Þjóðviljinn - 22.01.1978, Síða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN , Sunnudagur 22. janúar 1978
Sunnudagur 22. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
Hraunið gln nú yfir miöbænum Búist er viö aö hitinn i hrauninu endist tilað hita upp Vestmannaeyjakaupstaö I amk. 30-40. ár. Myndin er tekin af hrauninu á svölum vetrardegi (Ljósm.: GFr) Gámabyggöin i Vestmannaeyjum. Þeir eru bráöabirgöahúsnæði sem enn er búiöí þó aöfarið sé aö rýma þá. Hrauniö Ibaksýn.
Vantar 600 í
íbúartölu
Páll Zúphónfasson bæjarstjóri
Gamli spitalinn i Vestmannaeyjum hefur verið
gerður að ráðhúsi. Þetta virðulega hús sómir sér vel
i þvi hlutverki. Skömmu fyrir jól átti Þjóðviljinn
viðtal við bæjarstjórann Pál Zóphóniasson þar i
húsinu. Þá stóð einmitt yfir afgreiðsla fjárlaga á Al-
þingi og það var efst i huga hins unga bæjarstjóra
að rikisvaldið ætlaði að fara illa með Vestmanna-
eyinga að þessu sinni.
fyrri
„Þeir skulda okkur hundrað
miljónir vegna sjúkrahússins en
eins og stendur virðast þeir ekki
ætla að veita nema 20 miljónir til
að borga þessa skuld”, segir
hann. Það er lika niðurskurður á
framkvæmdafé til hafnarinnar.
— Mikill?
— Já, það er tvimælalaust
skoriö meira niður hjá okkur en
öðrum. Það var meiningin að
gera nýjan kaja i Norðurhöfninni
og var sú framkvæmd á fjögurra
ára áætlun. Féð er nú skorið niður
um helming.
— En er ekki höfnin að mörgu
leyti betri en fyrir gos?
— Jú hún er mun betri. Hins
vegar er löng löndunarbið á ver-
tið og það kemur sér illa fyrir
sjómenn sem vilja helst koma inn
aö kvöldi og halda út á ný um
miðja nótt. Höfnin er hjarta Vest-
mannaeyja og framkvæmdir við
hana verða að vera aðaluppistaöa
i framkvæmdum hér.
— Fór ekki mikill vikur i höfn-
ina?
— Jú. enda er verið að dýpka
hana núna. Við eigum eftir að
hreinsa 30-40 þúsund rúmmetra
úr henni og það ætlum við að gera
i vor og sumar.
— Veröur það siöasta hluti
hreinsunar eftir gos?
— Já, það má segja þaö. Þó
þyrfti að hreinsa meira af hrauni
af hafnarsvæðinu svo að hægt sé
að komast út á skansinn.
—■ Er vikurfoki alveg lokið?
— Það er nú ekkert á við það
sem var td. 1974-75. Þá var nær
ólift utandyra ef eitthvað var að
veðri. Ekki þurfti annað en einn
rokdag,þá voru rúður ónýtar.
— Hversu margir eru Vest-
mannaeyingar núna?
— Við erum 4640 skv. siðasta
manntali og okkur hefur þá aö-
eins fjölgað um 110 frá árinu á
undan. Vantar þvi enn um 600
manns til að ná fyrri ibúatölu.
— Hversu mikill hluti af núver-
andi ibúum bjó hér fyrir gos?
— Um 75%. Þúsund manns eru
nýir innflytjendur. Það eru enn
um 1700 gamlir Vestmannaeying-
ar uppi á landi.
— Hvernig standa húsnæöis-
málin?
— Húsnæði er af skornum
skammti. Það sem hefur bæst við
hefur frekar farið i aö rýmka um
lólk. Nú hefur lika verið tekin
ákvörðun um að fækka jafnt og
þétt bráðabirgðahúsnæði á næstu
5-10 árum.
— Attu þá við þessa svokölluðu
gáma?
— Já. Hver gámur er um 64 fm
og mjög hentugur til bráða-
birgða en hætt er við aö þeir verði
meö timanum annars flokks hús-
næði svo sem eins og braggarnir
voru eða Höfðaborgin og Pólarnir
i Reykjavik. Gámarnir voru
upphaflega 60 en nú er búið i tæp-
lega 50.
— Mér skilst að ungt fólk sé nú
tiltölulega fleira en var fyrir gos?
— Já, td. karlar á aldrinum 25-
35 ára og konur á aldrinum 20-25
ára eru tiltölulega fleiri.
— Hvernig liður svokallaðri
hraunveitu?
— Strax og farið var að byggja
upp Vesturbæinn var tekin
ákvörðun um fjarhitun og settur
upp bráðabirgðaketill þe. fyrir
oliudreifingu. Nú er verið að
ganga frá tengingu milli hrauns-
ins og Vesturbæjarins og viö von-
umst til að ljúka þeim fram-
kvæmdum fljótlega á árinu 1978.
— A hverju byggist hraunveit-
an?
— Kerfið er byggt upp á röra-
spirölum þar sem vatni er dælt i
gegnum varmaskipta i hrauninu.
Þar þéttist gufa. Siðan er notað
venjulegt húshitunarkerfi.
— Hversu lengi endist ykkur
varminn i hrauninu?
— Við reiknum með að hann
geti enst i 30-40 ár og kannski
lengur. Þegar hann þrýtur getum
við meö auðveldu móti fariö yfir i
rafmagnshitun eða annað. Kerfið
i götunum cg húsunum veröur til
staðar.
— Hvernig kemur hraunveitan
út fjárhagslega?
—- Gjaldskráin er ekki ósvipuð
og i hitaveitunni á Akureyri.
Hraunveitan er ódýrari en raf-
magn en mun dýrari en hitaveit-
an i Reykjavik. Stofnfram-
kvæmdir eru mjög dýrar en fjár-
magnaöar að mestu leyti með er-
lendum lánum.
— Nú er hér félagsleg þjónusta
af margvislegu tagi sem ekki var
áður. Er þetta ekki dýrt bænum?
— Rekstrargjöld hafa aukist
verulega og fé til framkvæmda er
minna að sama skapi. Hins vegar
var þessi félagslega þjónusta ein
af grundvallarforsendum þess að
fólk flyttist aftur. Sú þjónusta
sem við veitum nú getur borið 6-
10 þúsund manna bæ. Takmark
okkar er að fjölga ibúum á næstu
árum og eftir 3 ár aö ná fyrri
ibúatölu.
— Hvernig er skipulagsmálum
bæjarins háttað?
— Arið 1972 var samþykkt
skipulag til 20 ára sem við höfum i
meginatriðum farið eftir. En auð-
vitað hefur sú breyting orðið á að
gamli Miðbærinn er nú alveg i
austurhluta bæjarins. Vegna þess
hve bærinn hefur teygst vestur á
bóginn höfum við oröið að reisa
skólahús fyrir yngstu árgangana i
Vesturbænum til að stytta skóla-
leið þeirra. Nú er hins vegar i bi-
gerð að byggja þar nýjan grunn-
skóla.
—■ Ætlið þið ekki að varðveita
einhverjar húsaleifar til minja
um hamfarir gossins?
— Jú, það eru nokkur hús i
hraunjaðrinum sem við ætlum
ekki að hrófla við fyrst um sinn.
Einnig hefur komið til tals að
setja upp á nokkrum stöðum i
hrauninu spjöld með myndum af
þvi sem áöur var. Legsteinn Jóns
pislarvotts stendur nú á þeim stað
þarsem áður voru Kirkjubæirnir,
aðeins 70 metrum ofar.
— Hér hefur verið mikill ferða-
mannastraumur eftir gos. Hvaöa
þjónusta er þeim látin i té?
— Litil önnur en að fara með þá
um eyjuna þar sem langflestir
þeirra stoppa aðeins i 2-3 tima.
Spurningin er sú hvort viö ættum
að leggja meira upp úr ferða-
mannastraumnum. Bæjarsjóður
býður nú upp á betri tjaldaðstöðu
en áður við gamla golfskálann.
Þar er eldunaraöstaða og klósett
Hjálparsveit skáta rekur hann
fyrir bæinn.
— Norðurlandabúar gáfu mikið
fé til Vestmannaeyja eftir gos.
Sýna þeir ekki mikinn áhuga enn-
þá?
— Jú, mjög mikinn. Við reynum
að sýna þeim þakklæti fyrir veitta
aðstoð. Gjafaféð hefur farið i
barnaheimilin, elliheimilið,
iþróttamiðstöðina og sjúkrahúsiö.
Arsfundur norrænu félaganna var
haldinn hér i haust og mikið er
um opinberar og óopinberar
heimsóknir. 1 sumar verður hér
mikið um að vera. Þá verður hér
mikil menningarvika með
einkunnaroröunum Maðurinn viö
hafið eöa eitthvað i þeim dúr sem
Menningarmálasjóður Norður-
landa styrkir. Það er ASl, verka-
lýðsfélögin, bæjarfélagið og fyrir-
tækin i bænum sem gangast sam-
eiginlega fyrir þessari viku.
Reynt verður aö virkja alla
mögulega aðila til þátttöku. Hér
veröa sýningar, ráöstefnur og
hvers kyns menningarviðburöir.
Búist er við að Noröurlandabúar
fjölmenni og hér komi jafnvel
heilt skip með þátttakendum það-
an.
— G.Fr
MINNINGAR ÚR GOSI
Hér sitja þær frá vinstri Gunnlaug Einarsdóttir, Stella Hauksdóttir og Ólöf Þórarinsdóttir. Börnin eru Linda Reynisdóttir (6ára), Guðmundur
Jónsson (6ára) og Emil Þór Reynisson (5 ára). Ólöf á Lindu og Emii en Stella Guömund. (Ljósm.: GFr)
/,Það eina sem ég pæii
í er að ég ætla að verða
sniðugri en síðast og fara
ekki hænufet frá Eyjum
fyrr en örugglega hefur
verið gengið frá húsi og
búslóð". Þetta sagði ólöf
Þórarinsdóttir í samtali
við blaðamann Þjóðviljans
þegar hann spurði hana
fyrir jól hvort hún hug-
leiddi aldrei að nýtt gos
gæti orðið. Húsið hennar
sprakk í loft upp í gosinu
vegna gasmyndunar.
Blaðamaður spjallaði við
ólöfu dagstund yfir kaffi-
bolla áSamt móður hennar,
Gunnlaugu Einarsdóttur,
og Stellu Hauksdóttur en
þær vinna allar i Vinnslu-
stöðinni i Eyjum.
—- Eruö þiö allar innfæddar?
Gunnlaug: Eg hef átt heima
hérna siðan 1941 að undanteknum
8 árum uppi á landi og ég sá eftir
þeim tima héðan. Ég komst aldr-
ei i samband viö fólkið þar. Hugs-
unarhátturinn er allt ööru visi.
— Hvernig þá?
— Þetta var upp I sveit og mað-
ur var litinn hornauga vegna póli-
tiskra skoðana. Það var ekki gott
að vera kommi. Hérna rlfst mað-
ur og svo er það búiö.
— Þið hafið veriö komin til
baka fyrir gos?
— Já, við fíuttum til baka haust-
iO fynr gos en áttum ekki hús hér
svo aö við urðum ekki fyrir miklu
eignatjóni.
Stella: Ég flutti hingaö 10 ára
með foreldrum minum og er ekki
á þeim buxunum aö fara aftur. Ef
ég fer frá Vestmannaeyjum þá
flyt ég eitthvað langt i burtu frá
Islandi en alls ekki til Reykjavik-
ur.
— Voruð þið þar meðan á gos-
inu stóð?
Stella: Ég var á Stokkseyri og
þar var ágætt aö vera. Við vorum
þar um tima tvær I torfkofa með
fjölum ofan á moldinni og smá-
eldhúsi án þæginda og gátum
varla snúiö okkur inni. En ef
maður fór út aö skemmta sér td.
til Reykjavlkur varð maður fyrir
miklu aðkasti. Einu sinni var það
tekið fram að það væri allt i lagi
að við splæstum áfengi og siga-
rettum af þvi aðviö fengjum nóga
peninga úr Viðlagasjóöi.
— Þú misstir algjörlega þina
búslóð, Ólöf. Hvað fékkstu mikiö I
bætur?
— Ég fékk 198.000 krónur og
kom mjög vel út miöað við marga
aðra.
Gunnlaug: Margt fólk lét okkur
i friði en eins og alltaf varð maður
meira var við hina.
Stella: Það var ekki nema einn
og einn sem maður fann að var
raunverulegur vinur.
Gunnlaug: Sonur minn varð
fyrir aðkasti á balli fyrir austan
fjall og eina svariö sem hann fékk
þegar hann innti eftir ástæðum
var að Vestmannaeyingar ættu
ekki að láta sjá sig á balli fyrir
austan fjall.
Stella: Við erum fólk lika.
Gunnlaug: Þegar litlu krakk-
arnir voru sendir i sjoppu voru
þeir spuröir aö þvi hvort þeir ætl-
uðu að fara aö kaupa fyrir Við-
lagas jóöspeninga.
— Hvar varst þú?
— Ég var i Hveragerði, i sum-
arbústaö sem ágætur maður lét
okkur I té og um tima I Reykjavik
og á Selfossi.
— Eru Vestmannaeyingar
kannski öðru visi en annaö fólk?
— Það segja sumir að það sé
erfitt aö komast i samband viö þá
og sennilega virka þeir grófir við
fyrstu kynni. En þeir eru frjáls-
legir, glaöværir og söngelskir.
Viö förum alltaf aö syngja en það
er bannaö á veitingahúsum I
Reykjavik.
Stella: Ég tek það fram aö ég
heyrði aldrei óvildarrödd á
Stokksejfri.
Gunnlaug: Ég held að margir
áliti að þessar miklu gjafir hafi
runnið beint til okkar en þaö er
misskilningur. Þær fóru að mestu
leyti i þjónustustarfsemi ýmis-
konar.
— Hvernig leið gosnóttin?
Stella:Égman litiö eftir henni
nema það að ég var óskaplega
sjóveik á leiðinni til Þorlákshafn-
ar.
Gunniaug: Ég heyrði i bruna-
lúðrinum en sofnaöi aftur. Þá
kom strákurinn og sagöi að heil
gata logaöi. Þegar ég kom út var
fólk að sniglast fram og til baka
en flestir voru rólegir. Einn og
einn var þó i panik. Ætli karl-
mennirnir hafi ekki verið meira
kveifur en kvenfólkiö eins og oft-
ar. ölöf dóttir min var svo salla-
róleg aö ég hélt aö húsið hennar
yröi komiö undir hraun þegar hún
væri búin að gefa pelann og taka
sig tii.
ólöf: Já, ég ætlaöi að taka flug
daginn eftir.
Emil Þór (5 ára): Linda fór
grenjandi i bil niður i bæ.
Linda (6 ára): Ég var ekkert
grenjandi!
Stella:Nei, ég man að þú varst
ekkert grenjandi þegar þú komst
niöur i bæ.
Ólöf: Þið voruð svo litil að þið
munið ekkert eftir þessu.
Linda: Vist man ég þaö!
— Finnst ykkur bera á ótta við
aö hér geti aftur orðið gos?
Gunnlaug: Ekki nú oröiö.
Fyrsta veturinn bar dálitið á þvi.
Ef maður heyröi eitthvað fór
maður strax að gá.
Stella: Ef veðriö er mjög gott,
rólegt og stillt eins og logn sé á
undan stormi finn ég stundum til
ótta. Annars liður mér mjög vel.
— Þið hafið veriö óöfúsar að
koma aftur?
— Já, það var aðallega eldra
fólkiö sem treysti sér ekki til að
koma aftur. Það bjó svo margt i
gömlum húsum i Austurbænum
sem fóru undir hraun. Hins vegar
voru unglingar og krakkar mjög
spenntir að koma aftur enda var
ekki lift fyrir þá i landi. Litið var
á unglinga úr Vestmannaeyjum i
Reykjavik eins og litið er á nigg-
ara i Suðurrikjum Bandarikj-
anna, það var kannski litið á okk-
ur sem Islendinga en ekki fyrsta
flokks.
Stella: Ég held að unga fólkið i
Eyjum hafi þjappast saman á
ákveðinn hátt eftir gos.
— Ykkur væri þá ekki ljúft aö
þurfa að flýja i annað sinn?
ólöf: Ég held að viö förum ekk-
ert að troða okkur upp á lands-
menn aftur.
Stella: Ég færi til Noregs.
Gunnlaug: Ég held aö ég færi
frekar austur á land heldur en til
Reykjavikur.
— GFr
VIÐTAL VIÐ PÁL ZÓPHÓNÍASSON BÆJARSTJÖRA 1 S SPJALLAÐ VIÐ ÞRJÁR KONUR í EYJUM