Þjóðviljinn - 22.01.1978, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. janúar 1978
r
Arni Bergmann
skrifar
DflDuQ [^©föOiíDCinQOQðÖF
LigguÝ vegur aö brúnni?
Birgir Svan Simonarson.
Gja Iddagar.
Lystræninginn sf. 1977.
í tveim fyrstu bókum
sínum skemmti Birgir
Svan lesendum sínum með
rösklegum og oft skemmti-
legum sprettum á gagn-
rýninni yfirferð um sam-
tíðina. Hann heldur þeirri
ferð áfram í Gjalddögum
og fer víðar en áður.
Andfúlar
hraðbrautir
Birgir Svan er obbanum af
skáldum skyldur ab þvi leyti aö
hann er enginn jábróbir samtlö-
arinnar. I þessum samfellda
bálki er samtíöin fyrst og fremst
borgin, götur hennar og stybba,
tæknigræjur hennar og félagsleg
fyrirbæri. Allt er þaö hæpiö,
hvimleitt, andstyggilegt, dauöan-
um merkt. í hliöstæöum lýsingum
er algengast aö skáldin visi um
leiö til þeirrar andhverfu sem viö
áttum i óspilltri náttúru, lifi fyrri
tima. Birgir Svan sparar slika
viömiöun. Hann dreymir ekki
„frjóangan dalsins” eöa „sláttinn
og ilmandi tööuna”. En I vökunni,
segir hann.
Gerist þaö aö
tröllauknar borgir risa
niöstangir ofnar logandi
stafrófi. f
I þessari linu mætum viö forn-
um bókmenntum : nlöstöng forn-
sagna og Mene tekel Danielsbók-
ar — en tilvisanir af sllku tagi eru
einnig sjaldgæfar. Þaö kemur
reyndar fyrir, aö karl sem
„drakk portúgal og bruddi pillur”
úti á miöri umferöareyju sé
magnaöur meö þvl aö kalla hann
Róbinson Krúsó. En þegar á
heildina er litiö fer ekki mikiö
fyrir þvl aö skáldiö reyni aö
skapa sér viöspyrnu i náttúru,
hinu upprunalega segja margir,
eöa þá bókmenntum.
Vefur hans er ofinn mestan part
úr lífi borgarinnar sjálfrar, sam-
félags hennar. Og þá fer mest fyr-
ir þeirri viöleitni aö gera fjand-
skap hennar og óhugnaö áþreif-
aníegan, færa hann I beina ná-
lægö lesandans meö þvl aö láta
borgarlifiö I sifellu hverfast I llf
og starf mannsllkamans:
t glottandi baksýnisspegli
teygja úr sér andfúlar
hraöbrautir
bflar tæta meö hjartslætti
útúr nývöknuöum úthverfum.
Margt er skemmtilega gert I
þessum persónugervingum enda
þótt leikgleöi höfundar sendi hann
ööru hvoru á tvist og bast og verö-
ur útkoman upptalningarleg en
ekki marksækin.
Fjær og nær
Birgir Svan fer um alla heima
og geima. Hann er stundum á
okkar slóöum, eins og I þessari
útmálun á Kananum og vonandi
aronskunni einnig:
útum skotheldar rúöur
stara girug andlit landnema
stjörnufánar blakta viö
gljáfægö húdd
þcir fara um landiö
frá morgni til kvölds
meö gullkvigu og tendra elda
i landsfjóröúngum
En jafnoft gætum viö eins veriö
á öörum slóöum, hvar sem væri:
viö stöndum á reit i matador
leikurinn spannar hnöttinn
og I þeim leik eru dollaragrin eöa
skriödrekar fluttir um set og milli
breiddargráöa eftir þvi sem þarf-
ir kaupskaparins segja fyrir um.
Þaö er einnig til aö lögö sé
áhersla á breiöa lýsingu fremur
en sérhæföa, en á þaö aö:
þegar túnglin fyllast
veröum viö öll statistar
i slöustu stórslysamyndinni.
Hlutskipti skálda
En hvort sem viö erum stödd
fjær eöa nær, þá er Ijóst aö skáld-
iö telur hlutsinnlitt öfundsveröan.
An stóryröa dregur höfundur upp
hrollvekju, sem viö getum vel
leyft okkur aö skilja sem enn eitt
tilbrigöiö viö stefiö : hlutskipti
skálda:
ég kom þar sem drengir
spörkuöu bolta á milli sin
ég staulaöist nær
knötturinn gekk frá einum til
annars
ég skundaöi nær
knötturinn var blóöugt
höfuö mitt.
á öörum staö segir svo I sjálfslýs-
ingu, að „ég”:
brúa ár sem renna undir
hörundinu
og ætti hver maður aö geta veriö
stoltur af svo nytsamlegu starfi.
En sá er hængur á, aö brýrnar eru
smlðaðar „úr maöksmognum
oröum” og eins og segir I næstu
andrá:
þaö liggur enginn vegur
aö maöksmoginni brúnni
Stolt
er
hún
systir
þín...
Kringum húsiö læöast vegprestarnir.
30 lettnesk samtimaljóö.
Einar Bragi Islenskaöi.
Letur 1977.
Söfn þýddra ljóða eru sannarlega ekki
fyrirferöarmikil I Islenskri bókaútgáfu.
Enn siður áttu menn von á þvl, að út komi
safn ljóða sem frumort eru öll á jafn sjald-
gæfri tungu og lettnesku.
Einar Bragi á þakkir skildar fyrir sitt
framtak. Eystrasaltsþjóöir eru um margt
skyldar Norðurlandaþjóöum aö þvl er
menningararf varöar. En hlutskipti þeirra
(I átökum heimsstyrjaldar eru þau innlim-
uö I Sovétrikin, siöan hertekin af þjóðverj-
um, siöan innlimuö aftur) sem og sérstaöa
hinna baltnesku tungumála, gerir þaö aö
verkum, aö viö vitum miklu færra um
Letta, Litháa og Eistlendinga en rétt er.
Þaö er vitaskuld erfitt aö skrifa umsögn
um sllka bók. Þarna eru kvæöi eftir tíu
skáld, sex sem búa I Lettlandi en fjögur út-
lagaskáld I Svlþjóö, en þar eru Lettar all-
fjölmennir. Viö getum strax tekið fram, aö
þýöandinn hefur unniö verk sitt af vand-
virkni og smekkvísi. Ljóöin eru misjöfn, en
alltaf vandræðalausir textar.
Af eölilegum ástæöum er ekki áStæöa til
aö fjölyrða um þau ljóö, sem gætu veriö ort
i mörgum löndum — sérstæö lettnesk
meöferö yrkisefnanna mun hvort eö er
Bn&r Örsgi
Kringum húsiö
læðast
vegprestarnir
Þydd (Jóö
Frá lettneskri hátlö : útlagar og heimamenn kveðast á um samastaö I tilverunni.
varla komast I gegn um tvöfalda þýöingu.
Og er þó ýmislegt vel sagt um ást, sem tal-
ar tungum náttúrunnar (Baiba Bicole).
Eöa þá um þá fögru skekkju I talnasúlum
hagskýrslna „sem hlaust af flögri smáflugu
yfir höföi stúlkunnar viö reiknivélina”
(Irbe). Forvitnin beinist eins og eölilegt er
fyrst og fremst aö þeim ljóöum sem fjalla
um lettnesk örlög, hlutskipti þjóöar — beint
og óbeint.
Hver mun skilja?
Af útlögunum er þaö Andreijs Irbe sem
hefur orðið um þessi mál. „Söngurinn um
hana systur mina” er einna beroröast
kvæöa um þau. „Systir” skáldsins getur vel
veriö nákominn ættingi sem er eftir austan
Eystrasalts — en hún er áreiöanlega um
leið lettnesk þjóð. Og skáldiö útlæga hefur
af þvi áhyggjur aö ýmsar bækur hennar
hafa verið f jarlægöar — og hún , ,fær ekki aö
skrifa” Nema þá innra meö sér: „I hjart-
anu, I blóöinu” liggja visuorö. Irbe vonar að
einhvern daginn muni hún springa utan af
þvi sem byrgt hefur veriö inni, og „orö og
vísur fljúga ofar þökum, inn um hverja
dyrasmugu”. En þar viö bætist hin þyngsta
áhyggja Letta:
En veröa þá nokkur eyru til aö heyra,
til aö skilja oröin?
Þarna er ekki aöeins látin uppi áhyggja
skálds, sem veit aö útlagarnir munu renna
saman viö t.d. Svia fyrr eöa slöar, heldur
blátt áfram áhyggjur af framtlð þjóöarinn-
ar Lettar eru nú aðeins tæp 60% af íbúum
lands sins, en voru nálægt 70% eöa meir
fyrst eftir striö — iönvæöingin marglofaöa
og framfarinnar hafa I reynd veriö notaöar
til aö flytja rússneskumælandi fólk inn I
landiö.
Athugun höfundar er reyndar ekki laus
viö beisklega sjálfsgagnrýni. Hann ásakar
sig fyrir aö óttast samband við „systur”
sina. Kannski biöur hún þig um hjálp:
En kvlddu engu: hún mun ekki
rétta fram betlibaukinn
Stolt er hún systir þin. Stolt eins og allir
sem frusu fastir á tungunni viö járn
ofbeldisins
meöan hiti ástar þinnar steig I hlutfalli
viö fjarlægöina.
Tvlbeitt háö kemur og fram I ööru ljóöi
Erbe, „Aö liðnum 30 vetrum” (útlegðar):
Austanhafs sé ég fuglana
fella sig viö búrin
Hér sitja þeir burtflognu
hlaupnir I spik...
Orðið og rúBakurinn
Hin sovésk-léttnesku skáld eru af eölileg-
um ástæöum ekki eins opinská um lettneskt
hlutskipti. Visma Belsevica lofar oröiö,
sem öxi getur ekki höggviö, hvetur til hlifö-
arlausra oröa: „Fræ má ekki vægja akrin-
um” segir hún, „Höggviö dýpra, valdiö
sárari kvöl” segir hún einnig. Og þaö er
ekki vlst aö menn átti sig á þvl, aö I samfél-
agi takmarkaös ritfrelsis hljómar lofgjörö
um oröiö sterkar en þar sem allt má segja:
ein af þverstæðum ritskoðunar er sú, aö
vægi hins ritaöaða orös veröur stærra en
ella I vitund fólks.
Veronika Strelerteer annars sá höfundur
af heimamönnum sem mesta athygli vek-
ur. 1 ljóöinu „Landafræöi” tekur húri til
meöferðar þá tryggö viö samastaö I tilver-
unni sem manni finnst eölilegur siöferöis-
grundvöllur „I ruddalegri umturnan tlm-
anna”:
En ég mun finna aftur hús mln og götuhorn
trjágarðinn minn siilmandi
og skuggásæla dökkgula
rúgakurinn syfjaöa meö sin fullþroska öx.
og hefur þar með gefiö þaö til kynna, sem
heimamenn eiga fram yfir útlagaskáldin.
Þessi sama skáldkona getur og skrifað
tviræð kvæöieins og „Hinir dánægöu” sem
fjallar um þá sem eru óánægöir „I dýra-
garöinum” og brjótast út, en veröa siöan
leiöir á frelsinu, á „vlöáttu himins” horfa
„með söknuöi um öxl” á „rimlabúrin sln
tómu”. Hér geta menn túlkaö bæöi þröngt
(aö talaö sé undir rós um sérlettneskar aö-
stæöur) eöa þá sagt sem svo, aö höfundur
gangi i hóp allmargra höfunda úr ólikustu
löndum, sem fjallaö hafa um þverstæöur
frelsis og ófrelsis. Annaö margrætt ljóö
heitir „Spegillinn” — en þvi sýnist allavega
beint til okkar sem horfum á úr fjarska:
Spegillinn i hendi þér
sýnir andlit mitt aðeins frá annarri hliö
dapurlega grafreiti, herjaö land.
Hin sem frá snýr
kemur I ljós á morgni upprisunnar
Óþekkt mun ég deyja.
Viö komumst allavega ekki upp meö aö
telja þetta kvæði til einkamála, tilvlsun til
sögu þjóöarinnar kemur I veg fyrir þaö:
grafreitir, herjaö land.
Maris Caklais heitir eitt yngsta skáldiö i
safninu. Hann á þar eitt kvæöi, þaö lýsir
sumri tuttugu vetrum eftir striö. Þetta er
látlaus og einfaldur texti, en staöfestir aö
sönnu ekki þann oröróm, aö Caklais sé stolt
sinnar kynslóöar i Lettlandi. Kvæöinu lýkur
á dapurlegri staöhæfingu og spurningu
sömu ættar:
En maöur hefur þó til næsta máls
og eitthvaö aö klæöast
aö liönum þessum tuttugu vetrum
Meira aö segja jöröin hefur jafnaö sig
á tuttugu árum
eftir tuttugu ár er hún aö nýju viöbúin —
Hverju?
A.B.