Þjóðviljinn - 11.02.1978, Page 4

Þjóðviljinn - 11.02.1978, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. febrúar 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Alþingi göt- unnar” taki í taumana Að kvöldi 9. febrúar hófust umræður á alþingi að frumkvæði Gylfa Þ. Gislasonar, formanns þingflokks Alþýðuflokksins og Ellerts B. Schram, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, um laun alþingismanna. Þessar umræður snerust um það hverjir ættu að ákveða kaup alþingismanna, en þeir munu nú hafa milli 3 og 4 hundruð þúsund krónur á mánuði. Þegar liðið var að miðnætti og menn höfðu látið gamminn geysa um kaupið sitt var lagt á borð þing- manna nýtt frumvarp um kaup annarra i þjóðfélaginu. Þetta frumvarp fól það i sér að lækka allt almennt kaup að raungildi um 10-12%. Þessi aðdragandi frumvarpsins um allsherjarkauplækkun láglaunafólks er einkar vel við hæfi: alþingi íslendinga er breytt i leikhús, og þeir sem hafa þróað kimnigáfu sina með þvi að lesa f jarstæðu- höfunda,kunna ef til vill að hafa gaman af þeim verkum sem flutt eru i leikhúsinu við Austurvöll. Almenningur telur hins vegar að þessi framkoma sé til marks um sið- leysi. Frumvarp rikisstjórnarinnar um efna- hagsráðstafanir er flutt i kjölfar gengis- lækkunarinnar um 13% i einu lagi auk gengissigs frá áramótum. Með gengis- lækkuninni var svindlurunum sem eiga miljónatugi erlendis gefið stórfé: þannig mun sá maður sem þekktastur er um þessar mundir fyrir tugthúsvist hafa grætt á einni nóttu a.m.k. 3 miljónir króna, en hann bauð sem kunnugt er 20 miljónir króna — fyrir gengisfellingu — úr svissneskum banka. Allir aðrir sem eiga eignir erlendis, hafa grætt stórfé með einu pennastriki, til dæmis vaxa eignir Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna i Banda- rikjunum um hundruð miljóna um leið og gengið er fellt á íslandi. Jafnframt hefur gengisfellingin þau áhrif að allt verðlag i landinu hækkar og verðbólgan magnast, en þessar verðhækkanir á almenningur að bera bótalaust, og meira til: Það er ætl- unin að stela 10-12% af kaupinu. Meira en tiundu hverri krónu á að stela frá launa- fólki, þvert á alla kjarasamninga, þeir margbrotnir þrátt fyrir alvarleg mótmæli allra verkalýðssamtakanna. Með gengis- fellingunni, verðbólgunni og kauplækkun- inni er rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar og Ólafs Jóhannessonar ber að þvi að þverbrjóta allar eðlilegar samskipta- reglur stjórnarvalda og verkalýðshreyf- ingarinnar. Það gerir hún ekki af mann- vonsku einstakra ráðherra, heldur vegna þess að rikisstjórnin stendur vörð um rán- fuglana, hagsmuni þeirra og gróða af gjaldeyrisreikningum og ódýru vinnuafli. Niðurstaða allra launamanna eftir árásarfrumvarp rikisstjórnarinnar hlýtur að verða krafa um að húnviki vegna þess að stefna hennar beinist gegn hagsmunum mikils meirihluta landsmanna. Eftir þá reynslu sem fengist hefur af rikisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins ætti hverjum launamanni að vera Ijóst að hvert einasta atkvæði sem þessir flokkar fá i kosningunum á næsta vori felur i sér svik við málstað verkalýðs- ins. Stuðningur við þessa flokka felur i sér yfirlýsingu um að þeir eigi að halda áfram að lækka kaupið, lækka gengið, lækka skuldirnar i bönkunum, til þess að hækka gjaldeyrisinneignirnar erlendis, hækka verðbólgufjárfestinguna hér á landi i verði og til þess að geta haldið áfram að magna verðbólguna sem aðalgróðatæki auðstéttarinnar. Verkalýðshreyfingin mun mótmæla kaupráninu af fyllsta þunga eins og mun koma i ljós þessa dag- ana. 1 rauninni væri eðlilegasta svar verkalýðssamtakanna i tengslum við mót- mælin að skora um leið á allt launafólk að snúa baki við kaupránsflokkum Geirs Hallgrimssonar og ólafs Jóhannessonar. 1 upphafi var minnst á þann sirkus sem átti sér stað á alþingi i fyrrakvöld að frumkvæði Gylfa Þ. Gislasonar og Ellerts Schram. Það er augljóst af þessum sirkus og öðrum vinnubrögðum alþingis að undanförnu og af stefnu rikisstjórn- arinnar að það er kominn timi til að fólkið sjálft taki i taumana og það þegar i stað. Nú þarf að kveðja til „alþingi götunnar” fólkið sjálft, til þess að sýna fram á þá pólitisku staðreynd að íslandi á ekki að vera unnt að stjórna með kaupkúgunar- lögum i andstöðu við verkalýðs- hreyfinguna. „Alþingi götunnar” þarf að sýna hrokagikkjum valdsins við Austur- völl hver það er sem ræður úrslitum um allt efnahagslif þessa þjóðfélags: Þeir sem framleiða, þeir sem vinna, þeir eru meirihluti þessarar þjóðar. Þjóðviljinn heitir á allt launafólk að beita öllum ráðum til þess að hrinda árás rikisvaldsins. Með samstöðunni er unnt að stöðva kaupránið. —s. Mikilvœgur ketfisleki NU væri ástæöa til að gefa Vil- mundi Gylfasyni (h)rós í hnappagatið eins og Alþýðu- blaöið gerði án aðstoðar frá er- lendum krötum hér áður fyrr. Greinar hans f Dagblaðinu hafa verið eins og Utspiluð plata i vetur, eintómar endurtekningar Vilmundur á fullyrðingum um spillingu i kerfinu, án þess að þeim fylgdu harðar staöreyndir sem styddu mál hans. Slik skrif veröa svæf- andi og verka öfugt ef ekki tekst að sanna þau með dæmum. Eftir þennan tómagang tekst Vilmundi nú að hagnýta sér mikilvægan kerfisleka og séu upplýsingar hans um banka- innistæður Jóns Sólnes, alþing- ismanns, og fjöiskyldu hans i Danmörku, réttar, er framlag hans afar lofsvert. Ekki getur hann þó stillt sig um að nota tækifærið til þess aö skjóta inn i afhjúpunina á þing- manninum, fúkyrðaflaumi um Þjóðviljann. Engin ástæða er til þess að elta ólar við þau um- mæli, enda stafa þau svo aug- ljóslega af geðvonsku yfir þvi að það var Þjóðviljinn sem fyrstur birti fréttina um að Jón Sólnes væri á „danska” listanum og vakti athygli á þvi að hann neit- aði þvi ekki. Það sem máli skiptir er að kerfislekinn til Vilmundar er mikilvægur vegna þess að nú geta embættismenn, bankakerf- ið og rikisstjórnin ekki lengur staðið gegn þvi að „danski list- inn” verði birtur. Það er órétt- látt að Jón Sólnes þurfi einn að sitja uppi með skömmina, ef| upplýsingar Vilmundar eru< réttar. Það er einnig ástæða tilf þess að taka undir þá kröfu að mál þingmannsins verði tekið til sérstakrar opinberrar rann- sóknar, þar sem svara verði leitað við þeirri spurningu hvað- an geymslufé hans i Danmörku sé runnið. Skoðanakúgun hjá borginni Það er alkunna að flestir hátt- settir menn i störfum á vegum borgarinnar eru flokksbundnir Sjálfstæöismenn. Borgarstjóri og meirihluti borgarstjórnar hafa á siðustu áratugum byggt upp lævisleg skoöanakúgunar kerfi i stofnunum á vegum borg- arinnar. Fyrir kosningar beita margir af deildarstjórum og forstööumönnum stofnana Birgir tsleifur: Lævlsleg skoft- anakúgun áhrifum sinum á starfefólk i þágu Sjálfstæðisflokksins. Starfsfólkið óttastum stöðu sina og f rama, ef það gerist ekki viö- hlægjendur sinna yfirmanna. Þess utan hefur borgarstjóri á sinum snærum sérstaka trún- aðarmenn á stórum vinnustöö- um — sem ganga undir nafninu „snuörarar”, og virðast ekki hafa ýkja umfangsmikil störf önnur en aö þefa upp pólitfekar skoðanir fólksins sem hjá borg- inni vinnur. Þetta er rifjað upp hér vegna þessað um helgina veröur kosið til stjórnar i Starfsmannafélagi Reykjavikurborgar. I „Nýrri hreyfingu” er fólk úr öllum flokkum sem með framboði sinu vill mótmæla vinnubrögöum nú- verandi stjórnar. Meö aðferðum sem aö ofan er lýst verður reynt að bregða fæti fyrir þetta fólk. Kristján ögmundsson.einn liös- manna „Nýrrar hreyfingar” lýsir vandanum við mótfram- boðið á þennan hátt i Þjóðvilj- anum i gær: „Já, fólk hefur tekið þessu vel og margir hétu okkur stuðningi i kosningunum, þótt þeir væru ekki reiðubúnir til að gerast meömælendur. Sá hugsunar- háttur verðist enn við lýði, eink- um meðal eldri borgarstarfs- manna, aðþeirvilja ekki blanda sér i neitt sem getur orðið þeim til trafala i starfi, þora það bók- staflega ekki.” Mikill er máttur ihaldsins. Fagleg samstaða gegn pólitisku taki þess i félagi borgarstarfe- manna verður þó sterkara að lokum, þóttstriðið vinnistekki i fyrstu lotu. Guðmundur G. vill flokksvélina líka Þrátt fyrir vikulanga smölun tókst aðeins að fá um 80 manns á aðalfund Félags ungra Fram- sóknarmanna i Reykjavik, sem haldinn var i húsnæði Kjötsog fisks i Breiðholti i fyrradag til þess að styrkja stöðu Alfreðs Þorsteinssonar og fráfarandi stjórnar i hörðum stjórnarkosn- ingum. Alfreð og Co varð undir og tapaöi formannskjörinu fyrir Eríki Tómassyni og frambjóö- anda hans og mági, Birni Lin- dal, háskólanema, með 52 gegn 32. Stjórnin var siðan öll hreins- uö út en Alfreö og Sveinn Jóns- son, sonur Jóns Aðalsteins, kaupmanns, fengu fyrir náð að fljóta inn i fulltrúaráð Fram- sóknarfélaganna á vegum FUF. Þar sem kvenfélag Fram- sóknarmanna er undir handar- væng Gerðar Steinþórsdóttur þykjist nú sá armurinn sem Guðmundur G. Þórarinsson stjórnar i Framsókn i Reykja- vik vera vel i stakk búinn til þess að velta Kristni Finnboga- syni úr valdastóli á aðalfundi Framsóknarfélagsins á næst- unni og Jóni Aðalsteini Jónssyni úr formennsku i fulltrúaráðinu i. komandi kosningum i þessum „apparötum” á næstunni og ná undir sig flokksvélinni. Hylli Guðmundur G. lika. vill Bokksvélina flokksforystunnar snýst á sveif með þeim sem nú berjast til valda. Enkraftaverkamaðurinn hefur ýmis tromp á sinni hendi og verður þungt fyrir að lyfta honum úr stóli. -ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.