Þjóðviljinn - 24.01.1978, Síða 16
MOOVIUINN
Þriðjudagur 24. janúar 1978.
Loðnuveiðarnar:
Engin
veiði sl.
þrjá
sólar-
hringa
Ekki blæs byrlega hjá loðnu-
veiðiflotanum okkar um þessar
mundir. Mjög slæmt veður á mið-
unum hefur hamlað veiðum i
rúma þrjá sólarhringa og að sögn
Andrésar Finnbogasonar hjá
Loðnunefnd, hefur ekkert skip til-
kynnt um veiði siðan aðfaranótt
sl. föstudags. i gær var meira en
bræla á miðunum, þar geysaði
hávaða rok og öll skipin þurftu i
var.
Heildaraflinn er ekki orðinn
nema rösk 30 þúsund tonn, sem er
um 40 þúsund lestum minna en
var á sama tima i fyrra. Það er
fyrst og fremst slæmt tiöarfar,
sem veldur þessu, bátarnir hafa
sáralitið getað verið aö veiðum sl.
tvær vikur vegna veðurs.
—S.dór.
Eggert
fer ekki
austur
Eggert Þorsteinsson
Austfjarðakratar eru I vand-
ræðum með aö fá frambjóðendur
á lista flokksins i næstu kosning-
um, en vegna fylgisleysis flokks-
ins eystra er það hálfgerð refsi-
vist að sitja þar i öndvegi á fram-
boðslistanum til alþingis.
Þvi var það að Austfjarðakrat-
ar komu að máli við fyrrv. for-
mann flokksins, Gylfa Þ. Gisla-
son, og báðu hann aö taka efsta
sæti listans á sinar her&ar. Þvi
neitaði Gylfi.
Næst leituöu þeir á náðir Egg-
ert G. Þorsteinssonar.sem kunn-
ugt er fékk ekki nægjanlegt fylgi i
prófkjöri flokksins I Reykjavik til
þess aö verða á alþingi næsta
kjörtimabil, og báöu hann að taka
sæti á listanum.
Eggert hefur ekki formlega
svarað þeim félögum sinum
eystra, en afstaða hans mun vera
ráöin, hann fer ekki I framboð á
Austurlandi.
t gær, 23. janúar, voru liðin
fimm ár frá þvi að gos hófst i
Heimaey. Af þvi tilefni var
haldin þakkargjörð I Landa-
kirkju i Vestmannaeyjum i gær-
kvöld, en slik þakkargjörð hefur
verið haldin 23. jan. á hverju ári
eftir eldgosið.
Séra Kjartan örn Sigur-
björnsson stjórnaði þakkar-
gjörðinni, fulltrúar kristnu
safnaðanna i Eyjum fluttu hug-
leiðingar og kirkjukórinn söng.
Reynir Guðsteinsson, Þórhildur
óskarsdóttir og Geir Jón Þóris-
son sungu einsöng og frumflutt
var tónverk eftir Maríu Thor-
steinsson. Haraldur Guðnason
bókavörður flutti hugvekju.
Páll Zóphóniasson bæjarstjóri
i Vestmannaeyjum sagði 1
stuttu spjalli við Þjóðviljann i
gær, aö veðrið væri óvenjulegt I
Eyjum nú, þvi að það væri logn,
og væri þetta þriðji logndagur-
inn i röð. ,,Þetta er afar sjald-
gæft hé;r,” sagði Páll, ,,og veðr-
ið er mjbg gott og fallegt.’ 1
þessu sambandi minnast menn
þess, aö á gosnóttina fyrir fimm
árum var einmitt logn og kyrrt
veður, en þá hafði verið slæmt
veður frarh að þvi og bátaflotinn
lá i höfn.
Páll sagöi, að nú væri sá timi
ársins, þegar fólki fjölgaði mest
i Eyjum. „Vetrarvertiðin er að
hefjast og þá kemur hingað
mikið af aðkomufólki. Allt hús-
næði hér er fullnýtt á vertiðinni
og alltaf verður eitthvað af
þessu fólki eftir. Búferlaflutn-
ingar fjölskyldufólks eiga sér
hins vegar einkum stað á sumr-
in, vegna stárfstima skólanna
fyrst og fremst.”
■
I
■
I
■
I
■
„Fólksfjölgun hér á siðasta I
ári var ekki mjög mikil”, sagði ■
Páll. „Hingað fluttist hátt á |
fjórða hundrað manns, en rúm- ■
lega tvö hundruð fluttu héðan. ■
En mest af þvi fólki sem flutti J
burt, var með aðsetur hér að i
nafninu til og var e .t.v. ekki búið I
að gera upp hug sinn. Núna eru Jj
tæplega 4.700 á ibúaskrá i Vest- 1
mannaeyjum,” sagði Páll ■
Zóphóniasson bæjarstjóri að |
lokum. ■
I
—eös ■
B
Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans I sima-
skrá.
Skáksambandið getur ekki
boðið í HM-einvígið
Þar verður ríkið og fyrirtœki að koma tii
ef menn óska þess að einvigið fari fram hér á landi,
sagði Einar S. Einarsson forseti SSÍ
,/Það er alveg Ijóst, að til
þess að fá heimsmeistara-
einvígið i skák til Islands,
þarf að bjóða slíka upphæð
í verðlaun, að útilokað er
að Skáksamband Islands
ráði við þá upphæð. Ef það
er hinsvegar eindreginn
vilji Islendinga að bjóða í
og fá einvígið hingað næsta
sumar, þá þarf að koma til
aðstoð ríkisins og stærstu
fyrirtækja hér á landi"
sagði Einar S. Einarsson í
gær er við spurðum hann
hvernig þessi mál stæðu.
Þegar Einar ræddi þessi mál
viö heimsmeistarann Karpov á
siðasta ári taldi Karpov að 250
þúsund dollarar væri lægsta
hugsanlega tala I verölaun fyrir
einvigið. En nú er ljóst að 500 þús-
und dollarar er lágmarks upp-
hæð, sagöi Einar, sem þýðir að
verðlaun og kostnaður við einvig-
ið verður vel á annað hundrað
miljónir kr. Einar sagði að jafn-
vel heföu heyrst tölur eins og ein
miljón dollarar,eða á 3ja hundraö
miljónir króna.
„Það er alveg sama hvort held-
ur er hálf eða ein miljón dollarar
eða einhver upphæð þar i milli, að
Skáksambandiö ræður ekki við aö
bjóða slika upphæð” sagði Einar.
Þá er enn eitt sem er okkur
mótstætt i þessu máli, en það er
einkaréttur á sjónvarpssending-
um frá einviginu. Hér er engin
jarðstöð, þannig að fréttamyndir
frá einviginu yröu sólarhrings
gamlar þegar þær yrðu sýndar út
iheimi.Einarbentiá að það væri
ekki vist að sjónvarpsstöövar
vildu borga þá upphæð sem þyrfti
fyrir sjónvarpseinkaréttinn, þeg-
ar svona væri ástatt.
Einar S. Einarsson
Aftur á móti kæmi það okkur til
góöa að Islendingar eru taldir
framúrskarandi skipuleggjendur
á svona einvigi og sagði Einar að
það myndi eflaust veröa mjög
þungt á metunum, einkum hjá So-
vétmönnum, sem gerðu strangar
kröfurtil framkvæmdaaðila. Það
orð sem fer af Islendingum sem
skipuleggjendum skákeinvigja,
gæti þvi vegið nokkuð uppá móti
peningahliðinni. — S.dór.
Telex skákdeilan:
Urskurðar er ekki að vænta strax
Austur Þjóðverjar hafa óskað eftir að keppt verði 4. mars
„Ég á ekki von á þvi, að úr-
skuröur I kærumáli okkar vegna
svika A-Þjóðverja aö tefla Tel-
exskákirnar sl. laugard. eins og
ákveðið hafði verið, sé væntan-
lcgur fyrr en i fyrsta Iagi eftir
tvær vikur” sagði Einar S.
Einarsson er við spurðum hann
um gang mála I þessu kæru-
máli, cn sem kunnugt er kærði
islenska Skáksambandið fram-
komu A-Þjóðverja til FIDE og
vill SSt að lslendingurn verði
clemdur sigurinn.
Einar sagði að það væri Dr.
Max Ewe, forseti FIDE og for-
seti Bréfaskáksambandsins,
ICCF, sem myndu i sameiningu
dæma I þessu máli. Óskað hefur
verið eftir ákveðnum gögnum
varðandi málið og sagði Einar
að verið væri aö taka þau saman
og senda utan.
Einar gat þess ennfremur að
A-Þjóðverjar hefðu óskað eftir
þvi að tefltyrði 4. mars n.k. sem
er laugardagur, en SSI er ekki
til viðræðu um það mál fyrr en
kæruúrskurðurinn liggur fyrir.
— S.dór