Þjóðviljinn - 11.02.1978, Síða 16
1« SIÐA — ÞJÖÐVILJINN iLaugardagur 11. febrúar 1978
Tökum að okkur
smiði á eldhúsinnréttingum og skápum,
bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur
um breytingar á innréttingum. Við önn-
umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og
inni. Verkið unnið af meisturum og vönum
mönnum.
Trésmíðaverkstæðið
Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613
Auglýsing
um skoðun bifreiða í lög-
sagnarumdæmi Kópavogs
Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér
með, að aðalskoðun bifreiða 1978 hefst
mánudaginn 20. febrúar og verða skoð-
aðar eftirtaldar bifreiðir i febrúarmánuði
og marsmánuði 1978:
Mánudagur 20. febrúar Y-1 til Y-200
Þriðjudagur 21. febrúar Y-201 til Y -400
Miðvikudagur 22. febrúar Y-401 til Y-600
Fimmtudagur 23. febrúar Y-601 til Y -800
Mánudagur 27. febrúar Y-801 til Y-1000
Þriðjudagur 28. febrúar Y-1001 til Y-1200
Miðvikudagur 1. mars Y-1201 til Y-1400
Fimmtudagur 2. mars Y-1401 til Y-1600
Mánudagur 6. mars Y-1601 til Y-1800
Þriðjudagur 7. mars Y-1801 til Y-2000
Miðvikudagur 8. mars Y-2001 til Y-2200
Fimmtudagur 9. mars Y-2201 til Y -2400
Mánudagur 13. mars Y-2401 til Y-2600
Þriðjudagur 14. mars Y-2601 til Y-2800
Miðvikudagur 15. mars Y-2801 til Y-3000
Fimnitudagur 16. mars Y-3001 til Y -3200
Mánudagur 20. tnars Y -3201 til Y-3400
Þriöjudagur 21. mars Y-3401 til Y-3600
Miðvikudagur 22. mars Y-3601 til Y-3800
Þriðjudagur 28. mars Y -3801 til Y-4000
Miðvikudagur 29. mars Y -4001 til Y-4200
Fimm tudagur 30. mars Y-4201 til Y-4400
Bifreiðaeigendum ber að koma með bif-
reiðir sinar að Áhaldahúsi Kópavogs við
Kársnesbraut og verður skoðun fram-
kvæmd þar mánudaga — fimmtudaga kl.
8.45 til 12.00 og 13.00 til 16.30. Ekki verður
skoðað á föstudögum. Við skoðun skulu
ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild
ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að
bifreiðagjöld fyrir árið 1978 séu greidd, og
lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið
sé i gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið
greidd, verður skoðun ekki framkvæmd
og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru
greidd.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til
skoðunar á réttum degi, verður hann
látinn sæta sektum samkvæmt umferðar-
lögum og lögum um bifreiðaskatt og bif-
reiðin tekin úr umferð, hvar sem til
hennar næst. Þetta tilkynnist öllum sem
hlut eiga að máli. Skoðun bifreiða með
hærri skráningarnúmerum verður auglýst
siðar.
Bæjarfógetinn i Kópavogi,
8. febrúar 1978
Sigurgeir Jónsson
• Blikkiðjan
^ ™ Ásgarði 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI 53468
Hrlsey I vetrarklæbum.
Frá Hrísey:
Leikæfingar, tungumála-
nám og holdanaut
Enn berast hér fregnir frá
fréttaritara Þjóöviijans i
Hrisey, Guðjóni Björnssyni:
Félagslíf
Um miöjan janúar var hald-
inn aðalfundur ungmennafél-
agsins Narfa i Hrisey. Félögum
hafði nokkuð fækkað á siðast-
liðnu ári og félagslif verið i
dálitilli lægö, miðað við það,
sem oft hefur verið. En á eftir
logni kemur stormur, varð ein-
um fundargesta að orði og af
fundinum fóru menn fullir
áhuga og sigurvissir. — í stjórn
félagsins voru kosnir ungir og
áhugasamir menn i stað hinna
gömlu og mosagrónu. Formaö-
ur er Jóhannes Áslaugsson.
Leikfélagið starfar af miklum
krafti. Verið er að æfa gaman-
leikinn „Áfbrýðissöm eigin-
kona”. Leikstjóri er Kristján
Jónsson. Einnig er Kristján með
leiklistarnámskeið á vegum fél-
agsins og eru þátttakendur 10,
bæði innan- og utanfélagsfólk.
Er mikill áhugi rikjandi á þess-
ari nýbreyttni.
Leikstjórinn lætur afar vel af
samstarfsfólki sinu i leiknum og
segir að það sýni frábæran
dugnað. Eins og segir hann und-
irtektir á námskeiðinu sérstak-
lega skemmtilegar, þetta séu
allt góðir starfskraftar. Ætlunin
er að sýna leikinn hér heima og i
nágrannabyggðunum.
Kristján leikstýröi hér „Hrepp-
stjóranum á Hraunhamri fyrir
13 árum.
Talað tungum
Slðustu verkefni Lionsmanna
voru ókeypis ljósaskreytingar
við kirkjuna og ókeypis bingo
fyrir börn, milli hátiða. Einnig
höfðu þeir þá bingo fyrir full-
orðna, til fjáröflunar.
Þá starfa enn af fullum krafti
námsflokkar þeir, sem kvenfél-
agið hteypti af stokkunum i
nóvember s.l. Eitthvertlát er þó
á nemendum i Spænskunni,
(kannski þvi valdi fréttirnar af
eitrun Miðjaröarhafsins), en
enskan heldur velli nema þar
sem aðrar skyldur hafa kallað
einn og einn úr hópnum.
Snjór er litill á eynni. Börn
hafa þó notað hann allvel til
skiða-iökana. Kennslu hafa þau
enga fengið I vetur en á s.l. vetri
var hér kennari frá ísafirði,
Snorri Grimsson, og veitti hann
nemendum skólans nokkra leið-
sögn.
Hinn daglegi mjólkur-
dropi
Elsti kálfurinn i Einangrun-
arstöð holdanauta er nú orðinn
sex og hálfs-mánaöa gamall,
hinn stæðilegasti gripur og stolt
feðranna skosku svo og allra
annara aðstandenda. Hefur
hann nú verið settur i einangrun
i stöðinni ásamt fleiri vænum
törfum, þar sem náttúra þeirra
gæti farið að valda óæskilegum
usla. Þeir fá þó daglega aö
heimsækja mæður sinar og
þiggja af þeim mjólkursopa.
Heilsufar og útlit gripanna er
i mjög þokkalegu ástandi. Það
mundi sjálfsagt koma mörgum
all nýstárlega fyrirsjónir að sjá
kálfa sjúga mæður sinar, ekki
sist þegar þeir eru komnir á
kynþroskaaldurinn og farnir að
slaga upp i fullorðna að stærð.
Fyrsta húsið frá Húsein-
ingum
Nú er búið að flytja hingað
fyrsta húsið frá Húseiningum á
Siglufiröi, en þau eiga að verða
þrjú. Byrjaö var að reisa húsiö
24. janúar og tók það tæpa viku.
Lengstaf hefur skýjafar byrgt
hér sólarsýn það sem af er ár-
inu. Þó hefur þaö hent að við
höfum séö sólina birtast yfir-
brún Vaðlaheiðar og skiptir þá
umhverfið allt um svip.
gb/mhg
GísM Gudmufidsson:
Fundur Alþýdubandakgsíns
á Sudureyri
t gær, sunnudag 5. febr.,
mættu hér til fundarhalds tveir
mætir menn, Kjartan óiafsson,
frambjóðandi hér á Vestfjörö-
um i næstu aiþingiskosningum
og Stefán Jónsson, þingmaöur
Norðuriands eystra. Báöir voru
þeir á vegum Alþýðubandalags-
ins.
Fundurinn var settur I félags-
heimili Suðureyrar kl. 16.30.
Mestur fjöldi fundarmanna var
um 60. Voru það menn og konur
úr öllum flokkum og af öllum
stéttum, mest þó karlmenn.
Fundurinn fór i alla staði vel
fram. Gott hljóö og engin framl-
köll. Fundarstjóri var Einar
Guðnason, skipstjóri á Sigur-
von. Hann er lika formaður Al-
þýðubandalagsins hér.
Fyrstur talaði Kjartan Ólafs-
son I a.m.k. klukkutíma. Hann
skýrði margt bæöi hvað snertir
þjóðmál og mannlif okkar Is-
lendinga.
Næstur stóö upp Stefán Jóns-
son, alþm. Hann lofaöi þvi I upp-
hafi að halda ekki langa ræðu og
stóð viö það. Brá fyrir „humor”
i hans málflutningi, sem átti vel
við umræðuefnið.
Eftir ræðu Stefáns var orðið
gefið frjálst. Ólafur Þórðarson
stóð fyrstur upp af fundarmönn-
um. Hann er framsóknarmaöur,
oddviti hér og skólastjóri með
meiru. Hann beindi orðum sln-
um að frummælendum og þó
einkum Kjartani sem svaraði
aftur af rökvlsi og hörku og ýtti
höndum sinum út og suður og
siðast til himins, til staðfesting-
ar orðum sinum. Einnig svaraði
Stefán ýmsu á móti Ólafi. Fáir
töluðu aörir á þessum fundi.
Sveitarstjóri stóð upp meö
fyrirspurn og Pétur Sigurðsson,
stýrimaður á Ellnu Þorbjarnar-
dóttur, gaf skýringu. Hallbjörn
Guðmundsson fór fram á upp-
lýsingar um hvað ráöherra
hefði I laun og fékk upplýst aö
þau væru um 500 þús kr. á mán-
uöi.
Fundurinn stóð til kl. 20.10,
enda sumir orðnir svangir og
sumir hefðu ekki þolað að sitja
lengur vegna kulda. Og vatns-
glasið, sem Stefán varð aö hafa
fyrir öskubakka, var orðið fullt
af ösku úr pipu hans. — Ég álit
af félagsheimiliö sé ekki staður
til fundahalda, a.m.k. alls ekki
fyrir hálf lasna menn.
Suðureyri, 6. febr.,
Gisli Guðmundsson.
Umsjón: Magnús H. Gíslason