Þjóðviljinn - 24.01.1978, Side 8

Þjóðviljinn - 24.01.1978, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 24. janúar 1978. Frá vinstri: Steinunn Jóhannesdóttir og Anna Kristin Arngrimsdóttir, en þær leika dætur stjúpunnar, Sigurður Skúlason i hlutverki samkvæmisdansamálaráðherrans. Þórhallur Sigurðsson I hlutverki prinsins (Myndir: —eik) Þjóðleikhúsið frumsýnir barnaleikritið Tónlist eftir Sigurð Rúnar Jónsson og söngtextar eftir Þórarinn Eldjárn Á þriðjudagskvöldið kl. 18 verður frumsýning á nýju barna- leikriti Þjóðleikhússins, ÖSKU- BUSKU. Er hér um að ræða þýð- ingu og leikgerð Eyvindar Erlenfissonar á kvikmyndahand- riti Evgeni Schwarz en það byggir i aðalatriðum á gamla ævintýrinu um öskubusku. Leik- gerð þessi var sýnd hjá Leik- félagi Akureyrar i fyrra, en nokkrar breytingar hafa verið geröar á henni og þá þær helstar, að bætt hefur verið í verkið mik- illi tónlist. Hefur Sigurður Rúnar Jónsson samið alla tónlistina og Þórarinn Eldjárn ort söngtexta. Leikstjóri sýningarinnar er Stefán Baldursson, leikmynd og búninga gerir Messiana Tómas- dóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir hefur samið dansa og aðstoðað við sviðshreyfingar. Alls koma tæplega 30 leikarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar fram í sýningunni. Titilhlutverið, öskubusku, leikur Edda Þórar- insdóttir, kóngurinn er leikinn af Arna Tryggvasyni og prinsinn af Þórhalli Sigurðssyni. Briet Héðinsdóttir leikur stjúpuna, dætur hennar eru leiknar af önnu Kristínu Arngrimsdóttur og Steinunni Jóhannesdóttur, skógarvörðurinn er Gisli Alfreðs- son. Sigriður Þorvaldsdóttir leik- ur disina góðu og Sigurður Sigur- jónsson lærisvein hennar. Sam- kvæmisdansamálaráöherrann er leikinn af Siguröi Skúlasyni, en meðal annarra leikenda eru Jón Gunnarsson, Valdemar Helga- son, Guðjón Ingi Sigurðsson, Gunnar Magnússon, Arni Ibsen ofl. Þriggja manna hljómsveit leik- ur undir og syngur ásamt leikur- unum i sýningunni. Hljómsveit- ina skipa Árni Blandon, Haraldur Þorsteinsson og Pétur Hjaltested. Þá koma nokkrir nemendur úr ballettskóla Þjóðleikhússins fram: Einar Sveinn Þórðarson, Sigrún Waage, Helena Jóhanns- dóttir, Lára Stefánsdóttir, Jóna Lárusdóttir, Helga Stefánsdóttir og Katrin Þorbjörnsdóttir. Höfundur verksins, Évgeni Schwarz, er sovéskur höfundur, sem einkum er þekktur fyrir ævintýraleiki sina, en hann hefur samið fjölda slikra leikrita bæði fyrir börn og fullorðna. Nokkur leikrita hans hafa verið sýnd hér- lendis. Barnaleikritin, Snæ- drottningin (sem var fyrsta barnaleikrit Þjóðleikhússins og hefur I vetur verið sýnt i Kópa- vogi og á Akureyri) Rauðhetta, Þórhatlur Sigurftsson og Arni Tryggvason. Prinsinn og kéngurinn: sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar og i Vestmannaeyjum og leikritiö Drekinn. Frumsýningin á öskubusku verður sem fyrr segir á þriðju daginn kl. 18. önnur sýning verð- ur á laugardag i næstu viku og 3 sýning á sunnudag. Eyfellingar og Mýrdælir Hafa áhyggjur af útbreidslu búfjársjúkdóma Laugardaginn 17. des. 1977 var haldinn i héraðsskólanum i Skóg- um almennur fundur bænda I Eyjafjallahreppum, Rangár- vallasýslu. Fundurinn var hald- inn tii þess aö ræða um smitandi sjúkdóma i sauðfé og nautgripum og leiðir tii þess að hefta út- breiðslu þeirra austur á bóginn. Oddvitar beggja hreppanna undir Eyjafjöllum boðuðu tU fundarins. I samþykktum, sem fundurinn geröi er vakin athygli á sérstöðu varnarhólfa og sveita, sem ósýkt eru af hinum illvigu búfjárpest- um og telja að hún verði ekki metin til fjár. Hvattifundurinn til aukinna varna gegn þvi, aö pest- irnar bærust inn á ósýkt svæöi. Þá var og af sama túefni hald- inn I des. almennur bændafundur I Mýrdal og þar tekið mjög i sama streng og Eyfellingar. A báðum þessum fundum flutti Siguröur Sigurðsson, dýralæknir á Keldum, erindi um útbreiöslu smitsjúkdóma i sauðfé og naut- gripum á Suðurlandi. Til skýring- ar máli sinu sýndi hann myndir af sjúkum dýrum og sjúkum lif- færum og lýsti ýmsum sjúkdóm- um, sem menn geta villst á viö greiningu á hinum sérstöku sjúk- dómum, sem til umræöu voru. Á fundunum var rætt um út- breiðslu, einkenni og varnir gegn fimm smitsjúkdómum aöallega: Lungnapest, Garnaveiki, Tannlosi, Kýlapest og Riðuveiki. Þessir sjúkdómar allir og raunar fleiri flæða nú austur um Suður- land. Þeir munu berast austur yf- ir Þjórsá, um Rangárvallasýslu, til Eyjafjalla og Mýrdals og það- an að fjallabaki til Skaftafells- sýslu austan Sands ef ekki verður mjög hert á varnaraðgerðum. Lungnapestin hefur þegar náð undir Eyjafjöll. Lungnapest hefur valdið veru- legu tjóni á mörgum bæjum i Rangárvallasýslu á liðnum árum. Bólusetning og fúkkalyfjameö- ferð dugar oftast til aö koma I veg fyrir verulegt tjón en þó hefur það brugðist. Grunur leikur á, aö ann- ar smitsjúkdómur hafi valdiö gagnsleysi þessara varnarlyfja og veitt lið lungnapestarsýldun- um en það er Kregðan. Orsök hennar er smitefni, sem nýlega er fundiö á Suðurlandi og veldur hósta, lungnabólgu og vanþrifum i unglömbum og auk þess hæg- fara lungnabólgu I eldra fé, sem minnkar batalikur lungnapestar. Garnaveiki fannst fýrir fáum árum i sauðfé i Holtahreppi og nokkrusiðar i sauðfé og nautgrip- um i Vestur-Landeyjum. Garna- veiki færist i aukana á ný i Arnes- sýslu og er þvi meiri sem vestar dregur i sýsluna. Garnaveiki get*- ur leynst mjög lengi i bólusettu fé og margar kýr veikjast aldrei þótt þær smitist. Bólusetning er öruggust vörn gegn garnaveiki en þó ekki næg. Bólusetja þarf snemma hausts og athuga mán- uöi seinna hvort bólan kemur út. Ef ekki,þá að bólusetja lambið á ný. Tannlos er að öllum likindum komið austur fyrir ölfusá og Hvitá. Vanliöanog vanþrif eru af- leiðingar tannloss, einkum meðan tennurnareruaðlosnaúrtil fulls. Tannlos er greinilega smitandi og við þvi hafa ekki fundist lyf. Kýlapesthefur fundist austast i Gnúpverjahreppi, (s.l. haust). Einnig i Hrunamannahreppi. Hún er efalitið dreifð viðar um svæðið vestan Þjórsár. Útbreiðsla pestarinnar virðist fylgja nokkuð tannlosinu. Orsök kýlapestarinn- ar er sýkill, sem penisillin vinnur vel á og fremur auðvelt er að halda tjóni i lágmarki. Riðuveiki er þekkt i ölfusi og veldur þar einhverju tjóni. Veikin barst frá Reykjavik austur I ölfus en til Reykjavikur trúlega með heyi frá riðusvæðum fyrir noröan ogaustan.Riöuveikiner smitandi en smitefnið er óþekkt. Sennilega er það hægfara veirusmit eins og maeðiveikin og visnan. Sjaldgæft er aö útrýming hafi tekist, hafi veikin náð verulegri fótfestu, jafnvel þótt öllu fé á viökomandi býli sé fargaö og fjárhús sótt- iu-einsuð. Eina vörnin er að lóga kindum strax og á þeim sést. 1 ályktunum bændafundanna var lögö áhersla á að Sauðfjár- sjúkdómanefnd setji „hömlur á flutning á sauöfé, nautgrpum, heyi og ööru, sem garnaveiki og aörir búfjársjúkdómar geta bor- ist með austur yfir Markarfljót, aö hlutast til um aö auknar veröi varnir á mörkum Vestur-Eyja- fjallahrepps annars vegar og Austur-Landeyjahrepps og Fljótshliðarhrepps hinsvegar, með girðingum og ristarhliöum”. —mhg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.