Þjóðviljinn - 11.12.1977, Síða 14

Þjóðviljinn - 11.12.1977, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. desember 1977 KRISTJÁN JÓH. JÓNSSON SKRIFAR DflDuD ,,Hrunakallinn og lið hans” Titill og bókarkápa Hann er skrýtinn titíllinn á nýj- ustu bók Guðmundar Hagalins. Hun heitir: Hamingjan er ekki alltaf ótukt.það er hægt að hugsa sér að merkingin i þessu sé sú aö hamingjan sé ótukt þegar hún lætur ekki sjá sig en hins vegar ekki ótukt þegar hún hvolfist með boðaföllum yfir alla viðstadda. Ég hef satt að segja vanist ann- arri notkun á orðinu hamingja. I minni málvitund eru orðin ham- ingja og óhamingja andheiti, svipaðrar merkingar og gæfa og ógæfa. Sé þetta hugsaö þannig er hamingjan sem slik aldrei ótukt- arleg, heldur heitir hún óham- ingja þegar hún snýr við manni baki. Bókarkápan á þessu skáldverki finnst mer einstaklega ljót og leiðinleg eins og oft hendir hjá AB. Hún á sennilega að skýra efni bókarinnar fyrir lesendum, en sjón er sögu rikari. (sjá mynd). Móa-Móri Aðalpersóna þessarar sögu heitir Markús Sfveinbjarnarson og gengur lika undir nöfnunum Litli maðurinn, Móa-Móri, Mórauði kallinn, Hrunakallinn og Barna- bætir. Karl þessi er litill vexti og fádæma ljótur og skringilegur. Samtimamenn hcins eru haldnir af vel þekktri andúð á svokölluöu ljótu fólki og Móa-Móri verður aö bæta utlitið upp með þvi að skara framúr á öðrum sviðum. Þaö ger- irhann lika og það er að minu viti langbesti hluti sögunnar sem fjallar um viðureign Móra við samtið sina. Höfundarafstaðan virðist með öllu gagnrýnislaus þar sem um þetta er fjailað. Höfundur dáist greinilega mjög að Ara Dagbjarti, vini TVIarkúsar, fyrir að vera hár vexti, herðabreiður og glæsilegur. Hann dáist jafn- mikiö að Litla manninum fyrir skapstyrk hans og greind sem gerir hann að fullgildum karl- manni — jafnvel þó hann sé litill og ljótur. Móri uppnefnir sjálfan sig og litillækkar sig og gætir þess að halda þvi stöðugt á lofti aö útlits- ins vegna séu allir merkilegri en hann. Þetta skapar honum vin- sældir og þar við bætist að hann er afburða sjómaður, frábær smiður og hefur gott skopskyn. Ég fæ ekki betur séð en að i allri sögunni sé horft á Móa-Móra af sjónarhóli þeirra sem sjálfir eru sterkir og fallegir. Það er óneit- anlega skemmtilegt að snúa dæminu við og gefa sér aðra grundvallarforsendu. Það er nefnilega hægt að leggja málið þannig fyrir að það sé ekki á nokkurn hátt ámælisvert af Markúsi að vera litill og ljótur. Hefði höfundur gengið útfrá þvi og skoðað þetta samfélag sterkra og fallegra frá sjónarhorni Móra sem veröur að gera allt helmingi betur en aðrir til að teljast gjald- gengur, þá held ég að sagan hefði orðið mun kraftmeiri. Til þess að forðast allan misskilning er rétt að taka það fram að lýsingin á Móa-Móra og samtiðarmönnum hans er að mörgu leyti góð og áhrifamikil. Guðmundur G. Hagalin er hreint ágætur þegar hann skrifar um alþýðufólk á fyrri hluta þessarar aldar. Þá er persónusköpun hans oft bæði lif- andi og skemmtileg. Með þvi á ég við að persónurnar eru margvis- legar eins og i mannlifinu sjálfu. Lifskjör^þeirra gleymast heldur ekki. Sumir þurfa að strita i haröri lifsbaráttu sem markar djúp spor I persónuleika þeirra meðan auðug stertimenni dýfa ekki hendi i kalt vatn. Einn er fagur eins og Freyr meðan annar likist engu meira en púka. Allt hefur þetta áhrif á persónusköp- unina, gerir hana trúverðuga og oft hrifandi. Þetta gildir hvort tveggja um kaflann sem segir frá þvi þegar Móri missir konu sina. Samband þeirra er mjög gott og þegar hún fellur frá bugast hann fullkomlega fyrst i stað. Nú er Móra lýst sem afar skapsterkum og greindum manni og það er kannski einmitt þess vegna sem það verður áhrifarikt þegar hann bugast. Ég veit að allir kannast við þessar hundleiðinlegu skáld- sagnapersónursem eru ýmist svo hraustar eða vitrar að þeim verð-. ur hvorki afls né vits vant eða svo æðrulausar að þeim fellur aldrei tár af hvarmi hvað sem á bjátar. Eg hef fyrir mitt leyti aldrei séð að slik apparöt eigi eitthvað skylt við það sem venja er að kalla fólk. Barnabætir Þegarlfður á söguna finnstmér heldur fara að hallast á merinni. Hrunakallinn missir konu sina og bærinn brennur ofanat honum og hann flytur á mölina. Þar tekur hann nokkra vandræðaunglinga undir sinn verndarvæng, kemur þeim til manns og fær viðurnef nið Barnabætir. Frásögnin af þessum þætti ævi- skeiðs Móra finnst mér að öðrum þræöi góð en hinu slæm. Það góða og trúverðuga erþað sem snýr að Markúsi sjálfum. Hagalin lýsir honum og kynslóð hans vel eins og áður er getið. Lýsingin á ung- lingunum er aftur á móti lakari og merkilega ólik lýsingunni á kynslóð Markúsar. Börnin sem Markús kemur til þroska eru fimm talsins, f jórir strákar og ein stelpa. Þetta eru heilmiklir óknyttaunglingar og stelpan for- ingi liðsins. Hún er jafnframt barnabarn Markúsar. Hún geng- ur undir nafninu Rauðkolla og er alveg einstaklega frek. Jóseppur eða seppi vinur hennar er alveg sérstaklega þrár. Trölli er alveg ótrúlega stór og sterkur. Gosi er fádæma fyndinn og Holu Krákur er alveg einstaklega verklaginn og fæddur sjómaður.. Það hefði verið ólikt skemmtilegra ef þetta hefðu veriö venjuleg börn en ekki öll svona sérstaklega og einstak- lega hitt og þetta. Það er fleira sem kalla mættiheldur ósannfær- andi hjá þessum börnum. Til dæmis um það mætti nefna þróun Holu-Kráks. Holu-Krákur er alinn upp hjá afa sínum og ömmu, þeim Flyðru-Jóku og Jóa Lækjarkráku. Það eru stórskrýtin hjú og þeirra vegna verður drengurinn fyrir miklu aðkasti i þorpinu. Það hleypir i hann illu blóði eins og nærri má geta: hann lendiri mik- illi andstöðu við samfélag sitt og fremur æ fleiri og stærri afbrot til að hefna sTn á heiminum. Svo kemur Móa-Móri og sýnir honum vinsemd og traust og eins og sprett væri fingri ris úr ösku- stónni ötult og dugmikið for- mannsefni. Það má ef til vell segja að þetta sé fullmikið af þvi góða. I flestum tilfellum held ég að það kosti umtalsverða baráttu að koma bitrum og vonsviknum unglingi i sátt við sjálfan sig. Ég hef I þessum ritdómi farið nokkrum orðum um það sem mér finnst gott og það sem mér þykir heldur lakara við þessa bók Guð- mundar G. Hagalins. Um ritið i heild er það að segja að tvímæla- laus fengur er að útkomu þess. Guðmundur er sérstæður og um margt athyglisverður rithöfundur eins og dæmin sanna. Kristján Jóh. Jónsson Alþýðuleikhúsíð AlþýOuleikhúsiA sýnir Skollaleik á Húsavik sunnudaginn 11. desember kl. 17:00. Miðasala frá k1.15 sýningardag. - SKÁLDSAGA Haminaian er ótukt GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALlN A kápunni má sjá Móa-Móra á vegi dyggðanna. Til hliðar við hann er fagurgrænt gras þvl hann hefur svo góð áhrif á þroska og vöxt. 1 baksýn má sjá óknyttaunglingana að sparka I litil börn en yfir er mynd af bát þvi unglingarnir höfðu svo gott af að fara á sjóinn. Margiita röndin í miöjunni er iilskýranleg. Ódýr en kærkomin jólagjöf Allt til framkl Er ungur og upprennandi ljósmyndari i fjölskyldunni? Ef svo er höfum við marg- ar kærkomnar jólagjafir handa honum. Vekjum sérstaklega athygli á ódýrum en vönduðum tækjum til framköllunar. Tækin i myrkrastofuna eru mörg og i öllum verðflokkum. En hvort sem þau eru dýr eða ódýr eru þau öll jafn nauðsynleg. Þess vegna er auð- velt að finna jólagjöf sem hæfir. Höfum m.a. framköllunarbox, skurðar- hnifa, tangir, bakka, pappir, ljós, vökva, stækkara, filmualbúm o.m.fl. auk ódýrra en skemmtilegra aukahluta i myrkrastofuna. Njótið ráðlegginga starfsfólksins. J JÆus sturslrœtf 6 Si nu 22955

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.