aður af Tryggva Þórhallssyni fyrir kosningar 1934 og var klofn- ingur út úr Framsóknarflokkn- um). I kosningabaráttunni 1937 var því Hermann að verja verk „stjórnar hinna vinnandi stétta” og þurfti að höfða mjög til allra vinstri sinnaðra kjósenda aö veita stjórninni brautargengi áfram. Þvi var hagkvæmt fyrir hann aö frýja sig allri ábyrgö á aðgerðun- um 1932 og reyna að koma allri ábyrgö á Ólaf Thors sem var leið- togi stjórnarandstöðunnar. Gagn- vart vinstri sinnuðustu kjósend- unum var einnig hagkvæmt að sýna, að hann hefði I fullu tré viö Olaf Thors, þó ekki hefði hann gengiö að Kveldúlfi. Auk þess gerðu andstæðingar „breiðfylk- ingarinnar” mikið úr þvi, að kosningabandalag Sjálfstæð- iðsflokks og Bændaflokks hefði sama nafn og bandalag Francos I borgarastyrjöldinni á Spáni. Málgögn „breiðfylkingarinnar” höfðu samuð með „nöfnum” sin- um i borgarastyrjöldinni og and- stæðingar þeirra gerðu þvi mikið af því að bendla þá við fasisma. Þannig hefur „uppljóstran” Hermanns átt að undirstrika „fasisk”vinnubrögð Olafs Thors, enda lögðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ og ÞJOÐVILJINN þannig út af „uppljóstrunum” Hermanns og töldu „breiðfylkinguna” sam- svára fasistahættu. Auk þessa var hagkvæmt fyrir Hermann að beina athygli kjósenda að þvi er miöur fór i stjórnartið breiðfylk- ingarmanna er stéttaátök voru haröari. Deila þeirra Ólafs og Hermanns um „handtökumálið" var siöur en svo fyrsta stjórn- málarimman milli þeirra. Strax eftir 9. nóvember 1932 höfðu þeir deilt hart um lögreglumál. Ólafur hafði sem dómsmálaráðherra þegar gert ráðstafanir til að koma á fót varalögreglu og skip- að yfir hana sérstakan mann, Erling Pálsson. Þetta hafði i för með sér takmörkun á valdi lög- reglustjórans, Hermanns Jónas- sonar. Þetta mál kom til kasta alþingis 1933 er Magnús Gúðmundsson dómsmálaráð- herra lagði fram frumvarp um „rikislögreglu”,sem skipuð væri 10 föstum starfsmönnum og aðstoðarmönnum eftir þörfum. Alþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn snerust heiftúðlega gegn þessu frumvarpi og töldu mikla hættu á að „rikis- lögreglan”yrði notuð i vinnudeil- um. Að tillögu Hermanns var gerð sú breyting á frumvárpinu aö fyrirskipa mætti bæjarfélög- 1#\| I' ----- ' .. :r Fra r|eítarhölduaum. ut ulbknllait. Kb'i i>p*fUa«a» «r X! %!>UÍ« Gúttóslagurinn hefur lifað lengi i minningu Reykvikinga, en 7. júli 1932 kom einnig til mikiila átaka, ssm leiddu m.a. til fangeisana upp á vatn og brauð. M.a. þeirra sem gista máttu fangelsiö voru Einar Olgeirsson og Indiana Garibaldadóttir, eina konan á islandi sem hlotið hefur dóm fyrir pólitiskar sakir. Það var mikill munur á alþýðuheimilinu I Reykjavik og bústöðum broddborgaranna á kreppuárunum, en um mannlif á þessum árum er sérstakur kafli i bókinni. Hér sjást andstæðurnar i Thor Jensens hús- inu og kofaskrifli i úthverfi. um, sem hefðu yfir 1000 ibúa, að hafa 2 lögreglumenn fyrir hverja 1000 ibúa. Þannig var málið afgreitt á þingi 1933 eftir harðar umræður þar sem m.a. 9. nóvemberbardaginn var notaður sem aðalröksemd fyrir nauðsyn „rikislögreglu”. En þrátt fyrir þetta lét Magnús Guðmundsson varalögregluna starfa áfram. NÝJA DAGBLAÐIÐ greindi frá þvi, daginn sem Hermann kom með „uppljóstranirnar” á Hólmavik, hvað varalögreglan kostaði rikissjóð: „Þessi vigbúnaður ihaidsins hef- ur kostað rikissjóð sem hér segir: Arið 1932 52.182 kr, árið 1933 396.416 kr, árið 1934 11.150 kr. Alls kostaði þetta herlið rikið kr. 459.748”. Þessi rikislögregla var siðan afnumin samkvæmt kröfu Alþýðuflokksins við stjórnar- samningana 1934 eða eins og Alþýðuflokkurinn orðaöi það i stefnuskrá sinni: „i visu trausti þess, að unnt sé að stjórna þessari friðsömu þjóð með þeirri mannúð og þvi réttlæti, að úr engum deil- um þurfi að skera með hernaði og ofbeidi”. En öll þessi lögreglumál i kjölfar 9. nóvember 1932 höfðu dregið athyglina að lögreglu- stjóranum i Reykjavik, Hermanni Jónassyni, og hafa efalaust átt sinn þátt i þvi að hann varð forsætisráðherra sam- steypustjórnarinnar 1934. Jafn- framt hafði deila hans við Ólaf Thors árið 1932 og kosninga- baráttan milli þeirra 1937 áhrif að alla tið var stirt milli þeirra. Ef undan er skilin „þjóðstjórnin”, sem mynduð var árið 1939, þá sátu þeir aldrei i rikisstjórn undir forsæti hins. Ólafur Thors lýsti 9. nóvember sem „tryiltu æði ofureflis og villi- mennsku” og Hermann taldi Gúttóslaginn hafa leitt til fyr- irætlana um fjöldahandtöku árla morguns. En hvers vegna var tal- in þörf á að safna 400 manna liði og smlða fjöldann allan af trékylfum? Til að fá svör við slikri spurningu þarf að kanna i heild baráttuárið 1932 og athuga hátind stéttabaráttunnar 9. nóvember nánar”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.