Þjóðviljinn - 22.01.1978, Page 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. janúar 1978
Damned er nr. 2). Sid Vicious er
kjörinn sjötti besti bassaleikar-
inn (Jean Jacques Burnel i The
Strangles er nr. 1, og Chris
Squire i Yes er nr. 2). The
Strangles geta verið ánægöir
meö hljómborösleikaralistann.
A honum eiga þeir félagar
nefnilega tvö númer, Dave
Greenfield nr. 2 (Rick
Wakeman i Yes er nr. 1), og
Hugh Cornwell nr. 9. Listinn yfir
bestu „blönduöu” hljóöværa-
leikarana, er mjög svipaöur og
undanfarin ár. Þar er Mike Old-
field nr. 1, og Brian Eno nr. 2.
Besta söngkonan er kjörin
Julie Covington (Joan
Armatrading er nr. 2). Þaö sem
vakti mesta undrun mina viö
úrslit þessara kosninga, er aö
Bob Dylan er kjörinn næst besti
lagasmiöur ársins 1977, og ni-
undi besti söngvarinn. En hann
hefur ekki komið nálægt tón-
listaheiminum siðan um mitt
sumariö 1976. jens.
Framfarir
fráfyrri
Vísna-
plötunni
Vísur úr Visnabókinni:
(Jt um græna grundu...
Iftunn
Stjörnugjöf: ★ ★ ★ ★
Þeir sem skrifaöir eru fyrir
„(Jt Um Græna Grundu....”,
eru: Björgvin Hallldósson,
Gunnar Þóröarson og Tómas
Tómasson. Auk þeirra koma
viö sögu nokkrir tugir annara
tónlistarmanna. Mikil vinna og
miklir fjármunir hafa veriö
lagðir i þessa plötu. Enda er
strax auöheyrt að hvergi hefur
veriö kastaö til höndum. Mikið
hefur veriö nostraö við smáatr-
iði. Flestar visurnar hafa feng-
iö ný lög. Er Gunnar Þóröarson
afkastamestur i þeim efnum.
Eftir hann eru sjö lög á plötunni.
Þó aö nýju lögin séu miklu betri
en þau gömlu, þá nær ekkert
þeirra þvi að vera skemmtilegt.
Platan i heild er fremur leiöin-
leg. Þó eru margir smákaflar
athyglisveröir og sumir
skemmtilegir. Þó aö þessi plata
sé leiðinleg, þá er hún stórum
skemmtilegri en sú fyrri, sem
var eins og unnin fyrir óska-
lagaþætti barna undir 12 ára
aldri.
Einn stærsti kostur „Út Um
Græna Grundu.”, er mjög
góð hljóöblöndun og stereó. Um
vísurnar sjálfar er óþarft aö
skrifa. Þið hafiö eflaust öll veriö
neydd til aö læra þær utanað á
barnaskólanum.
Umslagiö er ljótt. En teikni-
mynd, eftir Stefán Gunnlaug
Gislason, á bakhlið þesser góð.
Textarnir fylgja ekki meö á
prenti, eflaust af þeirri ástæöu
aö allir kunna þá. Vegna deilna,
sem upp komu i sambandi við
fyrri Visnaplötuna, er rétt aö
taka þaö fram aö hérlendis hef-
ur ekki komiö út þjóðlegri popp-
plata en „Út Um Græna
Grundu..”. —jens
Vinsældakosningar NME
Nýlega birti breska
tónl istarblaöið New
Musical Express/ úrslit
nýafstaðinna vinsælda-
kosninga lesenda þess
fyrir árið 1977. Úrslitin
eru nokkuð á annan veg
undanfarin ár. Nú eru
það nefnilega ræflarokk-
ararnir, sem bókstaflega
eiga iistann.
20 efstu sæti listans yfir bestu
nýju hljómsveitina, eru ein-
göngu skipuö ræflarokkurum.
Þar er Tom Robinson i farar-
broddi (The Strangles nr. 2).
Sex Pistols er tvimælalaust
sigurvegari kosninganna.
Hljómsveitin sjálf er kjörin
besta hljómsveitin (Led
Zeppelin nr. 2), og fjóröa besta
nýja hljómsveitin. Hljómplata
hennar, Never Mind The Bollocs
Here’s TheSex Pistols.er kjörin
besta langspiliö (Heroes meö
David Bowie er nr. 2). Á listan-
um yfir bestu stuttspilin, á hún
þrjár plötur, nr. 1, 2 og 6.
Lög hennar eru talin þaö góö
aö hún er kjörin þriðji besti
lagasmiðurinn (David Bowie
nr. 1) . Johnny Rotten er kjörinn
næst besti söngvarinn (David
Bowie nr. 1). Steve Jones er
kjörinn næst besti gitarleikar-
inn (Jimmy Page i Led Zeppelin
er nr. 1). Paul Cook er kjörinn
besti trommuleikarinn (Rat
Scabies fyrrverandi meölimur i
Bob Dylan
BLOWIN’ AWAY:
fyrir alla
Joan Baez:
Blowin’ Away
Portrait / FALKINN hf
St jörnugjöf: ★ ★ ★ ★ ★
„Enn eitt listaverkiö frá Jo-
an” segir fólk yfirleitt þegar ný
plata kemurfrá einhverri bestu
söngkonu veraldar: Joan Baez.
Og vist er þaö aö plötur þessar-
ar 36áragömlu sqngkonu svikja
engan — nema síöur sé.
Lengi vel flutti Joan Baez ein-
göngu þjóðlagatónlist frá ýms-
um löndum. Eftir þvi sem timar
liöa hefur hún svo smá saman
farið út I aö semja sjálf og á
Blowin Away á hún helming
efnisins. Jafnframt þvi hefur
hún rafmagnaö hljóöfæraleik-
inn æ meir meö árunum. Joan
Baez er.baráttukona, sem berst
gegn hvers kyns ranglæti og
misrétti.
Og hún þekkir fátækt og kyn-
þáttafordóma af eigin raun.
Faöir hennar var mexikanskur
verkamaður og móöir hennar
skosk verkakona. Vegna at-
vinnuleysis o.fl. hröktust for-
eldrar hennar milli margra
staða þegar hún var barn. Hún
fæddist i New York.en var m.a.
alin upp i Irak, Kaliforniu og
Sviss.
Þegar hún var að byrja aö
vinna fyrir sér meö tónlist i
Gerdes Folk City, kynntist hún
Bob Dylan, sem þá var óþekkt
nafn. Húnhjálpaöi honum mikiö
og er óvist aö hann heföi nokk-
urn timann orðiö eitt af þremur
stærstu nöfnunum i poppheim-
inum (Bitlarnir, Presley), ef
hennar hefði ekki notiö viö á
þessum árum. Eftir aö þau uröu
heimsfræg, um svipað leiti og
Bitlarnir, hætti Dylan að beita
rödd sinni gegn óréttlæti i
heiminum. Þá var hann orðinn
rikur. Nú lifir hann sama lifi og
kapitalistarnir, sem hann gagn-
rýndiaf sem mestum móö meö-
anhann vará leiöinniá toppinn.
En Joan Baez hefur aldrei lát-
ið eftir sér að veröa rik (fjár-
hagslega). Milljónirnar hennar
fara til styrktar hinum ýmsu
málefnum. Og ólikt öllum öör-
um poppstjörnum býr hún i ör-
litlu og niöurniddu hússkrifli i
útjaðri San Francisco.
Allir hlutir á Blowin Away eru
mjög vel geröir: Jafnt textár og
lög sem flutningur og Utsetning-
ar.
Utanaökomandi efnið hefur
aldrei verið betur flutt. Sérstak-
lega áberandi er frábær flutn-
ingur Joan Baez og félaga á
gömlu góöu lögunum „Sailing”
(Rod Stewart o.fl.) og „Many A
Mile To Freedom’ (Traffic).
Einn af fjölmörgum kostum
Bolowin Away — eins og öörum
Joan Baez plötum — er að hún
er aðgengileg fyrir alla aldurs-
hópi. Þó er hún ekki
„commercial” aö neinu leyti.
Tónlistin er falleg og þægileg
áheyrnar. Má þar kenna allt frá
franskri þjóölagatónlist til
„country” og „disco/beat/blu-
es”. Þó aö Joan Baex sé há-
menntuð i tónlist, þá syngur
engin söngkona eins eðlilega og
náttúrulega og hún. Enda bera
plötur hennar, ásamt plötum
Janis Ian, höfuð og heröar yfir
plötur annara söngkvenna. Um-
slagið er skemmtilegt og text-
arnir fylgja með á nærhaldinu.
—iens
Joan Baez
Adgengileg