Þjóðviljinn - 11.02.1978, Page 8

Þjóðviljinn - 11.02.1978, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. febrúar 1978 Albert og móöir hans „Bóndi” Þorsteins Jónssonar fékk góda dóma á Norðurlöndum islenska kvikmyndin „Bóndi" eftir Þorstein Jónsson hefur nú veriö sýnd i sjónvarpi á öllum Noröurlöndum neina I)an- mörku. Nú siöast var hún sýnd undir nafninu „island — samfé- lag á breytingaskeiöi” i sænska sjónvarpinu, sunnudaginn 15. janúar á besta dagskrártima. I kynningu sænska sjónvarps- ins á myndinni sagði meðal ann- ars: „Bóndi er nafnið á kvik- mynd eftir islenskan heimilda- myndahöfund,Þorstein Jónsson. Við fylgjumst með lifi sveita- fjölskyldu, sem býr við erfið skilyrði i hrikalegu islensku landslagi. Þrátt fyrir slæm lifs- skilyrði, sem tengjast skertri arðsemi vegna iðnvæðingarinn- ar, vilja þau ekki hætta að yrkja jörðina. Þetta er ein af sjaldséðum heimildakvikmyndum, sem framleiddar eru um daglegt lif i islensku samfélagi nútimans”. Sýningin vakti talsverða athygli ef dæma má af þvi, að sjón- varpsáhorfandi Dagens Nyhet- er hafði hana efst á blaði þeirra dagskrárliða sem hann ætlaði að sjá þá helgi. Samkvæmt bréfi frá Frank Hirschfeldt dagrkrárstjóra hjá sænska sjónvarpinu fékk kvik- myndin góða dóma og sendi hann sem dæmi grein eftir gagnrýnanda Sydsvenska Dag- bladet 17. janúar. Tvö samfélög. „Þó fsland teljist til Norður- landanna er það samt ekki næsti nágrannúog i sjónvarpinu hefur maður ekki fengið að vita margt um lifið á eynni. Það get- ur auðvitað stafað af þvi, að is- lendingar sjálfir hafi verið sein- ir til að notfæra sér þennan nýja miðil. Hvað sem þvi liður kom ljós punktur þaðan á sunnu- dagskvöldið var. Stutta heimildarmyndin um Guðmund og stóru fjölskylduna hans var einföld og heiðarleg skissa af örlögum nokkurra manneskja. Ekki var mörgum orðum eytt i að lýsa eða greina, aðalpersónan sjálf var hrjúfur kumrandi maður og textinn var knappur svo að til fyrirmyndar var. Þrátt fyrir þessa fjarveru texta eins og hann tfðkast var örlögum fólksins lýst á skýran hátt." Kvíkmyndin „Bóndi" var sýnd i Fjalakettinum i febrúar 1976 við mikla aðsókn og siöan i islenska sjónvarpinu á páskum sama ár. A næstunni gefst tslendingum kostur á að sjá þessa mynd i flokki islenskra kvikmynda sem sýndar verða á á kvikmyndahá- tiðinni laugardaginn 11. febrúar kl. 13.00—17.00. Leikhópurinn ásamt aöstoöarmönnum meö hýrri há ■ÆUttkt. 1 v » ■ 1 Wi Herranótt MR sýnir „Albert á brúnni” eftir Tom Stoppard Fyrsta leikrit höfundar sem sýnt er hér á landi Herranótt Menntaskól- ans í Reykjavik sýnir þessa dagana leikritið Albert í brúnni (Albert's Bridge) eftir breska leik- skáidið Tom Stoppard. Sýningar eru í Breiðholts- skóla og verða sjö sýning- ar alis á aðeins átta dög- um. Frumsýning var sl. miðvikudag. en sýningar fyrir almenning verða þrjár, mánudaginn 13.. þriðjudaginn 14. og mið- vikudaginn 15. febrúar. Skrifað sem útvarpsleik- rit Höfundurinn, Tom Stoppard er fæddur árið 1933 og hefur hlotið frægð á undanförnum ár- um fyrir leikrit sin. Honum var nýlega helguð titilgrein i banda- riska timaritinu Newsweek og verk hans voru sýnd viðsvegar um Evrópu i sumar og haust. Ekkert leikrita hans hefur áður verið sýnt á sviði á íslandi, en leikritið Albert á brúnni er skrifað sem útvarpsleikrit og var flutt i útvarpinu sumarið 1975. Tom Stoppard varð fyrst þekktur fyrir leikrit sitt Rosincranz and Guildenstjerne are dead, sem byggir á Shakespeare. Það var frumsýnt 1967. Siðan hafa komið frá hon- um leikrit reglulega og i sumar var nýjasta leikrit hans frum- sýnt. Það heitir Every Good Boy Deserves A Favour og gerist á rússnesku geðveikrahæli. Stoppard hefur einnig skrifað kvikmyndahandrit fyrir v- þýska leikstjórann Fassbinder eftir sögu Nabokovs, örvæntingu. Heimspekingur málar brú Olga Guðrún Arnadóttir þýddi Albert á brúnni, en leikrit Stoppards eru sögð illþýðanleg mörg hver. Aðstandendur Herranætur sögðu, að þar sem verkið væri i raun útvarpsleik- rit, gæfi það leikhópnum mjög frjálsar hendur á sviði. Leikur- inn segir frá ungum manni, sem tekur að sér að mála afarstóra brú einsamall að loknu háskóla- námi i heimspeki. Verkið á hug hans allan og ætlar hann að gera brúarmálunina að ævistarfi sinu. Leikritið er sérkennileg blanda háðs og fáránleika, heimsádeilu og skopstælingar. Leikmynd unnin í hóp- vinnu Um jólaleytið var byrjað að skipa i hlutverk og lesa saman leikritið og æfingar hófust slðan af fullum krafti i byrjun janúar. Leikendur eru 12, en aðalhlut- Hin viröulega stjórnarnefnd brúarinnar á fundi. verk leika Sveinn Egilsson sem leikur Albert og Sigriður Erla Gunnarsdóttir sem leikur Kötu, konu hans. Leikstjóri er Þór- hallur Sigurðsson leikari. Leikmyndin er hópvinnuverk- efni nemenda i byggingarlist i 5. bekk MR. Byggingarlist er val- grein i 5. bekk, og unnu nemend- urnir leikmyndina undir stjórn kennara sins, Stefáns Benediktssonar. Þeir menntskælingar sögðust vera svolitið upp með sér af þvi að vera fyrstir til að sýna leikrit eftir þennan þekkta leikritahöf- und hér á landi og væri kominn timi til að kynna hann betur hér. Herranæturfólk má lika vera hreykið af ágætri meðferð sinni á leikritinu. Við Þjóðviljamenn skemmtum okkur vel á aðalæf- ingu á þriðjudaginn var. Leik- ritið er vandasamt I flutningi og skiptingar miklar og hraðar, en leikgleði og áhugi menntaskóla- nemanna var aðdáunarverður. Leikstjórinn á þar lika sjálfsagt góðan hlut að máli. Góö tilbreyting Við skulum ekki hætta okkur lengra út á umráðasvæði leik- gagnrýnandans, en mikil og góð var sú tilbreyting að sjá og heyra nýja, unga og áhugasama leikara i stað hinna „föstu liða” sem jafnan ber fyrir augu og eyru i atvinnuleikhúsum borg- arinnar. —eös Þórhallur Sigurösson leikstjóri gefur ieiöbeiningar. (Myndirnar tók —eik).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.