Þjóðviljinn - 22.01.1978, Side 14

Þjóðviljinn - 22.01.1978, Side 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. janúar 1978 [ umræðuþætti sjón- varpsins um íslenska kvik- myndagerð s.l. mánudags- kvöld kom ýmislegt mark- vert fram, enda viðfangs- efnið mikilvægt og alltof sjaldgæft að því séu gerð einhver skil í fjölmiðlum. Hinsvegar er það ævinlega svo með þætti einsog þenn- an, að þeir vekja fleiri spurningar en þeir geta svarað — og við það er vissulega ekkert að at- huga. Hlutverk sjónvarps er ekki eingöngu að fræða og skemmta, heldur einnig — og ekki síst — að vekja menn til umhugsunar, hvetja þá til að halda Lénharður: Mæpið að trúa á sögu- leg viðfangsefni. Saga Borgarættarinnar filmuð i Reykjavik 1919. Islensk kvikmyndagerð áfram umræðunum þegar slökkt hefur verið á sjón- varpstækinu. Og hvaö skyldi svo alþýða landsins hafa hugsað þegar hún reis úr hægindastólnum sinum til aö slökkva á imbanum á mánu- daginn var? Startgjald og Snorri Margir hafa vafalaust fengið þá hugmynd að á tslandi vantaði ekkert nema „startfé” til þess aö hér risi upp stórfenglegur kvik- myndaiðnaöur sem tæki upp þráðinn þar sem Snorri Sturluson sleppti honum, og gerði okkur aft- ur heimsfræg. Það er bæði satt og rétt, að kvikmynd verður ekki til nema peningar séu fyrir hendi. Nú litur út fyrir að yfirvöld þessa lands séu að uppgötva þessa „nýju” listgrein. Timi til kominn, segja gárungarnir og benda á þá óum- flýjanlegu staöreynd að „nýja” listgreinin veröur 83 ára á þessu ári. Engu að siður er það fagnaö- arefni aö likur á opinberum stuðningi við kvikmyndagerð fara nú vaxandi, brekkubóndinn er aö velta fyrir sér frumvarpi þar að iútandi og hefur góö orö um aö þaö verði bráðum að lög- um. Þarmeö væri stór vandi leystur og málið komið af staö, steinninn farinn að velta. Eiður Guðnason varpaði þeirri spurningu fram i þættinum hvort peningarnir væru eina vandamál- ið. Það er I sjálfu sér eðlilegt, að menn sem eru að basla við kvik- myndagerð I fátækt sinni svari þessari spurningu játandi. Þeir ganga með hausinn fullan af góö- um hugmyndum, sem geta ekki oröiö aö veruleika fyrren einhver tekur að sér aö fjármagna þær. En ég er nú samt þeirrar skoöun- ar, að þá fyrst myndu vandamál- in byrja aö hrannast upp, þegar peningarnir lægju á boröinu. Þá hljóta að vakna spurningar eins- og: til hvers eigum við aö gera kvikmyndir á Islandi, um hvað og fyrir hvern? Hvernig eigum viö að standa að framleiðslunni? Tvö vidhorf Ég þykist geta greint tvenns- konar tilhneigingar hjá þvi fólki, sem á annað borö lætur þetta mál til sin taka, og mátti reyndar merkja þær báðar I umræöuþætt- inum. Annarsvegar eru þeir, sem telja að islensk kvikmyndagerð veröi að taka mið af erlendum markaöi, keppa viö erlendar myndir, annars geti hún ekki bor- ið sig fjárhagslega. í þessu sam- bandi er gjarna talað um kvik- Sumir vilja samstarf við erlenda Rauða skikkjan. myndagerð i samvinnu viö er- lenda aðila. Eddafilm er fulltrúi þessa viðhorfs. Indriði G. er þar stjórnarformaður og vill gera kvikmynd um Islenska Vestur- fara i samvinnu við National Film Board of Canada. Guðlaug- ur Rósinkranz var formaöur Eddafilm á undan Indriða, og hann dreymdi um að kvikmynda Njálu. Hinsvegar eru menn einsog Sigurður Sverrir, Þrándur og sjálfsagt Agúst lika, þótt hans viðhorf kæmi ekki jafnskýrt fram i þættinum. Hjá þessu fólki og mörgum öðrum greini ég þá hugsun að isl. kvikmyndalist eigi aö vera hluti af menningarlifi okkar, en ekki útflutningsvara fyrst og fremst. Þegar talaö er um kvikmyndir er ekki einungis átt við langar, leiknar myndir, þaö er átt við allskonar myndir, einsog Þrándur benti réttilega á. Stoppum i gat Islendingar hafa hingaötil farið á mis við þá merkilegu reynslu að upplifa sjálfa sig, lif sitt og um- hverfi á kvikmyndatjaldi. Þegar viö förum i bió sjáum við ekki fólk sem likist okkur og á viö svipuð vandamál að striða. Viö sjáum annað fólk i öðru umhverfi. Það kæmi vissulega ekki að sök ef við sæjum allskonar fólk I fjölbreyti- aöila m.a. um ieiðir á markað — legu umhverfi, og sjálf okkur af og til. En allir vita hvernig mynd- ir eru á boöstólum I bióunum hér. Jafnvel Svarthöfða ofbýður „ang- liseringin” einsog hann orðaði það I sjónvarpsþættinum. Það er gat á islenskri menningu meðan I hana vantar kvikmynda- list og kvikmyndamenningu. Viö ættum fyrst og fremst að hugsa um að stoppa i þetta gat, áður en við förum að hugsa um, hvernig öörum kunni að lika við okkur, hvort við séum „vinsæl” úti I heimi og getum slegið I gegn eins- og skot. Ég held það sé fáránlegt að imynda sér að við séum eitt- hvað öðruvisi en aðrir. Sam- keppnin er gifurlega hörö og hafa margir farið halloka á þéim vett- vangi. Af hverju i ósköpunum ætti okkur að ganga betur en t.d. Finnum? Þeir hafa veriö að basla við þetta siðan 1907 og það er ekki fyrren núna að þeir eru að kom- ast á dagskrá á þessum marg- umtalaða heimsmarkaöi. Hafa þeir þó átt marga ágæta kvik- myndastjóra sem framleitt hafa athyglisverðar kvikmyndir. Þeim var ek verst Ég á dálitið erfitt með að sam- þykkja þá fullyrðingu sem maöur heyrir alltaf öðruhverju, aö ts- lendingasögurnar séu frábært efni I kvikmynd. Ég get varla i- myndað mér vandræðalegra at- riði en t.d. nærmynd af Guörúnu ósvífursdóttur þar sem hún seg- ir: „Þeim var ek verst er ek unna mest”. Gullöldin okkar lifir I bók- menntunum, þar á hún heima. Gildi kvikmyndalistarinnar er ekki hvaö sist fólgiö i þvi að hún gerir okkur kleift að kryf ja nútiö- ina, okkur sjálf og umhverfi okk- ar — tala til samtimamanna okk- ar á máli sem þeir skilja um hluti sem koma þeim við. Vissulega hafa sögulegar kvikmyndir sitt gildi, en aðeins ef þær varpa nýju ljósi á fortiðina, sýna okkur tengsl nútimans við fortiðina og, það sem mestu skiptir: aðeins ef þær eru geröar af meistara hönd- um. Það er enginn vandi að gera myndir einsog The Vikings eöa Rauða skikkjuna — en hverju er- um við bættari? Að þvi hlýtur aö koma að viö eignumst listafólk sem hefur bæði aðstæöur og hæfi- leika til að gera sögulegar kvik- myndir, en ég stórefast um að þær myndir verði byggöar á ts- lendingasögunum nema að svo miklu leyti sem þessar sögur verða notaðar sem heimildir viö undirbúning kvikmyndahandrit- anna. Við eigum semsé ekki að nota kvikmyndalistina til þess aö segja útlendingum, að við höfum einu sinni verið merkileg þjóö. Við eigum að nota hana til að segja sjálfum okkur aö við séum enn þjóð og viljum halda þvi áfram. Kvikmyndalistin á aö vera þáttur i islenskri menningu á sama hátt og aðrar listgreinar. Þau listaverk sem best hafa verið samin á tslandi voru ekki samin með útlenda viðtakendur I huga, þau voru samin fyrir okkur. Stundum hafa svo komið útlend- ingar og fundið eitthvað i þessum verkum sem höfðaði til þeirra, en það er önnur saga. Hvernig vinna menn? I þættinum var litillega komið inn á þaö, hvernig ætti aö skrifa fyrir kvikmyndir. Indriði hélt það væri nú ekki mikill vandi, hann hefði að visu ekkert kynnt sér það, en þetta hlyti að vera einsog hvert annað handverk. Agúst mótmælti þessu sem von er og sagði að taka þyrfti tillit til innri byggingar kvikmyndarinnar þeg- ar handritið væri skrifaö. Indriði hlýtur að hafa átt viö vinnuaö- ferðirsem byggjast á þvi að tekin er skáldsaga og henni skipt niður i „skot” — nærmyndir, fjær- myndir osfrv. — þ.e. henni er breytt i tökuhandrit án frekari bollalegginga. Þessi hugmynd um gerð kvikmyndahandrits er þvi furðulegri sem Indriði var ný- búinn aö tala um það að þegar skáldsaga væri kvikmynduð þyrfti að „rista hana á kviðinn” og að menn mættu ekki láta leiö- ast út i „textaþrældóm”. Ég verð aö viðurkenna að mótsagnir sem þessi eru ofar minum skilningi. Þó grunar mig að þarna komi fram fáfræði um eðli kvikmynd- arinnar sem teljast verður ámæl- isverð þar sem formaöur kvik- myndafyrirtækis á i hlut. Aðferðir við skrif fyrir kvik- myndir eru margar og ólikar. Sumir kvikmyndastjórar skrifa ekki neitt, hafa aðeins hugmynd i kollinum og impróvisera á staðn- um. Aðrir eru búnir aö skapa kvikmyndina á pappir áður en takan hefst. Eisenstein teiknaði t.d. hvert einstakt skot á blað áö- ur en hann tók það. Flestir fara einhvern milliveg. Þar sem kvik- myndaiðnaður er þróaöur og verkaskipting viðhöfö, er til sér- stök stétt manna sem gerir ekki annað en skrifa kvikmyndahand- rit. En hvernig sem aö er staðið er eitt vist: það þarf sérkunnáttu til að skrifa kvikmyndahandrit. Kvikmynd er ekki bók, hún lýtur öðrum lögmálum en t.d. skáld- saga eöa leikrit. Þvi segir þaö sig sjálft að það er ekki nóg að vera góður rithöfundur til að geta skrifað gott kvikmyndahandrit. Þessi sundurlausu þankabrot áttu ekki að verða nein allsherjar úttekt á vandamálum Islenskrar kvikmyndagerðar. Hugsunin að baki þeim er eiginlega fyrst og fremst sú að fá lesendur til að hugleiöa þessi mál út frá sfnum sjónarhólum. A þessu stigi máls- ins held ég að umræöa um vanda- mál islenskrar kvikmyndagerðar sé orðin timabær og nauösynleg. Sjónvarpið á þakkir skildar fyrir að hrinda þeirri umræöu af staö. i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.