Þjóðviljinn - 11.02.1978, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. febrúar 1978
10-eyringurinn
beðinn afsökunar
„Mönnum getur skjátlast þótt
þeir séu I kórnum”. Þannig hljóft-
ar fræg setning höfð eftir Marka-
Leifa sáluga (Hjörleifi Sigfús-
syni). En svo getur mönnum lfka
skjátlast þótt þeir séu ekki I kórn-
um.
Það var nefnilega missagt hér i
blaðinu i fyrradag, að „silf-
ur”—peningarnir, sem dreift var
fyrir framan Alþingishúsið og
Landsbankann hafi verið 10 eyr-
ingar, þótt þeir bæru óneitanlega
nokkurt svipmót af þeirri gömlu
og góðu mynt, a.m.k. hvað um-
málið áhrærði. En þetta voru nú
óvart þær illræmdu álkrónur,
öðru nefni Nordalir, sem bæði
fljóta á vatni (og þýðir þvi ekki
einu sinni að henda f Peningagjá)
og fjúka í minnsta andvara. Er
ekki nema sjálfsagt að biðja
10-eyringinn afsökunar á því að
orða hann við álkrónu.
—mhg
Tónleikar í
Bústaðakirkju
I dag, laugardag, verða haldn-
ir tónleikar i BUstaðakirkju.
Flytjendur eru Camilla Söd-
erberg sem leikur á blokk-
flautur og Snorri örn Snorrason á
iútu og gitar. Flutt verður tónlist
frá Renaissance og Barock-tima-
bilinu og einnig verk eftir 20. ald-
ar tónskáldin Eric Stokes, Hans
Martin Linde og Benjamin Britt-
en.
Camilla Söderberg er fædd i
Stokkhólmi, en stundaði tónlist-
arnám i Vinarborg þar sem hún
lauk burtfararprófi i blokkflautu-
leik frá tónlistarháskólanum þar i
borg árið 1970, en stundaði siðan
íramhaldsnám hjá Hans Maria
Kneihs við sama skóla. Snorri
örn Snorrason lauk burtfarar-
prófi frá tónlistarháskólanum i
Vinarborg vorið 1976 og hafði þá
stundað gitarnám i 5 ár hjá próf.
Karl Scheit sem er mjög þekktur
fyrir störf sin sem kennari og út-
gefandi. S.l. 2 vetur hafa þau
stundað framhaldsnám i Basel,
Camilla við hinn þekkta skóla
fyrir gamla tónlist „Schola Can-
torum Basiliensis” og Snorri hjá
hinum fræga gitar- og lútuleikara
Konrad Ragossnig. Tónleikarnir
hefjast kl. 4 og fást aðgöngumiðar
við innganginn.
Camilla Söderberg og Snorri örn Snorrason.
Tillaga þingmanna
úr öllum flokkum:
Kortabók íslands verði gefin út
„Alþingi ályktar að skora á
rikisstjórninaað hafa forgang um
útgáfu kortabókar Islands”
Þannig hljóðar þingsályktunar-
tillaga sem þingmenn úr öllum
flokkum hafa lagt fram. Þing-
mennirnir eru Sverrir
Hermannsson, Ingvar Gislason,
Gils Guðmundsson, Eggert G.
Þorsteinsson og Karvel Pálma-
son.
I greinargerð með tillögunni
segja flutningsmenn:
„Kortabók Islands verður safn
korta af Islandi, þar sem margs
konar fróðleikur um land og þjóð
er settur fram á myndrænan hátt.
Þjóðlandaatlasar hafa verið
gefnir út i velflestum Evrópu-
löndum, þ.ám. Norðurlöndum, en
auk þess i mörgum löndum i öðr-
um heimsálfum. Fyrsta korta-
bók, sem út var gefin af þessu
tagi, var Finnlandsatlas, sem
gefinn var út 1899, en hefur verið
gefinn út þrisvar sinnum siöan.
Hefur slik útgáfa hvarvetna verið
talin hin mesta nauðsyn, til að
auka þekkingu á iandsháttum.
Arið 1976 kom út kortabók yfir
öll Norðurlönd (Norden i textoch
kartor). Að undanskildum
nokkrum þáttum náttúrufars eru
nær engarupplýsingar um ísland
i kortabókinni. Oftast er einungis
ein stærð eða tala yfir allt landið,
þar sem upplýsingar eru birtar
eftir umdæmum i hinum löndun-
um.
Kortabókini er ætlað að að vera
upplýsinga- og heimildarrit i
þágustjórnvalda, stofnana, fyrir-
tækja og einstaklinga, sem fást
við margs konar áætlanagerð
varðandi byggð, atvinnulif og
landnýtingu. Er þar átt við nýt-
ingu lands til búskapar, ýmiss
konar verklegra framkvæmda,
samgangna, almenningsnota og
náttúruverndar.
Kortabókin verður gagnlegt
heimildarrit fyrir innlenda og
erlenda fræðimenn sem stunda
rannsóknir á ýmsum fræöasvið-
um. Enn fremur yrði bókin mikil-
væg fyrir fjölmarga aðra, sem
vilja kanna útbreiðslu ýmiss
konar fyrirbæra til lands og sjáv-
ar og athuga samhengi þeirra á
milli.
Síðast en ekki sist er ótalið
menntunargildi bókar af þessu
tagi. Hún yrði notuð af kennurum
og nemendum í framhaldsskólum
og á háskólastigi og yrði handbók
eða uppsláttarritfyrirkennara og
nemendur I efstu bekkjum á
grunnskólastigi.
Til þess að ná þeim árangri,
sem að framan er getið, er fyrir-
hugað að setja fram á kortum og
á annan myndrænan hátt ýmis
einkenni lands og þjóðar. Þar á
meðalmá nefna náttúrufar, sögu,
atvinnulif, félagsmál og
menningarmál.” '
Hann er glaðlegur, hópurinn sá.
Anægjuleg
heimsókn
Síöastliðinn fim mtudagsmorg-
un fengu Þjóðvilj amenn
skemmtilega heimsókn i Siðu-
múlann. Voruþar á ferð nemend-
ur úr Vighólaskóla i Kópavogi,
ásamt einum kennara sinum,
Helgu Sigurjónsdóttur. Gengu
þeir hér um garða góða stund,
skoðuðu húsakynnin og létu
spurningum rigna yfir blaða-
menn. Nemendur höfðu meðferö-
is skólablað sitt Kóp, hið myndar
legasta að efni og allri gerð. Segir
svo I formálsorðum ritnefndar:
„Nú er komið út skólablað Vig
hólaskóla, Kópur, baráttutæki
okkar nemenda á andlega svið-
inu. I blaðinu er vonandi efni við
þitt hæfi og er þá stefnumarkmiði
þess að nokkru náð. Ritnefnd
hefur skrifað þvi sem næst allt
efni blaðsins utan nokkurra
greina. Ritnefnd þakkar öllum
þeim, sem hönd lögðu á plóginn
við að koma þessu blaði út, hvort
sem hjálpin kom i efni sendu
blaðinu eða aðstoð við setningu
þess. Blaðið hefði tæplega komið
út án þess framlags. Sérstakar
þakkir fær Hörður óskarsson
fyrir söfnun auglýsinga i blaðið
en þær námuum 200 þús. kr., sem
er hreint ótrúlegur árangur.
Þau bera Kóp á höndum sér.
Ritnefnd Kóps skipa: Gunn-
steinn Ólafsson, Björn Harðar-
son, Ólafur Þ. Gunnarsson, Arn-
hildur Þórhallsdóttir, Einar T.
Finnsson og Sigrún Andradóttir.
Ljósmyndir: Sigurður Jónsson.
Auglýsingar: Hörður óskarsson.
Forsiða: Halldór Gunnarsson.
Abyrgðarmaður: JUlius Haf-
steinsson.
—mhg
Tvær einkasýnmgar
á Kjarvalsstöðum
Þetta er síöasta sýning-
arhelgi Guöbergs Auöuns-
sonar og ómars Skúlason-
ar á Kjarvalsstöðum, en
opnar eru sýningarnar
fram á þriðjudagskvöld.
Þetta eru fyrstu einkasýningar
þeirra beggja. Það gerist nú i dag
Uaugardag) kl. 16.00, að Sigurður
Karlsson trommuleikari heldur
„trommukonsert” á sýningu
Guðbergs og túlkar á sinn hátt
nútimann i verkum Guðbergs. En
um myndir sinar, 23 talsins, segir
Guðbergur sjálfur: „Ys og þys
stórborga, gömul og ný skilaboð
og sitthvað fleira er kveikjan að
þessum myndum”.
Fimm myndir seldust fyrsta
hálftiinann sem sýning Guðbergs
var opin. Listasafn Islands keypti
mynd sem heitir Nútiminn og
Listasafn SIS aðra.
Guðbergur hefur numið við
Listiðnskólann i Kaupmannahöfn
og málaradeild Myndlista- og
handiðaskólans.
ómar Skúlason hefur einnig
numið við Myndlista- og handiða-
skólann, tekið þátt i samsýning-
um á Sólon Islandus og hjá FIM.
Hann sýnir teikningar, blandaða
tækni, myndir („Tilbreytingar”)
gerðar með sprautu og skapalóni
— alls 56 myndir. Ómar hefur (á
fimmtudegi) selt fjórar myndir,
eina til Listasafnsins.
I dag og á morgun eru sýningar
þeirra Guðbergs og Ómars opnar
kl. 2-10.
Guöbergur Auðunsson og Nútfminn.
Flóa-
markaður
Zonta-
klúbbsins
A morgun sunnudaginn 12.
febrúar klukkan 14 verður flóa-
markaður á Hallveigarstöðum.
Félagar Zpntaklúbbs Reykjavik-
ur hafa opnað hirslur á heimilum
sinum og fundið þar marga nýti-
lega hluti, sem þeir gátu ánverið
og ætla nú að selja við hagstæðu
verði.
Arið 1944 stofnaði klUbburinn
sjóð til minningar um starf Mar-
grétar Bjarnadóttur Rasmus,
sem þáhafði lokið starfsferli sin-
um við stjórn Heyrnleysingja-
skólans. Hún barðistfyrir að bæta
hag nemenda sinna og þekkti
flestum betur hve höllum fæti
þeir stóðu i lifsbaráttunni.
Sjóðurinn, sem nefndur er Mar-
grétarsjóður, notar fé sitt jafnóð-
um og þess er aflað. Hann hefur
styrkt kennara, fóstrur og aðra
sem stunda framhaldsnám með
það takmark i huga að efla heil-
brigði og þroska mál- og heyrnar-
skertra. Einnig hefur fé verið
varið til tækjakaupa.
Zontaklúbbur Reykjavikur hef-
ur nU á prjónunum áætlun um að
vekja hreyfingu i þá átt að koma
upp aðstöðu, þar sem börn innan
skólaaldurs gætu fengið hjálp
sérmenntaðra kennara til þess að
lagfæra málhelti. Sérfræðingar
telja mikilvægt að slik hjálp sé
veitt i tima.
Starfsmanna-
félagiö Sókn:
Advörun
Fimmtudaginn 9. febrUar 1978
boðaði stjórn Starfsmannafélags-
ins Sóknar til fundar með trúnað-
arráði og trúnaðarmönnum á
vinnustöðum. A fundinum var
eftirfarandi tillaga einróma sam-
þykkt:
„Fundurinn varar Alþingi og
rikisstjórn við að skerða slðustu
kjarasamninga og stofna til ófrið-
ar á vinnumarkaðinum. Fundur-
inn visar þvi algjörlega á bug að
sú leiðrétting á launum sem náð-
ist I samningunum sl. vor eigi sök
á vanda atvinnuveganna. Sú sök
liggur fyrst og fremst hjá rikis-
stjórn og löggjafarvaldi.”
Spurt
um risnu
fyrirtækja
Ragnar Arnalds hefur beint eft-
irfarandi fyrirspurn um risnu
fyrirtækja til fjármálaráðherra:
,,1) Hvaða reglur giltu um frá-
drátt frá tekjum fyrirtækja vegna
risnu við álagningu skatta árið
1977?
2) Hve mikilli fjárhæð nam
þessi frádráttur hjá skattskyld-
um félögum við álagningu skatta
árið 1977, upphæðin samanlögð
eftir framtölum eða áætluð sam-
kvæmt hæfilegu úrtaki?”
Ein af myndum ómars
Skúlasonar.