Þjóðviljinn - 24.01.1978, Síða 7

Þjóðviljinn - 24.01.1978, Síða 7
Þri&judagur 24. janúar 1978. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 7 Nú er það komið upp úr kafinu að þessi matur sem hefir haldið liftórunni í þjóðinni allt frá þvi hún fluttist i þetta útsker og fram á þennan dag, er að kreista úr henni liftóruna Skúli Guðjónsson, Ljótunnarstöðum: Ekki eru allar syndir guði að kenna Þegar Alþý&ubandalagsmenn eru aö viröa fyrir sér hið háa smjörfjall og stóru kjötdyngjur, er upp hafa hla&ist i landinu, á hinum siöustu og verstu timum, hafa þeir venjulega á reiðum höndum sömu skýringuna á þessum furðulegu fyrirbærum. Þetta er allt rikisstjörninni að kenna. Hún hefir þrengt svo kosti launamanna i þessu landi, að þeir hafa ekki lengur efni á þvi að éta kjöt eða drekka mjólk. Égheld hinsvegar i minni ein- feldni, að hér sé ekki á ferð nema hálfur sannleikur og tæp- lega það. Aðalorsökinni er leynt, ef til vill til þess að gera hlut rikis- stjórnarinnar sem hraksmánar- legastan,eftilvillaf öðrum sök- um enn dularfyllri. Þegar vinnulýðurinn fékk sin- ar kjarabætur um siðastliðnar sumarsólstöður og opinberir starfsmenn sina veturnótta- hýru, heföi mátt ætla, að þetta fólk langsoltið af búvöruskorti, hefði ráðist af hinni mestu græðgi á kjötdyngjurnar og smjörfjallið og sporðrennt þessuöllu á nokkrum vikum. Sú viröist þó ekki hafa orðið raunin á; þvert á móti virðist, aö þessar vörur hafi aldrei selst dræmar, en eftir að kauphækkanirnar féllu fólkinu 1 skaut. Maöur freistast þvf til að halda, að Björn Bjarnason sem frægur varð fyrir að uppgötva ómagahálsinn á bændunum hafi rétt fyrir sér, þegar hann full- yrðir að fólkið geti vel keypt bú- vörur, það vilji bara ekki éta þær. Kann þvi að sannast á hon- um hið f ornkveðna, að oft ratast kjöftugum satt á munn. Stundum heyrir maður ympr- að á því, að neysluvenjur fólks hafi breyst og þykir að þvi er manni skilst vitna um hækkandi menningarstig. Vesalings fólk- inu er vorkunn, þótt það sé ekki mjög gráðugt 1 kjöt, smjör og nýmjólk. Nú er það komið upp Ur kafinu að þessi matur, sem hefir haldið liftórunni 1 þjóðinni allt frá þvi að hún fluttist i þetta útsker og fram á þennan dag er aökreista úr henni liftóruna. Héreruekkiá ferðinni neinar kerlingabækur eða bábiljur, heldur sjálf visindin. Bókstafur vlsindanna blifur, hann bllfur allt þangað til upp risa önnur visindi, sem sanna, að hin fyrri vísindi hafi verið vitleysa. En hvenær sá dagur rennur upp, er visindi þau, sem nú erui tisku verða vegin og léttvæg fundin, skal engu um spáö. Kannski verður það ekki fyrr en þau hafa gengið af íslenskum landbúnaöi dauðum. Raunar finnst mér, sem að visindin hafi hausavixlá hlutunum þegar þau kenna óhóflegu búvöruáti um vaxandi hjartakrankleika manna. Breyttir atvinnuhættir kunna ef til vill að eiga hér meiri hlut að máli en margan grunar. Aður fyrr vann yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar hörðum höndum allan ársins hring. Nú vinnur mikill hluti fólksins ekki með likamanum, heldur andan- um,og þykir fint. Manni skilst, aö það sé einmitt sá hlutinn, sem með andanum vinnur, sem veröur hinum skæðu hjarta- sjúkdómum auðveldust bráð. Menn aka i bilnum sinum til vinnunnar, sitja svo á rassinum við hin andlegu störf i nokkra klukkutima, aka svo heim að vinnu lokinni, og i sumarfriinu leggjast þeir i sólbað á Kanari- eyjum, eða á einhverri annarri slikri strönd. Svo bilar hjartað og búvöruátinu er kennt um. Væri nú ekki ráð fyrir visind- in, að reyna að lyfta svolitið undir rassinn á þessu innisetu- fólki og fá það til að reyna svo- litið meira á skrokkinn, en það gerir. Það mætti til dæmis hugsa sér, að gripið yrði til þess hús- ráðs, sem þjóðsagan hermir að Þórður á Kleppi notaði við sjúklingana sína. Það er að láta það fólk, sem vinnur með and- anum bera sand á aðra hæð i húsi og steypa honum niður um trekt i svo sem eina klukkustund á dag. Ættu opinberir starfsmenn að knýja fram slikar kjarabætur i næsta verkfalli og fá þaö inn i samningana að slikri sandburð- araðstöðu yrði komið fyrir i hverri stofnun, sem rlki eöa bæjarfélög reka, enda yrðu þeir á fullu kaupi, meðan þeir væru I sandburðinum. Það þarf raunar ekki að taka það fram, svo sjálfsagt sem það er að á þessum jafnréttistimum yrðu konur þessara hlunninda aðnjótandi til jafns við karla. Að siðustu skal svoá það bent að sá markvissi hatramlegi áróður sem rekinn hefir veriö gegn landbúnaði, hin siðustu ár, verður naumast til þess að auka neyslu þeirra matvæla, er hann framleiðir. Það væriekkinema mannlegt þótt neytendur færuaö meðtaka þessa ólyfjan eins og heilagt sakramenti og sporðrenndu henni með hverjum kjötbita og mjólkurlögg er inn fyrir varir þeirra kæmi, og minntust þá um leið og með litilli velþóknun, mannanna með langa ómaga- hálsinn sem væru að pranga inn á þá þessum dýruog óhollu vör- um. En við með langa ómagaháls- inn, getum i rauninni ekkert gert, annað en að reyna eftir bestu getu að klóra i bakkann og reyna að trúa þvi, að á okkur sannist hið fornkveðna, að þeir lifa lengst sem með orðum eru vegnir. L jótunnarstööum, 5. janúar 1978 Skúli Guðjónsson. Minningarorð Jóhann Frímann Við fráfall mins ágæta vinar og æskufélaga Jóhanns E. Frimann er léstþann 12. þm. langar mig að minnasthans nokkrum orðum og bera fram þakkir minar til hans, nú aö skilnaði, fyrir þau einstæöu kynni er ég haföi af honum I æsku og siðar. En mig skortir orð ér hæfi. og lýst gætu þessum góða dreng og ágæta félaga sem hann var. Efst eru mér i huga minn- ingar frá okkar æskuárum, er við vorum samtima og áttum okkar góðu stundir, en félagsskapur okkar var með þeim ágætum aö engan skugga bar á. En nú á siö- ariárum, er fundum okKar bar oftar saman en um skeið, höfðum við gaman af að rifja upp okkar fyrrikynni og samveruna eystra. Nokkrum dögum áður en hann lést höfðum við ákveðið aö hittast i góðu tómi. En allt er á hverf- anda hveli og skammt milli skers og báru, lifs og dauða. Hvorugan óraði þó fyrir svo skjótri burt- kvaðningu þá. En sá hættulegi sjúkdómur er hann hafði kennt fýrir nokkru lætur ekki að sér hæða og leggur marga i gröfina fyrir aldur fram. Jóhann E. Frimann var fæddur 13. ágúst 1923 i Neskaupstað. For- eldrar hans voru Brynhildur Jónsdóttir og Einar Sveinn Frimann, er ættaöur var af Fljótsdalshéraði ogvarskáld gott og rithöfundur og birtust eftir hann ljóð og sögur i timaritum, einkum i Eimreiðinni. Þar birtist Austfjarðaþokan og mun sú saga mörgum minnisstæð. Brynhildur er ættuð af Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu, náskyld þeim merku bræðrum frá Ein- holti. Hún er enn á lifi háöldruö. Að Jóhanni stóö merkilegt gáfú- fólk i báðar ættir, og var þvi ekki að undra þótt hann væri einnig vel gefinn. En hann var bráðgáfaður maöur og auk þess skáld, þótt hann fiEkaði þvi litt. En það átti fyrir honum aö liggja að stunda sjóinn, og helga hafinu og sjó- mennskunni öll sin bestu ár, og kanski hafa ekki margir unnið öllu þarfaristörffyrir land og lýö. Eftir nám við héraösskólann að Eiöum lá leiðin beint á sjóinn, þvi að þrátt fyrir góðar námsgáfur, og efni til frekari skólagöngu hvað það snerti, i besta lagi, hneigðist samt hugur hans til sjó- mennskunnar strax i æsku. Að námi loknu viö Stýrimannaskól- ann varð ævistarf hans á sjónum, fyrst sem stýrimanns á fiskibát- um og siðan sem skipstjóra. Ég var honum samtima eitt sildar- sumar til sjós árið eftir að hann fékk stýrimannsréttindi. Minnist ég þess alveg sérstaklega hve mikið snyrtimenni hann var i allri umgengni um borð I skipinu og sá um að allt væri þar i góðu standi, enda fékk hann almennt lof fyrir, og það heyrði ég eigend- ur skipsins segja, að ekki hefðu þeir áöur haft stýrimann er svo vel hefði fyrir öllu séð og haldiö skipinu jafn vel viö sem hann. Og siöar heyrði ég aðra útgerðar- menn gefa honum svipaðan vitnisburð sem skipstjóra. Menn, sem leggja sjómennsku fyrir sig sem lifsstarf, kynn- ast yfirleitt öllum stig- um hennar, mismunandi veiðiskap með margskon- ar veiðarfærum og á misjöfn- um farkostum. Sú kynslóð, sem veriö hefur Jóhanni samtima á s jónum hefur kynnst hrööum og stórkostlegum framförum i margskonar tækni er að sjó- mennsku lýtur. Nefna má skipin sjálf, þessi stóru, glæsilegu og fullkomnu skip.sem nú eru.miöað viö það, sem áður var, og þessi nákvæmu fiskileitartæki, svo og fullkomnari og betri veiðarfæri. Þessi skipakostur, svo vel búinn sem hann er, mun að öllu sjálf- ráöu tryggja tslands hagsæld i framtiðinni, og sjómennirnir veröa ekki þjóðinni óþarfari heldur en þeir hafa veriö til þessa dags. En að kjör- um þeirra mætti huga betur en gert hefur verið, þvl að það er ekki vansalaust hversu búið hefur veriö að sjó- mannastéttinni. Kjör sjómanna hafa jafnan verið fótum troðin. Þeim er að visu helgaöur einn dagur á ári hverju. Þann dag eru haldnar ræður þeim til lofs og dýrðar, stundum af mönnum, sem sjálfirhafa verið að puða viö að færa kjör þeirra niður á viö, jafnvel lagt sig i lima við að koma þeim niður úr öllu valdi. Jóhann var lengstum skipstjóri áannarraútvegi. Sjálfur fórhann þó i útgerö, en var óheppinn á margan hátt. Var þá gengið hart aðhonum og engin miskunn sýnd. Missti hann þá eigur sinar allar. En þótt þessi útgerð færi fjár- hagslega illa með Jóhann, þá sætti hann sig þó við að hafa minna umleikis og undi hag sin- um vel með sinni góðu konu og yndislegu dóttur, og þessvegna var hann gæfumaður, þrátt fyrir volk og óhöpp i hretviðrum lifs- ins. Jóhann var einlægur félags- hyggjumaður, róttækur i stjórn- málaskoöunum og hvikaði ekki frá sannfæringu sinni og hugsjón. Málefni verkalýðs og sjómanna voruhonum hjartans mál, aö kjör þessara stétta væru bætt. En hann átti og fleiri áhugamál, sem hann rækti, þvi hann var bóka- maður; ljóðið og skáldsagan, og ekki siður vel sögð ævisaga, til bókarinnar var tekiö þegar tóm gafst til lestrar. Hann var hrókur fagnaðar á góðri stund og gladd- ist innilega með vinum sinum, og átti létt með að setja saman visu þegar svo bar undir. Jóhann var afar trygglyndur maður, og vináttu hans mátti treysta og reiða sig á. Hann var traustum böndum bundinn átthögunum eystra, sin- um fæðingarbæ Neskaupstaö, og Alftafjörðurinn átti einnig hug hans i rikum mæli og fólkið þar. Þó að vinir og kunningjar fjöl- margir sakni vinar I stað við frá- fall hans, þá eru það þó ættingj- arnir, sem mest hafa misst, eiginkonan og dóttirin og móðirin aldna að árum; það eru þær, sem sárast eiga um að binda. Um leið og ég með þessum fá- tæklegu minningarorðum þakka Jóhanni,vini minum og félaga að fornu ognýju, alla hans vinsemd og tryggö við mig, votta ég ætt- ingjum hans mina innilegustu samúö. Eggert Guömundsson. EBE Annar mesti viðskiptavinur Kína BRÖSSEL 19/1 Reuter — Kina og Efnahagsbandalag Evrópu eru i þann veginn aö hefja viöræöur um fyrsta viöskiptasamninginn, sem Kina gerir viö EBE sem heild. Aöur hefur Kina einungis gert viöskiptasamninga viö einstök EBE-riki. Meö þessum samningi munu komast á viöskiptasambönd milli stærsta viöskiptabandalags veraldar og fjölmennustu þjóöar I heimi. EBE-rikin eru annar mesti viöskiptavinur Kina, næst Japan, og er Kina auk Júgóslaviu eina rikiö undir stjórn kommúnista, sem veitt hefur EBE fulla form- lega viðurkenningu. — Raymond Barre, forsæ tisráðherra Frakklands, er nú i opinberri heimsókn i Kina og haföi þar hin- ar ágætustu viðtökur af kinverks- um ráðamönnum. Teng Hsiaó-ping, varaforsætisráðherra Kina, sagði i veislu til heiðurs Barre að Kina vildi viðgang EBE sem mestan, þar eö eining Vestur-E vrópuþjóða væri nauðsynlegt mótvægi gegn ágengni og útþenslustefnu risa- veldanna. Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtslboð SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.