Þjóðviljinn - 04.02.1978, Page 13

Þjóðviljinn - 04.02.1978, Page 13
Laugardagur 4. febrúar 1978 iÞJótíVlLJINN — SIÐA 13 sjónvarp Stundin okkar: Læriö aö búa til bollur og bolluvönd Efni Stundarinnar okkar á morgun er að mestu leyti is- lenskt, eins og verið hefur i vet- ur. Litið verður inn á skátafund hjá Snjókerlingum, en þær eru einn af fimm flokkum innan Spætusveitarinnar. Flokksfor- ingjarnir Guðrún ólafsdóttir og Jónina Magnúsdóttir segja frá starfi skátanna. Einnig er litið. inn á æfingu hjá telpnaflokki fimleikafélagsins Gerplu i Kópavogi og Berglind Péturs- dóttir segir frá þvi sem þar fer fram, en Berglind er tslands- meistari kvenna i fimleikum. Hjalti Bjarnason les myndasögu sina Tak og brúin, en Hjalti er aðeins átta ára gamall. Sænski teiknistrákurinn Albin verður lika á ferðinni. Þá er eftir að geta um tvennt, sem er tengt næsta degi, sem er bolludagur. Af þvi tilefni lærum við að búa til bolluvönd — og bollur. I bolluvöndinn þarf hólk, t.d. úr eldhúsrúllu, dagblað, prik, og kreppappir i tveim til þremur litum. Einnig þarf að hafa við höndina skæri, lim og nál og tvinna. í bollurnar notum við 100 grömm af smjörliki, eina matskeið af kakó, fjórar mat- skeiðar af sykri, þrjá desilitra af hafragrjónum, eina matskeið af vatni og einn desilitra af kók- osmjöli, þvi að þetta eru kókos- bollur, ekki þarf að setja i ofn. Asdls Emilsdóttir, nmsjónarmaður Stundarinnar okkar. Hjónakornin I hermannabænum, tda og Gústaf. Fjórði þáttur sænska sjónvarpsmyndaflokks- ins „Röskir sveinar”, sem byggður er á sögu eft- ir Vilhelm Moberg, veröur sýndur annað kvöld, sunnudag kl. 21.05. f siðasta þætti giftist Gústaf Idu, vinnukonu á Móavöllum, og þau hefja búskap i hermanna- bænum. Lifsbaráttan er erfið, en gæfan birðist brosa við þeim, þegar Ida eignast fyrsta barn sitt. í þættinum i kvöld gerist það, að farandsali heimsækir Idu, meöan Gústaf er ekki heima, og gerist nærgöngull við hana. Henni tekst að losa sig við hann, en kjólefni, sem hann hafði boðið henni, verður eftir. Farandsalinn ber út óhróður um samband þeirra Idu, og margir verða til að trúa honum, meðalannarra Gústaf, ekki sist eft- ir að hann finnur kjólefnið i læk, þar sem tda hafði sökkt þvi. Matarskortur hrjáir fjölskyldu Gústafs og veldur óbeinlinis dauða Marteins, yngsta sonar þeirra. Gestaleikurinn í síðasta sinn Attundi og siðasti þáttur GESTALEIKS er á dagskrá Sjónvarpsins i kvöld kl. 20.45. Spyrjendur i þessum siðasta þætti verða af Vesturlandi, en þaueru: Hansina Einarsdóttir, Asthildur Hermannsdóttir, Helga Sveinb jarnárdóttir, Björgvin Óskar Bjarnason og Stefán ólafsson. Dregið hefur verið úr réttum svörum við spurningu þáttarins, „Hver er maðurinn'?” I fimmta þætti lék stjórnandi Gestaleiks, Ólafur Stephensen á pianó, en i sjötta þætti var það Valdimar örnólfsson sem söng. Vinningshafar fimmta þáttar voru: Erla Einarsdóttir, Mark- arflöt 12, Garðabæ. Linda Óla- dóttir, Viðilundi 21, Akureyri. Halla Hjörleifsdóttir, Erlu- hrauni 11, Hafnarfirði. Birna Guömundsdóttir, Brekkugötu 3, Reyöarfirði og Guðmundur M. Jónssön, Garðabraut 45, Akra- nesi. Þegar dregið var úr réttum svörum við spurningu sjötta þáttar, komu eftirtalin nöfn upp: SigriðurErla Bjarnadóttir, Yrsufelli 7, Reykjavik. Eyjólfur Guðbrandsson, Viðihvammi 5, Kópavogi. Þuriður Björnsdóttir, Vitabraut 9, Hólmavik. Anna Birna Ragnarsdóttir, Austur- götu 4, Stykkishólmi. Sigrún Thorarensen, Freyvangi 16 Hellu,- 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfími kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. óskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. Barnatimi kl. 11.10: Mar- grét Erlendsdóttir stjórnar timanum. Sagt frá norska landkönnuðinum og mann- vininum Friðþjófi Nansen og lesið úr bókum hans. Lesarar með umsjónar- manni, Iðunn Steinsdóttir og Gunnar Stefánsson. 15.00 Miðdegistónleikar Gér- ard Souzay syngur lög úr „Vetrarf erðinni” eftir Schubert. Dalton Baldwin leikur á pianó. 15.40 Islenskt mál Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Enskukennsla (On We Go) Leiðbeinandi: Bjarni Gunnarsson. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Antilópu- söngvarinn” Ingebright Da- vik samdi eftir sögu Rutar Underhill. Þýð.: Siguröur Gunnarsson. Leikstjóri: Þórhallur Sigurösson. Þriðji þáttur: Indiánarnir koma. Persónur og leikendur: Ebeneser/ Steindór Hjör- leifsson, Sara/ Kristbjörg Kjeld, Toddi/ Stefán Jóns- son, Malla/ Þóra Guörún Þórsdóttir, Emma/ Jónina H. Jónsdóttir, Nummi/ Arni Benediktsswi. Aðrir leik- endur: Kuregei Alexandra og Ása Ragnarsdóttir. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Ný vakning I æskulýös- starfi.Ingi Karl Jóhanness. ræðir við séra Halldór S. Gröndal. 20.00 Tónlist eftir Richard Wagner a. Forleikur að þriðja þætti óperunnar „Meistarasöngvararnir i Nurnberg”. b. Þættir úr óperunni „Tristranog Isól”. c. Hljómsveitarþáttur um stefúr óperunni „Siegfried” (Sigfried-Idyll). NBC Sin- fóniuhljómsveitin leikur, Arturo Toscanini stjórnar. 20.45 TeboðSigmar B. Hauks- son fær tvo menn til umræöu um ættjaröarást og þjóö- erniskennd, Erni Snorrason og Heimi Pálsson. 21.40 Svita nr. 1 op. 5 eftir Rakhmaninoff Katia og Marielle Labeque leika fjór- hent á pianó. 22.00 tJr dagbók Högna Jón- inundar Knútur R. Magnús- son les úr bókinni „Holdið er veikt” eftir Harald A. Sigurðsson. 22.20 Lestur Passiusálma Sigurður Arni Þóröarson nemi i guðfræöideild les (11). 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 16.30 IþróttirUmsjónarmaöur Bjarni Felixson. 18.15 On We Go. Ensku- kennsla. Fjórtándi þáttur endursýndur. 18.30 Saltkrákan (L). Sænskur sjónvarpsmyndaflokkur. 5. þáttur. Þýðandi Hinrik Bjarnason. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Alþjóðlegt skákmót i Reykjavik, Ingvar As- mundsson og Jón Þorsteins- son skýra skákir úr mótinu. 20.45 Gestaleikur (L) Spurningaleikur. Umsjónarmaður Ólafur Stephensen. Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 21.25 Dave Allen lætur móðan mása (L). Breskur gaman- þáttur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.10 Elskendur og aðrir vandalausir (Lovers and Other StrangersXBandarisk gamanmynd frá árinu 1970, byggð á leikriti eftir Joseph Bologna og Renee Taylor. Aðalhlutverk Beatrice Art- hur, Bonnie Bedelia, Michael Brandon og Gig Young. Söguhetjurnar eru hjónaleysin Mike og Susan. Senn liöur aö brúðkaupi þeirra, og Mike er farinn að efast um, að hjónabandið muni eiga viö hann. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 23.50 Dagskrárlok, Málfrelsissjóöur minnir á heimsenda giróseðla sem greiða má i hverri bankastofnun og pósthúsi. Póstgirónúmer Málfrelsissjóðs er 31800. Málfrelsissjóður Laugavegi 31, simi 29490

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.